Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1988 Kveðja til Svavars Guðnasonar Einhveiju lýkur hér, það kemur aldrei aftur á ævi þinni, þegar svo litríkur og nákominn vinur víkur af þessu sviði sem Svavar. Og þó stendur meira eftir slíkan mann en flesta aðra til vitnis um hver hann var, það dýrasta. Og það hefur hann gefið þjóð sinni af ósáttfúsri vandfýsni og stolti, og varð mörgum um megn að skilja þær gjafir og þiggja, lengi. Nú er engum vorkunn að vita hve mikilvægur Svavar hef- ur verið þjóð sinni, list samtímans, list; og verður áfram fordæmi ann- arra listamanna til að stæla þá í vægðarlausum kröfum til sjálfra sín, að láta aldrei tælast af lq'assi skammærra stjómvalda og gylli- boðum, né láta toga sig til að una við atlot þeirra í skytningi og skvaldri eða upphafningu í hirðsöl- um og stássstofuværð. Enginn listamaður er til sölu. Persónuleiki Svavars var svo margþættur og sterkur hans svip- ur, svipbrigðin, fasið, ræða hans og málfar að hann hlýtur æ að verða vinum sínum ljóslifandi með- an minni endist. Slíkur maður verð- ur seint kvaddur. Að ferðalokum vaknar svo margt sem ekki verður fært á blað í skyndingu. Allt sem hann gerði bar svo sterkan og frum- legan svip að þekkist ætíð frá verk- um annarra manna. Og kannski er hann sá málari kenndur við CO- BRA-hreyfinguna heimsfrægu sem sízt þurfti að skreyta sig slíku sæmdarheiti heldur þvert á móti stækkar hann nafnið COBRA með list sinni; og er grunur minn sá að áhrif hans hafí orðið örlagavaldur hinum dönsku félögum hans sem hófu þá hreyfíngu til vegs og virð- ingar, síðar í samtaki með hollenzk- um og belgískum listamönnum. Að mínu viti gnæfa hæzt í þeim flokki Svavar, vinur hans Asger Jom og Alechinsky. Tveir síðamefndu hlutu heimsfrægð sem Svavari bar, ekki síður, ef ekki ennþá framar. En Svavar kom heim sigri krýnd- ur sem einn höfuðsmiður í nútíma- málverki á Norðurlöndum, og starf- aði hér við hylli fárra sem vissu af afburðum hans, en fálæti og óvirð- ingu ráðamanna flestra sem einsog fyrri daginn kusu að dilla lítil- þægum viðhlæjendum sínum og húskörlum og hygla þeim fyrir þægðarvilja, upphefja sem listmær- inga þjóna sína sem bjóða almælt tíðindi, og halda þvl áfram í lengstu lög. Nú er þessi kempa fallin fyrir þeim vopnum sem vinna á okkur öllum að lokum. Hann fylgdi sann- færingu sinni hvað sem kostaði, og svalt á köflum heilu hungri. Hann tók engin sannindi óprófuð. Ólgandi geð byltist í myndum hans virkjað af skarpri hugsun og myndrænum hyggindum. Skapsmunimir nýtast vegna þess að saman fór hugvit og skjmsemi að ætla sér af og ramm- binda verk sitt rími og formstuðlum og hljómspenna liti í miklar kviður sem hann kallaði sjálfur um sinn fúgur, og hafði um samningu mynda sinna orðið að fansa úr heimasveit sinni Homafirði, og var haft um að binda bagga í lestarferð- um svo ekki haggaðist. Hann naut líka skaftfellskrar kynfylgju. Þar var fágætt mannlíf ræktað milli stríðra straumvatna á gróðurtung- um undir bragandi skildi Vatnajök- uls, og hafnlausir sandar mættu opnu hafi. Og skapaði alþjóðlega list sem ber ætíð mark síns ætt- lands hvar sem á er litið, í hinum voldugu karlmannlegu olíumálverk- um, sem og í undurfínum svifléttum vatnslitamyndum með óáþreifanleik ljóðsins, eða krítarmyndunum sem vitna um hversu fjölhæfur Svavar var og mikið skáld í verki sínu og margþætt. Það hefur þurft mikið afl til að spenna saman andstæð- umar í svo stóru og djúpu geði: stríða lund sem aldrei sló af með viðkvæmninni, sem