Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Afistoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Afialstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjaid 800 kr. á mánuöi innanlands. í lausasöiu 70 kr. eintakið. Fatlaðir auka hróður landsins Fulltrúar íslands á Heims- leikum eða Ólympíuleik- um fatlaðra stóðu sig með mikilli prýði. Þeir komu heim frá Seoul í fyrradag með ell- efu verðlaun: tvenn gullverð- laun, tvenn silfurverðlaun og sjö bronsverðlaun. Má með sanni segja, að fjórtán manna hópurinn sem við sendum héðan til keppninnar hafi staðið undir þeim vonum, sem við hann voru bundnar. Sigursælust urðu þau Lilja M. Snorradóttir og Haukur Gunnarsson sem hvort um sig fék ein gullverðlaun og tvehn bronsverðlaun. Jónas Óskarsson og Geir Sverrisson hlutu silfurverðlaun, Ólafur Eiríksson tvenn bronsverð- laun og Sóley Axelsdóttir ein bronsverðlaun. í þann mund sem liðið var að halda til leikanna birtist viðtal við Hauk Gunnarsson hér í blaðinu og var hann spurður, hvort hann gerði sér miklar vonir um góðan árangur. Haukur svaraði: „Ekki segi ég það nú. Að sjálfsögðu væri gaman að ná góðum árangri, því stefni ég auðvitað að því að gera mitt besta. Ég var nokkuð tauga- spenntur hér áður fyrr fyrir fijálsíþróttamót en það er að lagast. Mér finnst ég tiltölu- lega rólegur fyrir Ölympíu- leikana. Eg reyni að hugsa um þá eins og hveija aðra leika þó að ég viti að ég eigi eftir að mæta mörgum sterk- um íþróttaköppum. Ef mér gengur ekki sem best núna þá set ég mér það markmið að gera betur næst.“ Hógværðin í þessum orð- um er í hróplegri andstöðu við digurbarkaleg ummæli margra þeirra, er láta ljós sitt skína ár og síð í fjölmiðl- um. Afrek Hauks Gunnars- sonar og félaga hans í Seoul voru ekki unnin í skugga skrums og auglýsinga- mennsku heldur með þeim eina ásetningi að gera sitt besta. Sigurgangan í Seoul hefur orðið til þess að draga at- hygli að þeirri aðstöðu, sem fötluðum er búin til íþrótta- iðkana^ sGengst, íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík fyrir al- mennri fjársöfiiun fram til 2. nóvember til styrktar byggingu íþróttahúss félags- ins við Hátún. Framkvæmdir við húsið hófust fyrir fimm árum og 1984 var vinnu við grunn hússins lokið en síðan hefur skort fé til frekari framkvæmda. Má við svo búið ekki standa. Ætti með sameiginlegu átaki að vera unnt á skömmum tíma að ljúka smíði íþróttahúss fyrir fatlaða. Fötluðum er iðkun íþrótta meira en líkamsræktin ein, hún er ekki síður leið út úr þeirri einangrun, sem af fötl- uninni kann að leiða. Einn þeirra sem fór til Seoul var Reynir Kristófersson. Hann féll af húsþaki fyrir 10 árum og lamaðist fyrir neðan mitti og hefur síðan verið bundinn við hjólastól. í Morgunblað- sviðtali fyrir leikana í Seoul sagði hann meðal annars: „En ég þijóskast við því íþróttimar gefa mér svo mik- ið. Það er gífurlega hressandi að fara niður á völl og gaufa, ég fæ algera útrás við það. Og ég er ekkert að láta það á mig fá þó að veðrið sé nú ekki alltaf eins og best verð- ur á kosið, útiveran er þá bara enn meira frískandi. Auk þess er félagsskapurinn mikill í kringum íþróttimar og hann skiptir ekki svo litlu máli.