Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1988 | Pltrgí Útgefandi inMaíiiifa Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, ÁrniJörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Auglýsingastjóri ~Baldvin Jónsson. . Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Hækkun hjá opin- berum fyrirtækjum Ný hreyfing um umferðarmál; Misnotkun á ökuleyfi < Frá vinstri: Kolbrún Halldórsdóttir, Elfa Gísladóttir, Magdalena Schr Guðrún Þorvaldsdóttir og Helga Thorberg. > Aundanfömum tveimur áratugum hefur hvað eftir annað komið til þess, að ríkisstjómir hafa gripið inn í verðlagningu á þjón- ustu opinberra fyrirtækja og dregið úr fyrirhuguðum hækkunum vegna viðleitni til þess að halda verðbólgu í skefjum. Reynslan af slíkum afskiptum ríkis- stjóma er slæm. Opinberu fyrirtækin hafa safnað miklum skuldum, oft er- lendum skuldum og í sum- um tilfellum hefur legið við, að fjárhagur fyrirtækja, sem áður var sterkur, yrði lagður í rúst. Endapunktur- inn hefur verið sá, að síðar hafa ríkisstjómir neyðst til að hækka gjaldskrár opin- beru fyrirtælqanna meira en ella hefði verið nauðsyn- legt. Þessa sögu þekkja all- ir þeir ráðherrar sem nú sitja í ríkisstjóm og sumir þeirra hafa tekið þátt í þess- um leik. Eftir að ríkisstjómin tók ákvörðun um að fella gengi krónunnar í maí var auðvit- að fyrirsjáanlegt, að í kjöl- farið mundi fylgja beiðni um hækkun frá fjölmörgum opinberum fyrirtækjum. Ráðherramir hljóta að hafa gert sér grein fyrir því. Fengin reynsla sýnir, að það er gagnslaust með öllu fyrir ráðherrana að skera niður þessar hækkunarbeiðnir með geðþóttaákvörðunum. Það væri illa farið, ef þessi ríkisstjóm tæki upp slík vinnubrögð. Hitt er svo annað mál, að víða er pottur brotinn í opinberum rekstri eins og öðrum rekstri. Nýleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um rekstur Ríkisútvarpsins sýnir, að verulegra umbóta er þörf í þeim efnum. Það er full ástæða til þess að ríkisstjómin láti fara fram úttekt á rekstri annarra opinberra fyrirtækja þ. á m. Landsvirkjunar, sem að vísu er ekki í eign ríkisins nema að hluta, þannig að aðrir eignaraðilar hljóta að koma þar við sögu líka. Þau vinnubrögð em líklegri til þess að draga úr hækkunar- þörf opinberra fyrirtælqa þegar fram í sækir en geð- þóttaákvarðanir ríkis- stjóma hveiju sinni. Innan ríkisstjómarinnar hafa orðið töluverðar deilur um það, hvemig staðið var að nýlegri hækkun Lands- virkjunar. Sú hækkun var ákveðin í samráði við iðnað- arráðherra, en fjármálaráð- herra og utanríkisráðherra telja, að um það hafí verið samið innan ríkisstjómar- innar í maí, að hækkunar- beiðni Landsvirkjunar yrði Iögð fyrir ríkisstjóm í heild sinni. Af þessu tilefni hafa hörð orð fallið á milli ráð- herra á opinberum vett- vangi. Það er auðvitað alveg ljóst, að ef slík rifrildi ráð- herra halda áfram um smá mál og stór, er lítið orðið eftir af vilja til samstarfs í þeirra hópi. Meðan þessi ríkissljóm situr er sú krafa gerð til þeirra þriggja flokka, sem að henni standa, að sæmilegt sam- starf verði þeirra í milli. Ef þeir geta ekki komið sér saman um nokkurt mál án undangenginna deilna á opinberum vettvangi verða þeir að horfast í augu við það, að samstarfsvilji er ekki lengur fyrir hendi og taka þá ákvarðanir í sam- ræmi við það. Vandamál í rekstri opin- berra fyrirtælqa eru aðeins hluti af þeim almenna vanda, sem við er að etja í atvinnulífí okkar íslend- inga. Þar er nú þörf á meiri og róttækari uppskurði en nokkru sinni fyrr, ef