hinn stolti dylur í dagfari sínu, en leynist ekki í list hans þar sem hið blíða og milda vex í skjóli við fyssandi flúðimar og máttarspil í hjálmaböndum eða hamrakrikum. Maður einsog Svavar verður aldr- ei kvaddur. Hann heldur áfram að örva þá sem áttu hann að vini og brýna; vekja hugina og gleðja sjón og ögra með list sinni. Mesta gæfa þess sem býr við háska listamannsins er að eiga sér góðan förunaut. Hugur allra vina Svavars leitar til Ástu Eiríksdóttur sem deildi lífi með Svavari og skildi það og virti sem aðrir sáu ekki. Stóð með Svavari á hveiju sem gekk. Nei maður einsog Svavar verður ekki kvaddur ... Thor Vilhjálmsson Svavar Guðnason var fæddur 18. nóvember 1909 á Höfn í Homa- firði, einn fjögurra bama hjónanna Ólafar Þórðardóttur og Guðna Jóns- sonar, verslunarmanns. Lauk Sam- vinnuskóla 1929 og vann síðan við þá vinnu, sem bauðst í Reykjavík. Árið 1935 sigldi hann til Kaup- mannahafnar til náms hjá Kræsten Iversen við Listaháskólann. Gerði þar stuttan stanz, þvf hefðbundin módelvinna og steinrunnið skóla- formið var honum lítt að skapi. Honum tókst þó að sýna nokkur verk á Kunstnemes Efterársudstill- ing þetta sama ár. En hann bjó við léttan mal í tómri þakkytru. Hitti þá Skúla Þórðarson magister á fömum vegi og gat hann greitt götu Svavars og selt mynd, og veitti ekki af, því hann varð að fara á sjúkrahús vegna vannæringar, þótt dvölin yrði skömm. Leit hann ævinlega á Skúla sem lífgjafa sinn síðan. Næstu ár voru erfið, en hann tók þátt í samsýningum og kynntist dönskum málurum, _sem síðar urðu fremstir í flokki. Árið 1938 fær hann loks íslenzkan styrk og fer til Parísar á skóla Femand Léger. Var þar í viku. Hitt var þó meira um vert, að þar hitti hann aftur ýmsa kunningja úr hópi danskra málara. Árið 1939 kvænist Svavar Ástu Eiríksdóttur, f. 28. jan. 1912, dótt- ur hjónanna Marinar Sigurðardótt- ur og Eiríks kaupmanns Sigfússon- ar á Borgarfirði eystra. Sama ár tók hann þátt í sýningu Skandinav- eme, sem sýnd var árið eftir í Stokkhólmi. Heimsstyrjöldin síðari braust út í september og hemám Danmerkur, sem fylgdi í kjölfarið, gerbreytti högum manna. Sýning var haldin í Bellavue árið 1941 í geysistóru tjaldi og sýndi Svavar með ýmsum kunnustu abstraktmál- umm Dana og seldi nokkrar mynd- ir. Sýningin var tengd þeim hópi Iistamanna, sem stóðu að útgáfu tímaritsins Helhesten og voru skoð- anabræður hans og baráttufélagar. Vá stríðsins þjappaði mönnum sam- an og mótaði betur þær hugmynd- ir, sem Cobra-menn Kynntu betur síðar og leiddu til heimsfrægðar. Að loknu stríði efndi Svavar til sýningar í Listamannaskálanum árið 1945. Viðtökur voru vinsam- legar en þó blendnar. Mjög er mér minnisstætt að heyra málara, sem þá voru ungir, minnast sýningarinn- ar. Þeir fóru þangað í marggang og voru á eftir sem i leiðslu. Slík var opinberunin. Cobra-samtökin urðu til um þetta leyti og fóru Asger Jom og Carl- Henning Pedersen frá Danmörku, Karel Appel frá Hollandi og Com- eille frá Belgíu þar fremstir í flokki. Svavar og Ásta snem heim í hús- næðisleysið, sem hér var lengi eftir stríð. Þar kom þó að þau fengu inni á Grettisgötu, þar sem þau bjuggu þar til þau fluttu í góða íbúð, þar sem hæst ber í Háaleitinu og útsýn er til allra átta. Svavar var formaður Félags ís- lenzkra myndlistarmanna og Is- landsdeildar Norræna listbanda- lagsins 1954—’58 og forseti Banda- lags íslenzkra listamanna 1959— 61. Var í forsvari er Rómarsýningin var haldin_ og þótti standa fast á réttinum. Árið 1960 var stór