“ Þetta kemur heim og sam- an við skoðun Sigurgeirs Þorgrímssonar, formanns íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík, sem leggur ekki minnsta áherslu á hinn and- lega styrk, sem líkamsrækt og íþróttir veita fötluðum. Framgangan í Seoul sýnir svo ekki verður um villst að þrátt fyrir að aðstaða til íþróttaiðkana fyrir fatlaða hafi ekki alltaf verið sem best standa íþróttamenn okk- ar úr þeirra röðum framar- lega. Þeir hafa aukið hróður lands og þjóðar og sem þakk- lætis- og virðingarvott skul- um við öll taka vel áskorun- inni um að búa betur að íþróttastarfi fatlaðra. Nýi liturinn í sljórn- málunum breska vikuritinu The Economist var nýlega forystugrein sem bar fyrirsögnina: Liturinn breytist, og hófst hún á þessum orðum: „Grænt er nýi stjómmálalitur- inn í heiminum. Mengun er eitt af kosningamálunum hjá for- setaframbjóðendunum í Banda- ríkjunum í fyrsta sinn í sögunni. í nýlegum ræðum hefur Míkhaíl Gorbatsjov lagt næstum jafnmikla áherslu á orðið ekologia og perestrojka. Deng Xiaoping segir í þann mund sem hann drepur í 30. sígarettu dagsins að vaxandi iðnaðarumsvif í Kína valdi of mikilli loftmengun. Margaret Thatcher er farin að hafa áhyggjur af ósonlaginu. í störfum stjómmálamanna hefur mikið breyst frá þeim dögum þegar kjósendur voru sammála Groucho Marx sem sagði: „Hvers vegna ætti ég að hafa áhyggjur af tímanum eftir minn dag? Að hvaða gagni hefur sá tími orðið mér?“ Nú er svo komið í auðugustu löndunum að almenningur lætur æ meira í ljós við þá sem standa að skoðanakönnunum hve hann er óánægður með umhverfíð: vegna hávaða og óþrifa en einnig vegna þess að maðurinn sé e.t.v. að valda varanlegu tjóni á undirstöðum þess heims sem bömin erfa. Þetta er í annað sinn á 20 árum sem það hefur verið í tísku að hafa áhyggjur af umhverfinu. Snemma á áttunda ára- tugnum höfðu menn áhyggjur af ýmsu sem var tískubundin vitleysa. Það álit Rómar- klúbbsins að takmarkaðar auðlindir í heim- inum væru að ganga til þurrðar byggðist á röngum spám þar sem tekið var tillit til næstum alls sem breytilegt er nema fijálsr- ar verðmyndunar. Heimsslitaskýrsla hóps- ins var rétt nýkomin í bókabúðir þegar verð á olíu fjórfaldaðist sem hafði í för með sér (eins og hver einasti hagfræðing- ur hefði getað séð fyrir) stærsta stökkið í orkuspamaði á friðartímum. Nú er of- framboð á olíumarkaði og olíuverð lægra að raunvirði heldur en það var þegar OPEC var eins og hvert annað ijögurra stafa orð. Unnt verður að nýta aðra lotuna í þágu umhverfísverndar betur en þá fyrstu ef ríkisstjómir átta sig á tveimur grundvallar- atriðum. í fyrsta lagi að markaðurinn er sé hann agaður með hæfilegum hætti besti bandamaður umhverfisins. Fijáls verð- myndun hefur sannað sig að vera besta leiðin til að framleiða þá vöru og þjónustu sem fólk sækist eftir; vilji fólk meira hreint loft og vatn mun markaðskerfíð nýtast einnig á því sviði. En í öðru lagi er mikil- vægt að aginn á markaðnum komi frá ríkisstjómum. Það er hlutverk ríkisstjóma í umboði kjósenda að ákveða hve hreina þær vilja hafa veröldina. Markaðurinn getur ekki ákveðið það fyrir þær. Og það er hlutverk ríkisstjóma að vinna saman að því að stjóma þeim