Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 34
~,34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1988 Margrét Jónsdóttir og Rósa Kristín. Keramik- og textíl- sýning í Glugganum Listakonurnar Margrét Jóns- dóttir og Rósa Kristín opna sýn- ingu á keramik og textfl í Glugganum, Glerárgötu 34 á Akureyri, laugardaginn 2. júli klukkan 17.00. Margrét nam við Kunsthánd- værkerskolen í Kolding í Dan- mörku. Hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum á Norður- löndum og hér heima. Margrét hélt sína fyrstu einkasýningu í Reykjavík á sl. ári. Hún hefur unnið á eigin keramikverkstæði á Akureyri eftir að hún lauk námi. Rósa Kristín hefur numið í Reykjavík, Ítalíu og New York. Hún hefur haldið fimm einkasýn- ingar og tekið þátt í nokkrum sam- sýningum. Sýning þeirra Rósu og Margrétar stendur til sunnudags- ins 10. júlí, Glugginn er opinn daglega frá kl. 17.00 til 21.00, nema lokað er á mánudögum. Erlent og innlent lista- fólk á tónleikum í sumar Akveðið hefur verið að halda sumartónleika með svipuðu sniði og gert var í fyrrasumar á Norðurlandi. SI. sumar voru í fyrsta sinni haldnir reglubundnir sumartónleikar í Akureyrarkirkju, Húsavíkurkirkju og Reykjahlíðarkirkju. Alls urðu 18 tónleikar, þar sem fram komu islenskir og erlendir listamenn. Aðgangur var ókeyp- is og verður svo einnig nú. Hinsvegar mun gestum og öðrum styrkta- raðilum fijálst að láta af hendi framlög, sem kosta mega ferðalög listamannanna. Það eru þau Bjöm Steinar Sól- bergsson organisti í Akureyrar- kirkju, Margrét Bóasdóttir söng- kona Grenjaðarstað og Helgi Pét- ursson organisti í Húsavíkurkirkju sem haft hafa veg og vanda að tónleikaröðinni. Alls verða haldnir fimmtán tónleikar, fimm á hveijum stað, í júlí og ágúst. Flytjendur eru allir þekkt listafólk, íslenskt og er- lent, og efnisskrá er flölbreytt. Fyr- ir hveija tónleika verður birt kynn- ing efnisskrár. Fyrstu tónleikamir verða haldnir dagana 3., 4. og 5. júlf nk. Á fyrstu tónleikunum leika þau Páli Eyjólfsson gítarleikari og Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari, bæði úr Reykjavík. Páll sagði að efnisskráin yrði allt frá barokk- sónötum til nýrra verka. Þau eru bæði starfandi hljóðfæraleikarar í Reykjavík og tóku þau þátt í tón- leikaröðinni norðanlands í fyrra. Að sögn þeirra Bjöms og Mar- * Arsfundur Póstsambands Norðurlanda: Póstviðskipti á Norður- löndum fara sívaxandi Ársfundi Póstsambands Norðurlanda, NORDPOST, lauk á Akureyri í gær. Fundinn sátu póstmálastjórar Norðurlandanna auk tuttugu annarra fulltrúa. Á slikum fundum bera póstmálastjóramir saman bækur sínar um póstþjónustuna og reksturinn í löndum sínum. Enn- fremur eru teknar fyrir skýrslur þriggja fastanefnda sambandsins sem em: NA (almenn og alþjóðleg mál), ND (rekstrar- og markaðs- mál) og NG (giró og fjármunamiðlun) og rædd viðhorf til þess sem efst er á baugi hjá Alþjóðapóstmálastofnunum, en Norðurlöndin hafa sín á milli náið samráð um afstöðu til mála þar. Á blaðamannafundi er haldinn var að loknum fundinum kom fram að póstviðskipti á Norðurlöndunum fara sívaxandi þrátt fyrir aukna tölvu- notkun. ólafur Tómasson póst- og símamálastjóri hérlendis sagði að markmiðið hjá öllum Norðurlöndun- um væri að bæta þjónustuna ár frá ári og því væri gott samstarf við önnur lönd afar þýðingarmikið. Póst- málastjóramir voru sammála um að Norðurlöndin ættu að vera mótancji fyrir önnur lönd hvað póstþjónustu varðar enda væru þau langt framar öðrum þjóðum á þessu sviði. Reynt er að mæta þörfum viðskiptalífsins og alls almennings með nýjum þjón- ustugreinum eins og forgangspósti (express mail service) og póstfaxi, sem er myndsending. Einnig með því að laga eldri þjónustugreinar, afgreiðsluhætti og flutninga betur að þörfum viðskiptavinanna. Þá er stöðugt verið að vinna að margskon- ar hagræðingarmálum í því skyni að gera póstþjónustuna hagkvæm- ari. í því skyni vinnur sex manna nefnd að því að koma á fót nýrri stofnun í Brussel sem ber skamm- stöfunina CEPT og á finnski póst- málastjórinn, Pekka Taijanne, sæti í nefndinni af hálfu Norðurlandanna. Reglubundnu gæðaeftirliti hjá póstþjónustunni hefur verið komið á laggimar til þess að tryggja að gild- andi gæðastöðlum sé fylgt. Fyrir almenn bréf er staðallinn þrír dagar milli íslands og