Morgunblaðið - 01.07.1988, Page 44

Morgunblaðið - 01.07.1988, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1988 Steinar h.f.: Fjórar nýjar hljóm- plötur í júlímánuði STEINAR h.f. gefa út fjórar nýjar íslenskar plötur í júlímán- uði. Hljómplata með Stuðkomp- aníinu kemur út í dag, föstudag- inn 1. júlí, plata með Greifunum kemur út 8. júlí, safnplatan „Bongóblíða" , með 7 islenskum hljómsveitum, kemur út 15. júlí og 20. júlí kemur út plata með hljómsveitinni „Sálin hans Jóns míns“. A plötu Stuðkompanísins eru tvö lög í tveimur útgáfum hvort lag. Höfundar laganna eru þeir bræður Karl og Atli Orvarssynir. A plötu Greifanna eru einnig tvö lög í tveim- ur útgáfum hvort, höfundar eru Kristján Viðar Halldórsson og Sveinbjörn Grétars'son. Safnplatan Bongóblíða innihled- ur 12 lög í flutningi sjö hljóm- sveita. Þær eru Greifarnir frá Húsavík, Stuðkompaníið frá Akur- eyri, Jójó frá Skagaströnd, Herra- menn frá Sauðárkróki, Sálin hans Jóns míns, hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar og hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar. Plata hljómsveitarinnar „Sálin hans Jóns míns“ ber heitið „Syngj- andi sveittir" og kemur hún út 20. júlí eins og áður segir. Hljómsveitin mun í sumar fylgja plötunni eftir með dansleikjahaldi víða um land. (Ur fréttatilkynningu.) Nokkrir félagar úr Fallhlifaklúbbi Reykjavíkur og feijuflugmaður- inn við komu flugvélar klúbbsins til Reykjavikur. Ný flugvél fall- hlífastökkvara FYRIR nokkru kom til landsins á vegum Fallhífaklúbbs Reykja- víkur eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna 206 sérútbúin fyrir fallhlifastökk. Flugvélin er m.a. með stóra hurð sem opnast upp og stórt þrep þar fyrir neðan sem auðveldar útstökk. í Fallhlífaklúbbi Reykjavíkur, sem var stofnaður árið 1974, eru nú um 40 virkir félagar. Það hafa skiptst á skin og skúrir í sögu klúbbsins og má m.a. um kenna að lengi vel hafði hann ekki flugvél til umráða. Það var oft á tíðum erfið- leikum háð að fá flugvél til að stökkva út úr þegar vel viðraði og hafði það þau áhrif að nemendur sem voru stutt á veg komnir misstu fljótlega áhugann þegar þeir gátu ekki stokkið langtímum saman. Breyting varð það á fyrir þremur árum þegar klúbburinn tók á leigu sex manna Cessna 185 flugvél, sem var síðan eingöngu notuð í þágu klúbbsins. Með því var lagður sá grunnur sem félagsstarf Fallhlífa- klúbbsins byggist á í dag. Fyrirhugað er að Fallhlífaklúbb- ur Reykjavíkur haldi fljótlega nám- skeið fyrir byrjendur. Ennfremur býður klúbburinnn upp á farþega- stökk fyrir þá sem áhuga hafa. Klúbburinn vinnur ná að útvegun framtíðarstökksvæðis og ættu hug- myndir þess efnis að skýrast á næstu vikum. Formaður Fallhlífa- klúbbs Reykjavíkur er Rúnar Ragn- arsson. Líf og land: Lýsa yf ir áhyggjum á versnandi umgengni AÐALFUNDUR Umhverfissam- takanna Lífs og Iands var hald- inn fyrir nokkru. I skýrslu formanns kom fram að hápunktur á starfi samtakanna á liðnu ári var ráðstefna um gróður- eyðingu og landgræðslu undir yfir- skriftinni „Sjá nú hvað eg er beina- ber...“. Umræður urðu á fundinum um ýmis brýn verkefni í umhverfismál- um og var samþykkt að beita sér fyrir ráðstefnu um endurvinnslu úrgangsefna. Samþykkt var einróma ályktun þar sem lýst var yfir áhyggjum á versnandi umgengni almennings á víðavangi og í byggð. Jafnframt eru yfirvöld hvött til að setja strangari viðurlög við umhverfisspillandi um- gengni og til að setja upp sorpílát á almannafæri. Þá eru skólayfirvöld hvött til að efla vitund barna fyrir umhverfi og umgengni. Formaður umhverfissamtakanna Lífs og lands er Herdís Þorvalds- dóttir, en aðrir í stjóm eru Hróbjart- ur Hróbjartsson, Daníel Gestsson, Bryndís Schram, Hilmar Þór Björnsson og Skúli Ingimundarson. (Ur fréttatilkynningu) 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.