hluta jarðarkringl- unnar sem er án eiganda: höfunum, frum- skógunum og andrúmsloftinu." í þessum orðum lýsir hið virta breska vikublað kjama þeirra umræðna sem eru að verða æ viðameira á alþjóðavettvangi. Þeirra verður vart með ýmsu móti og er til að mynda ekki vafi á því að við íslend- ingar höfum tengst þeim með neikvæðum hætti vegna deilnanna um hvalveiðar hér við land. Hvort heldur þjóðir eru sakaðar um að valda súru regni eða stuðla að eyð- ingu dýrategunda eiga þær í vök að veij- ast þegar þessi umhverfisvemdarbylgja gengur yfir. Raunar höfum við íslendingar alitaf viljað leggja okkur fram um að ávinna okkur orð sem talsmenn skynsam- iegrar nýtingar og friðunar. Þar höfum við einkum haft augastað á lífínu í sjón- um, nýtingu fiskstofna og yfirráðum yfír þeim. Nú kann annað að vera brýnna en það er að koma í veg fyrir að breyting á andrúmslofti og mengun valdi röskun á öllu iífínu í sjónum. Og hún var ekki glæsi- leg myndin af framtíðinni sem var dregin upp af starfsmönnum norska sjónvarpsins og sagt var frá á forsíðu Morgunblaðsins sl. sunnudag þar sem Jiví var m.a. Iýst , ,yfir að árið 2048 yrði ísland orðið gjald- þrota ríki vegna þess að allur fiskurinn í Atlantshafí yrði dauður af völdum meng- unar. Við Eystrasalt og Norðursjó beijast strandríki í raun fyrir því að halda lífi í sjónum. Hinn 6. nóvember verður haldinn aukafundur í Norðurlandaráði til þess að ræða um þau mál. Þessi vandi stendur okkur mun nær en við viljum vera láta þegar við beijum okkur á bijóst og lýsum yfír stríði á hendur Grænfriðungum eða öðrum slíkum hópum. Endimörk vaxtar í forystugrein The Economist er minnst á Rómarklúbbinn og vissuiega er það rétt hjá blaðinu að margt af því sem fram kom í skýrslu hans er nefndist Endimörk vaxt- ar hefur ekki reynst á rökum reist, sem betur fer. Klúbburinn hélt nýlega upp á 20 ára afmæli sitt og stefna félagar hans að því að hefja hann til vegs og virðingar að nýju. í tilefni af afmælinu birtist stutt viðtal við forseta klúbbsins Alexander King í blaðinu International Herald Tribune. I upphafi viðtalsins er King spurður hvers vegna hann telji nauðsynlegt að endurreisa eða endurvekja klúbbinn. Segir forseti Rómarklúbbsins að ekki sé hægt að halda lengur áfram á sömu braut og klúbbfélagar hafa gert til þessa. Nú þurfí að koma á fót fostu skipulagi og skrifstofu. Þeir telji að nauðsynlegt sé að einstaklingar hvaðanæva úr heiminum taki höndum saman til að vara við ýmsum hættum sem að steðja. Markmiðið sé að líta fram á veginn á grundvallarvandamál sem blasa við mannlegu samfélagi, hvem- ig þau tengjast hvert öðru og hvaða ráð- stafanir þurfí að gera til þess að bregðast við þeim með samhæfðu átaki. King segir að fyrir utan hin almennu og sígildu viðfangsefni er snerta stríð og frið sé á líðandi stundu brýnast að huga að fjölgun mannkyns og áhrifum hennar á umhverfið en í því ástandi sem nú ríkir felist gífurlegar pólitískar hættur. Það sé náið samband milli fólksfjölgunarvandans, umhverfísvandans, orkunotkunar, fólks- flutninga og hækkunar á yfírborði sjávar vegna „gróðurhússáhrifa" sem gæti t.d. leitt til þess að Bangladesh hyrfi í sjó. King er spurður hvað kunni að