Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1988 Maðurinn í forgrunni Kjartan Ólason: Innsiglun (1981). J6n Óskar: Itega Arcana Dei (1987). Ragnar Kjartansson: Björgun (1981). Myndlist Bragi Ásgeirsson Listahátíð á að vera lokið, eða svo segir í fyrirsögnum dagblað- anna, en rétt er þó, að allir stærstu myndlistarviðburðimir eru enn á fullu. Hin viðamikla sýning, „Maður- inn í forgrunni", á Kjarvalsstöð- um mun standatil 12. júlí, sýning- in „Norræn Konkretlist" til 31. júlí og Chagall sýningin til 14. ágúst og hyggst ég fjalla um þær í réttri röð. Þar að auki ber að nefna sérstakt framlag Norræna hússins, sýningu á verkum hinnar ágætu listakonu Lenu Cronqvist, sem var opnuð við lok Listahátí- ðar og stendur til 10. júlí. Það var vel til fundið hjá Nor- ræna húsinu að opna þessa sýn- ingu ekki um leið og allar hinar í upphafí Listahátíðar, því að þetta er full stór skammtur af list í ekki stærra samfélagi. Hefði t.d. verið skynsamlegra að opna sýn- ingu þá, sem hér verður fjallað um, er vika var af Iistahátíð, enda var sá tími, er menn gáfu sér til upphengingar hennar, alltof naumur og geldur hún þess aug- Ijóslega. Fjöldi smásýninga, sem hófst í hinum almennu sýningarsölum borgarinnar reyndist svo mikill, að vegna aðeins tveggja vikna sýningartíma þeirra var óhjá- kvæmilegt að afgreiða þær fyrst, ef umfjöllunin ætti að koma fyrir lokun þeirra. Auk þess er stóru sýningunum beinlínis gerður greiði með því að bíða með um- fjöllun, vegna þess að yfirleitt kemur allt um þær í fjölmiðlum og ljósvökum fyrstu dagana, en síðan algjör þögn — nýnæmið er það, sem rækta skal í nútímaþjóð- félagi, að ætla mætti, og síðan allt búið. en þetta er meinloka, sem eins og fleira er tekin er upp eftir kvöldblaðaútgáfunni í út- landinu — sem fyrr er það umræð- an, sem gildir, nema þegar um er að ræða það, sem skilur ekkert eftir sig, en það er einmitt það, sem mest er ræktað í nútímanum og mest er borið í. Hið raunsanna og ósvikna í tilverunni er gert að böli, en afþreyingu og yfírborðs- menningu lyft í hæstu hæðir. Ef maðurinn á að vera í for- grunni, verður að rækta allar hlið- ar mannlífsins og þá helst þær, sem veita honum sanna lífsnautn. Hugmyndin að sýningunni „Maðurinn í forgrunni" eða kannski réttara „Maðurinn í íslenzkri myndlist 1968—88“, var mjög góð, og sjálf er sýningin áhugaverð og all skemmtileg í skoðun, — en það má hins vegar strax koma fram, að undirbúningi hennar og skipulagi var stórlega ábótavant. Gengið var út fyrir hinn markaða ramma á margan hátt, t.d. er fljótlega var farið að leita lengra aftur í tímann og sumir þeirra, sem eru með á sýn- inguni höfðu ekki hugmynd um þessi tímamörk fyrr en of seint. Óvönduðum hefur og þótt bera vel í veiði og notar viðkomandi alsaklausa sem skotspón í skrifum sínum. Þá var manni ekki full- komlega í ljós stefnumörkin, hvort hér væri um að ræða manninn og fígúruna svo sem hún kemur fyrir eða sagnfræðilega skýrslu á framþróuninni. Stefnumörk slíkrar sýningar þurfa að vera klár og skýr i upp- hafí og einnig það, til hverra mann skuli leitað og viðkomandi listamenn þurfa að fá þessi stefnumörk upp í hendumar með góðum fyrirvara, svo að þeir viti fullkomlega, að hveiju þeir ganga. Stórsýningu þarf og að marka sterka burðargrind, ef vel á að fara, og hvika hvergi frá uppruna- legum stefnumörkum fyrir utan- aðkomandi þrýstingi, en af honum er nóg i okkar litla þjóðfélagi. Þekki slíkt af eigin raun eftir störf í sýningamefnd FÍM um árabil og annarri athafnasemi. Þvi minni sem þjóðfélögin em, þeim fleiri páfar og því meiri undirróður. Fyrir utan fyrrgreinda ann- marka er allvel að sýningunni staðið, sýningarskráin stór og vegleg með mynd af einu verki hvers þátttakanda í svart-hvítu. Að sjálfsögðu