Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 51
oa 51 QODf <Tf3rflrArn'VTA DP CTTTOAfTTHAJÆfJP. ClJCfA TÍTWTTO^OV MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988 draumur fyrir litlu efni. BarneigTiir og bílaréttingar Ég var um 20 ár á sjónum, alltaf á fiskiskipum og stundum á trillum milli vertíða. Þegar ég hætti sjómennsku var ég giftur Kristínu Kristjánsdóttur og við áttum orðið þijú böm saman. Tildrög þess að ég hætti á sjónum vom þau að ég fékk hettusótt og gat ekki farið í fískiríið. Mér nú skánaði hettusóttin og fór niður í bæ og hitti þar kunningja minn að vestan, Ejmiund Austmann, sem var bílaréttingamaður hjá Ræsi. Þegar hann heyrði að ég hefði misst af fiskiríi og siglingatúr þá sagði hann við mig: „Komdu bara að vinna hjá mér og ég kenni þér að rétta bfla.“ Ég gerði þetta og það kom á daginn að það var svo mikið að gera við bflaréttingamar að ég hafði ekki minna uppúr mér í því en á sjónum. Þá vomm við hjónin flutt inn á Sogaveg og það var margt ógert í húsinu. Fyrstu árin í hjónabandinu áttum við bam á hveiju ári og auðvitað óskaði konan frekar eftir því að ég ynni í landi. Þetta hafði þó allt blessast því hún var hraust á meðan hún gekk með bömin, henni var eiginlegt að ganga með böm og hugsa um böm. Við bflaréttingamar var ég í tvö ár og gerði á því tímabili talsvert af því að kaupa gamla skijóða og gera þá upp, það var þá arðvænlegt því það var hrein náð þá að fá , innflutningsleyfi fyrir bfl. Einu sinni * frétti ég af vörubfl uppí Borgarfírði sem búið var_ að afskrifa vegna vélarbilunar. Ég fékk mág minn með mér til þess að skoða gripinn. Þegar til kom leit bfllinn mjög vel út og það varð úr að ég keypti hann á tíu þúsund krónur. Mágur minn kom bflnum í gang og við ókum honum heim en urðum að stoppa með stuttu millibili til þess að kæla vélina. Ég byijaði á að athuga vatnskassann og blés hann út. Vatnskassinn var þá fullur af heyi og af því hitnaði vélin svona, annað var ekki að. Ég málaði svo bflinn og seldi hann skömmu síðar fyrir 29 þúsund krónur. Seinna árið sem ég var í bflaréttingum var ég mikið að hugsa um hvað ég gæti tekið mér fyrir hendur til að skapa mér atvinnu í landi. Ég var búinn að sækja um nokkrar auglýstar lagermannastöður og fleira þ.h. en ekkert gekk. Til okkar á verkstæðið kom stundum kunningi Eymundar, fisksali úr Hlíðunum. Hann lét mikið yfir því hvað hann hefði það gott. Þess vegna beindist hugur minn í þá átt, því fiskinn þekkti ég. Ég leitaði til bæjaryfirvalda til þess að reyna að fá lóð undir fiskbúð. Einar Sveinsson hét maður á skrifstofu borgaraverkfræðings. Hann sýndi þessari málaleitan minni ósvikinn áhuga og greiddi götu mína mikið. Það varð úr að ég fékk bráðabirgðaaðstöðu í Bústaðahverfinu. Ég byggði svo 28 fermetra skúr við Hæðargarðinn og þar verslaði ég með físk, bjúgur og puslur, mjólk, sígarettur, sælgæti o.fl. Konan mín hafði afgreitt í bakaríi á ísafirði svo hún kunni til verka við afgreiðslu, við vorum saman í þessu eftir því sem unnt var vegna bameignanna. Ég var að afgreiða fisk í skúrnum þegar fyrsta dóttir okkar fæddist. Það kom krakki hlaupandi til að segja mér að Stína væri búin að eignast stelpu. Ég man að fyrsta konan og kannski fleiri fengu frítt í soðið þann daginn. Mér fannst mikið varið í að eignast dóttur. Fisksalan gekk vel Það var heilmikið verslað hjá okkur í skúmum, en nokkru seinna var byggt verslunarhúsnæði á Hólmgarðinum og menn látnir bjóða í pláss þar. Ég hafði áhyggjur af því að ég yrði undir í samkeppninni og þóttist þar að auki hafa áunnið mér nokkum rétt í hverfinu. Ég fór því til Gunnars Thoroddsens borgarstjóra og bað hann nánast