Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 10
10 . • MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1988 ádisVáaa- Spariðykkur bæði tíma og peninga. KJÖTBOLLUR m/kartöflum, grænmeti og salati KJUKLINGUR m/kokteilsósu, frönskum og salati 440.- Karrý pottréttur m/hrísgrjonum, grænmeti og brauði I NAUTABUFF m/kartöflum, grænmeti og salati Safnaðarferð Seltirn- inga í Strandakirkju Seltjarnarnessöfnuður fer í sína árlegu safnaðarferð næst- komandi sunnudag, 3. júlí. För- inni er heitið í Strandakirkju og er hún ætluð öllum aldurshópum. Lagt verður af stað frá Seltjarn- ameskirkju kl. 11 og ekin Krísuvík- urleið að Strandakirkju og sótt guðsþjónusta hjá sóknarprestinum sr. Tómasi Guðmundssyni. Á leið austur verður staðnæmst við Hlíðarvatn og nesti snætt. Eftir «622030 Lokað í dag ^ vegna flutninga Meoöhiblaó á hterjum degi! guðsþjónustuna verður ekið til Þor- lákshafnar og þaðan til Hveragerð- is þar sem kaffi verður drukkið á Hótel Örk í boði sóknamefndar. Siglufjörður: Sextíu fara á vinabæjamót í Færeyjum Siglufirði. ÁRLEGT vinbæjarmót er haldið þessa dagana í vinabæ Siglufjarð- ar, Eiði í Færeyjum. Þangað hafa um sextíu Siglfirðingar haldið. Stærsti hluti hópsins er 6. flokkur KS sem tekur þátt í knattspymu- móti sem haldið verður i Eiði, en þó nokkrir knattspymumenn sóttu okkur heim þegar við héld- um vinbæjarmót á Siglufirði fyrir tveimur árum. Blásarakvintett undir stjóm Tony Raleys mun leika á mótinu, og séra Vigfús Þór Ámason formaður norr- æna félagsins í Siglufirði mun taka þátt í norrænni guðsþjónustu sem flutt verður 3. júlí nk. Norrænt samstarf hefur verið blómlegt hér á liðnum árum, en hér er starfandi næst elsta norræna félag landsins, sem hélt upp á 50 ára af- mæli sitt 27. þessa mánaðar. Fyrsta vinarbæjarmót á íslandi var einnig haldið hér á Siglufirði 26. júlí til 1. ágúst árið 1951. - Matthías Þetta hús er til sölu á Hornafirði IDJÚPSTEIKT ÝSA m/kartöflum, sósu og salati 34IÖ-- ISAMLOKA 80 ■—stk- IHAMBORGARAR I wmW I # “ stk. I Súpa + salatbar 1260.- Heitir réttir framreiddirfrá kl. 11.30-13.30 og frá kl. 16.00 Auk þess bjóðum við daglega þjóðlegan mat s.s. svið, lifrar- pylsu, blóðmör, rófustöppu o.fl. eftir hádegi. Á salatbarnum er alltaf til rækju-, túnfísk-, laxa-, epla-, kartöflusalat o.fl. o.fl. sími: 656400 Það er um 130 fm ásamt bílskúr. 4 svefnherbergi. Góðar innréttingar. Gott hús. Tilboð óskast. Upplýsingar í síma 97-81320. GARÐASTÁL Afgreitt eftir máli. Allir fylgihlutir. = HÉÐINN = STÓRÁSI 2, GARÐABÆ, SÍMI 52000 Frá verðlaunaafhendingu vegna Útiskákmótsins 1987. F.v. Þráinn Guðmundsson, forseti Skáksambands íslands, Guðmundur Arason og Helgi Ólafsson stórmeistari. Útiskákmót á Lækjartorgi í dag ÚTISKÁKMÓT verður haldið á Lækjartorgi á vegum Skáksam- bands íslands í dag kl. 15. Þetta er ísjöunda sinn sem Skák- samband íslands stendur fyrir þessu móti