hefðu litmyndir ver- ið æskilegri, og um leið fengi sýn- ingrskráin stóraukið gildi sem kynning á íslenzkri mjmdlist — en jafnframt er það mikill galli, að á auðu síðunum skuli ekki vera stutt kynning á viðkomandi lista- manni líkt og alsiða er úti í heimi nema kannski í A-Evrópu. Hafi sýningin átt að vera sögu- legt yfírlit um manninn (fígúmna) í íslenzkri list á tímabilinu með ýmsum áherslum frá fyrri tíma- skeiðum, þá hefur það ekki tek- ist, vegna þess hve marga lista- menn vantar og formálinn, sem era hlutdrægar einkaskoðanir höfundarins á þróunini, er ekki til þes fallinn að bæta hér um. Það hefði og einmitt mátt koma skýrt fram, að fígúran lifði góðu lífi í verkum ýmissa íslenzkra myndlistarmanna, þótt örfáir harðlínumenn hafi viljað útskúfa henni með fulltingi áhrifagjamrar nýkynslóðar, og hreinlega for- dæmdu þá, sem ekki vildu gang- ast undir þessi jarðarmen, sem var innflutt kenning og í eðli sínu dæmd til að falla um sig sjálfa fyrr eða síðar, þótt fulltrúar henn- ar væm í sjálfu sér hinir mætustu listamenn. Kenningasmiðurinn André Bréton útskúfaði jafnvel Alberto Giacometti úr hópi surre- allista fyrir að snúa sér að fígúr- unni. En þeir vom miklu fleiri, sem bmtust undan oki þessara einstefnutrúarbragða, og sumir þeirra hafa orðið heimsþekktir á allra síðustu ámm, þ.e. heims- þekktir í fleiri löndum en þeirra eigin. íslenzk myndlist liti trúlega dálítið öðmvísi út, ef ofurvald þessara harðlínumanna hefði ekki verið jafn mikið og andrúmið óþvingaðara. Það gengur einfald- lega ekki, að menn talist ekki við og jafnvel fyrirlíti hvern annan fyrir það eitt að aðhyllast ekki nákvæmlega sömu stefnu í samt- ímalist. Það er öllum greiði gerður með því að slíkir menn sletti hressilega úr klaufunum opin- berlega, en þeir eiga að geta feng- ið sér í glas í mesta bróðemi á næstu listamannkrá. Skelegg rök- ræða á þetta að vera en ekki mannvíg á bak við tjöldin né lág- kúmlegur prakkaraháttur. Sannleikurinn er nefnilega sá, að maðurinn (fígúran) var aldrei með öllu útilokuð og fordæmd úr málverkinu nema af örfáum há- væmm einstaklingum, er réðu lögum og lofum í félagsmálum myndlistarmanna um langt skeið. Slík útilokun og einstefna ber vissulega ekki vott um umburðar- lyndi né víðsýni og er sérstaklega hættuleg í litlum samfélögum, getur hægilega orðið banabiti ein- stakra listamanna af öðm og ólíku upplagi. Meira en áhugaverð yrði sú sýning, er sýndi þróun fígúmnn- ar, vettvang mannsins í málverk- inu á ámnum 1948—1968, er fígúran á að hafa snúið aftur í íslenzkt málverk — risið upp úr gröf sinni. Sannleikskom er þó í því, vegna þess að nú hófu nokkr- ir þeirra róttækastir höfðu verið í sannfæringunni um óskeikul- leika óhlutlæga málverksins, að mála manninn aftur fyrir fersk áhrif frá útlandinu og einnig þeir, sem höfðu verið aldir upp í þess- ari sannfæringu í íslenzkum lista- skólum, en ýmsir trúboðar og sendikennarar viðhorfanna úr „Art d’aujourd’hui" (Listin í dag) í París, höfðu komist í lykilstöðu þar. En skiptir nokkra máli, er upp verður staðið og list aldarinnar krafín, hvort viðkomandi hafí málað hlutlægt eða óhlutlægt? Kynngi málverksins skiptir hér meginmáli. Frammaðurinn notaði tákn flatarmálsfræðinnar ekki síður en fígúmna og kom ekki til hugar að aðgreina þetta tvennt, enda getur hvomgt án hins verið. Fram hefur komið á seinni tímum, að bygging mannslíkamans leysir fyrmrn óleysanlega reiknisþraut, hvað snertir þrískiptingu homs- ins, tvöföldun teningsins og fer- skeytingu hringsins — hin svo- ' nefhdu klassísku vandamál fom—Griklqa. Hér er því saman- komin öll helstu framformin í einu. Að tala hér um málamiðlun er því fullkomlega út í hött. Hitt gleymist ekki heldur, hve andstað- an gegn hinni nýju og skynrænu list var