ásjár. Ég vissi að fjársterkir aðilar ætluðu að bjóða á móti mér í fískbúðina. Gunnar mæltist til þess við þessa aðila að þeir drægju sig til baka og það gerðu þeir. Ég verslaði svo á Hólmgarðinum í mörg ár og gekk vel. Einnig setti ég upp fiskbúð í bflskúmum á Sogaveginum og þar gekk salan einnig lengi vel. Þar vann systir mín hjá mér og konan mín greip oft í að afgreiða. Mamma og pabbi bjuggu þá ásamt systur minni í austurenda hússins hér og mamma leit þá til með börnunum ef þurfti, auk þess sem hún var sí pijónandi og stoppandi. En svo kom þar að Kron setti upp verslun á Tunguveginum og þar var fiskbúð. Þá stóð búðin á Sogaveginum ekki lengur undir sér og ég lokaði henni. Menn borðuðu mikinn fisk á þessum árum, á mánudögum og laugardögum var viðtekin venja að hafa fisk og sumir borðuðu alltaf skötu á laugardögum. Nú hafa menn helst skötu á Þorláksmessu. Það þurfti árvekni til þess að ná í nóg af nýjum físki, maður þurfti að rífa sig upp fyrir allar aldir. Ysa var mest keypt en fólk keypti þorsk ef hún var ekki til, nú vilí fólk ekki þorsk. Mér leiddist aldrei að afgreiða og eignaðist marga góða kunningja meðal viðskiptavinanna. Kaupendumir voru þó misjafnir og það var mikið meira þrasað í fiskbúðunum þá en nú. Menn fundu að verði, efuðust um að fiskurinn væri nýr og töluðu um að meira væri hægt að fá í þessari og þessari búð. En ég komst þó all vel frá þessu öllu. í Hólmgarðinum verslaði ég í 18 ár, en þá var ákveðið að reisa verslunarmiðstöð í Fossvoginum og ég ætlaði ekki að láta það sama SvæöaNudd Námskeiö fyrir almenning helgina 5. - 6. nóv. "Bætt hamingja, náin tengsl- gefum hvort öðru svœðanudd" NUDD m idstöði n Grunnatriðin í svæðameðferð - Til heimilisnota Kennari er Örn Jónsson nuddfræðingur • Staösetning: Dansstúdíó Sóleyjar, Engjateigi 1 R. jTinni: Kl. 18-20 sunnudag óg mánudag. Þátttökugjald: Kr. 5000 Uppl. og skráning virkadagakl. 12-15 © 68 66 12 henda mig þar og gerðist þegar Kron opnaði fiskbúð á Tunguveginum. Ég sótti því um að byggja fískbúð í hinu nýja verslunarhúsi og fékk það. Aðrir aðilar voru með matvörubúðina og bakaríið. En menn settu fyrir sig að til stóð að reisa þama fleiri verslunarhús og þau áttu ekki að fá aðstöðu við Bústaðaveginn svo það varð lítil eftirsókn eftir verslunarhúsnæði þarna. Það fór svo að þeim leist ekkert á þetta matvörukaupmanninum og bakaranum og þeir hættu við. Upphaflega átti að byggja þarna tvö hús en endirinn varð sá að ég byggði þarna eitt hús með Björnsbakaríi og Mjólkursamsölunni. Hús þetta heitir Grímsbær. Þegar mjólkin fór inn í matvörubúðimar þá keypti ég húsnæði Mjólkursamsölunnar svo nú á ég allt húsið nema bakaríið og leigi út verslunarhúsnæði. Maður reyndi að nýta hlutina vel Við hjónin áttum ellefu börn á fimmtán ámm og það segir sig sjálft að það þurfti töluverða útsjónarsemi í heimilishaldinu. Kristín saumaði og pijónaði eins og hún hafði tök á og ég held að mér sé óhætt að segja að okkar böm gengu ekki ver til fara en önnur böm, nema síður sé. En maður reyndi að nýta hlutina vel. Við reyndum eftir föngum að mennta' börnin og meðal annars langaði okkur til að þau gætu lært á píanó. En píanó vom dýr og þess vegna leituðum við til systur minnar sem bjó erlendis til þess að biðja hana að kaupa hljóðfæri úti og koma með þegar hún kæmi í heimsókn. Hún keypti svo píanó úti í Danmörku og kom með það. Utan um píanóið var heilmikið boldagnsteppi, grátt að lit, úr bómult. Ég sagði að það kæmi ekki til greina að henda svona góðu teppi og gat piprað ömmu Kristínar konu minnar til þess að sauma úr þessu efni buxur handa mér. Ég segi ekki að ég væri hrifinn af þessum buxum en ég böðlaðist í þeim í langan tíma. En þær slitnuðu dálítið illa. Uppistaðan í efninu var hvít og því urðu buxumar allar í hvítum skellum. Svo urðu þær svo slitnar í klofínu að þær rifnuðu. Mér var ekki vel við það og sagði við Stínu „Það er nú mikið eftir af þessum buxum ennþá,“ og bað hana að bæta þær, en hún þvertók fyrir það og sagði „Þær fara beint í öskutunnuna.