og mun fjöldi fyrirtækja taka þátt í mótinu og flestir bestu skákmenn landsins tefla. Á síðasta ári tóku 34 fyrirtæki þátt í keppn- inni og urðu efstir og jafnir Smíða- jám, Guðmundur Arason, keppandi Helgi Ólafsson og Morgunblaðið, keppandi Margeir Pétursson. Háðu þeir aukakeppni sem Helgi vann. INNLENT Eru þeir að fá 'ann ■? ■ Langá léleg „Þetta er lélegt enn sem kom- ið er og heildarveiðin nú lakari en í fyrra og var byijunin þó slök þá. Við erum undrandi á þessu, því veiðin á opnunardag- inn var hin mesta í áraraðir. Þá veiddust 19 laxar á neðstu svæð- unum og 2 til viðbótar á mið- svæðunum. Og menn töldu sig sjá talsvert af laxi, t.d. á Breið- unni,“ sagði Jóhannes Guð- mundsson formaður Veiðifélags Langár í samtali við Morgun- blaðið í gær. Alls voru þá um 100 laxar komnir á land. Hins vegar sagði Jóhannes laxa þessa allt öðru vísi en þá sem gengu í ána í fyrra, þetta væru spengi- legir og vænir smálaxar, en ekki þessir 1 til 3 punda títupijónar sem voru svo algengir þá. Þá sagði Jóhannes, að svo virt- ist sem laxinn hefði lítið gengið ofar í ána, miðsvæðin hefðu lítið gefið og það efsta einnig allt fram að Sveðjufossi, en trúlega hefur lítið eða ekkert verið reynt þar fyrir framan enn þá. Annars hitti ég Þorkel Fjeldsted áðan og hann sagði mér að það væri að byija ný aflahrota hjá þeim í netin, en „eðlilegur lax“ að þessu sinni, þ.e.a.s. það bæri ekki lengur á þessum eldisfiskum í aflanum sem svo mikið veiddist af um daginn. Ég vona bara að þessi ófögnuður fari ekki að ganga upp í Langá. Annars fyllt- ust netin á Rauðanesi, við Langárós, svo rækilega fyrir skömmu, að þau sukku hrein- lega,“ bætti Jóhannes við. Mjög gott í Haukunni. í gær voru um 140 laxar komn- ir á land úr Haukadalsá í Dölum og var júníveiðin þá þegar orðin sú besta í mörg ár. Laxinn hefur og jrfirleitt verið mjög vænn þótt eitthvað hafí slæðst með af 5 til 6 punda fiski. Sá stærsti var 18 punda. Lax var orðinn nokkuð vel dreifður um svæðið, enda ekki fossar eða slíkt til að hamla það. Mokstur í Leirársveit. Alger mokveiði hefur verið í Laxá í Leirársveit síðustu daga, á hádegi í gær hafði nýr hópur verið að veiðum í einn dag. Lágu 54 laxar í valnum, þar af veidd- ust 35 laxar í gærmorgun. Hópur- inn sem var daganna þijá á undan náði 97 löxum, en alls er veitt á 6 stangir í ánni. Stærsti laxinn veiddist í gærmorgun, 16,5 punda hængur sem Jón H.þJónsson fékk í Gránesfljóti. Sá veiðistaður er frammi í dal, en megnið af veið- inni hefur fengist frá Laxfossi niður á Stekkjarbreiðu, en áin iðar nánast af laxi. Um það bil 90 prósent af veiðinni er smálax, 4 til 6 punda, en aðrir fiskar 7 og 8 punda, en auk 16,5 punda lax- ins hefur hópurinn sem nú er að veiðum náð einum 13 punda. Heildarveiðin á hádegi í gær:328 laxar, sem er einhver mesta júní- veiði sem þekkist í Laxá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.