Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1988 Frá bamavemdarþingi í Reylqavík: Vandamálin þau sömu en úrræðin stundum ólík Rætt um bamavemdarmál við Jane Rowe frá Englandi Norræna bamavemdarþing- inu i Reykjavík lýkur í dag með fyrirlestri sem Timo Sneck frá Finnlandi heldur og nefnir Böra árið 2013. Þinginu verður slitið skömmu fyrir hádegi. Rösklega fimm hundrað manns sóttu þetta fyrsta norræna bamaveradarþing sem haldið er á íslandi og voru þetta allt Norðurlandabúar nema Jane Rowe sem er bresk og hefur starfað mikið að bamaveradar- málum í sinu landi. Blaðamaður Morgunblaðsins náði tali af Jane Rowe og ræddi við hana um bamavemd í Bret- landi. Hún sagði að hún þekkti lítið til bamavemdarmála á Norð- urlöndum en vissi þó undan og ofan af hvemig þeim málum vaéri háttað hér á landi eftir að hafa rætt við fólk hér í tengslum við þingið. Samkvæmt þeim uppiýs- ingum kvaðst hún halda að margt væri svipað í bamavemdarmálum hér á landi og í Englandi. Vanda- málin virtust þau sömu og væm það líklega í flestöllum þróuðum löndum, en úrræðin væru um sumt ólík. Hér væri t.d. réttur fósturfor- eldra oft meiri en gerist úti og svo væri miklu meira um það hér að böm væm send í sveit á sumrin eða jafnvel um lengri tíma ef erfið- leikar væm á heimilum þeirra. Þetta væri þó stundum gert í Skotlandi, en hefði þó meira verið gert áður. Hún kvaðst halda að mismunur á milli borgarlífs og sveitalffs í Bretlandi værí líka það mikill að það gæti valdið bömum erfiðleikum að skipta sér þannig á milli svo ólíkra heima. Mismunur milli borgarlífs og sveitalífs virtist aftur á móti vera hér mun minni. Pjölskyldubönd í Englandi em oft á tfðum mun lauslegri en áður var að sögn Jane Rowe, sérstak- lega í Suður-Englandi og vildi hún kenna seinni heimsstyrjöldinni m.a. um þessa þróun. Fjölskyldu- bönd kvað hún hins vegar lengi hafa verið traustari í Norður- Englandi enda hefur fólk þar minna flutt búferlum en gerist annars staðar í landinu. Stundum taka þó ættingjar böm að sér ef foreldrar geta ekki annast þau, sérstaklega ef um skamman tíma er að ræða. í hlutfalli við íbúa- fjölda kvað Rowe þau böm vera fá sem þyrfti að fjarlægja af heim- ilum og koma í fóstur, þó væra þau vissulega mörg væri þeim öll- um stillt upp saman. Hvað snertir mishöndiun á bömum sagði Jane Rowe að vissulega kæmi slíkt of oft fyrir en kannski vissu menn meira um slíkt nú en áður var, enda væm bæði kennarar og aðr- ir sem mikinn samgang hafa við böm nú mjög vakandi fyrir merkj- um um slíkt. Hún kvað mishöndlun bama koma fyrir í öllum þjóð- félagsstéttum en væri þó líklega algengari þar sem fátækt væri mikil vegna þess mikla álags sem fylgir sámm áhyggjum af lélegri afkomu. Væri fólk vel efn'um búið gæti það keypt sér hjálp þegar það væri þreytt en það gætu þeir fátæku ekki. í Englandi er skóladagurinn mun lengri en hér á landi og þess vegna er fólk yfirleitt ekki í nein- um vandræðum með bamagæslu bama á skólaaldri og það er að sögn Jane Rowe óalgengt að börn gangi þar sjálfala meðan foreldrar þeirra em í vinnu. Böm hefja skólanám á Englandi fimm ára gömul og í skólunum er bamanna gætt ef skólanámið er styttra en venjulegur vinnutími foreldra. Nýjungar í bamavemd á Englandi „Við höfum reynt að þróa upp betra kerfi í sambandi við fóstur- heimili," sagði Jane Rowe. „Það er orðið fátítt