Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988 67 einhvem að fara til í erfiðleikunum. Og foreldrar manns eru náttúrulega fyrst og síðast fasti kletturinn í til- verunni. Foreldrar tengjast ung- baminu ótjúfanlegum böndum sem aldrei nokkum tímann er hægt að slíta og það má segja, að hversu mikið sem bamið gerir af sér eða á hlut foreldranna, þá slokkni ástin aldrei, svo framarlega sem tengslin hafa verið með eðlilegum hætti framan af. Hins vegar em auðvitað mýmörg dæmi um hið gagnstæða, þar sem tilfinningaböndin hafa ekki orðið eðlileg; fólk hefur kannski átti við sálræn vandamál að stríða, ekki haft nægan tíma til að sinna barninu eða verið í fíkniefnum eða áfengi upp fyrir haus. — Nú býrð þú á Eyrarbakka. Hvemig var fyrir Reylgavíkur- barnið að setjast að í þessu smáa samfélagi? Mér fannst allt í lagi að flytja austur til að bytja með og hlakkaði bara til. Við fengum lítið, sætt hús til leigu sem við máluðum upp og gerðum að nokkurs konar dúkku- húsi. Húsið bar nafnið Merkigarður og á sér talsvert athyglisverða sögu, er með fyrstu húsunum sem byggð voru á þessum stað. Þama fæddist og ólst Aron í Kauphöllinni upp og Biynjólfur frá Minni-Núpi leigði þama eitt herbergi um skeið, þannig að húsið hefur nokkuð merkilegan andblæ í innviðum sínum. Á sínum tíma bjuggu þarna fjórar fjölskyldur undir einu þaki, sem mér þykir með öllu óskiljanlegt. Eg kem ekki einu sinni fyrir aðventukransi á jólunum, hvað þá einhverju stærra. Ég fór að vinna á vöktum á sjúkrahúsinu á Selfossi og bjó svo niðri á Bakka, svo að ég myndaði lítil persónuleg tengsl við vinnufél- aga og Eyrbekkinga fyrstu árin. Vaktavinna gefur ekki kost á að vera í neinum reglulegum félags- skap, það er ekki einu sinni hægt að fara á dansmámskeið hvað þá yfirleitt nokkuð annað. Auk þess varð ég fyrir miklum vonbrigðum með starf mitt á sjúkrahúsinu á Selfossi. Þar ríkti ákveðin andúð hjá læknum gagnvart þeim hjúkmnar- fræðingum sem þama höfðu verið, líkt og þeir væru hræddir um að við værum að ráðast að einhveiju leyti inn á þeirra starfssvið. Það lá í loft- inu að við stæðum þeim að baki og þá ekki síður vegna þess að við vor- um konur en þeir karlar og jafn- réttissjónarmið voru fótum troðin. Mér leið hálf illa allan þann tíma sem ég vann þama. Svo fór ég að vinna á Heilsu- gæslustöð Eyrarbakka og Stokks- eyrar og þá varð ég loksins ég sjálf aftur og gat fengið að vera eins og mér er eðlilegt. Gat farið að starfa eftir minni þekkingu og skoðunum og komst þama í fjölbreytt starf sem mér líkar virkilega vel við. Þá fór ég líka að kynnast íbúum þorpsins meira, mér til mikillar ánægju. Fólk sem elst upp í borg er um margt öðmvísi en fólk úr litlum sam- félögum. í Reykjavík kynnistu miklu fleiri tegundum af fólki og getur leyft þér talsvert meira í þínu einka- lífi en í smábæ. Ég held að borgarbú- inn verði þannig á ákveðinn hátt nokkuð víðsýnni, en kannski ekki jafn sjálfsagaður. Lítil samfélög halda vissum aga á einstaklingun- um. Ég man eftir því að þegar ég var nýflutt til Eyrarbakka og skrapp út að versla, þá heilsuðu mér allir. Ég er ekki feimin manneskja en þama upplifði ég þá tilfinningu í fyrsta skipti á ævinni. Allir þekkjast, em yfirleitt almennilegir og kurteisir, brosa og heilsa manni hver um annan þveran, Iíkt og þeir eigi í manni hvert bein. Þetta skeður ein- faldlega ekki í Reykjavík. Ég sé lfka að þarna heldur fólk utan um hvort annað og ef einhver á í erfiðleikum, hjálpast menn að við að aðstoða viðkomandi á ýmsan hátt. — Saknarðu borgarinnar? Mér fínnst alveg yndislegt að koma til Reylg'avíkur, að keyra niður Laugaveginn til að sjá alla litadýrð persónuleikanna, sem þar rölta eftir gangstéttunum. Ég á mjög hlýjar tilfinningar til borgarinnar og þykir hún feikilega spennandi. Þegar bamið mitt var eins og hálfsárs gamalt, uppgötvaði ég mér til hrellingar, a.