Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1988 íbúðir Sunnuhlíðarsamtakanna í Kópavogi: Byltingin felst í eignafyrirkomu- lagi, fjármögnun og hagstæðu verði - segir Ásgeir Jóhannesson formaður samtakanna Aldraðir = vandamál. Alltof oft setjum við samasemmerki milli þessara tveggja orða. í nútimaþjóðfélagi þar sem allir eiga að hafa það gutt og lifa sem lengst hefur gamla fólkið orðið útund- an. Það hefur skilað ævistarfi sfnu með heiðri og sóma, byggt upp þjóðfélagið og komið sér upp fasteignum. En svo er gamla fólkið næstum því fyrir og við verðum að finna því samastað. Og gerum úr því vandamál. Svo þarf þó alls ekki að vera. Ekki ef við gerum fólkinu kleift að hafa eitthvað að segja um það sjálft hvemig hag þess verður best borgið. Sunnuhlíðarsamtökin í Kópavogi hafa sýnt þetta og sannað eins og rakið verður hér á eftir en þau hafa farið ótroðnar slóðir í byggingu húsnæðis fyrir aldraða. Ég hef leyft mér að kalla þetta eins konar byltingu í hugsunar- hætti, þar sem við höfum ekki aðeins látið okkur detta í hug að fara inn á nýjar brautir heldur einnig hrint þessum hugmyndum í framkvæmd, segir Asgeir Jó- hannesson formaður Sunnuhlí- ðarsamtakanna, samtaka um byggingu hjúkrunarheimilis og íbúða fyrir aldraða. Ásgeir heldur áfram: Leiðarljós okkar hefur ver- ið þessi spuming: Get ég sætt mig við þessar lausnir fyrir mig eða mína nánustu? Við sættum okkur ekki við annað svar en já. Hér er hvorki um að ræða einka- framtak né opinbert framtak held- ur framtak fólksins í Kópavogi og við höfum reynt að vinna eftir heilbrigðri skynsemi okkar og þannig hafa hlutimir gengið upp. Hér er um að ræða fólk sem vill ekki mæta ellinni óviðbúið heldur leitar sjálft leiða til að tryggja öryggi sitt á efri árum. Fólk sem vill taka fulla ábjrrgð á lífí sínu á efri ámm, gera það með fullri reisn og án þess að þurfa að vera á hnjánum frammi fyrir nokkrum. Ný leið Ásgeir Jóhannesson lýsti hinu nýja kerfí á ráðstefnu um nýjar leiðir til bættrar þjónustu fyrir aldraða sem heilbrigðis- og tiygg- ingamálaráðuneytið hélt fyrir nokkm en í stuttu máli er gangur mála þessi: Fólk sem á skuldlausa eða skuldlitla húseign, vill minnka við sig og komast í einhvers konar sambýli, snýr sér til okkar og óskar eftir íbúð. Sé hún fyrir hendi er næst að leita til ráðgjafa bank- ans sem við vísum á. Bankinn hjálpar viðkomandi að brúa bilið meðan eign hans er seld og trygg- ir honum þannig íbúðarrétt. í stað þess að menn eignist fbúðina og fái afsal fá menn bankaábyrgð fyrir verðmæti hennar og rétt til íbúðar svo lengi sem óskað er. Sameiginlegur rekstrar- og við- haldskostnaður er greiddur mán- aðarlega. Þegar íbúi vill „selja", þ.e. flytja eða fellur frá, er verð- mæti íbúðarinnar metið og greitt honum eða erfíngjum á 18 mánuð- um. íbúðin er síðan „seld“ aftur og þannig gengur hringurinn áfram. í langflestum tilvikum dugar andvirði fasteignar manna fyrir íbúð í hinu nýja kerfí, enda eru þær ódýrari. Þama þarf því ekk- ert opinbert lánakerfí að koma til. Þannig geta menn minnkað við sig húsnæði á þægilegan hátt, gert það þegar þeim best hentar og búið við öryggi í þægilegu sam- býli en þó út af fyrir sig meðal fólks sem er í svipaðri aðstöðu. Það nýja í þessu kerfí er hið nýja eignarfyrirkomulag, samtök- in eiga íbúðimar en með fjárfram- lagi sínu fá menn íbúðarréttar- samning sem er óuppsegjanlegur