Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1988 25 Bílar lækka með harðnandi sam- keppni umboðanna TOYOTA-umboðið á íslandi heldur því fram að þrátt fyrir afborgunarkjör á borð við þau sem Sveinn Egilsson býður um þessar mundir, þ.e. að lána helming bílverðs allt að 12 mán- uðum með 9,9% föstum og óverðtryggðum vöxtum, sé hag- stæðara að kaupa bíl hjá því umboði með samsvarandi láni en 41% breytilegum vöxtum. Ástæðan sé sú að Toyota- umboðið hafi tekið á sig verð- hækkunina á nýjum bílum sem varð vegna gengisfellingarinn- ar á dögunum — að hluta eða öllu leyti. Samkvæmt upplýsingum Boga Pálssonar hjá Toyota-umboðinu fer ekkert á milli mála að harð- andi samkeppni milli bifreiðaum- boðanna hefur leitt til þess að verð á nýjum bílum fer hlutfalls- lega lækkandi. Hann bendir hins vegar á að umboðin beiti mismun- andi aðferðum til að auðvelda al- menningi kaupin, og þannig hafí sum umboðin tekið þann kostinn að halda óbreyttu verði á bílum sínum frá því fyrir gengisfelling- una í maí. Toyota-umboðið hefur reiknað út samanburðardæmi á kjörum sem nú bjóðast hjá tveimur um- boðum, og er einsýnt á þessum dæmum að í öðru tilfellinu er átt við kjör Toyota-umboðsins en í hinu er vísað til þeirra kjara sem Sveinn Egilsson býður nú. Tekið er mið af bílum sem kostuðu 1 milljón hjá umboðunum fyrir gengisfellingu. Annað umboðið tekur á sig gengisfellinguna en hitt hækkar bíla sína sem henni nemur eða um 11%, svo að sá bíll .kostar nú 1.110.000.- kr. Fyrr- nefnda umboðið lánar 50% af kaupverði bílsins eða 500 þúsund kr. með 41% breytiiegum vöxtum. Hið síðamefnda lánar einnig helm- ing bílverðsins eða 555 þúsund krónur en með 9,9% vöxtum. Sé miðað við 12 mánaða lán nemur heildarvaxtakostnaðurinn hjá fyrmefnda umboðinu liðlega 111 þúsund krónum og heildar- greiðsla kaupandans fyrir þann bíl sem kostaði 1 milljón upphaf- lega er því rétt liðlega 1.111.000.- kr. I hinum tilfellinu þar sem bíllinn kostaði 1.110.000.- kr. eftir gengisfellingu er heildarvaxta- greiðsla á helmingi bílverðsins á 9,9% vöxtum 29.760 kr. miðað við 12 mánaða lán en heildargreiðsla kaupandans fyrir þann bíl því 1.139.760.- kr. eða nær 29 þúsund krónum hærri, segja þeir Toyota- menn. • i • / Morgunblaðið/KGA Stjórnarmenn í Prestafélaginu á blaðamannafundinum. Frá vinstri: sr. Flóki Kristinsson, sr. Valgeir Ástráðsson, sr. Sigurður Sigurðarson formaður og sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Fríkirkjan í Reykjavík: Uppsögn prestsins bygg’ð á óstaðfestum fullyrðingiim - segir stjórn Prestafélagsins * STJÓRN Prestafélags íslands hélt blaðamannafund í gær þar sem skýrð var afstaða félagsins í deilu þeirri sem upp er komin vegna uppsagnar sr. Gunnars Björnssonar fríkirkjuprests í Reykjavik. Stjórn Prestafélagsins telur að öll þau atriði, sem á sr. Gunnar hafi verið borin, séu álitamál og byggi á óstaðfestum fullyrðingum. Þá telur stjórnin að safnaðarstjórn Fríkirkjunnar hafi brotið samkomu- lag, sem gert var við sr. Gunnar er hann var endurráðinn til kirkjun- ar árið 1985 með þvi að segja honum upp fyrirvaralaust. Að sögn stjórnarmanna Prestafélagsins snýst ágreiningurinn einkum um mannleg samskipti og er að miklu leyti að kenna óskýrum Iögum og reglum Fríkirkjusafnaðarins. Þeir hafa því sett saman tillögur um bætur þar á, en ekki getað rætt þær við Fríkirkjumenn, þar sem ekki varð af fundi deiluaðila á miðvikudagskvöld. í fréttatilkynningu prestafélags o INNLENT ins segir að stjóm félagsins hafí