Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1988 IÞROTTADAGUR REYKVIKINGA 2. JÚLÍ „Vomimst til að geta stuðlað að aukinni líkamsrækt borgarbúa“ - spjallað við Júlíus Hafstein, for- mann Iþrótta- og tómstundaráðs ÍSLENSKAR popphljómsveitir virðast syngja um fátt annað en auka- kfló og fitu um þessar mundir, og ef popparar þessa lands líta á það sem hlutverk sitt að stinga á helstu kýlum samfélagsins á hveijum tima, mætti ætla að fallþungi íslendinga væri eitthvað meiri en æski- legt getur talist. íþrótta- og tómstundaráð ætiar hins vegar ekki að sitja aðgerðalaust, með hendur i skauti og láta fallþungann aukast, þvi það hefur skipulagt heilmikinn iþróttadag, þar sem Reykvikingum verða kynntir valkostir varðandi hreyfingu og útivist í borgar- landinu. Sá dagur verður haldinn á morgun, laugardag, og verða fþróttaleiðbeinendur til taks við alla sundstaði borgarinnar, en sund- laugamar verða nokkurs konar miðstöðvar fyrir hreyfingu og útivist á íþróttadaginn. Með þessu íþrottaátaki er ætlunin að vekja athygli borgarbúa á þeim fjölbreyttu útivistar- og trimmmöguleikum, sem fyrir hendi eru í borginni. Július Hafstein er formaður íþrótta- og tómstundaráðs, og í sam- tali við Morgunblaðið, sagði hann að hugmyndin um að halda sér- stakan íþróttadag hefði litið dagsins ljós í framhaldi Bláflalladagsins, sem haldinn var í vetur. „Við vorum með kynningu á að- stöðunni í Bláflöllum, og það er óhætt að segja að þátttaka þar hafí verið mjög góð. Við gátum svo ekki annað en talið það góða hugmynd að endurtaka svipaða kynningu fyrir almenning á þeirri íþróttaaðstöðu, sem fyrir hendi er í borginni. í fram- tfðinni mætti hugsa sér svona daga sem árlegan viðburð," sagði Júlíus í samtali við blaðamann Morgun- biaðsins. Æfíngatæki sett upp við sund- laugamar íþrótta- og tómstundaráð var stofnað fyrir tveimur árum, þegar íþróttaráð og Æskulýðsráð borgar- innar voru sameinuð í eitt, og sagði Júlíus að við það hefði verksvið ráðs- ins aukist töluvert. „Við lítum á það sem okkar verk- svið að sinna almennum íþrótta- og trimmáhuga borgarbúa, og í því skyni hefur ráðið láta koma upp margvíslegum æfíngatælq'um við sundlaugamar í Laugardal og Vest- urbæ. Það hefur oft verið nefnt við okkur að létt æfíngatæki yrðu sett upp við laugamar. Tækin sem við letum setja upp eru ódýr, enda úr tré, en ég held að margir geti fund- ið not fyrir þau,“ sagði Júlíus. „Með þessu vonumst við til að geta stuðlað að hollri og góðri hreyfíngu borg- arbúa og aukið áhuga þeirra á al- mennri líkamsrækt. íþróttadaginn ætlum við svo að nota sérstaklega til að benda borgarbúum á þau veg- legu íþróttamannvirki sem komið hefur verið upp.“ Júlfus sagði það mætti samt ekki líta svo á að þeir væm að kvarta undan lítilli nýtingu á þessum mann- virkjum, enda væri engin ástæða til þess. „Heimsóknir gesta í sundlaug- > Olympíu- hlaupið hefst kl. 11.00 ÓLYMPÍUHLAUP FRÍ og Ólympíunefndarinnar verður haldið á íþróttadag- inn, bæði á Akureyri og í Reykjavík. í Rykjavík hefst hlaupið klukkan 11 um morguninn en á Akureyri hefst það kiukkan 14.00. í Reykjavík verður lagt af stað frá Laug- ardalslauginni, en á Akureyri verður lagt upp frá Ráðhús- torginu. Agúst Þorsteinsson, um- sjónarmaður hlaupsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að keppt yrði bæði í 5 km. skemmtiskokki og 10. km. hiaupi. Sagði hann að í fyrra hefði þátttaka f ólympíu- hlaupinu verið góð; á milli þrjú og fjögur hundmð manns hefðu skráð sig til hlaupsins, og bjóst hann við að þátttaka yrði ekki síður góð að þessu sinni. Skráningareyðublöð liggja frammi á öilum sundstöðum borgarinnar. Frá Ólympiuhlaupinu í fyrra, en þá voru þáttakendur 3-400 talsins. VESTURBÆJARLAUG: Skokk hefst við laugina á heilum og hálfum tíma, og geta þáttakendur valið um að hlaupa 3 km. eða 5 km., eins og sýnt er á kortinu. Að auki gefst fólki kostur á að leika sér í mínígolfí við laugina og notfæra sér æfíngatæki sem þar hefur verið komið upp. VESTURBÆJARLAUGIW 3 km____ 5 km____ Morgunblaðið/Sverrir fjöldi aukinn til mikilla muna á þess- um íþróttastöðum, þannig að þeir, sem á leiðbeiningu íþróttakennara þurfa að halda, eiga að geta snúið sér til þeirra og fengið tilsögn. „Það verða fagmenn við sund- laugamar sem veita eiga leiðsögn í sundi, og við æfíngatækin verða einnig leiðbeinendur, sem veita til- sögn í því hvemig gera eigi æfing- amar og taka rétt á, og einnig verða kenndar teygjuæfíngar. Síðan verð- ur lögð áhersla á létt skokk og hlaup fyrir almenning, og hafa verið skipu- lagðar sérstakar hlaupaleiðir í kring- um sundlaugamar," sagði Júlíus. Þá gefst einnig færi á að fara í tenn- is, mínigolf og blak. Tennisvöllur verður við Fellahelli í Breiðholti og á gervigrasvellinum, og milli hans og Laugardalsvallarins verður blak- völlur. Þá verður komið upp míni- gólfí við Vesturbæjarlaugina. Július Hafstein, borgarfulltrúi og formaður íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur. amar í Reykjavík voru samtals um 1400 þúsund á síðasta ári, og sú tala segir það sem segja þarf um almennan áhuga á léttri og góðri hreyfíngu," sagði hann. Leiðbeinendur verða til taks Á morgun verður starfsmanna- „Hvort þátttaka verður mikil á morgun er ómögulegt að segja nokk- uð til um, og veltur mikið á þvi hvemig veðrið verður," sagði Júlíus. „Þá verða þátttakendur dreifðir víða, og þvi ekki hægt að búast við neinni 17. júní stemningu, enda ekki ætlun- in að skapa slíkt. Við vonum bara að almenningur virði þessa viðleitni okkar til að stuðla að auknu heil- brigði; en eins og allir vita felur heilbrigði í sér lengra líf,“ sagði Júlíus Hafstein að lokum. Hér sést hluti æfingatækjanna sem sett hafa verið upp við Laugar- dalslaugina og krakkarnir voru þegar famir að æfa jafnvægiskúnst- ir, þó ekki væri búið að fullganga frá þeim. SUMDHÖLLfN 3 km____ 5 km____ SUNDHÖLLIIU: Skokkað verður á heila og hálfa tímanum frá Sundhöllinni eftir þeim leiðum sem á kortinu sjást, og verða íþróttakennar- ar þar til taks og leiðbeina fólki hvora vegalengdina því sé hentara að fara. íþróttakennarar verða við alla sundstaðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.