Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1988 Júgóslavía; Harðlínumaður kjör- inn flokksleiðtogi Orðum prýddir foringjar víetnamska hersins í Kampútseu fylkja liði til athafnar, sem fram fór í Phnom Penh í gær í tilefni af brottför þeirra. Kampútsea: Yfirherstjórn Víet- nama kvödd heim Belgrað. Reuter. STIPE Suvar var kjörinn flokks- leiðtogi á fundi miðstjórnar júgó- slavneska kommúnistaflokksins í fyrradag. Suvar,bar sigurorð af Ivica Rac- an, sem talinn hefur verið frjáls- lyndur umbótasinni. Kjör hans kem- ur á óvart þar sem efnt var til mið- Brazilía: Fer verðbólg- gan í 700%? Ríó de Janeiro. Reuter. Verðlag hækkaði um 167% í Brazilíu fyrstu sex mánuði árs- ins, samkvæmt upplýsingum þar- lendra stjórnvalda. Búist er við að verðbólgan fari i 700% á ár- inu. Verðlag hækkaði um 19,53% í júní og er það mesta verðlags- hækkun á einum mánuði frá því í júní í fyrra er hún nam 26,06%. A síðustu 12 mánuðum hefur verðlag hækkað um 336% í Brazilíu og búast hagfræðingar við þriggja stafa verðbólgutölu þar í landi á næstunni. Brazilíska þjóðhags- stofnunin, sem nýtur viðurkenning- ar, sagði fyrr í vikunni að búast mætti við því að verðbólgan færi í 700% á þessu ári. Brazilía er skuldseigasta þróun- arríki veraldar, skuldar 121 milljarð Bandaríkjadollara, eða jafnvirði 5.500 milljarða íslenzkra króna. stjómarfundarins til þess að fjalla um nýja umbótaáætlun. Suvar er 52 ára króati og prófessor í félags- fræði og heimspeki. Kjör Suvars er einnig talið til marks um að stefna júgóslavneska kommúnistaflokksins eigi eftir að harðna í framtíðinni. Suvar var upphafsmaður og höfundur ýmissa umbóta í menntamálum á síðasta áratug. Undanfarin ár hefur hann sætt mikilli gagnrýni af hálfu náms- manna og menntamanna, sem segja að umbætumar hafi mistekizt. Suvar er sagður aðhylltast kenn- ingar Marx og Lenins um að flokks- mönnum beri að fara í einu og öllu eftir ákvörðunum flokksins. Á fundi miðstjómarinnar var flokksstjómin harðlega gagnrýnd fyrir að hafa mistekizt að vinna bug á efnahagsörðugleikum og að hafa ekki getað komið í veg fyrir verk- föll. Boðuð hafa verið verkföll og andóf gegn nýju umbótaáætluninni. Júgóslavar glíma við 149% verð- bólgu og erlendar skuldir þeirra nema 21 milljarði Bandaríkjadoll- ara, eða jafnvirði 960 milljarða íslenzkra króna. Afkoma lands- manna hefur versnað stómm og af þeim sökum hefur verið efnt til umfangsmikilla verkfalla síðustu misseri. Á fundinum sagði miðstjómar- maðurinn Radomir Radonjic af sér. Hann sagðist bera ábyrgð á því að flokknum hefði mistekizt að vinna þjóðina úr aðsteðjandi vandamál- um. Aðeins nýir menn væru færir um að leysa vandann, ekki þeir sem hefðu skapað hann. Phnom Penh. Reuter. YFIRSTÓRN vfetnömsku heij- anna i Kampútseu hélt til sins heima í gær, og er það samkvæmt áætlun Hanoi-stjórnarinnar um að aflétta níu ára hersetu í þessu nágrannalandi sínu. Þá kom Rafee Uddin Ahmed, sendifulltrúi Javier Perez de Cuellar, aðalritara Sam- einuðu þjóðanna, til Kampútseu í gær og ræddi við Hun Sen forsæt- isráðherra f Phnom Penh. Le Ngoc, hershöfðingi í Víetnam- her í Kampútseu, fór ásamt um 300 liðsforingjum sínum um borð í víet- namskar herflutningavélar og þyrlur á Pochenthong-flugvelli fyrir utan Phnom Penh og þaðan var haldið til Suður-Víetnams. Brottför herstjóm- arinnar frá Kampútseu er talin vott- ur um, að Hanoi-stjómin treysti ríkis- stjóm Hun Sen til að standast sam- fylkingu skæruliðasamtakanna f landinu snúning. Víetnamar segjast hafa um 100.000 hermenn undir vopnum í Kampútseu um þessar mundir. Helmingur þeirra verði kvaddur heim á þessu ári og hinir síðustu fyrir árslok 1990. Yfirstjóm víetnömsku heijanna hefur nú verið falin í hendur Kampútseuher. Vétnamar sendu um 200.000 her- menn inn í Kampútseu árið 1979 til að velta ríkisstjóm Rauðu kmeranna úr sessi. Rauðu kmeramir eru enn aðsópsmestir skæruliðahreyfinganna þriggja, sem vinna saman undir stjóm Norodom Sihanouks prins. Þeir sættu gagnrýni Víetnama og alþjóðlegra mannréttindahreyfinga fyrír að hafa myrt allt að milljón manns, meðan á rjögurra ára ógnar- stjóm þeirra undir forsæti Pol Pots stóð í Kampútseu. Víetnamar og stómin í Phnom Penh hafa gert að skilyrði fyrir frið- arsamkomulagi, að tryggt verði, að Rauðu kmeramir komist ekki til valda á ný. Hun Sen forsætisráðherra átti í gær tveggja og hálfrar klukkustund- ar langar viðræður við Rafee Uddin Ahmed, sendifulltrúa Javier Perez de Cuellar, aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Hlutverk sendifulltrúans er að koma af stað friðarviðræðum stríðandi aðila í Kampútseu. Ahmed sagði Hun Sen, að hann hefði þegar haft samband við fulltrúa skæmliða- fylkinganna. Engar yfirlýsingar voru gefnar út í lok viðræðnanna. Aform um útgáfu verka Solzhenítsyns í Moskvu Moskvu, Reuter. ÁFORM eru um að gefa út tvær bækur eftir Alexander Solzhenít- syn í Sovétríkjunum en verk hans hafa verið bönnuð þar í mörg ár. Solzhenítsyn var gerður út- lægur frá Sovétríkjunum árið 1974 og opinberlega kallaður „óvinur þjóðarinnar". Þær tvær bækur sem til stendur að gefa út heita „Krabbameins-. deildin" og „Fyrsti hringurinn". Þær greina frá lífi í fangabúðum og byggja á reynslu Solzhenítsyns sjálfs en hann var tekinn til fanga árið 1945 fyrir að gagnrýna stjóm Stalíns. Míkahíl Gorbatsjov, leiðtogi Sov- étríkjanna, hefur hvatt til opin- berrar umræðu um sögulega fortíð Sovétríkjanna og nokkrir sagnfræð- ingar hafa undanfarið sakað Stalín um „glæpsamjeg mistök" á stríðsámnum. Áður hefur verið reynt að fá þessar bækur Solz- henítsyns gefnar út en án árang- urs. Búist er við að ákvörðun um útgáfu á verkum hans verði tekin innan tveggja vikna, þegar samn- ingaviðræðum um tilhögun útgáf- unnar lýkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.