gerast ef ekki takist að leysa þessi vandamál. Hann segir að flest þessi vandamál megi leysa. Verði það ekki gert kunni þau að ógna öllu mannlegu lífí. Einhvers konar barbarismi ryddi sér rúms og síðan al- mennt hrun. Á hinn bógin sé ekki óhjá- kvæmilegt að þetta gerist. Þá er hann spurður hvort vandamálin séu meiri núna heldur en þegar klúbburinn var stofnaður fyrir 20 árum. Og hann svarar á þann veg að vandamálin hafí breyst að sumu leyti en grundvallarástand- ið sé svipað og áður. Það lofi t.a.m. góðu að almenningur geri sér betur grein fyrir þessum vandamálum en áður. King telur að störf Rómarklúbbsins hafí stuðlað að því. Mesta breytingin felist í því að fyrst hafí kjamorkuógnin aukist en síðan frekar dregið úr henni og í öðru lagi hafí menn áttað sig á afleiðingum fólksfjölgunar- sprengjunnar en hún hafí það í för með sér í fyrsta sinn í sögunni að umsvif mannsins séu byijuð að hafa áhrif á allt loftslag á jörðunni og umhverfið á þann veg að e.t.v. verði ekki aftur snúið og hættumar geti verið jafnmiklar að lokum eins og í gjöreyðingu kjamorkustríðs. Þá rifjar blaðamaðurinn það upp að Alexander King hafi nýlega sagt að um- svif manna hafi margfaldast 20-40 sinnum á ævi hans og hann er beðinn að útskýra hvað í þessu felist. King segir að þegar hann hafí fæðst í upphafi aldarinnar hafi um 1,8 milljarðar manna búið á Jörðu en nú sé fjöldinn að nálgast 6 milljarða. En fyrir utan það hafí velmegun og ríkidæmi aukist gífur- lega og neysla allra en þó einkum fólks í iðnvæddu ríkjunum hafi aukist mikið og menn krefjist meiri orku, meiri og betri matvæla og noti flóknari efni en áður. Tengi menn saman meiri fjölda fólks og auknar kröfur hvers einstaklings megi leiða að því líkur að heildarumsvif manns- ins og þar með heildaráhrif hans á Jörðu MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988 35* REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 29. október Morgunblaðið/Sverrir hafí margfaldast 20-40 sinnum. Ummæli eins og þessi sýna að það er meira en tímabært að staldra við og líta til allra átta með því hugarfari að leita sem skynsamlegastra leiða til að draga úr álagi á blessaða jörðina. Sérhver jarðar- búi getur lagt sitt af mörkum í því efni og hlýtur að vera brýnt að halda þeirri staðreynd að sem flestum og með sem áhrifamestum hætti. Afkoma ríkissjóðs Undanfarið hafa staðið harðar deilur milli stjómmálamanna um afkomu ríkissjóðs, hver hún sé raunverulega, hveijar spár hafí verið fyrr á árinu og hvaða upplýsing- ar hafí komið fram um það í fyrrverandi ríkisstjóm. Hvað sem líður stjómmáladeil- um um málið, kemur skýringin á versn- andi stöðu ríkissjóðs fram með glöggum hætti í greinargerð, sem Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, lagði fram á Alþingi sl. fímmtudag. Þar segir m.a.: „Á tímabilinu janúar-september á þessu ári námu innheimtar tekjur ríkissjóðs 45.082 mkr., sem er 1 V2 milljarði króna lægra en gert hafði verið ráð fyrir, eða um 3% frávik. Skýring þessarar þróunar er í meginatriðum tvíþætt. í fyrsta lagi eru innheimtar tekjur af aðflutningsgjöld- um V2 milljarði króna lægri en reiknað hafði verið með. Þar kemur tvennt til, annars vegar