Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1988 Norðurlandamótið í brids: Engan bilbug að finna á íslenzka landsliðinu BRIPS Arnór Ragnarsson íslenzka sveitin átti 6 stig til góða á Evrópumeistara Svia þeg- ar 8 umferðum var lokið á Norð- urlandamótinu, 13 stig á dönsku sveitina og 23 stig á norsku sveit- ina. Það má þvi litið fara úrskeið- is í lokaumferðunum ef fyrsti Norðurlandamejstaratitillinn á að nást í höfn. í kvennaflokki er keppnin milli sænsku og dönsku kvennanna um titilinn. Dönsku konumar voru með 124 stig eftir 7 umferðir af 9 en sænsku kon- uraar með 121 stig. Noregur er í 3. sæti með 101 stig og Island með 71 stig. 7. umferð: Það má segja að spilin í fyrri hálfleik hafí ekki gefíð tilefni til sveiflna. Aðeins í leik Norðmanna og Færeyinga sáust hærri skor en 35 punktar (impar). íslenzka liðið atti kappi við Svía og höfðu betur í fyrri hálfleik 27-11. Sævar og Karl spiluðu báða hálfleikina en Jón og Valur fyrri hálfleik og Þorlákur og Sigurður síðari hálfleik. Eitthvað hikstaði sagnmaskinan hjá Sævari og Karli í upphafi síðari hálfleiks og fyrr en varði voru Svíar komnir yfír í leiknum. Leikurinn jafnaðist síðan á ný en Svíar áttu lokaorðið í leiknum þegar þeir tvöfölduðu 1 spaða hjá okkar mönnum sem fengu aðeins 3 slagi og töpuðu 800. Loka- tölur 17 stig gegn 13 og íslenzka liðið varð að sætta sig við annað tapið á mótinu — í bæði skiptin á móti Svíum. Danir unnu Finna 16-14 sem voru mjög hagstæð úrslit fyrir ís- land og Norðmenn unnu Færeyinga 25-4. í kvennaflokki unnu sænsku kon- umar þær norsku 20-10 og dönsku konumar þær íslenzku 22-8. 8. umferð: Áttunda umferðin var spiluð í gærdag og spiluðu okkar menn gegn Finnum. Þrátt fyrir tvö mjög slæm spil í leiknum sigmðu íslenzku piltamir af öiyggi 20-10. Island hafði yfir 55 punkta gegn 31 og fengu Finnamir 17 punkta í einu spili þegar þeir spiluðu 6 lauf á meðan landinn var í 6 gröndum sem ekki var hægt að vinna eftir útspil- ið. Þá fengu Finnar 14 punkta sveiflu í síðari hálfleik þegar ísland spilaði 3 lauf og fékk aðeins 3 slagi og urðu að skrifa 1400 í dálk and- stæðinganna. En það virðist sem alltaf sé auðveldara að fínna slæmu spilin til að tala um og gleyma því sem vel er gert. íslenzka liðið spilar af miklum krafti og nú er bara að sjá hvort okkar menn halda haus eins og það er kallað. Jón og Valur spiluðu allan leikinn en Þorlákur og Sigurður fyrri hálfleik og Sævar og Karl síðari hálfleikinn. Svíar spiluðu gegn Færeyingum og gerðu út um leikinn i fyrri hálfleik. Þeir töpuðu síðari hálfleiknum en sigur þeirra var samt 23-7. Danir unnu svo Norðmenn í þriðja leiknum 18-12. Staðan að tveimur umferðum óloknum: Island 146 Svíþjóð 140 Danmörk 133 Kvennalandsliðið hefir sótt i sig veðrið þegar liðið hefir á mótið. Hér spila Ester og Valgerður gegn signrstranglegu liði Danmerkur i þriðju lotu. Konurnar spila þrefalda umferð en karlarnir tvöfalda umferð. Noregur 123 Finnland 113 Færeyjar 59 Þess má geta að af þessum 59 stigum sem Færeyingar hafa fengið eru 23 tekin af Islendingum. Næstsíðasta umferðin var spiluð í gærkvöldi og spiluðu þá íslending- ar við Norðmenn, Danir við Færey- inga og Svíar við Finna. Lokaumferð mótsins verður svo spil- uð í dag kl. 11 og mótinu slitið á lokahófi í kvöld. Morgunblaflið/Amór Frá leik Islendinga og Svia í sjöundu umferð. Okkar menn urðu að sætta sig við að tapa öðru sinni fyrir Svíum en hafa unnið alla aðra leiki i mótinu. Syngjandi þjóðveij- ar á Norðurlandi Myndin sýnir þýzkt söngfólk úr teimur kórum, Gemischter Chor Riede og Chorvereiningung Leesta, sem hér eru i boði Kvennakórs Siglufjarðar. Þýzku kórarnir og kvennakórinn efna til söngskemmtunar i Tónlistar- skónanum á Sauðárkróki í dag, föstudag, og Siglufjarðarkirkju á morgun, laugardag. Frú Silke Oskarsson, þýzkur söngkennari, sem var fyrsti söng- stjóri Kvennakórs Siglufjarðar en hefur unnið við söngstjóm í Þýzka- landi mörg undanfarin ár, stjómar þýzku kómnum en Rögnvaldur Valbergsson frá Sauðárkróki sigl- fírzka kvennakómum. Dans í Kramhúsinu við íslenskt tónverk DANSSYNING verður í Kram- húsinu laugardaginn 2. júli og lýkur þar með alþjóðlegu dans- námskeiði. Dagskráin verður mjög fjöl- breytt, m.a. verður frumfluttur nútímadjassdans við nýtt tónverk eftir Eyþór Amalds en danshöfund- ur er Adrianne Hawkins. Önnur verk era samin af dönsurunum Christian Polos, önnu Haynes, Keith Taylor og Alexöndra Prasa. Á þessari sýningu gefst fólki kostur á að sjá afrakstur og fjöl- breytni slíkra námskeiða s.s. nútímadans, djassdans, stepp, tangó og kóreógrafíska vinnu. Sýningar verða kl. 15.00 og 18.00 á laugardaginn. Aðgöngu- miðar og miðapantanir verða í Kramhúsinu. (Fréttatilkynning) Gylfi Ingason, matreiðslumeistari, veiddi stærsta flugulaxinn sumarið '87 - 29 pund -108 cm Okkar verð á laxi er468>' kf./kij. Sneiðar 588>' kr./kfl. <)&**' W Láttusjáþig !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.