tekið að sér að reka mál sr. Gunn- ars þar sem Prestafélagið sé stétt- arfélag hans. Á fundi með safnaðar- stjóm Fríkirkjunnar hafí komið fram að ástæður uppsagnarinnar hafí eingöngu verið þær að prestur hafi brotið af sér í samskiptum við safnaðarstjóm, starfsfólk kirkjunn- ar og einstaka safnaðarmeðlimi. Þessar ástæður telja prestar þó illa rökstuddar og ekki studdar full- nægjandi gögnum. „Eins og safnað- arstjóm setur málið fram er það fyrst og fremst á sviði mannlegra samskipta og tilfínningalegs mats á þeim,“ segir í tilkynningu Presta- félagsins. Uppsögnin óréttlætanleg „Stjóm PÍ fullyrðir að sr. Gunnar hafi í engu svo brotið af sér að það réttlæti ugpsögn, “ segir í yfirlýs- ingunni. „í viðræðunum gagmýndi stjóm PÍ mjög ýmsa þætti í sam- komulaginu frá 1985. Einkum taldi stjómin með öllu óhæft að enginn úrskurðaraðili skyldi tilnefndur til að skera úr um ágreining milli safn- aðarstjómar og prests og til að túlka álitamál eins og þau sem nú eru komin upp. Safnaðarstjórnin hefur einhliða tekið sér þetta vald til að túlka samninginn. Sést þetta af því að ekkert samband var haft við prestinn eða hann aðvaraður á nokkum hátt áður en honum var Hafnargallerí: Finnskur myndvefnaður Finnska myndlistarkonan Solveig Jakas opnar sýningu á myndvefnaði í Hafnargalleríi á morg- un. Sýningin stendur til 10. júlí og á henni eru 15 verk, sem mörg sækja viðfangsefni i norræna goðafræði. Solveig Jakas er fædd 1924 í Vanda í Finnlandi. Hún stundaði nám í listiðnaðardeild NKI-skólans frá 1958—63. Hún hefur haldið einkasýningar í Ábo, Borgá og í Gallerí Plaisiren í Hásselby-höll í Stokk- hólmi og auk þess var hún með sýnikennslu í mynd- vefnaði á Finnlands-sænsku vikunni á Skansnum í Stokkhólmi á sl. ári. í verkum sínum sækir Solveig myndefni í líf fínnsk- sænsks alþýðufólks fyrri tíma, til norrænnar goða- fræði og náttúrunnar. Myndimar bera heiti eins og „Bál Baldurs", „Þrumuguðinn Þór“, „í Valhöll", „Við brunn Urðar", „Haustlitir" og „Leysing". Hún litar sjálf með náttúrulitum allt band sem hún vinnur úr og þykja litimir í myndum hennar sérlega hreinir og skærir. Hafnargallerí er til húsa á loftinu yfír Bókaverslun Snæbjamar í Hafnarstræti 4 og verður sýningin opin „Við brunn Urðar“ eftir Solveigu Jakas á sama tíma og verslunin, frá 9.00—18.00 virka daga og frá 9.00—12.00 á laugardögum. Sýningunni lýkur 10. júlí. sagt upp, sem er þó viðtekin venja í slíkum málurn." Lögin óskýr Síðar í tilkynningu Prestafélags- ins segir svo: „Safnaðarstjórhin lítur greinilega svo á að hún hafí sjálfdæmi í þessu máli á grundvelli laga Fríkirkjusafnaðarins, án þess að þau lög tryggi prestinum nokk- um rétt til áfrýjunar. Slíkt er með eindæmum þar sem safnaðarstjóm- in ræður ekki prestinn, heldur er hann kosinn af söfnuðinum í al- mennri kosningu. Stjóm PÍ álítur að samskiptaörðugleikar, sem safn- aðarstjóm telur vera, eigi ekki síst rætur að rekja til þess, hve óskýr lög Fríkirkjusafnaðarins eru í mörg- um greinum.