Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1988 41 Matt Adler og Gregory Harrison í hlutverkum sínum í kvikmynd- inni „Bylgjunni" sem sýnd er í Laugarásbíói. Laugarásbíó: Fnimsýnir „Bylgjima“ Svíþjóðarfarar í Heita pottinum Ljósmynd/Kristján Magnússon F.v.: Birgir Baldursson, Tómas R. Einarsson, Kjartan Valdimarsson og Sigurður Flosason. LAUGARÁSBÍÓ hefur tekið til sýninga kvikmyndina „Bylgj- una“ sem fjallar um brimbretta- meistarann Kane frá Arizona, sem freistar gæfunnar í hættu- legustu bylgjum Hawaii. Leikstjóri myndarinnar er Will- iam Phelbs og með aðalhlutverk fara Matt Adler, Nia Peeblees og John Philbin. í Heita pottinum verður áfram boðið upp á jass i Duus-húsi við Fischersund. Næstkomandi sunnudags- og mánudagskvöld leikur kvartett Tómasar R. Ein- arssonar og verða þetta síðustu tónleikar kvartettsins áður en hann heldur til Sviþjóðar Kvartettinn verður þar fulltrúi íslands á Norrænum útvarpsjass- dögum í Karlstad 8.-10. júli, en sænska útvarpið skipuleggur þessa norrænu jasshátíð og tekur upp þá tónlist sem þar verður flutt. Að því loknu heldur kvartettinn á jasshát- íðina í Kristianstad, en sú hátíð er ein sú elsta á Norðurlöndum. Þar leikur kvartettinn við opnun hátíð- arinnar 14. júlí. Islendingarnir verða í góðum fé- lagsskap í Kristianstad því þar spila til að mynda Lester Bowies Brass Fantasy, bandaríski saxófónleikar- inn David Sanborn og tríó þeirra Niels-Henning, Palle Mikkelborg og Kenneth Knudsen. Auk Tómasar R. Einarssonar kontrabassaleikara skipa kvartett- inn Sigurður Flosason altó- og barítónsaxófónleikari, Kjartan Valdimarsson píanóleikari og Birgir Baldursson trommari. Efnisskrá hljómsveitarinnar er að mestu frumsamin og eru lögin eftir þá Tómas R. Einarsson og Sigurð Flosason. Tónleikarnir í Heita Pottinum hefjast klukkan 21.30 bæði kvöldin. Atriði úr kvikmyndinni „Óvætt- inni“ sem sýnd er í Háskólabíói. Háskóla- bío sýnir „Óvættina“ HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið til sýninga kvikmyndina „Óvætt- ina“ með John Jarratt og Nikki Coghill í aðalhlutverkum. Leik- stjóri er Arch Nicholson. Myndin gerist í Ástralíu og er kvikmynduð í Queensland og í grennd við Alice Springs. Þegar Numunwari, 7 metra langur krókódfll, drepur 3 menn grípur um sig skelfing í nálægu þorpi. Fyrir- skipanir eru gefnar um að drepa Numunwari gegn vilja frumbyggj- anna því þeir bera virðingu fyrir hinu stóra skriðdýri og trúa því að krókódílar drepi aðeins hafí þeir góða og gilda ástæðu. Steinakrýl er meira en venjuleg málning málningt ajungilak. UPP UM FJOLL OG Hvort sem þú ætlar í stutta gönguferð í Heiðmörk eða í úti- legu í Þórsmörk þá hefst ferðin hjá okkur í Skátabúðinni. Mikið úrval af útilegubúnaði fyrir reynt sem óreynt útiveru fólk. Faglegar leiðbeiningar. Aðeins þekkt vörumerki. Upp um fjöll og firnindi með-Skátabúðinni. -3MWR fRAMUR SNORRABRAUT 60 SÍMI12045 SKATABUÐIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.