Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR l. JÚLÍ 1988 Kfc 45 EHLVEST HEFUR KOMIÐ MEST Á ÓVART þessa leiks, færir svarti ekki nægilegt spil. Til greina kom að leika hér 20. — Rce4. 21. Hxa4 - d4?! 22. Hxd4 - Bc5 23. Hxd8+ - Hxd8 24. De2 - a5 25. Hdl - h5!T 26. Bfl - Hd5 27. Hxd5 - Bxd5 28. Ddl - h4 29. gxh4?! De8 30. Bg2? - Bxg2 31. Kxg2 Skák Margeir Pétursson Það sem langmest hefur komið á óvart hér á öðru heims- bikarmótinu er glæsilegur ár- angur 25 ára gamals Eistlend- ings, Jans Ehlvests. Eftir níu umferðir á mótinu var hann einn í efsta sæti með sjö vinn- inga, á undan bæði Kasparov og Karpov. í tíundu umferðinni tapaði hann örlitlu lakara hrók- sendatafli gegn Karpov og missti við það forystuna til Kasparovs. Ehlvest er nú í þriðja sæti á eftir Kasparov og Karpov. Hann er ekki fyrsti skáksnill- ingurinn frá smáríkinu Eistlandi við Eystrasalt, sem innlimað var í Sovétríkin í lok síðustu heims- styijaldar. Þaðan kom líka Paul Keres, sem hiklaust má fullyrða að hafi verið einn af fímm sterk- ustu skákmönnum í heimi í þrjá áratugi. Hann lézt árið 1975. Það er nokkuð óumdeilt að Keres sé öflugasti skákmaður sögunnar, sem aldrei fékk að spreyta sig í heimsmeistaraeinvígi, en óheppni hans í áskorendamótum var með eindæmum. Nú virðast Eistlend- ingar á leiðinni með að eignast nýjan Keres, en það er spurt að leikslokum og í gegnum tíðina hefur Ehlvest átt það til að til að fatast flugið í lok skákmóta. Má þar t.d. nefna Skákþing Sovétríkj- anna í fyrra. Þá nægði honum jafntefli í síðustu umferð til að verða efstur, en hann tapaði illa fyrir Jusupov og missti af titlin- um. Á millisvæðamótinu í Zagreb í fyrra tapaði hann einnig illa í síðustu umferð, en hann var svo heppinn að hættulegasti keppina- utur hans, Júgóslavinn Predrag Nikolic, tapaði líka svo Ehlvest komst samt sem áður áfram. Honum gekk síðan mjög illa í áskorendaeinvígi sínu við Artur Jusupov í janúar, tapaði IV2-3V2 og vann ekki skák. Nú gengur Jusupov hins vegar mjög miður, en tími Ehlvests virðist kominn. Við skulum líta á tvær síðustu vinningsskákir Jans, Ehlvests auk tapskákar hans gegn Kasparov á miðvikudag. í þeirri fyrstu lék lánið við hann er Ulf Ándersson víxlaði leikjum í byijuninni. Líklega hefur Svíinn, sem er frægur fyrir sinn trausta skákstíl, aldrei fengið jafn hrikalega útreið á skákferli sínum. Eftir aðeins 19 leiki blasti mátið við og hann gafst upp. í skákinni gegn Beljavskíj virt- ist Ehlvest tefla fulldjarflega með svörtu en hann hafði undirbúið byijunina gaumgæfílega og náði síðan frumkvæðinu með skipta- munsfóm sem gaf honum sérlega glæsilega sóknarstöðu. Hvort- tveggja em þetta skákir sem minna á Paul Keres, þegar hann var upp á sitt bezta. Hvítt: Jan Ehlvest Svart: Ulf Andersson Sikileyjarvörn 1. e4 - c5 2. Rf3 - e6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 - Rc6 5. Rc3 - a6 6. Be2 - Dc7 7. f4 - Rxd4 8. Dxd4 - b5 9. Be3 - Bb7 10. 