“ Stjóm Prestafélagsins sagði frá því á blaðamannafundinum að á fundi hennar með safnaðarstjóm Fríkirkjunnar hefði verið um það beðið- að stjóm PÍ legði fram á næsta fundi uppkast að nýju sam- komulagi á borð við það, sem gert var við sr. Gunnar árið 1985. Þá var jafnframt gert samkomulag um sameiginlega yfírlýsingu um um- ræður fundarins, sem hljóðaði á þá leið að gagnlegar umræður hefðu farið fram og annar fundur hefði verið boðaður. Stjóm PÍ hefði mætt til þess fundár með umbeðin gögn og á tilsettum tíma, en hluti safnað- arstjómarinnar hefði komið til að tilkynna að safnaðarstjómin harð- neitaði frekari viðræðum. Hefðu Fríkirkjumenn gefíð þá ástæðu, að formaður PÍ hefði svarað spurning- um fréttamanns Stöðvar 2 og þar með brotið samkomulagið. Prestar telja sig ekki hafa gert það, og við- talið hafí ekki snúist um viðræðum- ar á fundinum. Nýr fundur deiluað- ila hefur ekki verið boðaður og ekki verið haft neitt samband á milli stjómanna síðan á miðvikudags- kvöld. Að sögn presta hafa ákveðn- ir einstaklingar innan safnaðar- stjómarinnar hafnað öllum frekari viðræðum. Tillögur Presta- félagsins Tillögur þær, sem prestar hugð- ust leggja fram á öðrum fundi sínum með safnaðarstjóminni fela í sér nokkrar breytingar á sam- komulagi því, sem gert var við sr. Gunnar Bjömsson er hann var end- urráðinn að Fríkirkjunni í október 1985 eftir að hafa verið sagt upp störfum í september sama ár. Sam- komulagið kveður á um skyldur prestsins og starfssvið og samskipti prests, safnaðarstjómar og starfs- manna kirkjunnar. Prestar leggja til að bætt verði við grein um söng- mál kirkjunnar því ákvæði að org- anisti skuli leitast við að fara að óskum prestsins um messusönginn, en að sögn stjómarmanna í PI voru stirð samskipti prests og organista ein af ástæðum safnaðarstjómar- innar fyrir brottrekstrinum. Þá er lagt til að ákvæði um útlán kirkj- unnar verði skýrari, þannig að presti verði heimilt að lána kirkjuna til helgiathafna í samráði við kirlqu- vörð, en útlán kirkjunnar til annars samkomuhalds verði ekki ákveðin nema með vitund og samþykki safn- aðarstjómar. Veigamestu breytingamar, sem prestar leggja til, em þó varðandi ákvæði um uppsögn prestsins. Prestar leggja til að þau verði felld alfarið út úr samkomulaginu. í þeirra stað gera prestar tillögu um þijár nýjar greinar. Sú gerir ráð fyrir að safnaðarráð, sem kveðið er á um í Fríkirkjulögum en hefur ekki komið saman lengi, fundi á þriggja mánaða fresti og ræði starfsáætlun og starf safnaðarins. Sé um fjárútgjöld til starfsins að ræða skuli það skýrt á þessum fund- um og vísað til ákvörðunar safnað- arstjómar. Samkvæmt Fríkirkju- lögunum er safnaðarráð skipað tveimur fulltrúum safnaðarstjómar, presti, organista og kirkjuverði. Önnur greinin kveður á um að um réttindi og skyldur safnaðar- stjómar, prests og annarra starfs- manna skuli vísa til laga Fríkirkju- safnaðarins, en þau skuli endur- skoða fyrir aðalsafnaðarfund á næsta ári og leitast við að þau séu safnaðarfólki ávallt aðgengileg. Prestar sögðu á blaðamannafundin- um að lög Fríkirkjusafnaðarins væru gömul og úrelt og mikil þörf á endurskoðun þeirra að mati lög- fróðra manna. Þriðja greinin kveður á um a verði ágreiningur um samkomulag- ið skuli honum vísað til úrskurðar- manna, sem safnaðarstjóm, prestur og biskup íslands komi sér saman um. Þeir eigi að §alla um ágrein- ingsefni og leita sátta, en felli ann- ars úrskurð sem aðilar skuldbindi sig til að hlítá. Þessi grein mun sett fram til þess að safnaðarstjóm geti ekki einhliða tekið allar ákvarð- anir, eins og prestar segja vera raun í þessu máli. Þrátt fyrir að sáttatilraunir Prestafélagsins hafi ekki borið ár- angur sögðust stjómarmenn ekki úrkula vonar um að samkomulag næðist. Þeir lögðu mikla áherslu á að uppsögn prests væri 'ekki eins og uppsögn almenns starfsmanns þar sem Fríkirkjan væri evangelís- lútersk kirkja og presturinn predik- ari safnaðarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.