Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐE) IPKOTTlR PÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1988 OLYMPÍULEIKAR / JÚDÓ „Dagsformið ræður úrslitum" - segja ólympíufararnir Bjarni Frið- riksson og Sigurður Bergmann ÍSLENZKA ólympíunefndin hef- ur ákveðið að Bjarni Ásgeir Friðriksson, Ármanni og Sig- urður Bergmann Hauksson, UMFG, keppi fyrir íslands hönd í júdó á Olympíuleikunum f Seoul í haust. Bjarni er okkar fremsti júdómaður og náði sem kunnugt er þeim glæsilega ár- angri að hreppa bronsverðlaun á Olympíuleikunum f Los Ange- les 1984. Slgurður hefur verið á mikilli uppleið og hreppti tvenn verðlaun á Norðurlanda- mótinu í vor. eir Sigurður og Bjami æfa tvi- svar á dag flesta daga eða alls um ellefu sinnum í viku fram að Olympíuleiknuum og leggja áherzlu ■■■■■■I á að byggja sig upp Guðmundur líkamlega um þessar Jóhannsson mundir en fara síðar skrifar út í æfíngar, sem reyna meira á út- hald og tækni. Þeir njóta leiðsagnar Halldórs Guðbjömssonar, sem jafn- framt verður fararstjóri þeirra í Seoul. Óvíst er hvort þeir Sigurður og Bjami munu keppa á mótum fram að leikunum, því að þeir ætla að forðast keppnisþreytu þegar á hólminn er komið. „Er líkamlega storkur" „Ég hef oft keppt við marga þá beztu í mínum flokki og þekki þá vel. Stundum vinnur maður þá en stundum ekki. Það skiptir miklu máli í mótum að ganga vel í fyrstu glímunni, því að þá vex sjálfstraug- tið. Líkamlega er ég mjög sterkur um þessar mundir og í góðu formi. Þetta er hins vegar alltaf spuming um hvemig maður fínnur sig þann og þann daginn, hvemig dags- formið er en auðvitað mun ég gera mitt bezta“ sagði Bjami Friðriks- son. Bjami er 1,90 metrar á hæð og vegur nú 100 kg en þarf að létta sig um 5 kg fram að Olympíuleik- um. Bjami er í fremstu röð júdó- manna í sínum flokki, + 95 kg flokki. Hann vann sem kunnugt er það afrek að hljóta bronsverðlaun á Olympíuleikunum í Los Angeles 1984. Bjami hefur þrisvar orðið Norðurlandameistari í sínum flokki, síðast nú í vor en þá varð hann DÓMARAMÁL Góður dómari í úrslitaleik EM Iúrslitaleik Evrópukeppninnar, sem við sáum f sjónvarpinu sl. laugardaginn, voru gefín nokkuð mörg gul spjöld. En hvað voru þau mörg? Jú, þau voru fímm og óhætt er að fullyrða að dómarinn, sem úrslita- leikinn dæmdi, hafí dæmt leikinn mjög vel. Þar var toppdómari á ferðinni. Hér á landi er dómari álitinn eiga slakan leik ef hann gefur fleiri en 6 spjöld í leik. Þá er því haldið fram að hann hafí misst tökin á leiknum og reyni að ná tökum á honum aft- ur með því að sýna leikmönnum gula spjaldið í tíma og ótíma. Oft er þetta rétt, því miður. En þetta er líka oft nauðsynlegt eins og knattspymuáhugafólk fékk að sjá í úrslitaleiknum. Eitt atriði vakti sérstaklega athygli mína í úrslitaleiknum, en það var er hinn franski dómari sýndi í tvígang gula spjaldið er vamar- veggurinn fór ekki strax í rétta ijar- lægð (9,15 m.) frá boltanum. Frammi fyrir þessu vandamáli stóðu allir dómaramir í úrslita- keppninni, en enginn tók á þessu nema sá franski í úrslitaleiknum. Reyndar dæmdi hann líka annan leik í keppninni, en tók þá ekki jafn strangt á þessu. Talandi um vamarvegginn í auka- spymu þá er það kunnara en frá þurfí að segja að við dómarar emm alltof linir að taka á þessu þegar vamarveggurinn er tregur að fara í rétta fjarlægð frá boltanum. Ef dómarar taka á þessu strax í upp- hafí, þá gengur leikurinn fljótar og betur fyrir sig og allir em ánægðir. Það liggur í augum uppi hve hagn- aðurinn er gífurlegur fyrir lið sem Franskl dómarinn Michel Vautrot dæmdi úrslitaleikinn mjög vel. er með fomstu og neitar sífellt að fara í rétta fjarlægð og dómarinn stendur alltaf í því að reka vamar- vegginn á réttan stað. Það er óhætt að segja að í siíku tilfelli geti farið ca. 30-50 sek. í hvert skipti og jafnvel meiri tími og ef lið fær 10-12 aukaspymur. Þá sjá allir hve mikinn tíma liðið vinnur sem er að reyna að tefja með slíkri framkomu. Þess vegna segi ég þetta: Ef þeir leikmenn sem mynda vamarvegg skilja ekki fyrstu aðvömn frá dómara, þá er það eina sem dómarinn getur gert í stöðunni að sýna þeim vamar- manni sem næstur honum er gula spjaldið. Með dómarakveðju, Guðmundur Haraldsson. Morgunblaðið/BAR Slguröur Bergmann og Bjaml Ásgalr Fridriksson æfa nú af fullum krafti fyrir Ólympíuleikana i Seoul. einnig annar f opnum flokki. Nú um helgina komst hann í undanúr- lit á sterku móti í París. Sterkur Grlndviklngur Sigurður Bergmann keppir í + 95 kg flokki, sem er þyngsti flokkur- inn. Hann er 1,86 metrar á hæð og er nú 109 kg en ætlar sér að verða að minnsta kosti 115 kg á Olympíuleikunum. Sigurður varð í 2. sæti í sínum flokki á Norður- landamótinu í vor og f 3. sæti í opnum flokki. í mínum flokki em margir þungir kappar, allt að 150-160 kg en ég er óhræddur við að takast á við þessa karla. Hversu langt maður kemst, er annað mál og ómögulegt að spá fyrir um. Þar ræður dags- formið endanlega úrslitum" sagði Sigurður Bergmann. Þeir Sigurður og Bjami hafa lengi fengið að æfa endurgjaldslaust í Heilsuræktinni Borgartúni 29. Bjami hefur fengið styrki úr afreks- mannasjóði en Sigurður hefur ekki fengið neina styrki til þessa. Sigurð- ur á heima í Grindavík og starfar þar en æfír í Keflavík og Reykjavík. „Við föram úttil Seoul 11. septemb- er en Bjami keppir ekki fyrr en þann 30. og Sigurður 1. október. Þeir verða þvf að æfa vel þessar þijár vikur úti fyrir keppnina og munu að sjálfsögðu æfa saman. Það hefði til dæmis verið algerlega von- laust að senda aðeins einn mann út, því þá hefði hann dottið úr allri keppnisæfíngu á þessum tírna", sagði Halldór Guðbjömsson, þjáif- ari. í$wtD$m im Fylkisvöllur í kvöld kL 20.00 Daihatsu SPORIBÆR r jr Hraunbæ102 A.Éx%JJ\A Hraunbæ 102 HAGKAUP BOKABUÐ JÓNASAR Hraunbæ 102 BLÁSTEINN BARNABÆR Li , , rto Hraunbæ102 Hraunbæ 102 Píjá STELLU Hraunbæ 102, s: 673530 Hraunbæ 102 VERSLANAKIARNINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.