Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1988 19 Hermanm gert að greiða 1.250.000 krónur í sekt Dómari í héraði gagnrýnir mála- vaxtalýsingu í ákæru DÓMUR er fallinn í máli ákæru- valdsins gegn Hermanni Björg- vinssyni. í dómsorði segir að Hermann greiði 1.250.000 króna sekt tíl ríkissjóðs og komi 12 mánaða varðhald fyrir sektina verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dómsins. Her- mann greiði sakarkostnað að hálfu en ríkissjóður að hálfu. Ólöf Pétursdóttir héraðsdómari í Kópavogi kvað upp dóminn. í niðurstöðum dómsins kemur fram gagnrýni á málavaxtalýsingu í ákæru. Segir þar m.a. að þegar fjallað er um vaxtaákvarðanir þær sem lagðar eru til grundvallar ákæru sé einungis vitnað til auglýs- inga Seðlabanka Islands um vexti. við innlánsstofnanir, án nánari til- greiningar á einstökum ákvæðum auglýsinganna, þeim sem ákæru- valdið telur að hafí verið brotin með þeim verknaði sem ákærða er gef- inn að sök. Einnig segir í niðurstöðum dóms- ins að lánsviðskiptum ákærða við fjóra lántakendur sé ranglega lýst í ákæru og látið undir höfuð leggj- ast að greina frá því að endur- greiðslur lána hafí farið fram með afborgunum allt frá tveimur til sex. Af þessari ástæðu séu vextir reikn- aðir út frá röngum forsendum sem leiðir til þess að fjárhæðir áskildra vaxta svo og vaxta umfram lög- leyfða verða rangar. Síðan segir dómarinn um þetta atriði: „í öllum tilvikum lá þó fyrir áður en ákæran var gefin út hvemig lánsviðskiptun- um var háttað og verður ekki séð af hvaða ástæðum ákæruvaldið tók ekki tillit til þess við útgáfu ákær- unnar." Okurhugtakið Dómarinn reifar það að vaxtalög- in sem stuðst var við í upphafí ákæmnnar séu nú fallin úr gildi, það er lög nr. 58 frá 1960 og þar með okurhugtak 6. greinar þeirra laga. Ný löggjöf um þessi mál tók gildi 1987 en þar er að fínna ákvæði til bráðabirgða sem kveður á um að 6. grein fyrri laga haldi gildi sínu um þau opinber mál sem ríkis- saksóknari höfðar til refsingar sam- kvæmt því ákvæði og ekki hafa hlotið fullnaðardóm við gjldistöku vaxtalaganna. Um þetta segir svo í dómnum: „Með bráðabirgða ákvæði 1 er gildi laga bundið við einstök dómsmál og verður að telja að því er best er vitað að það sé fordæmalaust hér á landi. A hinn bóginn er á það að líta að löggjafar- valdið hefur formlega heimild til þess að setja lög um þau efni, sem stjómarskráin hindrar ekki og verð- ur ekki séð, að bráðabirgðaákvæði 1 bijóti í bága við neina af þeim stjómlagareglum sem njóta vemdar 1. mgr. 79. gr. stjómarskrárinnar. Hefur sá skilningur stoð í tveimur dómum Hæstaréttar uppkveðnum 3. júní 1987. Hinsvegar verður ekki séð, að það styðjist við almenna hagsmuni eða sakfræðileg rök að refsa mönnum fyrir brot á lögum sem em úr gildi fallin." í þeim kafla dómsins sem fjallað er um viðurlög segir að skylt sé að dæma ákærða sektarrefsingu sem sé ekki lægri en fjórfaldir ólöglegir áskildir vextir og allt að tuttuguog- fímmfaldir. Allir þeir 19 lántakend- ur sem fínna má í ákæmnni era sammála, að einum undanskildum, að þeir hefðu haft fjárhagslegan hag af viðskiptum sínum við ákærða. Þá hefur komið fram að fjöldi manns hefur verið ákærður fyrir að hafa lánað ákærða í máli þessu fé gegn ólöglegum vöxtum. Akærði er í máli þessu sakfelldur fyrir að hafa áskilið sér í vexti sam- tals 320.165 krónur umfram það sem heimilt var í lögum þannig að hann hefur hlotið lægstu hugsan- legu sekt. Bent er á það í þessum kafla um viðurlög að ákærði á útistandandi skuldir hjá lántakendum sem nema vemlegum fjárhæðum og óvíst er að innheimtist. Akærði er sjálfur orðinn gjaldþrota vegna starfsemi sinnar og er bú hans nú til gjald- þrotaskipta. Kjörnir heiðursfélagar Hjúkrunarfélags íslands. Til vinstri, Guðrún Árnadóttir, heilsuverndarhjúkrunarkona og María Pétusdóttir, skóla- stjóri lengst t.h. Á milli þeirra er Pálína Siguijónsdóttir, settur form- aður Hjúkrunarfélags Islands. Hjúkrun aldraðra er ábótavant FULLTRÚAFUNDUR Hjúkruna- rfélags íslands var haldinn 2. og 3. júní s.l. í nýjum húsakynnum félagsins að Suðurlandsbraut 22. Fjallað var um kjaramál stéttar- innar og menntunarmál. Á fundinum var samþykkt tillaga þess efnis að húsnæði Hjúkmnar- skóla íslands, Eirberg, verði áfram nýtt til kennslu í hjúkrunarfræði, en ekki tekið undir aðra starfsemi. Rætt var um öldmnarmál og sér í Iagi um hjúkmn aldraðra. Gagnrýnt var að dvalarheimili skuli hafa rekstr- arleyfí án þess að hjúkmnarfræðing- ar starfí við stofnunina, en lögum samkvæmt skal veita öldmðum á dvalarheimilum hjúkmn, endurhæf- ingu og læknishjálp auk fulls fæðis, þvotta og þrifa. Samþykkt var tillaga sem send var heilbrigðisráðherra, þar sem lýst sr áhyggjum stéttarinnar vegna skorts á hjúkmnarfræðingum til starfa og boðið upp á samstarf, nú sem endra- nær, um að leita allra ráða til að þörf þjóðfélagsins fyrir hjúkmn verði mætt. Fundarmenn lýstu einnig ánægju sinni með húsakynni félagsins og orlofsíbúð sem er í sama húsi. NYTT MET VID ÚTHLUTUN HÖFUNDARLAUNA í LANDSBANKANUM: KJÖRBÓKAREIGENDUR FENGU RÚMLEGA 250 MILLJÓNIR í UPPBÓT NÚ UM MÁNAÐAMÓTIN Kjörbókareigendur hafa gilda ástæöu til þess aö vera ánægöir meö uppáhaldsbókina sína. Kjörbókin hefur staöiö af sér misvindagengisfellinga og verðbólgu og skilar nú eigendum sínum yfir 250 milljónum króna í uppbót fyrir síöustu 3 mánuöi vegna verðtryggingarákvæðisins. Raunávöxtun Kjörbókarinnar á fyrri helmingi þessaárs samsvarar því 8,2 til 10,2% á ári. Nafnvextir Kjörbókar eru nú 36%. Afturvirka 16 mánaöa þrepið gefur 37,4% og 24 mánaöa þrepið 38%. Ársávöxtun er því allt aö 41,6%. Svo má ekki gleyma því aö Kjörbókin er óbundin og ávöxtunin fer ekki eftir upphæð innstæðunnar. Kjörbók Landsbankans er góð bók fyrir bjarta framtíð. — Landsbanki íslands Banki allra landsmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.