Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 46
MÖRGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1988 46 Minning: Sólveig Sigurðar■ dóttirfrá Ási Hinn 22. júní andaðist Sólveig Sigurðardóttir frá Ási í St. Jósefs- spítala eftir langa og erfíða sjúk- dómslegu. Okkur hjónin langar til að minn- ast hennar með nokkrum orðum og þakka fyrir samverustundimar á liðnum árum. Sólveig fæddist að Ási við Hafn- arfjörð 30. nóvember 1905. Foreldr- ar hennar voru Guðrún Ámadóttir frá Móum á Kjalamesi og Sigurður Jónasson frá Hóli undir Eyjafjöllum, bóndi og sjómaður. Faðir okkar fórst með kútter Geir í ofsaveðri snemma árs 1912. Þetta var mikið áfall fyrir móður og böm sem vom þá 8 innan við fermingu. Það var kaldhæðni örlaganna að faðir okkar hafði haft hug á að festa kaup á jörðinni, sem þau höfðu búið á frá því um aldamót. Ás var ríkisjörð, en á þeim tíma vom ekki komin lög sem bönnuðu sölu ríkisjarða, eins og síðar varð. Móðir okkar hélt áfram búskap að Ási. Tvö böm föður okkar, Sigur- jón og Guðfínna af fyrra hjóna- bandi, vom þá uppkomin, en hin öll innan við fermingu eins og áður sagði. Sá tími, sem þá fór hönd var barátta móður okkar fyrir iífsbjörg og að halda heimilinu saman, án þess að þurfa að leita til sveitarinn- ar, sem hún gat ekki hugsað til. Þá vom engar almannatryggingar eða bamabætur, sem einstæð móð- ir gat sótt um, einungis sveitin, sem svo var kallað, og enginn leitaði þangað fyrr en í ítmstu neyð, svo niðurlægjandi þótti það í þá tíð ... Já, mikið hefur breyst og það til batnaðar á þessu sviði sem öðmm, þó alltaf megi bæta um. Að sjálfsögðu lögðu eldri systkin- in fram krafta sína ásamt þeim yngri eftir því sem þau gátu. Kým- ar og féð, sem foreldrar okkar áttu, þegar faðirinn féll frá, vom það sem treysta varð á og einhvem veginn bjargaðist þetta með einhug og samheldni. Sólveig var á 7. ári, þegar faðir okkar dó. Hún vandist í uppvextin- um öllum venjulegum sveitastörfum utan húss og innan, eins og þau gerðust í þá tíð á sveitbæ. Hún gekk í Barnaskóla Hafnarfjarðar og lauk þaðan prófí. Hún átti mjög auðvelt með nám og alla hæfíleika hafði hún til framhaldsnáms. En á þeim ámm vom engir möguleikar fyrir fátæka sveitstúlku að fara í framhaldsnám. Einn bekkjarbróðir hennar í bamaskóla, Jón Magnús- son, sem bjó í næsta húsi við bama- skólann, sagði mér einu sinni sögu, sem mér fannst lýsa betur harð- fylgi og dugnaði systur minnar en nokkuð annað. Það var einn dag í öskubyl að aðeins þau tvö mættu í bekknum, hann úr næsta húsi og hún alla leið ofan frá Ási. Sólveig giftist ung að ámm, að- eins 17 ára, 1922, Amóri Þorvarð- arsyni frá Jófríðarstöðum. Strax á öðm ári eftir giftinguna festu þau kaup á litlu húsi á Jófríðarstaðar- vegi 5. Margar góðar minningar em tengdar því húsi. Þar var raunar áningarstaður, bæði þegar farið var frá Ási til Hafnarfjarðar og einnig þegar farið var frá Hafnarfírði upp að Ási. Algengt var t.d. að hafa þar skóskipti, því færðin milli Áss og Hafnaríjarðar var oft á tíðum slæm einkum að vetrarlagi