0-0-0 - Hc8 11. Hd2 - Rf6 12. Bf3 - Be7 13. Hhdl - 0-0 14. e5 - Bxf3? Andersson víxlar leikjum. Nauðsynlegt er að leika fyrst 14. — b4 og svartur fær ágæta stöðu. Hann þarf t.d. ekki að óttast 15. Bxb7 — bxc3 16. Bxc8 — bxd2+ 17. Hxd2 — Hxc8 18. exf6 — Bxf6 19. Dxd7 - Bxb2+! og svartur jafnar taflið. Refsingin fyrir það að leika Bxf3 og b4 í rangri röð er ótrú- lega grimmileg. 15. gxf3 — b4 16. exf6 — bxc3 17. Hg2! Nú sézt hvers vegna var nauð- synlegt að leika strax 14. — b4, eftir 15. exf6? — bxc3 á hvítur auðvitað ekki þennan óþægilega hróksleik. 17. - Db7 Svarta taflið er tapað, svo sem sézt á afbrigðinu 17. — Bc5 18. Hxg7+ - Kh8 19. Dd3 - Bxe3+ 20. Kbl og svartur er óveijandi mát. 18. Hxg7+- Kh8 19. Hg8+! og svartur gafst upp. 19. — Kxg8 gengur auðvitað ekki vegna 20. Hgl+ — Kh8 21. fxe7+ og 19. — Hxg8 er einnig vonlaust vegna 20. fxe7+ — Hg7 og einfaldast virðist 21. Hgl! - Dxb2+ 22. Kdl og mátið blasir við svarti. Skákin gegn Beljavskíj er ein sú laglegasta á mótinu til þessa. Hvítt: Alexander Beljavskíj Svart: Jan Ehlvest Móttekið drottningarbragð I. d4 — d5 2. c4 — dxc4 3. e4 - c5 4. d5 - Rf6 5. Rc3 - b5!? í næstu umferð á eftir þessari skák lagði Ehlvest ekki í að endur- taka þetta hvassa afbrigði gegn Karpov. Hann lék 5. — e6 og eft- ir 6. Rf3 - exd5 7. e5 - Rfd7 8. Bg5 — Be7 9. Bxe7 — Dxe7 10. Rxd5 — Dd8 11. Bxc4 kom upp vel þekkt staða. 6. Bf4!? - a6 7. e5 - b4 8. exf6 — bxc3 9. bxc3 — Rd7 Ehlvest hirðir ekki um að drepa peðið á f6, heldur flýtir hann liðs- skipan sinni sem mest. 10. Rf3 - Rb6 11. Bxc4 Þetta er mögulegt, því 11. — Rxc4 er auðvitað svarað með 12. Da4+ II. - gxf6 12. Db3 - Hg8 13. 0-0 - Hg4! 14. d6? Hvítur ofmetur sóknarfæri sín. Betra var að halda skálínunni hl-a8 lokaðri og leika strax 14. g3. 14. — e6 15. g3 — Rxc4 16. Dxc4 - Bb7 17. h3 17. - Hxf4! Þetta er skólabókardæmi um vel heppnaða skiptamunsfóm. Svartur fær peð fyrir skiptamun- inn og biskupapar sem stefnir beint á hvítu kóngsstöðuna. Ehlvest var hér búinn að eyða miklum tíma, en það kemur ekki að sök, sóknin teflir sig næstum því sjálf. 18. Dxf4 - Bxd6 19. De3 - Dc7 20. Kh2 - f5 21. Rd2 - f4 22. Dd3 - Dc6 23. Hgl - fxg3+ 24. fxg3 - Bc7 25. De2 - 0-0-0 26. Rc4 - h5 27. h4 - Hg8 28. Hael - Da4! Vinningsleikurinn. Svartur hótar 29. Bd5 og þegar riddarinn víkur sér undan er peðið á h4 í uppnámi. Hvítur hlýtur að tapa liði. 29. Re5 - f6 30. Rf3 - Bxf3 31. Dxe6+ - Kb7 32. Db3+ Sennilega hefði hvítur gefist upp strax ef Ehlvest hefði ekki átt aðeins u.þ.b. mínútu eftir á klukkunni. 