Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 60
EINKAREIKNINGUR ÞINN í LANDSBANKANUM. _________________Mi FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Félag íslenskra iðnrekenda: Gengistryggð lán verði heimiluð STJÓRN Félags islenskra iðnrekenda hefur ályktað að gerðar verði breytingar á íslenskum fjármagnsmarkaði. FÍI vill að íslenskum sparifjáreigendum og lántakendum verði gefið fullt frelsi til að binda sparnað sinn og lántökur hér á landi við gengi erlendra gjaldmiðla. FII telur að verði framangreindar ráðstafanir framkvæmdar gefíst lOgl I frétt frá FII um þetta mál er sagt að í beinu framhaldi af þessu verði gerðar nauðsjmlegar ráðstaf- anir til að afnema öll höft sem nú eru á möguleikum íslendinga til spamaðar og lántöku erlendis. Er- lendum bönkum verði leyft að stunda bankastarfsemi á íslandi og athugaðir verði möguleikar á teng- ingu íslensku krónunar við mynt- kerfí eins og ECU. tækifæri til að tryggja íslenskum sparifláreigendum og lántakendum jafnstöðu við það sem tíðkast er- lendis. Þannig skapist færi á að losna undan séríslenskum fyrirbær- um á peningamarkaðinum eins og lánskjaravísitölu og háum nafn- vöxtum. Hitaveitan fær gallaðar álplöt- ur í annað sinn GÖTUN á álplötum, sem nota á í klæðningu á hitaveitugeymunum á Öskjuhlíð, mistókst hjá Garða-Héðni hf. í Garðabæ. Ekki er ljóst enn hvort þær eru ónýtar, að sögn Gunnars Kristinssonar hitaveitu- stjóra. Álplöturnar voru fengnar f stað gallaðra álplatna frá Aust- urríki, sem keyptar voru fyrir rúmu ári, en það mál er enn ekki til lykta leitt. Gunnar sagði að von væri á arki- tekt til landsins í dag, föstudag, og Glæsilegnr árangurEin- ars í Helsinki EINAR VUþjálmsson varð sig- urvegari f mikilli spjótkast- keppni, sem fór fram á Óiympfuleikvanginum í Hels- inki f gærkvöldi. Hann kastaði spjótinu 82,68 m. Allir bestu spjótkastarar heims tóku þátt í keppninni, ma heims- methafinn Jan Zelezny frá Tékkó- slóvakíu, heimsmeistarinn Seppo Raty frá Finnlandi, Norðurlanda- methafinn Tapio Korjus frá Finn- landi, Viktor Jevsukov frá Sov- étríkjunum og Klaus Tafelmeier, fyrrum heimsmethafi, heimsmeist- ari og Evrópumeistari, frá V- Þýskalandi. Sjá bls. 59. yrðu skemmdimar á álinu þá metn- ar, en von væri til þess að hægt væri að nýta plötumar þrátt fyrir tjónið. Innkaupsverð á álinu er 7 milljónir króna, en Gunnar sagðist ekki reikna með að Hitaveitan þyrfti að borga tjónið vegna þess- ara mistaka. Þá liti út fyrir að Hita- veitan fengi skaðann vegna mislitu platnanna frá Austurríki bættan og hugsanlega yrðu þær settar upp á geymum á Reynisvatnsheiði, þar sem gallinn yrði minna áberandi. Klárir í bátana Morgunblaðið/RAX KRAKKARNIR úr Aftureldingu í Mosfellssveit nutu veðurblíðunnar á Þingvöllum í gær. Bmgðið var á leik á flötunum og farið út á vatnið. Alls tóku um 150 manns þátt í þessari dagsferð, böm og fullorðnir. Á myndinni sést Ólafur Ágúst Gíslason rétta Ásgeiri Elíassyni árar út í einn bátinn. Ásgeir hefur átt sæti í ólympíulandsliði í tveimur greinum íþrótta og kannski hefur hann í hyggju að bæta þeirri þriðju við. Atvinnuhúsnæði í Reykjavík, Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi: Rúmlega 108 þúsimd fer- metrar til leigu eða sölu Helst skortur á iðnaðarhúsnæði fyrir smáfyrirtæki í REYKJAVÍK, Garðabæ, Kópavogi og Hafnarfirði eru 108.669 fermetrar af skrifstofu-, verslunar- og iðnaðarhúsnæði til sölu eða leigu samkvæmt lauslegri könnun, sem atvinnumálanefnd Reykjavíkur hefur látið vinna á framboði atvinnuhúsnæðis í Reykjavík og nágrannabæjum. Mest er um stórar eignir að ræða. Hins vegar er helst skortur á 100 til 200 fermetra iðnaðarhúsnæði undir smáfyrirtæki auk þess sem alltaf vantar gott verslunarpláss á jarðhæð f Reykjavík. „Þessi niðurstaða gefur tilefni til að ætla að um offjárfestingu hafí verið að ræða í kjölfar góðæris- ins á síðasta ári en að undanfömu hefur slaknað á þeirri spennu," sagði Jóna Gróa Sigurðardóttir, formaður atvinnumálanefndar. í Reykjavík em 109 eignir tii sölu eða leigu, sem eru samtals 82.556 fermetrar að stærð. Þar af eru 13.284 fermetrar verslunar- húsnæði, 39.191 fermetri iðnaðar- húsnæði og 30.081 fermetri skrif- stofuhúsnæði. Við Suðurlandsbraut eru sex eignir á skrá og er flatar- mál þeirra tæplega 98 þúsund fer- metrar. í Garðabæ eru 8 eignir til sölu eða 3.964 fermetrar. Þar af 3.908 fermetrar iðnaðarhúsnæði og 56 fermetrar verslunarhúsnæði. í Kópavogi eru 19 eignir falar sem skiptast á 12.125 fermetra. Þar af 940 fermetrar verslunarhúsnæði, 8.785 fermetrar iðnaðarhúsnæði og 2.400 fermetrar skrifstofuhús- næði. í Hafnarfírði eru 17 eignir á söluskrá eða 10.024 fermetrar. Þar af 60 fermetrar verslunarhúsnæði og 9.964 fermetrar iðnaðarhús- næði. Könnunin byggir á upplýsingum frá 25 fasteignasölum, sem sumir hveijir vildu ekki gefa upp húsnúm- er á eignum og því er ekki hægt að útiloka að um tvítalningu sé að ræða, þar sem eignir eru í mörgum tilvikum á skrá hjá fleiri en einum fasteignasala. Þá má vera að skráð eign sé í fastri leigu og því ekki um beint framboð að ræða. Meirihiuti fasteignasalanna telur að framboð á atvinnuhúsnæði sé mikið en þeir hafa mismunandi skoðun á hvaða áhrif það hefur á verð eignanna. Svo virðist sem það hafí ekki lækkað en greiðsluskil- málar hafa breyst. Banaslys á Miklubraut BANASLYS varð á Miklu- brautmni skömmu fyrir há- degið í gær er 86 ára gamall maður varð fyrir bifreið. Maðurinn var að fara norður yfir brautina við Miklatún, utan gangbrautar, og varð fyrir bQ á leið austur götuna. Maðurinn lést nær samstund- is. Lögreglunni var tilkynnt um slysið kl. 11.44 og var Miklu- brautinni lokað frá slysstað og upp að ljósunum á mótum Lönguhlíðar og Miklubrautar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.