og ekki var um annað að ræða en ganga á milli. Ég minnist þess ekki að hafa nokkm sinni farið framhjá Jófríðar- staðavegi 5 án þess að koma þar við. Amór var líka bráðskemmtilegur maður og gaman að tala við hann. Hann var einhver sá einlægasti jafnaðarmaður, sem ég hef kynnst, og stefnu sinni trúr allt til dauða- dags. Þegar Amór og Sólveig giftust var síður en svo velmegun ríkjandi hér á íslandi. Þetta var 4 ámm eftir að fyrri heimsstyijöld lauk, verðlag hátt en atvinna stopul. Þau ár, sem fóm í hönd, vom þeim vissu- lega erfíð. Bömin komu hvert á fætur öðm, ef svo má segja, og fátækt ríkjandi almennt í Hafnar- fírði sem og öðmm stöðum á þess- um ámm. En bæði Sólveig og Am- ór höfðu kynnst fátæktinni, og einn- ig því að ekki þýddi að gera kröfur til annarra en sjálfs sín. Böm þeirra urðu 8: Sigurlaug fædd 1923, Sigurður Kristinn 1924, Guðrún 1925, en dó 1929, Elín 1926 dáin 1973, Ásta 1928, Guðrún 1931 dáin 1947, Sigrún 1934 og Sólveig 1947. Það sem bjargaði afkomu heimil- isins á þessum ámm, var að þau áttu alltaf skepnur, nokkrar kindur og kýr. Þó nú sé búið að útiýma skepnuhaldi í Hafnarfírði og víðar, þá héldu þessar skepnur lífínu í mörgum Hafnfírðingum á þessum ámm atvinnuleysis og kreppu. Sól- veig gerði aldrei miklar kröfur til lífsins. Hennar ánægja var að ala upp bömin. Hún missti að vísu 3 þeirra, en ánægjan af hinum, bama- bömum og bamabamabömum hef- ur bætt þann missi að nokkm. Amór lést árið 1976. Þau höfðu verið mjög samrýmd alla tíð. Geng- ið saman gegnum þrengingar til betri afkomu. Húsið að Jófríðar- staðavegi 5 var rifíð 1972 vegna skipulagningar bæjarins. í staðinn fengu þau hús að Hringbraut 55 sem nú er. Ég held að þau hafí alltaf saknað gamla hússins, enda búin að búa þar í nær 50 ár, en ekki stoðaði að standa gegn þróun- inni. Við hjónin og fjölskylda okkar vottum afkomendum Sólveigar og Amórs innilega samúð okkar. Jónas Sigurðsson Þau fátæklegu kveðjuorð sem hér birtast em ekki síður kveðja til ákveðins tímabils en hinsta kveðja mín til ömmu minnar auk þess sem ég vil nota tækifærið og kveðja Amór afa, þar sem ég var erlendis er hann ýtti úr vör yfír móðuna. Hann lést 7. mars 1976. Húsið á Jófríðarstaðavegi kvaddi ég heldur aldrei áður en það var jafnað við jörðu og malbikað yfír stofugólfið. Þau Sólveig og Ámór vom bæði ættuð af bújörðum í næsta ná- grenni Hafnarfjarðar og vom ætíð bændur í sér þó þau væm búsett í miðbæ Fjarðarins. Sólveig var frá Ási, sem tilheyrði þá reyndar Garðasókn, en Amór var sonur Þorvarðar bónda að Jófríðarstöð- um, sem kaþólskir eiga nú. Þær em ekki margar bemsku- minningar ömmu sem ég þekki. Þó heyrði ég hana segja frá því að hún hafí þurft að ganga frá Ási þvert í gegnum Hafnarfjörð, út Langeyr- ina að Garðaskóla til að sækja sér menntun bam að aldri, þrátt fyrir að mun skemmra hefði verið fyrir hana að sækja skóla í Hafnarfírði. Þá var Hún líka mjög stolt af konungsbréfi sem hún hafði fengið til þess að fá undanþágu til gifting- ar, en hún hafði ekki náð löglegum giftingaraldri þegar