tryggja á efnalega velsæld þjóðar- innar, þegar fram í sækir. Ríkisstjómin ber ábyrgð á rekstri opinberu fyrirtækj- anna og þess vegna er það hennar verkefni að tryggja að rekstur þeirra sé eins hagkvæmur og nokkur kostur er. „Missti ökuleyfi vegna ofsa- hraða," „Grunaður um ölvun við akstur," „Tekinn á 140 kílómetra hraða á Kringlumýrarbraut. “ Fyrirsagnir af þessu tagi má lesa í dagblöðunum á hverjum einasta degi. Svo margar hvern dag að ætla mætti að fólki væri farið að ofbjóða og hver og einn hugs- aði sem með sér „nú er mál að linni“, og tæki ákvörðun um að taka ekki þátt í þeim hildarleik sem íslensk „umferðarmenning" er að verða, aka siðan á þeim hraða sem lög gera ráð fyrir og láta ógert að aka bifreið undir áhrifum áfengis. En sú sorglega staðreynd blasir við að ef eitt- hvað breytist hér i umferðinni, er það til hins verra. Nú hefur hópur kvenna í Reykjavík tekið sig saman um að hrinda af stað hreinskilinni umræðu borgaranna um umferðarmál á ís- landi, því ef marka má hækkandi slysatíðni af gáleysisvöldum hér, liggja þessar sláandi fyrirsagnir steindauðar á dagblaðapappímum. Þetta eru engar fréttir lengur. En þetta er ekki og hefur aldrei verið spuming um að flytja bara frétt. Hér er verið að tala um lífíð. •Líf þitt, líf mitt, líf bamsins þíns eða annars ástvinar. Lífíð er í stöð- ugri hættu vegna þeirrar villi- mennsku sem ríkir í umferðinni héma. Til em félög eins og Félag íslenskra bifreiðaeigenda, Farar- heiil, Umferðarráð, og fleiri, sem hafa reynt að ná til fólks með slag- orðum, límmiðum, auglýsingum og stuttum áróðursmyndum. Samt versnar ástandið. Hvers vegna? Hvað er hægt að gera? Morgunblaðið hafði samband við tvær konur úr þessari nýju hreyfíngu sem er að fara af stað, þær Soffíu Vagnsdóttur og Elfu Gísladóttur, og spurði hvaða hug- myndir þær hefðu, hverju þær ætl- uðu að ná fram og hvemig. „Við getum skipt hugmyndum okkar niður í þijá þætti," svömðu þær. „í fyrsta lagi viljum við knýja fram breytingar á umferðarfræðslu og ökukennslu. í öðm lagi viljum við knýja fram breytingar á refsi- löggjöf, sem varðar umferðarlaga- brot. í þriðja iagi viljum við áherslu- breytingar í auglýsingum sem varða umferðarmái. Ef við byijum á umferðarfræðslu og ökukennslu, þá er ökuleyfísaldur of lágur hér. i raun og vem er það svo að flestum slysum valda dreng- ir 17-19 ára og það mætti kannski spyija hvort aðeins ætti að hækka ökuleyfisaldur þeirra. Það virðist þykja eitthvað fínt í þessum aldurs- hópi að aka hratt og óvarlega og setjast undir stýri eftir áfengis- neyslu — kánnski bara til að athuga hvort þeir sleppi í það skiptið. Það sem er enn sorglegra er að upp á síðkastið hafa drengir undir öku- leyfísaldri valdið bæði meðslum og Ijóni þegar þeir hafa tekið bifreiðar ófíjálsri hendi. Ef maður reynir að rekja ástæð- umar fyrir þessu, þá er mjög nær- tækt að líta á þær bandarísku kvik- myndir sem hafa náð hvað mestum vinsældum hér á síðustu ámm. í þeim em endalaus sýnishom af „töffumm" sem keyra eins og svín yfír alls konar hindranir og hringsnúast við öll gatnamót, velta bflum og klessa, labba síðan út úr öllu saman skrámulausir með hárið nýlagt. Fómarlömbin em iðulega skúrkamir „sem þurfti hvort eð er að losna við“. Þetta viðhorf gerir alvömmál, eins og slys sem valda dauða, ör- kuml og tjóni, að einhveijum þylq- ustuleik. Þessir drengir virðast ekki gera sér grein fyrir því að bfll getur verið morðtól og við emm að tala um að fómarlömbin em saklaust fólk — stundum böm. Hér