ð ég hafði ekki kom- ist ein í bæinn síðan ég varð ófrísk. Svo að ég brá mér ein í bæjarferð og við lá að brosið færi ekki af and- litinu á mér allan eftirmiðdaginn sem ég var þama. Ég skrapp á kaffihús og rifjaði upp tímann úr menntó, þegar maður var að flækjast um miðbæinn upp á hvem dag. Þetta er algjörlega mitt rétta umhverfi, ég finn það greinilega í hvert skipti sem ég kem inn til Reykjavíkur. Ekki þar með sagt að ég kunni ekki prýðilega við mig fyrir austan. Við emm að byggja á Eyrarbakka og emm búin að vera að því í sjö ár. Miðað við allt stressið á vel flest- um húsbyggjendum hin síðari ár, er það náttúmlega hálfgerður brandari að vera búinn að dunda sér í sjö ár við að byggja og ekki enn komin inn í húsið! En við emm bæði þannig hjónin, að við eigum mjög erfitt með að koma okkur í skuldir sem við sjáum ekki fram á að geta greitt, þess vegna er nú þessi hægagangur á okkur. Ég er mjög fegin í dag, að við flönuðum ekki að neinu, enda sjáum við afrakstur þess núna fyrir jólin þegar við flytjumst inn án þes að vera upp fyrir eyru í botnlausum skuldum og vandræðum. — Sem leiðir hugann að þvi hvaða skoðanir þú hefur á skipan þjóðfélagsmála í okkar litla landi? Mér finnst að eftir því sem ég eldist og þroskast, verði æ erfiðara að mynda sér ákveðnar skoðanir og taka beina afstöðu, vegna þess að það em svo margir fletir á hveiju máli. Þá fer ekki hjá því að ég er í eðli mínu vinstrisinnuð manneskja og held að við þurfum að leggja drög að því að það ríki einhverskon- ar jafnræði í landinu. Peningavöld em mjög hættuleg og búa gjaman til mannvonsku í kringum sig. Á meðan þjóðfélagið þróast í þá átt að þetta vald færist æ meira í hend- ur örfárra þegna þess, emm við að búa til verra fólk í samfélaginu. Annars vegar fólk með drottnunar- kennd og yfirlæti, hins vegar fólk sem telur sig sigrað og er með minni- máttarkennd. Á meðan við boðum að hver.eigi að skara eld að sinni köku í þessu þjóðfélagi, sköpum við sundmng og ónauðsynlega erfið- leika. Ég ber ekki virðingu fyrir fólki vegna þess að það eigi peninga eða sé svo og svo mikið menntað. Ég virði fólk ef það er heilsteypt og leggur sig allt fram við sín störf, er einlægt og heiðarlegt gagnvart sjáifu sér og öðmm í kringum sig. Það hefur hver einasta manneskja eitthvað til málanna að leggja og rétt á að láta heyra í sér og fá svör- un við sínum skoðunum. Hvað sem hún gerir. — Nú virðist manni á stundum að fólk geri ekki nægilega mikið af þvi að líta í eigin barm og vera dálítið meðvitað um sjálft sig, kosti sina og galla. Gætir þú dreg- ið upp lauslega mynd af sjálfri þér sem mannveru? Ég er sennilega manneskja sem vel alls staðar uppnámi í kringum mig, ég þarf alltaf að vera með munninn opinn og segja á stundinni það sem mér finnst. Eg pota gjaman i fólk sem heldur að það sé merki- legt og þykir óskaplega skemmtilegt að fá viðbrögð frá því. Er því kannski ósammála bara til að fá fram