hún gekk í það heilaga með afa. Fjölskyldan á Jófríðarstaðavegi var verkamannafjölskylda á krepputímum. Fjölskyldan var stór en húsakostur þröngur. Alls tókst þeim Sólveigu og Amóri að koma sex bömum á legg, þar af fímm stúlkum og einum pilti. Tvær dætur misstu þau þegar þær vom á bams- aldri og hétu báðar Guðrún. Sigurð- ur er sonur þeirra en dætur þær Sigurlaug, Elín, Ásta, Sigrún og Sólveig. Élín, móðir mín, féll frá fyrir fímmtán ámm. Aldrei gat ég, sem alinn var upp af næstu kynslóð á eftir, skilið hvemig allur þessi kvennaskari, auk afa og Sigga gat komist fyrir í litla húsinu á Jófríðarstaðavegi. Ég hygg að rollumar í íjárhúsinu hafí haft fleiri fermetra fyrir sig en mannfólkið í húsinu. Þrátt fyrir að þröngt væri á þingi og fátækt mik- il urðu bömin ekki vör við það. Eina skiptið sem móðir mín sagðist hafa fundið fyrir fátækt var þegar hana langaði til að halda áfram námi að loknu gagnfræðaprófí, en þá var henni tjáð að þau hefðu ekki efni á að kosta hana til náms. Þegar ég man fyrst eftir mér bjó Sólveig yngsta systirin ein hjá afa og ömmu. Það leið vart sú helgi að ekki var farið í heimsókn á Jófríðarstaðaveginn. Systumar að- stoðuðu ömmu í eldhúsinu en afí karpaði um pólitík við tengdasynina í borðstofunni. ,Hann var eldheitur krati, þó stundum fyndist honum nú kratisminn sérkennilegur á við- reisnarárunum. Afí var einn af þeim síðustu sem hafði kindur í miðbæ Hafnaríjarð- ar. Þegar þrek hans var það þorrið að hann gat ekki lengur stundað erfiðisvinnu veittu æmar honum þá lífsfyllingu sem vinnan er okkur mönnunum. Svo fór að lokum að þessi ánægja hans varð að víkja úr lífi hans þar sem landbúnaður samrýmdist ekki atvinnu- og um- hverfísstefíiu bæjaiyfírvalda. Þau afí og amma höfðu túnspildu upp við Ás og þar var heyjað á hveiju sumri. Systumar mættu all- ar með bamabamaskarann og var slíkur atgangur í okkur krökkunum að sjálf krían, sem hafði helgað sér nágrennið, lagði á flótta. Stundum var Guðrún langamma heimsótt í gamla bæinn í Asi. Þar var lágt til lofts. Langamma setti mjólk yfír kolavélina og flóaði hana í bama- bamabömin. Hjá henni fannst drengstaula einsog mér hann vera kominn aftur til annarrar aldar. Amma og afí höfðu einnig kartöflu- garð í nágrenni Áss og var ekki að sökum að spyija að þegar tekið var upp, þá mætti allur ættleggur- inn í beðin. Samheldni þeirra systra var mjög mikil og nutum við krakk- amir góðs af því þar sem náin sam- skipti urðu milli okkar frændsystk- inanna. Þegar ég hugsa til afa og ömmu er það einkum tvennt sem situr fast í minningu minni frá bemsku- ámnum. Annarsvegar er það nef- tóbakslyktin af afa og hinsvegar ilmandi flatkökur frá ömmu. Það em fleiri en ég sem halda því fram að Sólveig hafí bakað bestu flatkök- ur í Firðinum. Þau vom um margt lík hjónin en þó á sinn hátt óiík. Bæði fóm sér ákaflega hægt en komust þó með seiglunni þangað sem þau æt- luðu sér. Amma var þolgóð kona og trúði á tvennt í heimi einsog þar stendur. Aldrei heyrði ég hana öf- undast út í þá sem betur vom stadd- ir efnalega