sýning á verkum hans í Kunstforeningen í Kaupmannahöfn og svo síðar í Listasafni íslands. Hann varð félagi í Grönningen og sýndi 5 sinnum með þeim, m.a. myndina stóru, Veðrið, sem hann gerði að tilhlutan Statens Kunstfond og nú er í Arósa- háskóla. Hann var fulltrúi íslands á Tvíæringnum í Feneyjum 1972. Auk þess tók hann þátt í fleiri sam- sýningum en ég hef tölu á. Sýning- ar hans hér voru það kunnar og töldust til slíkra tíðinda, að ég tíunda þær ekki frekar. Þessi öld er senn á enda mnnin, og vant að vita hvemig málverk hennar íslenzk verða metin. Ég er þó sannfærður um, að verk Svavars verða meðal þeirra sem lengst munu lifa. Svavari kynntist ég 1962, en þó öllu nánar nokkmm ámm síðar, er ég settist þar að í Skeifunni sem hann kallaði í Betrekkjarakoti. Fór- um þá oft í gönguferðir um ná- grennið um lágnættisbil að lokinni vinnu. Fylgdist hann þá grannt með veðri, skýjafari og var athugull svo af bar. Á stundum var setzt á rök- stóla. Svavar tók fram vindil, hand- lék hann sem veiðimaður flugu- stöng, skar endann með læknistil- burðum og kveikti í. Bólstraský hrönnuðust upp og stórfenglegur sögumaður fór á kreik, og fór reyk- urinn eftir stígandi frásagnarinnar. Þegar hann kvaddi varð eftir ilmur af vindlareyk og maríutásur hljóðn- aðs hláturs. Hann var vinur í raun, hjálpfús og vildi hag málara sem mestan. í málverki annarra sá hann oft feitara í stykkinu en efni stóðu til, og er mér ekki gmnlaust um að þar hafi velvild ráðið. Svavar fylgdist grannt með veðri í útvarpi og hvemig það samræmd- ist horfum. Og víst var þessi ljóss- ins maður birtunni háður, og hans veður var ekki alltaf veður heims- ins. Lærðir menn hafa greint mynd- ir hans og stfl, séð áhrif birtu og landslags á. bemskustöðvum. Mér sýnist myndimar frekar vera veður- fréttir úr huga dirfskufulls og djarf- huga heimsmanns, þar sem gætni og varúð sveitamannsins heldur öllu í skefjum. Ellin varð Svavari erfið. Alz- heimer-veiki greip hann óblíðum tökum, pensill féll úr hendi. Ljós heimsins dvínaði, og laust eftir Jónsmessuna sofnaði Svavar inn í sóllaust sumarið. í stríðinu gerði Svavar mynd sem heitir Jónsmessu- draumur. Enginn þekkir annars draum. Þó finnst mér ég sjá kvikan mann lyfta grænum hatti stuttlega, sveifla stafnum í kveðjuskyni og ganga léttum skrefum upp himin- bogann innan um öll þau ský, sem finnast í veðurfræði, og hverfa á vit þess jökuls, sem er uppljómaður af þeim litum, sem aldrei sjást. Ástu Eiríksdóttur og öðrum að- standendum votta ég innilega sam- úð mína og okkar málaranna í List- málarafélaginu. Hún á ómældan skerf í því lífsverki sem hér er skil- að. Einar Þorláksson Svavar Guðnason þekkti ég frá því ég man eftir mér. Þau Ásta voru einna mestir au- fúsugestir sem komu í Gljúfrastein, stundum dvöldu þau nokkra daga. Svavari var Mosfellsdalurinn kær, þau bjuggu hér í litlum sumarbú- stað árið eftir að þau komu frá Danmörku. Fyrsti greiðinn af mörg- um sem Svavar gerði mér, var að mála dúkkurúmið mitt. Hvert ein- asta gamlárskvöld eftir að við syst- ur töldumst hæfar að taka þátt í samkvæmislífi Mosfellssveitar frammá nýársmorgun, var það Svavar sem keyrði okkur ofanúr heiðinni, á vit glaumsins. Bað okkur að hringja í sig ef við lentum í vill- um af einhveiju tagi. Ég man eftir dögunum þegar ég flutti um tíma inntil þeirra hjóna. Enginn var eins góður við krakka og unglinga og þau. Bömin mín voru svo lánsöm öll að eignast vinina Svavar og Ástu. Það er dýrmætt að hafa fengið að alast upp innanum