hina skoðunina. Mér finnst gaman að vera svolítið ósvífin til að fá svörun og tilgangurinn er sá að kynnast fólki öðruvísi en í gegnum „sparihlið- ina“ sem það setur oft upp gagn- vart ókunnugum. Ég er ákaflega léttlynd manneskja og get oftast nær séð hlægilegu hiðina á flestum hlut- um sem betur fer. Þetta háir mér stundum í samskiptum við aðra, því að háalvarlegir hlutir í augum ann- arra geta verið meinfyndnir i mínum huga. Svo læt ég það í ljós og það orsakar stundum mikla hneykslun og uppþot. Svo hef ég verið frá því að eg var krakki. Ég hef ákveðna sjálfsvirðingu, finnst ég hafa fundið út hvað ég hef til brunns að bera, veit líka af ýms- um löstum í fari mínu og er ekki ósátt við þá. Ég á yndislega fjöl- skyldu og hygg að ég geti verið sátt við það sem á undan er gengið. Ég ber ekki kvíðboga fyrir framtíð- inni og tek komandi tímum með opnum og jákvæðum huga. b S S -i 0 1 ó 2 J.í , i l i' 2 . > I C a i U S.A. einkennilegt til ad hugsa að Reykjavík, þessar annars litlu borg á alþjóðamælikvarða, skuli vera hægt að skipta í jafii marga hluta eða hverfí eins og raun ber vitni. Að þessi hugtök austur, vestur, norður og suður skuli vera til í jafn litlum kjama og svæði hennar spannar. Og það að hugmyndir íbúa hennar um þau skuli vera jafn mis- munandi og í ljós hefur komið. T.d. er Vesturbærinn annálaður fyrir friðsæld sína og rómantík, kannski sérstaklega af þeim sem þar búa. Verða þeim oft að orði á hjartnæm- um stundum í góðra vina hópi full- yrðingar á borð við: „Ég gæti hvergi annars staðar hugsað mér að búa en hér í Vesturbænum,J‘ og minn- ast þá ef til vill óragamals sólseturs á heitu vorkveldi eða einhvers þvíumiíks. Nú vill svo til (löng saga þarf stundum að vera stutt) að við- fangsefni mitt í þessu viðtali er ein- mitt uppalið í þessum bæjarhluta eða nánar tiltekið vestast í Vestur- bænum. Það er tuttugu og eins árs gamall piltur er heitir Steinar Jó- hannsson og lærir sálfræði í Há- skóla íslands. Auk þess er hann ákaflega upptekinn við að lifa iífinu og hefur í ofanálag fengið þá flugu í höfuðið að hann geti ort ljóð. Hann segist reyndar einmitt á síðustu dögum hafa verið að senda frá sér sína fyrstu ljóðabók. Mér fannst ekki úr vegi að eiga við hann orð um það verkefni, lífið og tilveruna. Að vísu byijaði ég á að spyija hann hvers vegna í ósköpun- um hann hafí farið út í að læra sálfræði. Ja, ég hef einfaldlega mjög gam- an af þeim vangaveltum sem hún býður upp á. Ég minnist þess reynd- ar að strax á yngri árum lýsti ég yfir áhuga á þessum fræðum en hljómgrunninn var lítill og mér var bent á að þessu fylgdi erfitt nám og illa borguð vinna. Hið fyrmefnda hefur þegar sannast en þetta með vinnuna held ég að sé misskilning- ur. Annars er það mín regla að gera það sem ég hef áhuga á að gera og framtíðin kemur brosandi. Treystirðu þér tí að sálgreina mig? . ,.J. ,)I rv i M j .v . (Hlátur) Nei, ég er nú bara rétt á byijunar stigi enn. Kannski seinna En ég viðurkenni það fús- lega að ég hef gaman af að velta fyrir mér fólki. Hvað um önnur áhugamál? Nú, ég fy’lgist með íþróttum og iðkaði þær dálítið héma áður fyrr með litlum árangri að vísu. Ég hef gaman af tónlist þó að ég sé farinn að eldast mikið í þeim efnum. Sit ég fastur í fmmnýbylgju og sjöunda áratugnum. Svo hef ég voða gaman af að spá í ljóð. Já, segðu mér frá þessari ljóðabók. Ljóðabókin kom út í vikunni sem leið. Hún