Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1988 Tillögur nefndar um fjölskyldumál væntanlegar: Bætur með bömum undir skólaaldri verði hækkaðar NEFND á vegum ríkisstjórnarinnar inn fjölskyldumál hyggst leggja til að barnabætur til foreldra barna undir skólaskyldualdri verði hækkaðar. Markmið nefndarinnar mun vera að stuðningur við for- eldra sé óháður því hvort eða hvar foreldrar kjósa að koma börnum sínum fyrir yfir daginn. Nefndin mun fljótlega skila tillögum um skóla- og dagvistarmál. Inga Jóna Þórðardóttir, formaður Qölskyldunefndar ríkisstjómarinn- ar, segir að við athugun nefndarinn- ar á kostnaði við dagvistun hafi komið í ljós að þátttaka foreldra í þeim kostnaði sé víða afar lítil, allt niður í 20% í dagheimilisplássum. „Þegar svona lágt hlutfall þjónustu- greiðslunnar er í höndum foreldra hlýtur að vera minni vilji hjá þeim sem þjónustuna veita, það er sveit- arfélögunum, að auka framboðið en ella væri,“ sagði Inga Jóna. „Við höfum til dæmis bent á það að víðast er kostnaðarþátttaka for- eldra miðuð við meðlagsgreiðslur, en við könnun á því hvemig með- lagsgreiðslur em grundvallaðar, kemur í ljós að það virðist ekki vera neinn haldbær grunnur fyrir þessu fyrirkomulagi. Við munum leggja til að sú upphæð verði endur- skoðuð þannig að meðlagsgreiðslur séu í meira samræmi við raun- verulegan kostnað," sagði Inga Jóna. Inga Jóna sagði að núverandi kerfi í dagvistarmálum mismunaði einnig foreldrum, þar sem það væm aðeins þeir foreldrar, sem fengju inni fyrir böm sín á dagvistar- heimilum, sem nytu niðurgreiðslu á dagvistargjöldunum, aðrir fengju ekki neitt. „Það verður afgerandi f okkar tillögum að stuðningur við foreldra taki ekki mið af hjúskapar- stöðu heldur tekjum, þótt það sé reyndar staðreynd að einstæðir for- eldrar em almennt tekjulægri en hinir," sagði Inga Jóna. „Þetta kerfi sem við höfum byggt upp í dag bitnar einkum á tekjulágum hjón- um. Til dæmis njóta engir sérstakr- ar fyrirgreiðslu í Reykjavík hvað dagheimilispláss varðar nema ein- stæðir foreldrar., nema í leikskól- um.“ Inga Jóna sagði að það bæri að hafa í huga að það væri verkefni sveitarfélaga og einkaaðila að sjá um framboð á dagvistarplássum. „Aukinn stuðningur við foreldra til þess að mæta kostnaði við dagvist- argjöld eða til að dvelja sjálfír með bömum sínum, komi hins vegar frá ríkinu," sagði Inga Jóna. VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 1. JÚLÍ 1988 YFIRLIT f GÆR: Skammt norð-vestur af írlandi er hægfara 990 mb lægð og þaðan lægðardrag norð-austur milli Færeyja og Noregs. Yfir Grænlandi er 1020 mb. hæð. SPÁ: Á morgun verður norð-austlæg átt á landinu, víða kaldi. Skýj- að verður og sumstaðar dálítil súld á Suöaustur- og Austurlandi og við norðurströndina, en skýjað með köflum vestanlands. Hiti verður 10—14 stig suö-vestanlands, en annars á bilinu 5—10 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Norð- og noröaustan- átt. Skýjað um norðan- og austanvert landið og dálítil súld við strendur. Víðast léttskýjað á Suðvestur- og Vesturlandi. Hiti 10—15 stig suð-vestanlands á daginn, en annars 5—8 stiga hiti. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / r r r r Rigning r r r * r * r * / * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * 10 V * V Hitastig: 10 gráður á Celsius Skúrir Él — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur |T Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísL tíma httl vaður Akureyri 9 skýjað Reykjavík 13 alskýjað Bergen 15 alskýjað Helslnki 25 þrumuveður Jan Mayen 0 alskýjað Kaupmannah. 