Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988 , -4 Listasafn Sigur- jóns Olafssonar Myndlist Bragi Ásgeirsson í tilefni þess að Siguijón Ólafe- son myndhöggvari hefði orðið átt- ræður var listasafnið yfir verk hans í Laugamesinu vígt föstudaginn 21. október. Það var mikill fjöldi fólks við- staddur hina hátíðlegu athöfn og slíkur var manngrúinn, að fæstir sáu til ræðumanna, sem því miður stóðu einungis á gólfinu — hér hefði upphækkaður pallur þjónað góðum tilgangi. En hvað um það, opnunin var hin virðulegasta og menn glað- ir í bragði, veður var undursamlega fagurt, enda safnaðist fljótlega hóp- ur manna á íjörubakkann fyrir aft- an húsið. Allt í senn til að njóta veðurs og útsýnisins svo og til að forðast mannþröngina inn í húsinu, enda ekki viðlit til að njóta verka meistarans við þær aðstæður. Ég held, að fáir gleymi því er þeir stóðu þama og urðu vitni að undurfögru sólarlagi. Fjaran og eyjamar fyrir utan voru sveipuð dulúð afhallandi dags, rauðglóandi sólin var annars vegar, Engey beint í sjónmáli, en Viðey og Viðeyjar- stofa hins vegar, og vart hefðu menn getað óskað sér ákjósanlegri aðstæður við opnun þessa litla en fagra safns. Innan um í mannfjöldanum var aðkomufólk frá Danmörku, komið gagngert til að vera viðstatt þennan merka atburð enda finnst Dönum þeir eiga heilmikið í Siguijóni, sem er rétt, — við hlið mér úti á flöt- inni, alveg við fjömbrúnina, vom um tíma tveir blaðamenn frá Berl- ingske Tidene og var mér sagt, að fleiri blaðamenn væm jafnvel við- staddir. Menn ganga víst ekki út frá pólitík, þegar listin er annars vegar á þeim bæ og þannig skal það vera. Konan, sem kynnti mig þeim og var í fylgd þeirra, var skóla- systir mín frá ámnum í listaskólan- um í Kaupmannhöfn og mikill áhrifamaður í norrænu myndlist- arlífi. Er ég stóð þama í fjömbrúninni varð mér hugsað 40 ár aftur í tímann er ég heimsótti Siguijón fyrst og hann reri m.a. með okkur nokkra nemendur úr Handíðaskól- anum út í Viðey. Mundi þann dag eins og hann hefði skeð fyrir viku eða svo. Upp í huga mér komu línur úr bundnu máli eftir Comte de Lauteamont í þýðingu Jóns Óskars: „Gamla haf, efnisleg stærð þín verður einungis mæld þeir mæli- kvarða hversu mikið framkvæmda- afl hefur þurft til að skapa heild þína. Þú verður ekki skoðað í einni sjónhendingu. Til að virða þig fyrir sér verður augað að snúa hringsjá sinni óafiátanlega í allar áttir sjón- hringsins, á sama hátt og og reikn- ismeistari, sem leysa vill bókstafa- jöfnur, verður að rannsaka sérstak- lega hinar ýmsu hugsanlegu leiðir, áður en hann tekur að glíma við dæmið. Maðurinn borðar næring- arríka fæðu og leggur á sig annað erfiði, sem betur væri öðm helgað, og ætlar þannig að sýnast stór. Látum hann belgja sig úr einsog hann vill, þennan dásamlega frosk. Haður engar áhyggjur, hann nær ekki stærð sinni. Eg heilsa þér, gamla haf. Gamla haf, -vatn þitt er beiskt. Það er nákvæmlega sama bragðið og af gallinu, sem gagnrýnendur láta drúpa á listir, á vísindi, á allt. Ef einhver hefur snilligáfu er hann sagður fífl; ef einhver er vel vax- inn, er hann nefndur herfilegur krypplingur. Maðurinn hlýtur vissu- lega að finna sárt til ófullkomnun- ar, sem reyndar er að þrem fjórðu honum sjálfum að kenna, úr því að hann gagnrýnir þannig. Ég heilsa Listasafii Sigurjóns Ólafesonar í Reykjavík, þér, gamla haf.“ Þetta safn er einstaklingsfram- tak eiginkonu listamannsins, hinnar dönskættuðu Birgittu Spnr og er eitt af kraftaverkunum í þessu þjóð- félagi, þar sem listin mætir alstaðar afgangi, a.m.k. sú list er sækir lífsmögnin í sjálfa sig og sköpunar- verkið, tekur ekki tillit til þarfa markaðsins, ekki einu sinni lista- markaðarins alþjóðlega, minnist einungis við himin, haf og hauður. Listasagan segir okkur miklu oftar, hvemig fjölskyldur listamanna bit- ust um verk þeirra að þeim látnum, og því harðari var atgangurinn, sem hún hafði gert minna fyrir lista- manninn í lifanda lífi. Þegar eigin- konan hins mikla impressjónista, Manets, sá, að hún gat einungis selt litlar myndir eftir hann að hon- um látnum, þá hugkvæmdist henni að ná í stóra léreftsstranga uppi á háalofti og búta niður í litlar eining- ar og selja svo! Þar fóru kannski sum höfuðverka hans. En hér hefur einmitt verið farið öfugt að og verk Siguijóns Ólafs- ELDHÚSINNRÉTTINGAR Á EOTNVERÐI Þessi innrétting kostar aðeíns kr. 69.650,- SPRENGJUBOÐ Á DÖNSKUM SYSTEM B/8 ELD- HÚSINNRÉTTINGUM ÍHVl'TU. BEYKI OG MELAMIN. INNVAL BÝÐUR NÚ VANDAÐARINNRÉTTINGAR Á VERÐISEM ERFITT ER AÐ JAFNA. KOMIÐ, SJÁIÐ OG SANNFÆRIST. STUTTUR AF- GREIÐSLUFRESTUR. NÝBÝLAVEG112. SlMl 44011 PÚSTHÓLF 167, 200 KÚPAVOGI HJÓNABANDIÐ NÁMSKEIÐ Laugardaginn 5. nóvember verður haldið stutt námskeið um málefni hjónabandsins. Námskeiðið fer fram í safnaðarheimili Laugarneskirkju og stendur yfir frá kl. 13.00 til 19.00. Leiðbeinendur verða; Sr. Þorvaldur Karl Helgason Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson Sr. Birgir Ásgeirsson Námskeiðið er ætlað fólki sem er í samúð, hjónabandi eða er að undirbúa hjúskap og vill auðga samskiptin sín í milli, styrkja sambandið og efla sjálfsvitund sína og stöðu gagnvart maka sínum. Upplýsingar og skrásetning fer fram í safnaðarheimili Laugarneskirkju dagana 1.-4. nóv. milli kl. 15.00 og 17.00. Sími 34516. Ennfremur má tala við einhvern leiðbeinanda. Námskeið í notkun forritsins verður haldið dagana 3. nóv. frá kl. 13.00 til 17.00 og 4. nóv. frá kl. 08.00 til 12.00 á Hverfisgötu 105, Rvk. Þátttökutilkynningar berist fyrir 2. nóv. n.k. til: Tölvumi ðlunar hf. s. 91-37222 Hvata sf. s. 91-72066 eða Félags málmiðnaðarfyrirtœkja s. 91 -621755
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.