skortir vemlega á ökukennsluna. Það er enginn vandi að læra á stýri, gíra, kúplingu og bremsur og tölustafína á hraðamælinum þekkja allir. Það vantar innrætinguna. Það vantar að gera fólki grein fyrir því að misnotkun á ökuleyfinu er lífshættuleg. Fyrst þarf að gera fólki grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir ökuleyfínu. Síðan er hægt að kenna hitt. En þetta á ekki einungis við um unglinga, því þetta „töffara" við- horf eldist ekki af öllu fólki. Maður hefur oft heyrt fólk spyija hvað maður er lengi á milli staða, til dæmis Akureyrar og Reykjavíkur, og þá byijar fólk að afsaka að það hefur verið um sjö klukkustundir á leiðinni, en... að vísu hafí það stopp- að í Hvalfírði og Staðarskála og Varmahlíð og ... Þetta á að sýna fram á að auðvitað hafí viðkomandi keyrt eins og vitleysingur á milli þess sem hann stoppaði. Annað viðhorf varðandi hrað- akstur er að viðkomandi þekki leið- ina mjög vel og sé á svo góðum bfl að hann ráði við 130-140 kfló- metra hraða. Viðkomandi virðist alls ekki gera sér grein fyrir því að ef annar aðili, sem ekki er eins „ömggur“, keyrir á hann, þá sam- svarar tjónið þessum 130-140 kíló- metra hraða. Öryggi annars öku- mannsins og þekking breytir engu þar um. Umferðarrefsilöggjöfin í dag virðist engan árangur bera. Hún er of væg. Sektir em of lágar. Mat fólks virðist fara eftir peningum og þegar peningarefsing er lág, metur fólk brotið ekki sem neitt alvarlegt. Við teljum að ekki væri vanþörf á að koma á fót hér sérstökum um- ferðardómstól, rétt eins og fíkni- efnadómstól. Það varðar við lög að aka ölvaður og löggjöfín gerir einn- Fyrstu tónleikar sumarsins í Skálholti Sumartónleikarnir i Skálholti hefjast nú um helgina. Haldnir verða þrennir tónleikar með tveimur mismunandi efnisskrám. Flytjendur eru Josef Ka-Cheung- Fung, Camilla Söderberg, Helga Ingólfsdóttir, Marta Halldórsdótt- ir, Ólöf S. Óskarsdóttir og Sverrir Guðmundsson. Josef Ka-Cheung-Fung mun á laugardaginn kl. 15 flytja einleiks- verk fyrir gítar. Tónleikamir hefjast á 17. aldar verkum eftir J. Dowland og M. Praetorius. Síðan mun Josef flytja prelúdíu, fúgu og allegro í D-dúr BMW 998 eftir J.S. Bach. Josef mun einnig flytja verk sem hann samdi nýlega og nefnir Mo- ment for Solo Guitar. Tónleikunum lýkur með Noctumal op. 70 eftir B. Britten. Josef fæddist f Hong Kong en hlaut tónlistarmenntun sína f Eng- landi, HoIIandi og Austurríki. Hann er þó íslendingum að góðu kunnur þvf hann starfaði hér um árabil. Hann lék hér sfðast á Listaátfð með Norræna kvartettinum, en Josef er nú búsettur í Vín þar sem hann star- far sem gítarleikari og tónskáld. Laugardaginn kl. 17 verður flutt þýsk og ítölsk barokktónlist. Flytj- endur eru Camilla Söderberg, Helga Ingólfsdóttir, Marta Halldórsdóttir, Ólöf S. Óskarsdóttir og Sverrir Guð- mundsson. Fluttar verða tvær sónöt- ur eftir G.P. Telemann og A. Vivaldi og Divertimento eftir Bonancini. Einnig verða fluttar tvær kantötur eftir P. Telemann þar sem Marta Halldórsdóttir syngur einsöng. Sunnudaginn kl. 15 verða seinni tón- leikar laugardagsins endurteknir. Á sunnudag kl. 17 er sfðan messa. Sr. Guðmundur Óli Ólafsson þjónar fyrir altari en organisti er Hilmar Öm Agnarsson. Fluttir verða þættir úr efnisskrám tónleikanna við messu. Áætlunarferðir eru á sunnudögum frá Umferðamiðstöðinni í Reykjavík í Skálholt. Brottför kl. 13 frá Reykjavík en til baka kl. 17.45. Kaffiveitingar era í Lýðháskólanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.