Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 43
T Tr' MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1988 48 Selbærinn í Skaftafelli endur- byg’g’ður af Þjóðnrinjasafninu Eins og enginn sé heima Langur tími er liðinn síðan ákveðið var að gera Selbæinn upp, 10-12 ár. Vinna við verkið hefur svo staðið yfir með hléum frá þeim tíma. En stefnt er að því að ljúka verkinu í sumar og reyna að opna hann almenningi seinni hluta sum- ars, að sögn Lilju Ámadóttur, þjóð- háttafræðings hjá Þjóðminjasafn- inu, en hún hefur umsjón með verk- inu. Þeir sem skoða bæinn eiga að fá á tilfinninguna þegar þeir ganga inn, að búið sé á bænum en enginn heima. Ætlunin er að Þjóðminjasafnið og Náttúruvemdarráð, sem þjóð- garðurinn heyrir undir, sjái um reksturinn sameiginlega. Náttúm- vemdarráð sæi þá um daglegan rekstur og vörslu, en Þjóðminja- saftiið um viðhald. Að sögn Lilju er áætlað að það kosti um 400 þúsund krónur á ári að reka bæinn. Heildarkostnaður við endurbygg- inguna liggur ekki fyrir en nemur þó alltaf einhveijum milljónum. Bærinn samanstendur af þrem húsum. Vestast er hlóðaeldhús, í miðhúsinu er fjósbaðstofa og aust- asta húsið er stofuhús. Munir, sem upphaflega vom á bænum, hafa verið fluttir þangað frá Byggða- safninu á Skógum og koffort og fleiri hlutir sóttir í Landbrotið þar Ámi Sæberg Selbærinn, sem Þjóðminjasafnið er að láta gera upp. Stefnt er að því að gestum finnist sem þeir komi inn í bæ, sem búið er í en enginn sé heima. Verkið er á lokastigi og stefnt er að því að opna bæinn almenningi síðar í sumar. sveitina, yfír óbrúaðar ár á hestum, bmgðu upp lifandi myndum af því lífi, sem var ( Skaftafelli fyrr á öld- inni. Jón Einarsson, afi Ragnars, var mikill smiður og stjómaði smíði bæjarins, en móðurbróðir Jóns og nafni, Jón Bjamason, átti hann. Sóttur var rekaviður og Jón heflaði hann í gólf og loft en panell í þilin var fluttur á klökkum frá Vík f Mýrdal. Því var þannig háttað, að fyrst þurfti að smíða verkfærin, áður en eiginleg smíði hófst. Ragn- ar á mörg þessara verkfæra enn, auk annarra muna, og hann langar til að koma upp vísi að minjasafni. „Fyrsti símstjórinn á íslandi, sem var norskur, átti leið hér um sveit- ina þegar verið var að þilja eina stofuna á bænum og bændur fengu hann til fundar við sig þar. Þeir vildu fá síma í byggðina og vom með hugmyndir um að leggja hann yfir jökulinn, þar sem þeir vissu að sandamir gátu verið erfíðir. Þeir bám upp erindi sitt, en sá norski sagði okkur þessa sögu inni í stof- unni, þar sem fundurinn var, og þegar farið var upp á baðstofuloftið var ekki lengi að rifjast upp fyrir honum önnur saga. Baðstofumenning „Sigurður Nordai kom hingað í sveitina 1926 eða 1927 og hélt er- indi. Hann gisti hér á Hæðum og flutti erindið hér í baðstofunni fyrir Innbæinga, Svfnfellinga og Skaft- fellinga. Ég var þá 12-13 ára og man að það var þröngt setinn bekk- urinn. Sigurður líkti mannskepn- unni við gróðurinn. Hann sagði að þegar ísöld hafi lokið og jöklar hop- að hefðu bæði menn og gróður fylgt eftir og numið land norðar og norð- ar. Á Islandi vom allar sveitir og dalir numdir og þannig vildi hann hafa það, sagði að þannig blómstr- aði íslensk menning best. Þá þegar vom uppi hugmyndir um að hag- kvæmast væri að sem flestir flytt- ust á suðvesturhomið." Skaftafell hefur alltaf verið í þjóðbraut Þegar út úr bænum var komið barst talið að starfi Ragnars sem þjóðgarðsvörður og þær breytingar, sem orðið hafa f sveitinni á liðnum ámm. Ragnar sagði, að gjörbreyt- ing hefði orðið á umferð í Skafta- fell þegar Jökulsá var brúuð árið 1967. Þá var hægt að komast þang- að austan frá og Skaftafell verið endastöð. Með hringveginum jókst umferðin til muna segir hann, en jafnframt minnkaði ágangur fólks, þar sem staðurinn var ekki lengur endastöð. „Skaftafell hefur þó verið í þjóðbraut allt