heitir Lýsingarháttur nú- tíðar. ÖIl vinnsla hennar hefur gengið eins og í sögu, t.d. var ég ekki fyrr búinn að vélrita handritið en útgefandi bauðst. Og svo bank- aði ég í öxlina á vinkonu minni Nínu Magnúsdóttur eitt laugar- dagskvöldið á Café Hressó, en það vill svo til að hún er myndlistarkona góð, og spurði hvort hún vildi ekki teikna nokkrar myndir við ljóðin mín. Hún tók ótrúlega vel í það og nokkmm vikum síðar hafði hún leyst það verkefni af hendi með nokkmm yndislegum teikningum. Þá fór ég að velta fyrir mér káp- unni. Hvemig gæti hún verið? Eg ákvað að reyna að hafa hana í dag- bókarformi en að öðm leyti var allt allsendis óijóst og við virtist blasa vandamál. En ekki aldeilis varð sú 99 Mín skoðun er einnig sú að ekkisé til svo hár hestur fyrir neinn að setjast á að hann geti sagt þetta er ljóð og þetta er ekki ljóð, frekar en hægt er að segja þetta er list og þetta er ekki list. Skammdegið er ágætt einu sinni á ári. Þá gefst notalegur tími til að skríða inn ískel sína og sinna ljúfsárum hugsunum. STEINAR JÓHANNSSON 99 raunin því kvöld eitt er ég sat í rólegheitum á Gauknum ásamt vin- um mfnum og meðspilara í hljóm- sveitinni Praxiteles Alvin Lowell, fær sér sæti hjá okkur vinur hans frá Norðfírði, Andri Lindbergsson. Andra þennan kannaðist ég sjálfur örlítið við frá námsámm mínum á Austurlandi, en þó hafði ég aðaliega heyrt af honum skrýtnar sögur sem rammgöldróttum heimshomaflakk- ara. Hann segist eftir snaggaraleg- ar samræður hafa heyrt að ég sé að fara að gefa út ljóðabók og hvort hann megi ekki hanna kápu. Auð- vitað var það sjálfsagt og við bárum saman bækur okkar um hugmyndir og skildumst síðan sáttir. Svo veit ég ekki fyrr en hann hefur samband einhveijum dögum síðar og segist búinn að vinna verkið. Og svei mér þá, þegar ég gekk inn í herbergi hans á Ránargötunni fímmtán mínútum síðar blasti við mér falleg- asta bókarkápa sem ég hef á ævinni séð. Eftir þetta kom ekkert strik í reikninginn. Bókin kom hægt og örugglega út og nú er bara að sjá hvort einhveijir vilja kaupa. Hvemig er það, lesa einhverjir ljóð í dag? - Já, það er enginn vafi á því að áhugi á ljóðum hefur verið vaxandi síðustu ár. Ef til vill vegna þess að fólk og þá sérstaklega ungt fólk áttar sig á forminu eða breyttum og betri tímum. Þegar byltingin skall á sátu ansi margir eftir og grétu rímið. Allt of margir gera það enn. Hvað er ijóð? Þetta er að mínu mati mjög per- sónuleg spuming. Ég svara henni með góðri klisju, ljóðið er það sem það er. Mín skoðun er einnig sú að ekki sé til svo hár hestur fyrir neinn að seljast á að hann geti sagt þetta er ljóð og þetta er ekki ljóð, frekar en hægt er að segja þetta er list og þetta er ekki list. Hins vegar er afskaplega eðlilegt að menn leggi dóma á verk, þetta finnst mér gott o.s.frv. Eru skáld ekki ferlega skrýt- in? Fólk er skrýtið. Skáld eru fólk. Fólk er ferlega skrýtið. Svo við vendum nú okkar kvæði í kross. Hvemig leggst skammdegið i þig? Ágætlega, takk fyrir. Skamm- degið er ágætt einu sinni á ári. Þá gefst notalegur tími til að skríða inn í skel sína og sinna Ijúfsárum hugs- unum. Að lokum, hvernig líst þér á bæjariífíð um þessar mundir? Bæjarlífíð svíkur engan, það verður seint þreytandi, þótt ýmis- legt sé ekki eins og best verður á kosið er ekki til neins að láta það of mikið á sig fá. A.G.B.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.