af hálfu samtakanna. Með sér- stökum samningi við Búnaðar- banka íslands tekur hann að sér ráðgjöf og aðstoðar fólk við fjár- mögnun. Engin langtímalán þarf að taka enda hefur verðmæti fast- eigna manna yfírleitt dugað og vel það eins og áður segir og ekki þarf að leita til lánasjóða. Eigna- fyrirkomulagið, hagstætt verð íbúða og fjármögnunina segir Ásgeir vera aðalatriðin í þessu nýja fyrirkomulagi. í erindi sínu nefndi hann nokkrar tölur og þess að stofnað væri til skulda, en það er andvirði um 2 þúsunda minni gerðar íbúða. Um leið losna um 2 þúsund íbúðir í grónum hverfum, nærri skólum, leikvöll- um og verslunum, auk þess sem þar eru yfirleitt fullbyggðar götur. En af hveiju eru þessar^ þjón- ustuíbúðir svona ódýrar, - Ásgeir telur að þær séu um 25% undir venjulegu íbúðarverði. Það er vegna þess að við fórum svolítið aðra leið við undirbúning- inn. Við lögðum fyrst niður fyrir okkur hversu stórar þær skyldu vera og hvað þær mættu kosta svo viðráðanlegt væri venjulegu fólki án þess að það stofnaði til skulda. Sfðan réðum við hönnuði, kynntum þeim hugmyndir okkar og fóium þeim að leysa þetta verk- efni innan þessa verðramma. Þama var þeim ætlað að leggja Systumar Steinunn og Svava Jónsdætur hafa báðar tryggt sér íbúðarrétt ( Sunnuhlíðaríbúðunum. dæmi til að sýna hvers virði þetta getur verið. Flutningnr fjármagns Tökum dæmi: Samkvæmt hag- skýrslum 1. desember 1987 voru um 36 þúsund íslendingar 60 ára og eldri. Þar af voru 20 þúsund í sambúð eða gift fólk, en 16 þúsund einstaklingar ógiftir eða áður giftir. Þetta eru um 26 þús- und heimili. Ef ætla má að um 90% þessa fólks búi í eigin skuld- lausri íbúð, sem ekki mun vera ijarri lagi, þá eigum við meiri möguleika en líklega nokkur önn- ur þjóð í heiminum, til að leysa skipulega íbúðarmál eldri kyn- slóðarinnar í framtíðinni. Ef með- alverð íbúðar er 3 miiljónir króna, sem vart er ofaætlað, eru þær 23.400 eignaríbúðir, sem eru í höndum þessarar kynslóðar, um 70 milljarða króna virði. Ef 10% þessa fólks vildi færa sig í vem- daðar þjónustuíbúðir flyttust um 7 milljarðar til f íbúðakerfínu án fram alla reynslu sína og þekk- ingu. Ekki er því að leyna að þessi málatilbúnaður vakti athygli hönnuða sem eru vanastir því að hús séu teiknuð og síðan greiddur allur kostnaður við framkvæmdir. Hér áttu þeir að teikna inn í ákveðnar kostnaðartölur. Arki- tekt er Hilmar Þ. Bjömsson og verkefnisstjóri Gunnar Torfason verkfræðingur og leystu þeir verkefni sitt vel af hendi. Önnur skýring á litlum kostn- aði er að í útboðslýsingu voru gerðar kröfur um notkun ákveð- innar byggingartækni sem gerði mögulegan ítrasta byggingar- hraða og hagkvæmni. Var byggt á ýmsum nýjungum í byggingar- tækni, svo sem notkun flekamóta, einangrun hússins utan frá, hita- lögn var lögð utanhúss og felld inn í einangrun. Pússning á loft og veggi er óþörf. Þá voru gluggar og dyr staðsett þannig að ekki þyrfti að skera úr plötum við klæðningu, að allar lagnir stæðust Morgunblaðið/BAR Ásgeir Jóhannesson formaður Sunnuhlíðarsamtakanna. fengið salinn lánaðan til einkas- amkvæma ef svo ber undir. Frá þjónustuíbúðunum liggur síðan tengibygging yfír í þjónustu- kjama sem nú er verið að inn- rétta en hann var byggður við enda hjúkrunarheimilisins Sunnu- hlíðar. Þar erum við kannski kom- in að upphafínu, hjúkmnarheimil- inu og mál til komið að fá Ásgeir til að