frá landnámi. Þeir sem fóm milli landsQórðunga fóm héma um á hestum og þeim þurfti oft að veita mikla fyrirgreiðslu. En þegar strandferðaskipin komu létti mikið á því,“ sagði Ragnar. Hann lætur vel af starfi sínu sem þjóðgarðsvörður. í fyrstu sá hann einn um þjóðgarðinn, en þegar kom fram á 8. áratuginn komu landverð- ir til starfa. „Ferðafólk hefur ailtaf gengið vel um enda var tekið hart á því strax í upphafi," sagði hann. Með stofnun þjóðgarðsins lagðist fjárbúskapur nær af innan hans. Og nú þegar Ragnar hefur látið af starfi þjóðgarðsvarðar flytja þau frá Hæðum f nýtt hús, sem þau hafa byggt í Freysnesi skammt austan við þjóðgarðinn ásamt dóttur Ragn- ars og tengdasyni, Önnu Maríu Ragnarsdóttur og Jóni Benedikts- syni. Þar era þau að reisa gistihús og er búið að steypa gmnninn og gólfplötuna. fbúðarhúsið er komið upp og er þar gistiaðstaða fyrir ferðamenn, sem búið er að opna. Á Hæðum verður aðsetur þjóðgarð- svarðar. En er ekki erfitt að flytja frá þeim stað þar sem þú hefur búið alla þína tíð? „Það er það vissu- lega, en eitthvað verður maður að starfa og ekki er hægt að stunda búskap hér innan þjóðgarðsins," sagði Ragnar að lokum. STYG Bærinn skoðaður í fylgd Ragnars Stef- ánssonar fyrrverandi þjóðgarðsvarðar í SKAFTAFELLI er nú verið að leggja lokahönd á endurbygg- ingu burstabæjar, sem Þjóð- minjasafnið sér um. Bærinn, sem heitir Sel og er einn þriggja Skaftafellsbæja, var byggður árið 1920. Hann stendur uppi f hlíðinni vestan við tjaldstæðin f þjóðgarðinum, austan við bæinn Hæðir. Þar búa hjónin Ragnar Stefánsson og Laufey Lárus- dóttir, en Ragnar hefur búið þarna alla sína tfð. Sel fór f eyði 1946 og keypti þá Ragnar bæinn. Skaftafell var gert að þjóðgarði árið 1967 og má segja að Ragnar hafi verið þjóðgarðsvörður þar frá upphafi, þótt hann hafi ekki fengið formlega skipun fyrr en 1972. Hann lét af því embætti um sf ðastliðinn áramót og við tók Stefán Benediktsson, fyrrver- andi alþingismaður, en hann er bróðursonur Ragnars. Stefán var oft á sumrin á Hæðum og svaf þá stundum á baðstofuloftinu á Selbænum yfir nautum og hæn- um. Nú fyrir skömmu sæmdi for- seti íslands Ragnar riddara- krossi fyrir störf hans að nátt- úruverndarmálum. Morgun- blaðsmenn heimsóttu Ragnar og Laufey fyrir skömmu og skoðuðu bæinn í fylgd þeirra sem þeir vom niðurkomnir. „Það er mikill ávinningur af menningar- minjum sem þessum," sagði Lilja, „enda er þama eina fjósbaðstofan, sem safnið hefur yfir að ráða". Mikið helv... er þetta vel heflað Ragnar kann margar sögur að segja af bænum og því lífi sem hrærðist þar innanhúss og utan. Þegar komið var út í húsin með honum var eins og að hverfa ára- tugi aftur f tímann. Sögur af forfeð- mm Ragnars og mönnum á leið um svaraði ekki en fór að stijúka viðinn í stofunni og sagði svo loks: „Mikið helv... er þetta vel heflað!" Slíkur smiður var Jón. Síðan svaraði hann bændum, að ekki væri hægt að leggja yfir jökulinn hann væri allur á hreyfingu og eyddi talinu með því. Síminn kom svo í sveitina 1929 þegar landsímalfna var lögð frá Vík í Mýrdal í Homafjörð." Ragnar Þessi forláta dráttarvél af gerð- inni Alles Chaimers var send Ragnari árið 1949 með flugi. Flogið var með vélina i tveimur hlutum og lent á Fagurhólsmýri. Ragnari þykir vænt um gripinn og hefur jafnvel í hyggju að gera hann upp. Morgunblaði8/Ámi Sæberg Ragnar uppi á baðstofuloftinu þar sem Sigurður Nordal flutti erindi þegar Ragnar var 12-13 ára gamall. Sigurður sagði þar að íslenskri menningu væri það best ef allar sveitir landsins héldust f byggð, en þá þegar voru uppi hugmyndir um að hagkvæmast væri að sem flestir flyttust á suðvesturhornið. Ámi Sæberg Laufey og Ragnar í stofunni, þar sem norski símstjórinn dáðist að handverkinu á þegar hann átti leið um SkaftafeU fyrr á öldinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.