“ Ég hélt nú ekki og sagðist þá bæta þær sjálfur og gerði það. Ég gekk í buxunum lengi eftir þetta, en svo var ég einu sinni staddur niðri í bæ í roki. Ég stóð við verslunarglugga sem í var spegill. Þegar ég sný mér við þá sé ég að það myndast stór poki aftur úr rassinum á mér þar sem vindurinn stóð í buxumar. Þá rann upp fyrir mér að þær væm kannski ekki nógu vel bættar og henti þeim. Fyrir kom að ég greip inn í heimilishaldið Þó það kæmi alla jafna í hlut konu minnar að hugsa um mat fyrir heimilisfólkið þá kom þó fyrir að ég greip þar inn í. Einu sinni þurfti hún að fara niður í bæ og ég átti að elda. Hún sagði mér að sjóða fisk og kartöflur og elda graut. Ég gerði þetta og þegar ég var búinn að sjóða matinn þá segi ég við krakkana að þau verði svo að þvo upp eftir matinn. Þá fara þau að metast um hver eigi að þvo upp og sýndist sitt hveijum. Ég sting þá uppá því að við borðum öll úr sama ílátinu og þeirri hugmynd tóku þau fagnandi. Ég hreinsaði svo fiskinn og afhýddi kartöflumar og setti svo allt saman út í grautinn og hrærði vel í. Svo tók ég koll og settist á mitt gólfíð og lét krakkana raða sér í einfalda röð og marséra þannig í kringum mig. Svo gaf ég þeim með skeið uppúr pottinum þegar röðin kom að þeim og það stóð á endum að þau vom búin að renna niður þegar þau komu að mér og pottinum afur. Þetta fannst þeim svo gaman að þau klámðu allt sem í pottinum var og uppþvotturinn var ekki nema potturinn og skeiðin. Mamma þeirra var þó ekki yfir sig hrifin af af matseldinni hjá mér. Maður eyddi ekki peningum í óþarfa, en fékk sér þó kannski pela til þess að létta geðið á margra ára fresti og svo leyfði ég mér að reykja pípu. Eg tók mér hins vegar ekki dags frí í 16 ár. Þá fómm við hjónin í viku ferð vestur í Bolungarvík. Nú er ég alveg hættur í fisksölunni og Bárður sonur minn hefur tekið við fiskbúðinni í Grímsbæ. Með brauðstritinu, sem var físksalan, hef ég alltaf staðið í einhveiju bygginarstússi og það hefur gefíð mér mikla ánægju. Maður sér ekkert eftir sig þó maður sé að selja fisk allan daginn en hús standa stundum lengi. Litla fiskskúrinn gerðum við að sumarbústað upp við Rauðavatn og þar hef ég haft gaman af að rækta tré og annan gróður. Ég hef verið heppinn maður í lífinu. Ég hef átt ágæta, hrausta konu, sjálfur hef ég verið heilsugóður og átt góð böm. Mér hefur lánast margt það sem ég hef tekið mér fyrir hendur enda hef ég jafnan trúað því að svo yrði. Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir „AÐ SYNA SIG OG SJÁ AÐRA“ / myrkri og misjöfnum veðrum vetrarmánaðanna er góður Ijósabúnaður mikilvægt öryggistæki. Fullkominn Ijósabúnaður tryggir ökumanni gott útsýni og eykurþanng öryggi hans og annarra vegfarenda. Mörgum bíleigendum þykir einnig til bóta að Ijóskerin prýði útlit bilsins. RING aukaljóskerin skila þessu tvíþætta hlutverki vel. Þau eru með sterkum halogen perum sem lýsa beturen hefðbundnar glóþráðaperur. RING aukaljóskerin fást í mörgum stærðum og gerðum, bæði með gulu og hvltu gleri og leiðbeiningar á íslensku tryggja auðvelda ásetningu. Þeir bílaeigendur, sem kjósa öryggi samfara góðu útliti, ættu að koma við á næstu bensinstöð Skeljungs og kynna sér nánar kosti RING aukaljóskeranna. PRISMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.