Norðurlandanna frá því að bréf er póstlagt þar til það berst til viðtakanda. Innan allra landanna er stefnt að því að bréf séu borin út næsta virkan dag eftir að þau eru póstlögð. f fjármunapóst- flutningum kemur ný tækni sífellt meira við sögu, þannig að hraði og öryggi eykst. Á íslandi eru 92 pósthús og að sögn Ólafs er reynt eftir megni að reka Póst og síma sem sjálfstæða einingu innan ríkisgeirans. Því yrðu gjöld og tekjur að stemma. „Póst- stjómum er skylt að láta í té sömu þjónustu í hinum dreifðu byggðum landsins eins og í bæjum og borg þótt dreifbýlið sé ávallt dýrara stofn- uninni. Póstur og sími er háður launapólitík fjármálaráðuneytisins fyrir opinbera starfsmenn og því miður háir það stofnuninni mjög. Við komum ekki inn í neina samn- inga og því verðum við að sætta okkur við oft á tíðum lægri kjör fyrir ákveðna starfshópa heldur en stofnunin telur eðlilegt. Þess vegna missum við oft á tíðum vel þjálfað starfslið yfir í einkageirann. Stofn- unin þarf aukið sjálfstæði, bæði hvað snertir ráðningar manna og fram- kvæmdir. Fjárlög em samþykkt á Alþingi fyrir fjárfestingar sem og rekstur, en eftirspumin eftir þjón- ustu og vömm frá Pósti og síma er oft meiri heldur en fjárlög gefa til- efni til eða fjárhagsáætlun stofnun- arinnar hefur verið byggð á. Því geta forsendur bmgðist frá því sem áætlað er í desember og þar til kem- ur fram á mitt ár.“ Olafur sagðist vilja reka stofnunina meira við- skiptalegs eðlis í stað þess að líta á hana einungis sem þjónustu við al- menning. „Dagblöðin em til dæmis flutt fyrir þetta 2 til 3 krónur út á land á meðan almennt bréfburðar- gjald er 16 krónur. Persónulega finnst mér engin ástæða til að dag- blöðin njóti þessara fríðinda. Hins- vegar er það stjómvalda að dæma um hvort þetta eigi að vera svona áfram. Póststjómir hinna Norður- landanna em mun betur á veg komn- ar með að taka sjálfstæðar ákvarð- anir þótt þær séu innan ríkisgeirans einnig og held ég að aukið sjálf- stæði hjá okkur leiði aðeins til góðs,“ sagði ólafur. 20 lið verða í minimóti KA Knattspymudeild KA held- ur Esso-mót í miniknatt- spyrnu fyrir 5. flokk með þátttöku A og B liða helgina 1.-3. júlí og er vænst yfir tvö hundruð þátttakenda. Verð- laun verða veitt fyrir 1., 2. og 3. sæti i hveijum flokki. Mótið verður sett með uppá- komu klukkan 9.45 í dag. Fyreti leikurinn hefst síðan kl. 10.00. Þátt taka 20 lið, 10 A-lið og 10 B-lið. grétar er markmið tónleikanna að stuðla að íjölbreyttari kjmningu á menningu íslands með flutningi íslenskrar tónlistar eða íslenskum flytjendum ásamt því að styrkja mikilvæg tengsl við list og listafólk annarra þjóða. Þau vildu koma á framfæri þakklæti fyrir veittan stuðning, séretaklega til sóknar- nefnda og forsvaremanna kirkn- anna og frá Ferðaskrifstofu Húsavíkur séretaklega. Þá munu ýmis fyrirtæki á Akureyri, Húsavík og í Mývatnssveit veita aðstoð í sumar. Margrét sagði að listamenn- imir tækju smánarlaun fyrir verkið, en vissulega fylgdi slíku tónleika- haldi ýmis kostnaður svo að öll framlög gesta væm vel þegin þó svo að aðgangur væri ókeypis. Von er á í sumar þýskum 35 manna kór, en stjómandi hans var skóla- systir Margrétar á sínum tíma. Þá mega Norðlendingar eiga von á organistanum Susan Landale frá París, en hún var kennari Bjöms Steinars. Þá kemur islenskur gítar- leikari búsettur á Spáni, Amaldur Amareon, og barokk-tónlistarhópur frá Akureyri. í honum em auk Margrétar og Bjöms Steinars, Lilja Hjaltadóttir fíðluleikari og Þuríður Baldursdóttir söngkona. Morgunblaðið/Rúnar Þór Páll Eyjólfsson gítarleikari, Björn Steinar Sólbergsson organisti í Akureyrarkirkju og Margrét Bóasdóttir söngkona. Ferðamenn Akureyringar Við erum með einu matvöruverslunina sem opin erumhelgar. M m Opið _______________ laugard. 10-17, lúgatil 23.30. sunnud. 10-21, lúgatil 23.30. Verið velkomin. Tjaldst. Matvöru- markaðurinn, Akureyri,sími 21234. Höfðaberg Nýr og glæsilegur sumarmatseöill. Ingimar Eydal leikur fyrir matargesti föstudags-, laugar- dags- og sunnudags- kvöld. 1 Dansleikur laugardagskvöld. Hljómsveitin Gautarfrá Siglufirði leikur fyrir dansi. Hótel KEA. Mz ALLTAF A UPPLEIÐ Landsins bpstu Opnunartími U opió um helgar fró kl 11.30 - 03.00 PIZZUR Virkadagafrókl. 11.30-01.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.