að ung böm þurfí að fara á stofnun af einhveiju tagi. Mjög fá böm undir tíu ára aldri em á stofnunum á Englandi, nema þá að um mjög skamma vist sé að ræða. Við höfum lokað mörgum slíkum stofnunum og komum bömunum fremur í dag- vistun eða þá á fósturheimili. Við höfum einnig reynt í auknum mæli að fá unglingum fóstur- heimili. Þetta er stundum erfitt en hefur þó oft gengið mjög vel. Auðvitað reynum við fyrst til þrautar að hjálpa foreldmm þann- ig að þeir geti annast sjálfir um böm sín, en ef það getur ekki gengið þá reynum við að koma bömunum í fóstur og helst til frambúðar því það hefur sýnt sig að vera mun heppilegra fyrir böm- in heldur en að vera í fóstri um tíma og fara síðan heim og svo koll af kolli. Skilnaður hefur oft slæm áhrif á böm. Oft á tíðum er betra fyrir fólk sem kemur illa saman að skilja, hins vegar bendir Morgunblaðið/Börkur Jane Rowe sumt til þess að þama fari hags- munir foreldra og bama ekki sam- an. Rannsóknir benda til að böm vilji heldur að foreldrar þeirra búi saman, þó samkomulagið sé slæmt, heldur en að þeir skilji. Það bendir líka ýmislegt til þess að böm fráskildra foreldra skilji fremur við maka sína en fólk sem alist hefur upp með báðum foreld- mm sínum. Stundum koma upp mikil vandræði miili bama og stjúpforeldra en því er líka mjög oft á hinn veginn farið og sam- bandið verður gott. í Bretlandi hefur nú verið komið á fót starf- semi þar sem stjúpforeldrar geta komið og rætt saman og við fólk sem getur aðstoðað við að leysa úr erfiðum málum. Böm geta einn- ig komið þama. Þetta hefur gefist vel. Atvinnuleysi er alvarlegt vanda- mál á ýmsum stöðum í Bretlandi. í námuhémðum í Norður-Englandi er ástandið sérdeilis slæmt. Fólkið getur ekki flutt vegna húsnæðis- vandræða, svo það verður að vera um kyrrt, sumir menn reyna þó að vinna annars staðar en koma svo heim um helgar, en því skipu- lagi fylgja líka miklir erfiðleikar. Þessu ástandi fylgirgjaman ákveð- ið vonleysi sem svo stundum veldur því að menn leggjast í drykkjuskap og skapast af því mikið heimilis- böl. Bömin verða oft fyrir barðinu á þessum vandræðum. Það em þó teikn á lofti um að atvinnuástandið sé heldur að lagast í sumum hémð- um. Menn hafa reynt að koma fót- um undir nýjar atvinnugreinar á ýmsum stöðum og í sumum tilvik- um hefur það heppnast. Einnig hefur verið reynt að þjálfa fólk til að sinna nýjum störfum og það hefur oft skilað góðum árangri, sérstaklega ef um ungt fólk er að ræða. Atvinnuástandið er enn slæmt, en þó ekki alveg eins slæmt og það var. Breskir foreldrar reyna eftir mætti að veita bömum sínum það sem unnt er af þessa heims gæð- um. Við sem eldri emm segjum stundum að margir foreldrar gefi bömum sínum mikið af efnislegum gæðum en of lítið af tíma sínum. En við emm þó betur á vegi stödd þar en margir aðrir því lítið er um að fólk vinni yfirvinnu í Englandi. Líf bama gæti vissulega á ýmsan hátt verið miklu betra en það er í dag, en við búum í véröld þar sem margt er á hverfandi hveli. Hvert þær miklu breytingar á fjöl- skyldulífi, sem orðið hafa á seinni tfmum.leiða, þegar til lengri tíma er litið, veit vafalaust enginn. En ábyggilega hafa þessar breytingar góða hluti í för með sér, rétt eins og slæma.