minnast á það nokkrum orðum: Nokkur félagasamtök í Kópa- vogi hrundu af stað fjársöfnun til byggingar hjúkmnarheimilisins en okkur var ljóst að til að koma hrejrfíngu á málið urðum við að byija hjá sjálfum okkur en ekki bíða eftir hinu opinbera. Er skemmst frá því að segja að þetta gekk ótrúlega vel, söfnunin og byggingin, en um þetta verkefni vom Sunnuhlíðarsamtökin stofn- uð. Við reistum á hagkvæman og ódýran hátt vandað hús til að Úr setustofunni á 6. hæð er víðsýnt og þar er mjög vistlegt. sem mest á innanhúss og þannig rejmt að hafa sem mest um endur- tekningar á hverri byggingarein- ingu. Með þessari byggingaraðferð og hönnun var hægt að vinna af fullum hraða jafnt innanhúss sem utan. Það var gmndvöllur hins ótrúlega stutta byggingartíma en það leið aðeins átta og hálfur mánuður frá því stejrpt var í sökkla þar til fyrsti íbúi flutti inn. Þrem mánuðum síðar vom allar íbúðimar tilbúnar. Aðalverktaki var Byggðaverk hf. Sjálfboðavinna Sérstök byggingamefnd sá um verkið en auk Ásgeirs sem er for- maður hennar sátu I henni Jónas Frímannsson verkfræðingur og Þorgeir Runólfsson framkvæmda- stjóri. í fulltrúaráði Sunnuhlíðar sitja 20 manns og segir Ásgeir þar saman komna mikla rejmslu og visku fóiks úr ólíkum áttum. Sjálfur er hann forstjóri Inn- kaupastofnunar ríkisins og sem slíkur hefur hann mikla rejmslu af umsjón með útboðum. Stjóm Sunnuhlíðar sá til þess að fjár- munir væm alltaf fyrir hendi þannig að framkvæmdir þyrftu ekki að teljast vegna flárskorts. Ljóst er að yfirstjómin hefur unn- ið mikið starf og allt í sjálfboða- vinnu og Ásgeir segir að þar hafí allir lagt fram sinn skerf. Á hverri íbúðarhæð em 8 íbúð- ir í tveimur álmum og sameiginleg setustofa auk spilakróks I sérs- takri tengiálmu. í henni miðri er lyfta og stigahús og á 6. hæðinni er sérstakur samkomusalur með eldhúskrók. Þaðan er gott útsýni og þar er ákjósanlegur staður til óformlegra kynna og geta íbúar sinna langlegusjúklingum sem tekið var í notkun 19. maí 1982 eftir tveggja ára byggingartíma. Þetta heimili er reist fyrir að- eins helming þess sem sambærileg heimili hafa verið byggð fyrir. Við söfnuðum fé meðal almenn- ings og töldum það skyldu okkar að byggja á einfaldan og ódýran hátt og hér var hvergi bruðlað. Síðar fengum við stuðning frá Kópavogi og ríkinu. Með þessa rejmslu fómm við síðan af stað með byggingu þjónustuíbúðanna. Hægt víðar Komum þá aftur að þeim. Er hægt að nýta þessa hugmynd hvar á landinu sem er? Það tel ég vera. Við bjrjuðum á að skrifa öllum íbúum Kópavogs 60 ára og eldri og kynna þeim málið. Viðbrögðin urðu ekkert sérstök í fyrstu en smám saman sáu menn að hér var um raun- hæfa hugmynd að ræða og áður en varði var búið að ráðstafa flest- öllum íbúðunum. Hluta þeirra eða 10% festi Kópavogsbær sér til að úthluta til þeirra sem ekki búa í eigin húsnæði þannig að hér er líka að nokkm leyti séð fyrir þeirri félagslegu aðstoð sem alltaf hlýtur að þurfa þegar aldraðir em annars vegar. Þetta fyrirkomulag er hægt að nota alls staðar og fara eins að. Kanna þörfína, semja vtð banka eða sparisjóð um fyrirgreiðslu og kalla saman úr hópi hins almenna borgara nefnd sem vill taka að sér að leiða verkið. Ýmsir sveitar- stjómarmenn hafa komið hingað til að kynna sér gang mála og ég er viss um að þeir telja þetta brúk- lega hugmynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.