Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 54
 Y (KANIUUR7 KAMi'Nuej ‘|———— <>FJiSLAf HCÁN't Núfc/* KANiMiJfS <J KAnÍHúe KAtilHOps 5EZ> KAW KANÍNUfy^’ <ANtwui, úLnuwi KANINUI KAMÍWiK ENPUr. KAKÍNUj KANÍNU- KAIMÍUUC — i rsí < 5ELIR. I ^ 1964 Uniyersal Ptess Syndi “W\jpub v/iL-tu -Pá ab \j\bx?" Áster... . .. örlæti. TM R®g. U.S. Pat Off.—all nghts resarved ° 1987 Los Angeles Times Syndtcate Veiðidagar fjölskylduimar Löglegt en siðlaust Til Velvakanda. Veiðidagur fjölskyldunnar var í ár haldinn 19. júní. Það var rok og rigning er ég fór ásamt fleirum upp að Elliðavatni, því þennan dag máttu aílir veiða ókeypis. Allir máttu spreyta sig við að veiða þessa litlu silunga á stærð við loðnu og minni. Ástæðan fyrir þessum línum er sú, að á leiðinni heim fórum við að ræða um þessa „rausn“ veiði- réttareigenda og komumst við að þeirri niðurstöðu að þetta væri i raun algjört öfugmæli. Mennirnir sem eiga lönd og auðvitað vötnin líka mættu að okkar mati heldur þakka fyrir að fá veiðifólk öðru hvoru til að grisja vötnin, því það vita flestir sem fást við veiðar, að fiskurinn sýnist víða fara sísmækkandi. Ég segi ekki að þeir ættu að borga stangveiðifólki sem vildi hjálpa til við að fækka þessum undirmálsfíski, sem allt of mikið er orðið af í mörgum vötnum, en það kostar að sjálfsögðu eitthvað að draga net í vötnum til grisjun- ar, eins og t.d. Veiðimálastofnun og kannski fleiri hafa gert. Því dettur mér í hug á svokölluðum „Veiðidegi fjölskyldunnar" að segja við þá sem eiga veiðivötn: Bjóðið eða biðjið stangveiðifólk að gera ykkur sem og fískirækt í vötnum þann greiða (án greiðslu á hvorugum vígstöðvum, auðvitað) að veiða eins og þeir geta á meðan verið er að grisja og.fá upp betri fískstærð en nú er í mörgum vötn- um vegna vannýtni. Einn dagur á ári gerir harla lítið í þessu sam- bandi. Það þarf miklu fleiri §öl- skyldudaga til hjálpar veiðivötnum okkar. Albert Erlingsson Til Velvakanda. Ég vil vara fólk við einni tegund vasaútvarpstækja sem fást í Radíó- búðinni og kosta „aðeins" kr. 1.763. Ég lét blekkjast af fagurgala sölumanna Radíóbúðarinnar. Ekki vantaði kurteisina á meðan ég var að skoða tækið. Þeir brostu breiðu sölumannsbrosi, bugtuðu sig og beygðu og töluðu um kosti þessa undratækis sem hægt væri að fá falt á þessu undraverði. Ég var vart kominn heim þegar tækið bilaði. Þar sem þeir sem seldu mér tækið höfðu verið svo hjálpleg- ir og elskulegir hugðist ég fara aft- ur og fá tækinu skipt. Það reyndist ekki unnt. Mér var sagt ,að ég gæti ekki búist við að fá merkilegan hlut fyrir svo lítið verð. Þetta er mjög vafasöm röksemd því tækin eru mjög dýr miðað við gæði. Þessum málalokum vildi ég ekki una og leitaði til Neytendasamta- kanna. Þau reyndu að leita sátta en án árangurs. Radíóbúðin vildi ekkert gefa eftir. Þaðan var haldið til sérfræðinga Iðntæknistofnunnar og þeir beðnir um álit sitt á tæk- inu. Úrskurður þeirra kom mér ekki á óvart. Þessi útvarpstæki reyndust svo léleg að það má varla við þau koma til að þau skemmist ekki. Til þess að þau haldist í lagi má helst ekki taka þau úr umbúðun- um, svo brothætt eru þau. Á þann hátt getur Radíóbúðin firrt sig allri ábyrgð því ábyrgðin nær ekki til skemmda. Salan á þessum vasaútvarps- tækjum er sem sagt löglegt en sið- laust svindl. Fólk er algjörlega varn- arlaust fyrir svona rusli. Eg verð að segja að lokum að mér þykja þessir viðskiptahættir mjög skringilegir því þeir verða ein- ungis til að fæla