Morgunblaðið - 01.07.1988, Síða 60

Morgunblaðið - 01.07.1988, Síða 60
EINKAREIKNINGUR ÞINN í LANDSBANKANUM. _________________Mi FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Félag íslenskra iðnrekenda: Gengistryggð lán verði heimiluð STJÓRN Félags islenskra iðnrekenda hefur ályktað að gerðar verði breytingar á íslenskum fjármagnsmarkaði. FÍI vill að íslenskum sparifjáreigendum og lántakendum verði gefið fullt frelsi til að binda sparnað sinn og lántökur hér á landi við gengi erlendra gjaldmiðla. FII telur að verði framangreindar ráðstafanir framkvæmdar gefíst lOgl I frétt frá FII um þetta mál er sagt að í beinu framhaldi af þessu verði gerðar nauðsjmlegar ráðstaf- anir til að afnema öll höft sem nú eru á möguleikum íslendinga til spamaðar og lántöku erlendis. Er- lendum bönkum verði leyft að stunda bankastarfsemi á íslandi og athugaðir verði möguleikar á teng- ingu íslensku krónunar við mynt- kerfí eins og ECU. tækifæri til að tryggja íslenskum sparifláreigendum og lántakendum jafnstöðu við það sem tíðkast er- lendis. Þannig skapist færi á að losna undan séríslenskum fyrirbær- um á peningamarkaðinum eins og lánskjaravísitölu og háum nafn- vöxtum. Hitaveitan fær gallaðar álplöt- ur í annað sinn GÖTUN á álplötum, sem nota á í klæðningu á hitaveitugeymunum á Öskjuhlíð, mistókst hjá Garða-Héðni hf. í Garðabæ. Ekki er ljóst enn hvort þær eru ónýtar, að sögn Gunnars Kristinssonar hitaveitu- stjóra. Álplöturnar voru fengnar f stað gallaðra álplatna frá Aust- urríki, sem keyptar voru fyrir rúmu ári, en það mál er enn ekki til lykta leitt. Gunnar sagði að von væri á arki- tekt til landsins í dag, föstudag, og Glæsilegnr árangurEin- ars í Helsinki EINAR VUþjálmsson varð sig- urvegari f mikilli spjótkast- keppni, sem fór fram á Óiympfuleikvanginum í Hels- inki f gærkvöldi. Hann kastaði spjótinu 82,68 m. Allir bestu spjótkastarar heims tóku þátt í keppninni, ma heims- methafinn Jan Zelezny frá Tékkó- slóvakíu, heimsmeistarinn Seppo Raty frá Finnlandi, Norðurlanda- methafinn Tapio Korjus frá Finn- landi, Viktor Jevsukov frá Sov- étríkjunum og Klaus Tafelmeier, fyrrum heimsmethafi, heimsmeist- ari og Evrópumeistari, frá V- Þýskalandi. Sjá bls. 59. yrðu skemmdimar á álinu þá metn- ar, en von væri til þess að hægt væri að nýta plötumar þrátt fyrir tjónið. Innkaupsverð á álinu er 7 milljónir króna, en Gunnar sagðist ekki reikna með að Hitaveitan þyrfti að borga tjónið vegna þess- ara mistaka. Þá liti út fyrir að Hita- veitan fengi skaðann vegna mislitu platnanna frá Austurríki bættan og hugsanlega yrðu þær settar upp á geymum á Reynisvatnsheiði, þar sem gallinn yrði minna áberandi. Klárir í bátana Morgunblaðið/RAX KRAKKARNIR úr Aftureldingu í Mosfellssveit nutu veðurblíðunnar á Þingvöllum í gær. Bmgðið var á leik á flötunum og farið út á vatnið. Alls tóku um 150 manns þátt í þessari dagsferð, böm og fullorðnir. Á myndinni sést Ólafur Ágúst Gíslason rétta Ásgeiri Elíassyni árar út í einn bátinn. Ásgeir hefur átt sæti í ólympíulandsliði í tveimur greinum íþrótta og kannski hefur hann í hyggju að bæta þeirri þriðju við. Atvinnuhúsnæði í Reykjavík, Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi: Rúmlega 108 þúsimd fer- metrar til leigu eða sölu Helst skortur á iðnaðarhúsnæði fyrir smáfyrirtæki í REYKJAVÍK, Garðabæ, Kópavogi og Hafnarfirði eru 108.669 fermetrar af skrifstofu-, verslunar- og iðnaðarhúsnæði til sölu eða leigu samkvæmt lauslegri könnun, sem atvinnumálanefnd Reykjavíkur hefur látið vinna á framboði atvinnuhúsnæðis í Reykjavík og nágrannabæjum. Mest er um stórar eignir að ræða. Hins vegar er helst skortur á 100 til 200 fermetra iðnaðarhúsnæði undir smáfyrirtæki auk þess sem alltaf vantar gott verslunarpláss á jarðhæð f Reykjavík. „Þessi niðurstaða gefur tilefni til að ætla að um offjárfestingu hafí verið að ræða í kjölfar góðæris- ins á síðasta ári en að undanfömu hefur slaknað á þeirri spennu," sagði Jóna Gróa Sigurðardóttir, formaður atvinnumálanefndar. í Reykjavík em 109 eignir tii sölu eða leigu, sem eru samtals 82.556 fermetrar að stærð. Þar af eru 13.284 fermetrar verslunar- húsnæði, 39.191 fermetri iðnaðar- húsnæði og 30.081 fermetri skrif- stofuhúsnæði. Við Suðurlandsbraut eru sex eignir á skrá og er flatar- mál þeirra tæplega 98 þúsund fer- metrar. í Garðabæ eru 8 eignir til sölu eða 3.964 fermetrar. Þar af 3.908 fermetrar iðnaðarhúsnæði og 56 fermetrar verslunarhúsnæði. í Kópavogi eru 19 eignir falar sem skiptast á 12.125 fermetra. Þar af 940 fermetrar verslunarhúsnæði, 8.785 fermetrar iðnaðarhúsnæði og 2.400 fermetrar skrifstofuhús- næði. í Hafnarfírði eru 17 eignir á söluskrá eða 10.024 fermetrar. Þar af 60 fermetrar verslunarhúsnæði og 9.964 fermetrar iðnaðarhús- næði. Könnunin byggir á upplýsingum frá 25 fasteignasölum, sem sumir hveijir vildu ekki gefa upp húsnúm- er á eignum og því er ekki hægt að útiloka að um tvítalningu sé að ræða, þar sem eignir eru í mörgum tilvikum á skrá hjá fleiri en einum fasteignasala. Þá má vera að skráð eign sé í fastri leigu og því ekki um beint framboð að ræða. Meirihiuti fasteignasalanna telur að framboð á atvinnuhúsnæði sé mikið en þeir hafa mismunandi skoðun á hvaða áhrif það hefur á verð eignanna. Svo virðist sem það hafí ekki lækkað en greiðsluskil- málar hafa breyst. Banaslys á Miklubraut BANASLYS varð á Miklu- brautmni skömmu fyrir há- degið í gær er 86 ára gamall maður varð fyrir bifreið. Maðurinn var að fara norður yfir brautina við Miklatún, utan gangbrautar, og varð fyrir bQ á leið austur götuna. Maðurinn lést nær samstund- is. Lögreglunni var tilkynnt um slysið kl. 11.44 og var Miklu- brautinni lokað frá slysstað og upp að ljósunum á mótum Lönguhlíðar og Miklubrautar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.