og hefur þó sennilega mikið á hana reynt á ámm kreppu einsog fleiri sem voru með mikla ómegð en litlar tekjur. í þann grýtta jarðveg sáðu þau hjón og uppskám ríflega þar sem afkomendur þeirra em. Það var sú uppskera sem ömmu þótti vænst um og hefur eflaust sannfært hana um að hún hafi fund- ið sínu lífi réttan farveg, því ekkert er bændahjónum meira virði en góð uppskera. Svo var húsið við Jófríðarstaða- veg rifíð og Hringbrautin lögð yfír betri stofuna. Þau Sólveig og Arnór keyptu þá hús þar örskammt frá með yngstu dóttur sinni, Sólveigu, og bjuggu þar síðustu æviárin. Þó ætíð væri gott að sækja þau heim var samt einsog einhver fastur. punktur í tilverunni væri skorinn burt. Bámjámshús byggt af kreppuvanefnum, sem passaði ekki lengur inn í skipulag nútímans en var okkur sæluhús við hraðbraut nútímans, hafði verið fjarlægt. Það var einsog bemska manns hefði verið numin brott, sá hluti hennar þar sem strengurinn við fortíðina hafði verið hvað sterkastur. Afrek þeirra hjóna verða ekki metin í bankainnstæðum né í and- legum stórvirkjum, til slíks gafst enginn tími frá lífsbaráttunni, en þau hjón og önnur sem bjuggu við svipaðar aðstæður lögðu gjörva hönd á plóginn við að plægja þann þjóðfélagsakur sem við emm sprott- in upp af. Sigurður Á. Friðþjófsson t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNA INGIMUNDARDÓTTIR, Stórholtl 26, Reykjavík, lóst í Landspítalanum aðfaranótt 29. þ.m. Ingimundur Helgason, Svava Björgólfs, Davíð Helgason, Auður Ragnarsdóttir, Þórður Helgason, Þórunn Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær frænka okkar og einlæg vinkona, MALÍN Á. HJARTARDÓTTIR, er látin á 99. aldursárl. Unnur Eirfksdóttir, Örlygur Sigurðsson, Sigurður Örlygsson, Malfn Örlygsdóttir. t Bróöir okkar, ÁRNI JÓHANN ÁRNASON, lést í Borgarspítalanum að morgni 29. júní. Magnea Árnadóttir, Louisa Á. Lunde, Gerda Johansen. t Móðursystir mín, INGVELDUR ELIMUNDARDÓTTIR, andaðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 29. júní. Fyrir hönd aðstandenda, Erlingur Runólfsson. t Faöir okkar og tengdafaðir, ERIK CHRISTIANSEN, Austurbrún 4, lést í Landspítalanum 24. júní. Útför hans fer fram frá Fossvogs- kirkju þriöjudaginn 5. júlí kl. 13.30. Fyrir hönd systra hans, barnabarna og barnabarnabarns, ída Christiansen, Gfsli Holgersson, Nanna Christiansen, Gylfi Aðalstelnsson, Pétur Christiansen, Inglbjörg Þorgilsdóttir. t Eiginmaður minn, KJARTAN EINARSSON, Arnarhrauni 8, Grlndavík, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 2. júlí kl. 13.30. Fyrir hönd barna, foreldra, systkina og annarra vandamanna, Helen Halldórsdóttir. t INGVAR ÞORLÁKSSON, Kirkjubraut 6, Höfn, Hornafirði, lóst aðfaranótt 28. júní. _ . . 1 Guðrun Slgurðardóttir, Agnes Ingvarsdóttir, Guðbjartur össurarson. t INGIBJÖRG SIGNÝ FRÍMANNSDÓTTIR (LILLA), Holtabraut 10, Blönduósl, verður jarðsungin frá Blönduóskirkju iaugardaginn 2. júlí kl. 14.00. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Ole Aadnegárd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.