viðskiptavini frá. Bjarni Ólafsson, Laugarnesvegi 84. Víkverji skrifar Landsmenn eru iðnir við það þessa dagana að vera í sum- arfríi og margir leggja leið sína til sólarlanda. Einn viðmælenda Víkverja kvartaði mjög undan því á dögunum hversu slök afgreiðsla íslenzkra ferðaskrifstofa/flugfé- laga væri á flugvellinum á Palma á Mallorca. Sagði hann að heim- ferðir íslendinganna væru gjaman að kvöldi til og aðeins væri einn eða tveir starfsmenn við að bóka farþega í flugvélina. Gengi það hægt fyrir sig og fólk fengi ekki númeruð sæti, sem leitt gæti til þess, að fjölskyldur væru aðskildar á heimleiðinni. Eðlilega er slíkt bagalegt og jafnvelómögulegt þeg- ar t.d. hjón með lítil börn eiga í hlut. Nefndi hann sérstaklega unga konu sem var ein á ferð með þrjú böm. Hún hafði ekki aðstöðu til að troðast áfram í biðröðinni og þegar hún kvartaði yfir að ekki skyldi tryggt að hún gæti verið í sömu sætaröð og börnin.var henni sagt, að við því væri ekkert að gera og fólk yrði bara að sitja í sömu sætum og á útleiðinni. Þetta hefði ekki verið verri lausn en hver önnur ef í þessu tilviki hefði ekki verið um tvo ólíka hópa að ræða, sem dvalið höfðu mislengi á þessari sólar- ströndu. XXX repið var á það í dálkum Víkverja fyrir nokkru, að það væri furðulegt að í sveitarfélögum eins og Garðabæ og Kópavogi væri ekki að fínna golfvöll. Skömmu eft- ir að þessar línur birtust var frétt í blaðinu um hugmyndir um golf- völl í Garðabæ, nánar tiltekið í Vetrarmýri í landi Vífilsstaða. Samningaviðræður eru í gangi milli bæjaryfirvalda og heilbrigðisráðu- neytis um nýtingu landsins og von- andi fá þær farsælan endi hið fyrsta, eins og bæjarstjóri Garða- bæjar segist bjartsýnn á í fyrr- nefndri frétt. xxx Góðvinur Víkveija hafði orð á því á dögunum áð málhreinsi- starf Björgúlfs Lúðvíkssonar, í golf- þáttum á Stöð 2, væri þegar farið að bera árangur meðal kylfinga. Sagðist hann vart heyra talað lim „green“ lengur, orðið flöt hefði rutt því í burtu. Eins sagðist hann hafa heyrt kylfinga tala um, að bolti þeirra væri í karganum eða lúðan- um í staðinn fyrir „rough“. Slíkt hefði verið útilokað fyrir ári. Eðli- lega tekur einhvern tíma fyrir menn að laga sig að þessum nýju orðum, en ef þau eru góð er Víkveiji ekki í vafa um, að þau eiga eftir að fest- ast í sessi. Orðið „birdie“ þýðir Björgúlfui* með orðinu fálki. Fugl finnst Víkveija betri og einfaldari þýðing, en þá er til að taka, að heiti ein- stakra fugla, til dæmis örn, eru notuð um enn glæsilegri högg. Svo mun yngri kylfingum líka þykja til- komumeira að fá fálka en fugl! XXX Grímur Gíslason, einn af frétta- riturum Ríkisútvarpsins, var í viðtali þar á dögunum og var spjall- að vítt og breitt, þótt aðaláhersla væri lögð á starf fréttaritara al- mennt. Þar kom í spjallinu að Grímur fór að tala um, að margt hefði breyst í áranna rás og nefndi hann að nú virtust allir jafnir. Þann- ig væri lítill munur á þeim sem efn- aðir teljast og þeim efnaminni, fólk virtist almennt geta leyft sér tals- vert og klæddist svipað. Einangrun væri rofin og öll börn ættu mögu- leika á svipaðri skólagöngu. Auðvitað er þetta svona, segjum við nú til dags, en þessir sjálfsögðu hlutir hafa ekki alltaf verið allra. Ef Víkveiji hefði stungið niður penna fyrir 50-60 árum er vægast sagt hæpið að hann hefði gert að umtalsefni afgreiðslu flugfarþega á fjarlægri strönd Mallorca og málfar íslenzkra kylfinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.