“ Á norræna bamavemdarþing- inu í gær flutti Teije Odgren frá Noregi fyrirlestur sem hún nefndi Böm í hættu. Eftir hádegi fjallaði Oddfrid Lövdal um böm og mis- notkun foreldra á vímuefnum. Ste- en Mogens Lasson frá Danmörku fjallaði um rétt barnsins — ábyrgð foreldra og Kari Næs talaði um eyðni og ábyrgð bamavemdaryfir- valda. Seinni hiuta dags var mót- taka fyrir þinggesti á vegum menntamálaráðherra og borgar- stjóra. Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir 1 Farsímamir bæta tengsl milli veiða og vinnslu „Eitt af bestu tækjunum sem komið hefur um borð,“ segir Soffanias Cecilsson í Grundarfirði TILKOMA farsímanna hefur gerbreytt sambandi sjómanna við land, enda er notkun þeirra mikil. Yfirleitt teija útgerðar- menn þessa þjónustu dýra, en eru þó þeirrar skoðunar, að henni fylgi mikið hagræði. Eiríkur Ól- afsson hjá Kaupfélagi Fáskrúðs- fjarðar sagði til dæmis að notkun þeirra væri miklu dýrari en sam- bandið um strandstöðvarnar. Hann bætti þó við, að símarair tryggðu betri tengsl milli veiða og vinnslu. Póst- og símamálastofnunin gerði könnun á farsímanotkun árið 1986 og kom þá í ljós að um 20% farslmanna vom um borð í skipum. Hins vegar greiddu útgerðarfyrir- tæki um það bil 60% af afnotagjöld- unum. Farsímum hefur fjölgað vemlega síðan könnunin var gerð, en samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er ekki ástæða til að ætla, að hlutföllin hafi breyst svo máli skipti. Farsímamir draga allt frá 30 til 70 sjómflur frá landi, og er því hægt að nota þá á meginhluta fiski- miðanna við landið. Utgerðarmenn em flestir á þeirri skoðun, að þetta geri samskiptin við skipin mun auð- veldari og að notkun símanna fylgi gífurlegt hagræði. Símarnir em að þeirra sögn ömggari en talstöðv- amar og ekki eins bilunargjamir. Hins vegar töldu þeir, að sumar farsímastöðvamar fullnægðu ekki þörfinni vegna mikils álags. Magn- ús Waage hjá Pósti og síma tók undir þetta, en sagði að úrbætur væm væntanlegar í þeim efnum. „Farsímakerfið hér hefur reynst nógu stórt, nema í þeim móður- stöðvum sem þjóna sjómönnum,“ sagði hann. Yfírleitt bera útgerðarfyrirtækin ekki kostnað af einkasímtölum áhafnarmeðlima. Flestir viðmæl- endur blaðsins í hópi útgerðar- manna sögðust nota það kerfí, að láta menn skrá persónuleg símtöl, og draga það svo af launum þeirra. Þó era til dæmi um að fyrirtæk- in greiði kostnaðinn að mestu, eða öllu leyrti. Soffanías Cecilsson á Gmndarfírði sagðist til dæmis ekki rakka menn um símkostnaðinn nema um áberandi mikla notkun væri að ræða. Hann sagði að fyrst eftir að símamir komu í skipin hefðu þeir talsvert verið notaðir til einkasamtala, en nú hefði mikið dregið úr því. Soffanías sagði einnig, að öll samskipti milli skipa sinna og lands fæm fram með farsímum, þótt sam- bandið væri ekki alltaf nógu gott. Hann taldi þó að þeir reyndust miklu betur en talstöðvamar. „Þetta er eitt af bestu tækjunum sem komið hefur um borð í skipin,“ sagði hann. „Að vísu er þetta dýr- ara fyrir útgerðina, en miklu betra.“ Útgerðarmenn era almennt þeirrar skoðunar, að farslmamir séu of dýrir. Magnús Waage sagði að vissulega væri dýrt að koma sér upp farsíma hér á landi, en á hinn bóginn væri ódýrara að nota hann hér en víðast hvar í nágrannalönd- unum. Magnús sagði farsímana hafa breytt miklu fyrir sjómenn. „Það má segja, að þeir séu síðasti þjóð- félagshópurinn, sem komst í beint símsamband," sagði hann að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.