Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1988 Steinar h.f.: Fjórar nýjar hljóm- plötur í júlímánuði STEINAR h.f. gefa út fjórar nýjar íslenskar plötur í júlímán- uði. Hljómplata með Stuðkomp- aníinu kemur út í dag, föstudag- inn 1. júlí, plata með Greifunum kemur út 8. júlí, safnplatan „Bongóblíða" , með 7 islenskum hljómsveitum, kemur út 15. júlí og 20. júlí kemur út plata með hljómsveitinni „Sálin hans Jóns míns“. A plötu Stuðkompanísins eru tvö lög í tveimur útgáfum hvort lag. Höfundar laganna eru þeir bræður Karl og Atli Orvarssynir. A plötu Greifanna eru einnig tvö lög í tveim- ur útgáfum hvort, höfundar eru Kristján Viðar Halldórsson og Sveinbjörn Grétars'son. Safnplatan Bongóblíða innihled- ur 12 lög í flutningi sjö hljóm- sveita. Þær eru Greifarnir frá Húsavík, Stuðkompaníið frá Akur- eyri, Jójó frá Skagaströnd, Herra- menn frá Sauðárkróki, Sálin hans Jóns míns, hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar og hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar. Plata hljómsveitarinnar „Sálin hans Jóns míns“ ber heitið „Syngj- andi sveittir" og kemur hún út 20. júlí eins og áður segir. Hljómsveitin mun í sumar fylgja plötunni eftir með dansleikjahaldi víða um land. (Ur fréttatilkynningu.) Nokkrir félagar úr Fallhlifaklúbbi Reykjavíkur og feijuflugmaður- inn við komu flugvélar klúbbsins til Reykjavikur. Ný flugvél fall- hlífastökkvara FYRIR nokkru kom til landsins á vegum Fallhífaklúbbs Reykja- víkur eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna 206 sérútbúin fyrir fallhlifastökk. Flugvélin er m.a. með stóra hurð sem opnast upp og stórt þrep þar fyrir neðan sem auðveldar útstökk. í Fallhlífaklúbbi Reykjavíkur, sem var stofnaður árið 1974, eru nú um 40 virkir félagar. Það hafa skiptst á skin og skúrir í sögu klúbbsins og má m.a. um kenna að lengi vel hafði hann ekki flugvél til umráða. Það var oft á tíðum erfið- leikum háð að fá flugvél til að stökkva út úr þegar vel viðraði og hafði það þau áhrif að nemendur sem voru stutt á veg komnir misstu fljótlega áhugann þegar þeir gátu ekki stokkið langtímum saman. Breyting varð það á fyrir þremur árum þegar klúbburinn tók á leigu sex manna Cessna 185 flugvél, sem var síðan eingöngu notuð í þágu klúbbsins. Með því var lagður sá grunnur sem félagsstarf Fallhlífa- klúbbsins byggist á í dag. Fyrirhugað er að Fallhlífaklúbb- ur Reykjavíkur haldi fljótlega nám- skeið fyrir byrjendur. Ennfremur býður klúbburinnn upp á farþega- stökk fyrir þá sem áhuga hafa. Klúbburinn vinnur ná að útvegun framtíðarstökksvæðis og ættu hug- myndir þess efnis að skýrast á næstu vikum. Formaður Fallhlífa- klúbbs Reykjavíkur er Rúnar Ragn- arsson. Líf og land: Lýsa yf ir áhyggjum á versnandi umgengni AÐALFUNDUR Umhverfissam- takanna Lífs og Iands var hald- inn fyrir nokkru. I skýrslu formanns kom fram að hápunktur á starfi samtakanna á liðnu ári var ráðstefna um gróður- eyðingu og landgræðslu undir yfir- skriftinni „Sjá nú hvað eg er beina- ber...“. Umræður urðu á fundinum um ýmis brýn verkefni í umhverfismál- um og var samþykkt að beita sér fyrir ráðstefnu um endurvinnslu úrgangsefna. Samþykkt var einróma ályktun þar sem lýst var yfir áhyggjum á versnandi umgengni almennings á víðavangi og í byggð. Jafnframt eru yfirvöld hvött til að setja strangari viðurlög við umhverfisspillandi um- gengni og til að setja upp sorpílát á almannafæri. Þá eru skólayfirvöld hvött til að efla vitund barna fyrir umhverfi og umgengni. Formaður umhverfissamtakanna Lífs og lands er Herdís Þorvalds- dóttir, en aðrir í stjóm eru Hróbjart- ur Hróbjartsson, Daníel Gestsson, Bryndís Schram, Hilmar Þór Björnsson og Skúli Ingimundarson. (Ur fréttatilkynningu) 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.