myndir Svav- ars Guðnasonar. í mínum huga eru þær fallegri og stórkostlegri en allt annað. Þær minna mig líka 'þá daga þegar húsið heima virtist fullt af óstýrilátum mönnum, Svavar og pabbi að búa sig í göngu, þegar þeir loksins fóru útúr dyrunum voru þeir famir að karpa um hundinn. Hvort hundurinn ætti að bera þenn- an vettling eða hinn, ganga á und- an eða á eftir, og þá hverjum? „0, éttann sjálfur" sagði Svavar við pabba þegar þeir örkuðu af stað. Hundspottið í hina áttina, einsog blátt strik á eftir kind. Það datt í dúnalogn þegar þeir vom famir. Eiginkonumar ómiss- andi sigu niðrí sínhvem stólinn og vörpuðu öndinni. Vinátta Svavars og pabba var djúp og sérkennileg. Þegar þeir vom saman sýndu þeir á sér hliðar sem aðrir kynntust ekki. Þar fóm bestu vinir. Svavari tengjast bestu minningar okkar systra. Við Duna og bömin mín sendum Ástu dýpstu samúðar- kveðjur okkar. Blessuð sé minning listamanns- ins Svavars Guðnasonar. Sigríður Halldórsdóttir Skipsklukkan er úr flaki Barry Castle Fórst í ísafjarðardjúpi 1955 SKIPSKLUKKA sú er áhöfnin á Páli Helga ÍS fékk í veiðarfærin fyrir skömmu á Kvíamiðum í mynni ísafjarðardjúps er úr breska togaranum Barry Castle. Togarinn fórst á þessum slóðum þann 1. nóvember 1955 og með honum fimm menn. Skipsklukka þessi ber að vísu keyptu útgerðaraðilar í Grimsby stafina H.M.T. Grayling og liggur ofurlítil saga á bakvið það. H.M.T. Grayling var smíðað fyrir breska flotann árið 1942 sem lítið flutn- ingaskip. Ekki er vitað til að það hafi nokkm sinni komið til ís- lands. Eftir seinni heimstryjöldina skipið, breyttu því í togara og gáfu því nafnið Barry Castle. Hins- vegar fylgdi skipsklukkan skipinu áfram og var ekki skipt um nafn á henni. Morgunblaðið greindi frá því á sínum tíma er Barry Castle fórst og grípum við hér niður í frásögn blaðsins 2. nóvember 1955: „Breski togarinn Barry Castle frá Grimsby sökk um hádegisbilið í gær í mynni Isafjarðardjúps og fómst þar með honum fímm menn af áhöfti togarans en 14 var bjarg- að af nærstöddum breskum togur- um. Mjög slæmt veður var og illt í sjóinn, og hríð þegar sjóslys þetta varð.“ I Morgunblaðinu er síðan greint ítarlega frá aðdraganda slyssins. Barry Castle mun hafa sent út Skipsklukkan úr Barry Castle ber stafina H.M.T. Grayling. kall kvöldið áður um að leki væri kominn að skipinu. Vom nærstödd skip beðin um að halda sig í nám- unda við skipið. Er nær dró mið- nætti var lekinn orðinn það mikill að skipveijar réðu ekki við hann. Var togarinn Princess Elisabeth beðinn um aðstoð. Var þá svo mik- ill sjór kominn í vélarrúm Barry Castle að stöðva varð vélarnar. Princess Elisabeth kom dráttarvír- um yfír í Bairy Castle og var hald- ið áleiðis til ísafjarðar. Ferðin sótt- ist seint og tvisvar slitnuðu víram- ir. Rétt fyrir hádegið skutu skip- veijar á Barry Castle síðan upp flugeldum til merkis um að björgun skipsins væri ekki möguleg. Hægði þá dráttarskipið ferðina og skipti engum togum, Barry Castle sökk á augabragði. Um leið og skipið sökk renndu togaramir Viviana og Stafnes að síðu þess og tókst 10 skipveijum að komast yfir í Viviana. Tveimur að auki tókst að komast um borð í togarann Cape Portland sem bar að á sama augnablikinu en fímm skipveijanna tókst ekki að bjarga. Sem fyrr segir fékk áhöfnin á Páli Helga ÍS skipsklukkuna í veið- arfærin og segir áhöfnin að á þess- um slóðum sjáist móta fyrir þúst á um 60 faðma dýpi sem sennilega er flakið af Barry Castle.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.