32. - Dxb3+ 33. axb3 - Hg4 34. Kh3 - Be5 35. He3 - Bd5 36. c4 - Be6 37. Kg2 - Bd7 38. Hdl - Bc6+ 39. Kh3 - Kc7 40. Hd2? - Bd7 41. Kg2 - Bf4 og hvítur gafst upp. Þótt heimsmeistarinn fengi ekki sérlega upplagða stöðu upp úr byijuninni gegn Jan Ehlvest, þá hugsaði Eistlendingurinn allt of mikið í miðtaflinu og I tíma- þröng tók hann ranga ákvörðun. Til að halda taflinu gangandi varð hann að fóma manni og féll á tíma í 34. leik í vonlausri stöðu: Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Jan Ehlvest Drottníngarindversk vöm 1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rf3 - b6 4. a3 - Bb7 5. Rc3 - d5 6. cxd5 — Rxd5 7. Dc2 — Rxc3 8. bxc3 - Be7 9. e3!? Hér er miklu algengara að leika 9. e4. Ehlvest hefur vafalaust búist við þeim leik, en þessi held- ur fleiri leiðum opnum. 9. - Dc8 10. Bb2 - c5 11. Bb5+ - Rc6 12. 0-0 - 0-0 13. Bd3 - Kh8 14. De2 - Dc7 15. Hadl - Had8 16. e4 Hvítur hefur eytt miklum tíma í byijuninni, t.d. hefur hann eytt tveimur leikjum í drottningu sína, tveimur í kóngsbiskup sinn og tveimur í að koma e peðinu til e4. Þetta skiptir þó ekki sérlega miklu máli, því svartur hefur einnig eytt tveimur leikjum í drottningu sína. 16. - Ra5 17. Hfel - Bf6 18. e5!? Þessi leikur er mjög gallaður að því leyti að svartur fær óskor- uð yfírráð yfír d5 og peðið á d4 verður bakstætt. Yfírleitt veigra stórmeistarar sér við að leika slíkum leikjum, en Kasparov treystir á að sóknarfæri hans á kóngsvæng bæti þetta upp. 18. - Be7 19. Rd2 - cxd4 20. cxd4 — Bd5 21. Re4 Hér hafði Kasparov eytt einni klukkustund og átta mfnútum, en Ehlvest klukkustund og 34 mínút- um. Hann átti því aðeins 26 mínútur eftir fram að tímamörk- unum í 40. leik. Næsti leikur Ehlvest er skiljanlegur þegar tímaskortur hans er tekinn með í reikninginn, auk þess hann hefur viljað kæfa sóknaraðgerðir heims- meistarans í fæðingu. Það kom hins vegar einnig vel til greina að leika 21. — Hc8 og reyna að færa sér gallana á hvítu stöðunni í nyt. 21. — f5!? 22. exf6 (Framhjá- hlaup) Bxf6 23. Rxf6 - Hxf6 24. Bcl - Hdf8 25. f3 - Rc6 26. Be4 - Bxe4? Um þetta leyti í skákinni miss- ir svartur þráðinn. Eftir 26. — Bb3 eða jafnvel 26. — Ra5 til baka, er staðan u.þ.b. í jafnvægi. 27. fxe4 - e5?! 28. d5 - Rd4? Nauðsynlegt var 28. — Ra5. Gallinn við þennan leik er að ridd- arinn verður innlyksa á d4 og svartur hlýtur að tapa peði. í tíma- hraki bregður Ehlvest á það ör- þrifaráð að fóma manni. 29. Dd3 - Df7 30. Bb2 - Rf3+ 3,1. gxf3 - Hxf3 32. He3 - Dg6+ 33. Khl - Hf2 34. Hgl - Dh6 og um leið og Ehlvest lék þessum leik féll hann á tíma. Hvítur svarar auðvitað með 35. Hh3 og stöðvar svörtu sóknina. Tímahraksbarátta Jóhanns. og Riblis á miðvikudag gekk þannig fyrir sig: Hvítt: Zoltan Ribli Svart: Jóhann Hjartarson Katalónsk byrjun 1. Rf3 - Rf6 2. c4 - e6 3. g3 - d5 4. Bg2 - Be7 5. d4 - 0-0 6. 