mikil af hálfu margra fígúratívra listamanna og hinna borgaralegu afla og þó miklu meir í hinum marxísku þjóðfélög- um, þar sem hún var hreinlega bannfærð og iðkendur hennar of- sóttir. Hið nákvæmlega sama var uppi á teningnum hjá nazistum og fasistum. I öllum tilvikum verð- ur að álíta að rangt mat hafí leg- ið til grandvallar — alrangt, því að núlistir era afkvæmi breyting- anna, sem iðnbyltingin hleypti af stokkunum, — myndrænnar rök- ræðu, sem stendur yfír enn í dag og er einfaldlega kvika samtí- mans. Það stýrir hins vega ekki góðri lukku, að gleypa allt hrátt hér uppi á íslandi, sem gerist við allt aðrar þjóðfélagsaðstæður í miðri Evrópu og gerast auðmjúkir tagl- hnýtingar útlendra kenninga- smiða, sem engu svífast við að viðhalda þeirri forystu sem þeir álíta að þjóðir þeirra hafí í mynd- list. Heilu þjóðirnar vom settar út af sakramentinu fyrir að vera ekki í tengslum við heimslistina. Minnist ég þess, hve mikil íhald- semi það þótti að halda til Ósló árið 1952 í stað þess að taka stefnuna beint til Parísar. En við Guðmundur (Erró), _ em námum við listaháskólann í Ósló, sem var þá í „Húsi listamannanna" (Kunstnerenes Hus) höfðum mjög gott af því. í sýningarsali hússins þennan vetur rötuðu m.a. þrjár stórkostlega sýningar, sem ég held að hafí ekki gist aðrar borg- ir á Norðurlöndum. Sýning á list Etrúska svo og sýningar á verkum mótlistamannanna Henri Moore og Marino Marini. Sáum við hér- sterk tengsl á milli, sem varð til þess að við rannsökuðum enn betur list Etrúska árið eftir á uppranalegum slóðum í Tarqvin- ina í nágrenni Rómar svo og á safninu í Napoli. Fundum við hér svo auðsæ tengsl að við urðum forviða og vomm hjartanlega sammála, að menn þyrftu ekki endilega að fara til Parísar til að rannsaka núlistir. Tel ég þessa uppgötvun hafa haft mikil áhrif á sérstöðu okkar beggja í íslenzkri myndlist svo og viðhorfa okkar til samtímalistar almennt svo sem fram kemur að nokkm í verkum okkar á Kjarvals- stöðum. Sýningin á Kjarvalsstöðum er gott dæmi um það þjóðfélagslega umrót, sem gengið hefur yfír á síðustu áratugum hérlendis, og það flæði í mörgum tilvikum ómeltra áhrifa, er hingað streyma utan úr heimi. Þannig má sjá fímasterk áhrif frá amerískri list í áhrifamiklum og stómm flekum Jóns Óskars, og maður hefur það á tilfinningunni að vera staddur á sýningu í Austur-Evrópu fyrir framan hinar stóm _ velgerðu myndir Kjartans Ólasonar. Mjmdir þessara ungu manna era annars vegar í vestursalnum en hins vegar í austursalnum og era svipaðar tveim andstæðum en þó skyldum pólum, en á milli þeirra þróast, umbyltast og geijast hin ólíkustu viðhorf innan listar tutt- ugustu aldarinnar. Kalt raunsæi sem ljóðrænt — myndir frásagn- arlegs eðlis sem myndir hreinnar myndrænnar uppbyggingar svo og hin úthverfa innsæisstefna. Loks hugmyndafræðilegt raunsæi til mynda hreinnar skreytihyggju og jafnvel útflúrs. Á ég hér við myndir síðustu tveggja áratug- anna svo ég haldi mig innan stefnumarka sýningarinnar. Sýningin í heild gefur ekki til- efni til annars en hugleiðinga vegna annmarka sinna og satt að segja verður það, sem ekki er uppi, þeim, er hét ritar, engu síður til umhugsunar en það, sem við blasir á veggjunum, sem að meiri hluta til verður honum ekki eftir- minnilegt. Upphengingin er og naumast nógu hnitmiðuð, og þannig njóta ekki sum stór verk sín til fulls, og hér er einungis um að kenna tímahraki, því að ekki er hægt að marka jafn miklu sýningarfyrirtæki jafn knappan tíma og minni sýningum innan hússins, sem er þó með naumasta móti. Hins vegar er sýningin eins og hún leggur sig verð allrar at.- hygli, og ættu sem flestir að leggja leið sína á Kjarvalsstaði fyrir lokun hennar hinn 12. júlí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.