19 skýjað Narssarssuaq 11 léttskýjað Nuuk 4 þoka 0816 22 skýjað Stokkhólmur 25 skýjað Þórshöfn 10 alskýjað Algarve 22 alskýjað Amsterdam 23 mlstur Aþena vantar Barcelona 24 alskýjað Chicago 10 helðsklrt Feneyjar 25 þokumóða Frankfurt 24 skýjað Glasgow 21 skýjað Hamborg 22 þrumuveður Les Palmas vantar London 20 rignlng Los Angeles 18 þokumóða Lúxemborg 22 skýjað Madríd 17 súld Malaga 24 skýjað Mallorca 30 skýjað Montreal 10 skúr New York 18 léttskýjað París 19 rigning Róm 26 heiðsklrt San Diego 18 alskýjað Winnipeg 13 léttskýjað Morgunblaðið/Sverrir Það voru fagnaðarfundir við Reykjavíkurhöfn í gær þegar Leif- ur Leópoldsson tók á móti hundi sínum Vaski, sem kom með Akraborginni. Vaskur á þó lengra ferðalag framundan, göngu- ferð þvert yfir landið. Gengur með hundin- um þvert yfir landið Safnar áheitum fyrir Krýsuvík- ursamtökin á 560 km göngu LEEFUR Leópoldsson, 23 ára Borgfirðingur, leggur af stað i dag ijnikla ferð til styrktar Krýsuvíkursamtökunum. Hann ætlar sér að ganga ásamt hundi sínum, Vaski, þvert yfir ísland, frá fjöru- borði í Reyðarfirði að fjöruborði á Amarstapa á Snæfellsnesi. Þessi leið er um 560 I™ löng og ætlar hann sér 36 daga til ferð- arinnar. Leifur segist leggja þetta á sig til þess að vekja athygli á Krýsuvíkursamtökunum, tilgangi þeirra og markmiðum og síðast en ekki síst tíl þess að afla fjár til starfseminnar. Samtök- in einbeita sér að þvi að aðstoða ungmenni í vímuefnavanda. Leifur er alvanur fjallaferðum fleiri kílómetra, sem er verðlagður og þótt þeir Vaskur verði einir á ferð á hálendinu munu margir leggja hönd á plóginn og öryggi þeirra verður tiyggt eins og kost- ur er. Birgðum verður komið fyr- ir í skálum og öðrum fyrirfram ákveðnum stöðum af björgunar- sveitarmönnum og félögum I Krýsuvíkursamtökunum. Og björgunarsveitarmenn munu feija hann yfir ófærar ár á leiðinni. Farsími og neyðartalstöð verða með í ferðinni og verður Leifur í daglegu sambandi við útvarps- stöðina Stjömuna. í beinum út- sendingum verður rætt við hann um viðburðj dagsins og tekið við áheitum. Áheitagangan miðast við að fyrirtæki gefi einn eða á 10.000 krónur. Söfnunarmark- miðið er því 5,6 milljónir, en það mun nægja til að klára fyrsta áfanga skólahússins í Krýsuvík, sem samtökin hafa yfir að ráða. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti Leif að máli við Reykjavíkur- höfn síðdegis i gær, þar sem hann tók á móti hundinum Vaski, sem kom með Akraborginni. Þeir fé- lagar áttu að fljúga skömmu síðar austur og gangan að hefjast í dag. Leifur sagði að hann hefði lengi dreymt um að fara slíka ferð og þegar hann hefði séð möguleika á að vekja athygli á góðum málstað í leiðinni þá hefði hann tekið af skarið. Vestfirðir: Húshitimarkostnaður hækkar um 7 þúsund Húshitunarkostnaður þeirra húsa sem hituð eru upp með raf- magni á Vestfjörðum hefur hækkað um 14% i kjölfar hækk- unar Landsvirkjunar á gjaldskrá sinni um 8%. Fyrir 120 fm hús sem notar um 35.000 kUóvatt- stundir á ári þýðir þetta um 7000 krónur i aukinn hitunarkostnað. Kristján Haraldsson orkubústjóri Orkubús Vestíjarða segir að hækk- un Landsvirkjunar hafí þýtt 5% hækkun á gjaldskrá þeirra en síðan hafi bæst við 3% vegna annara kostnaðarhækkanna. Hinsvegar hafí verðið til neytenda hækkað um 14% þar sem fastir afslættir og niðurgreiðslur háfí staðið í stað en ekki fylgt þessum hækkunum. Kristján nefnir sem dæmi um aukinn kostnað neytenda sem kynda með rafmagni að fyrir hækk- un kostaði 54.600 krónur að kynda 120 fm hús miðað við 35.000 kfló- vattstundir á ári. Er þá búið að reikna með afslætti og niðurgreiðsl- um. Eftir hækkun er þessi kostnað- ur orðinn 61.600 krónur eða um 7000 krónum hærri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.