Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B 249. tbl. 76. árg. SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Alaska: Gráhvalirn- ir stefha suð- ur á bóginn Barrow. Reuter. Vísindamenn, sem að undan- fornu hafa reynt að bjarga tveimur gráhvölum úr ís nyrst í Alaska, sögðust í gær telja að hvalirnir væru á leið suður á bóginn. Vísindamennirnir sögðust von- góðir um að gráhvalirnir kæmust af eigin rammleik suður á Kyrrahaf til að bera. Hvalirnir voru lokaðir inni í ísnum í þtjár vikur. Bandarískir vísindamenn: Náttúru- hamfarir raktar til kalds haf- straums Daily Telejfraph. Time. NOKKRIR bandarískir vísinda- menn segjast hafa fundið skýr- ingu á þurrkunum í miðvest- urríkjum Bandaríkjanna í sumar, flóðum í Bangladesh og fellibylj- um í Mið-Ameríku undanfarnar vikur. Náttúrhamfarir þessar eru raktar til kalds hafstraums á Kyrrahafi, sem kallaður er La Nina. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott: Talið er að La Nina muni stuðla að meðal- hitastigslækkun í heiminum í vet- ur og vega upp á móti „gróður- hússáhrifunum" svokölluðu næstu áratugi. Fyrstu sannanir fyrir tilkomu nýja hafstraumsins bárust í sumar. Þá mæidist yfirborðssjávarhiti við mið- baug vestur af Suður-Ameríku 4 gráðum lægri en í fyrra. Straumn- um, sem þessu olli, var gefið nafnið La Nina en hann ýtti heita straumn- um E1 Nino, sem verið hefur við miðbaug í áratugi, norður á bóginn. Það olli breytingu á háloftavindum sem blása í austur yfir Bandaríkin og leiddi samkvæmt kenningunni til fyrrgreindra náttúruhamfara. La Nina virðist hafa tekið sæti E1 Nino til nokkurra áratuga að minnsta kosti. Sumir vísindamenn spá því að La Nina eigi eftir að valda meðaltals- hitalækkun um allan heim í vetur og vega jafnvel upp á móti „gróður- hússáhrifunum" í áratugi. James O’Brian hjá Florida State University spáir því að á næsta ári verði meðal- hitastig við yfirborð jarðar svo lágt að fara þurfi þijátíu ár aftur í tímann til að finna annað eins. Hann spáir því einnig að upphitun jarðarinnar vegna koltvísýringsmengunar drag- ist á langinn um 30-35 ár. La Nina muni valda aukinni úrkomu í hita- beltinu og stuðla svo að vexti regn- skóga að þeir gleypi 40% af þeim koltvísýringi sem verður til við brennslu náttúrulegra orkugjafa. Norskir bankar í vanda íhuga uppsögn 5.000 bankastarfsmanna Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morpunblaösins. FJOLDI norskra banka, sem hef- ur iánað háar Qárupphæðir í óarðbær verkefni undanfarin ár, á í miklum Qárhagsvandræðum. Til að mæta tapinu íhuga yfír- menn bankanna meðal annars að draga úr rekstrarkostnaði og segja upp starfsfólki. Kann starfsmönnum að verða fækkað um allt að 5.000. Það eru stóru bankarnir sem hafa tapað mestu og verst er staða Den norske Creditbank, Fokusbank, Rogalandsbank og Sunnmörsbank. Til að mæta hinu mikla tapi íhuga bankarnir nú að segja upp 5.000 starfsmönnum en því hafa starfs- menn bankanna mótmælt harðlega og segjast ekki ætla að líða fyrir afglöp bankastjóranna. Tap Den norske Creditbank nemur um 1 millj- arði norskra króna eða sem samsvar- ar 7 milljörðum íslenskra króna. Sunnmörsbank í Alasundi er í raun talinn gjaldþrota. Hins vegar hefur honum verið haldið á floti með fjármagni frá atvinnugreinum á starfssvæði bankans. Viðskiptavinir streymdu í bankann til að leysa út sparifé sitt þegar það spurðist að bankinn stæði höllum fæti. Bankarnir hafa tapað peningum á flestum sviðum atvinnulífsins. Astandið hefur til dæmis verið mjög slæmt hjá fyrirtækjum sem versla með tískufatnað. Fjöldi verslana og verslanasamsteypa hefur verið lýst- ur gjaldþrota síðastliðin ár og bank- arnir hafa tapað miklu fé. Það sama á við í fiskiðnaði, sem er í mikilli lægð. Reyndar hafa gjaldþrot ein- staklinga verið óvenju tíð í Noregi sem rekja má til ástandSins á norsk- um lánamarkaði á fyrri helmingi þess áratugar sem nú er að líða. Fjölda yfirmanna í stóru bönkun- um hefur verið vikið úr starfi undan- farin ár, þar á meðal Leif Teije Löddesöl, bankastjóra Den norske Creditbank, sem er stærsti banki í Noregi. I annað sinn á tveimur árum tapar Den norske bank einum millj- arði norskra króna vegna ótryggra útlána og óarðbærra hlutabréfa- kaupa- Sovétríkin: Geimskoti Byls frest- að um óákveðinn tíma Moskvu. Reuter. GEIMSKOTI hinnar ómönnuðu sovésku geimskutlu Buran eða Byls, sem átti að fara fram árla laugardagsmorguns, hefúr verið frestað um óákveðinn tíma, að því er fréttastofan Tass greindi frá i gærmorgun. Skömmu eftir að rástalning hófst var ákveðið að fresta geimskotinu um fjórar klukkustundir vegna bilunar í skotpalli. Áætlað var að geim- skutlan Bylur færi aðeins tvisvar umhverfis jörðu og átti ferðin að taka þijár klukkustundir. Vakin hafði verið athygli á fyrirhuguðu geimskoti í fjölmiðlum í Moskvu. Hingað til hefur ekki verið tilkynnt um slíka atburði í sovéskum fjölmiðl- um fyrr en eftir að geimferð er haf- in óhappalaust. Yfirmenn sjónvarpsins í Moskvu létu í veðri vaka að sýnt yrði beint frá geimskotinu. Eftir því sem dró nær stóru stundinni urðu þau fyrir- heit óljósari. Þetta er þriðja bakslagið í geim- vísindaáætlun Sovétmanna undan- farnar vikur. í september sl. rofnaði fjarskiptasamband við Phobos-1, annað af tveimur ómönnuðum geim- förum sem Sovétmenn, í samvinnu við 13 önnur ríki, höfðu sent til Mars. Um borð í geimfarinu er há- þróaður tæknibúnaður frá þjóðunum 13. Hafa vestrænir sérfræðingar kallað ferðina til Mars metnaðar- fyllstu geimvísindatilraun sögunnar. Þriðja óhappið varð í síðasta mánuði þegar sjálfvirkur lendingarbúnaður í geimfeijunni Sojus bilaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.