0-0 - c6 7. b3 - b6 8. Bb2 - Bb7 9. Rc3 - Ra6 10. Hcl - Hc8 11. Re5 - Hc7 12. e3 - Da8 13. De2 - Hcc8 14. Hfdl - Hfd8 15. a3 - c5 16. cxd5 - exd5 17. Bh3 — Hb8 18. Ra4 — cxd4 19. Hxd4 - Rc5 20. Ddl - Rxa4 Peðsfómin sem fylgir í kjölfar 31. - Bxa3! Svo einfalt var það! Svartur vinnur peð til baka og í tímahrak- inu er staða hans miklu auðtefld- ari. 32. Bxa3 — Dxe5 33. Dd8+ — Kh7 34. Dxb6 Hér bauð Ribli jafntefli í um- hugsunartíma Jóhanns, enda er hvíta staðan orðin mjög slæm. Tímahrakið var nú algleymingi. 34. - Rg4! 35. Dd6 - De4+ 36. f3 - Dc2+ 37. Kg3 - Rxe3 38. Dc5 - Rf 1+ 39. Kf4 - Dxh2+ 40. Ke4 - Rg3+? Hér hefði svartur haft fremur auðunna stöðu eftir 40. — Dxh4+ 41. Kd3 — Df4! Nú nær Ribli mótspili með því að skapa sér frípeð á drottningarvæng. í 42. leik hefði hann leikið nákvæmar með 42. Kc6! strax, en hann lék strax og áttaði sig ekki á því að tímamörkunum var náð. Þetta kom þó því miður ekki að sök fyrir Ungveijann. 41. Kd5 - Dxh4 42. Dc2+ - g6 43. Kc6 - Df6+ 44. Kb5 - Dxf3 45. Kxa5 - Da8+ 46. Kb4 - Db8+ 47. Kc4 - Rf5 48. Bc5 - Df4+ 49. Kb5 - Db8+ 50. Kc4 - Df4+ 51. Kb5 - De5 52. Ka6 - De6+ 53. Ka5 - Dd5 54. b4 - Re3 55. Dh2+ - Kg7 56. Dd8 — Rc4+ og hér var sa- mið jafntefli. Staðan að loknum tólf umferð- um var sú að Kasparov var efstur með 9V2 vinning. í öðm sæti var Karpov með 8 vinninga. í 3. sæti Ehlvest með 7V2 vinning. í 4.-6. sæti Hubner, Sokolov og Spasskíj með 7 vinninga. Ribli í 7. sæti með 6V2 vinning. í 8. sæti var Short með 6 vinninga. Speelman í 9. sæti með 5V2 vinninga. í 10.-12. sæti Andersson, Nougeir- as og Júsúpov með 5 vinninga. í 13.-15. sæti vom Beljavskíj, Jó- hann og Ljubojevic með 4V2 vinn- ing. Lestina rak Timman með 3V2 vinning. stig- 1 2 3 V 5 6 ? 8 9 10 11 1Z 15 19 15 16 VINH. RÖÐ 1 SOKOLOV(So„ítr.) 2595 m /z O /2 /z i /z 'Á ‘Á i /2 /z i 2 TUSUPOV CSovíir) 2620 '4 m /2 Z. /z /z /2 0 /z /z /z 0 /z 3 UO&UtíRPSCKúiT) 2560 i '4 É ‘A 0 0 /z /2. i /z /z 0 O H fUCbLKUr>qvtr]ej) 2620 /z 4 /z /z í Á 4 /z 'Á /2 /z 5 HÚBNEK (V-þ/M.) 2595 ÍZ 4 i /2 1 i /z /z /z /z /z 4 /z (0 T/MMON CC/ol/a»Ti) 2615 O 4 1 /t Q m Q 0 i 0 Á O 0 ? SPEELMfíUCE^l) 2625 Á /z /z O 4 I /2 /2 Á 0 /2 /2 S SPfíSSP Y CFrctkkl) 2565 /2 A /2 /z '4 ‘rþA i\ /2 /z /z /z /z /z TÓHfíNN HJfífUfífíÓ. 2590 4 4 O '4 d m /z i 0 O i /z 0 10 l tupojev/cCjju,) 2610 O /z k /2 4 /z ‘2/A /v/z Á 'Á /z 0 0 /z ii fiNDEPSSDNfak) 2605 Á '4 i /z 4 O /21 "//Á' /z 0 /z 0 /z il (3EL TfíVSvyCSofílt) 2695 k /1 0 /z 4 i /z Á y/A. /// 0 /z 0 V 13 EHL VESTCfovi.ii) 2s&5 •A /z 1 i 14 i /z i i '///j Y// /z 0 0 H S/-IORTCEr>n°»T) 2630 /2 Vz Tz 'Á /z /z 0 i /z /z /z /// /z 15 KfiSPfífiOV CSovHÚ 21s0 i i /2 /z i /z /z /z i i i i /7/z ///< 16 Kfifi PO\PC$o''Hc) 21/5 O /2 i /z /z 1 i /z /z i 1 /z /á/ í töflunni má sjá úrslit i mótinu í fyrstu 12 umferðunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.