samdráttur í vöruinnflutningi og hins vegar óvissan, sem skapaðist um áhrifín af upptöku nýrrar tollskrár um síðustu áramót, en í ljós hefur komið, að þau eru ríkissjóði í óhag. í öðru lagi er innheimta söluskattstekna tæpum 900 milljónum króna undir áætlun. Þessarar þróunar tók að gæta, þegar á öðrum árs- fjórðungi, eins og fram kemur í veltitölum og hefur farið stigvaxandi síðan ... Þá má benda á, að fyrstu níu mánuði þessa árs er innheimta tekju- og eignarskatta heldur lakari en búizt hafði verið við.“ Af þessari tilvitnun í greinargerð fjár- málaráðherra má ljóst vera, að sá sam- dráttur, sem markað hefur viðskipta- og atvinnulíf í vaxandi mæli á undanförnum mánuðum er farinn að segja til sín með óþyrmilegum hætti í ríkisfjármálum. En er þetta ekki jákvæð þróun? Misserum saman hafa stjómmálamenn og forystu- menn í atvinnulífínu verið sammála um, að þenslan í þjóðfélaginu væri alltof mik- il. Forystumenn í sjávarútvegi hafa lýst þeirri skoðun, að þessi mikla þensla væri mesti bölvaldur sjávarútvegsins og að hag- stæðasta efnahagsaðgerðin fyrir hann væri sú að draga úr þenslunni. Af þeim tölum, sem fjármálaráðherra hefur nú birt um minni tekjur ríkissjóðs en gert var ráð fyrir á þessu ári, er ljóst, að fyrrverandi ríkisstjóm hefur verið byij- uð að ná verulegum árangri í þeirri við- leitni. Núverandi ríkisstjóm nýtur góðs af því. En auðvitað kemur það fram í minni tekjum hjá ríkissjóði alveg eins og hjá fjöl- mörgum atvinnufyrirtækjum. I nánast hveiju fyrirtæki er nú unnið markvisst að því að draga úr kostnaði, skera niður út- gjöld og halda mannaráðningum í skefjum. Þetta eru viðbrögð fyrirtækjanna við sam- drætti í viðskiptum. Ríkissjóður stendur nú frammi fyrir sams konar samdrætti. Stjórnmálamenn- imir hljóta að hafa gert sér grein fyrir því, að um leið og þeir vildu draga úr þenslu mundu þeir skerða tekjur ríkis- sjóðs. Ríkisstjómin verður — með sama hætti og atvinnufyrirtækin — að samræma útgjöldin minnkandi tekjum. Samdráttur í tekjum ríkissjóðs er m.ö.o. merki um já- kvæða þróun í efnahagslífi okkar. Það mundi hins vegar draga úr þeirri jákvæðu þróun, ef ríkisstjórninni mistækist að laga útgjöldin að minni tekjum, en gripi í þess stað til þess ráðs að hækka skatta veru- lega á einstaklingum og fyrirtækjum. Þjóð- in er skattpínd nú þegar og á það er ekki bætandi. Vafalaust má ganga harðar fram í því að uppræta skattsvik en það er ekki hægt að ganga lengra í því að skattleggja þá, sem greiða skatta sína samvizkusam- lega ár hvert. Raunar eru það ekki atvinnufyrirtækin ein, sem verða nú að draga úr útgjöldum til þess að mæta samdrætti í efnahagslíf- inu. Það verða einstaklingar og þar með heimilin í landinu líka að gera. Fólkið, sem veitir heimilunum forstöðu og getur ekki með auðveldum hætti aukið tekjur sínar á samdráttartímum á áreiðanlega erfítt með að skilja, hvers vegna opinberir aðilar geta ekki gengið á undan með góðu fordæmi. Þess verður beðið með eftirvæntingu, að Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráð- herra, leggi fram fyrsta fjárlagafrumvarp sitt nú eftir helgi. Þá kemur í Ijós, hvort formaður Alþýðubandalagsins velur þann kostinn að auka skattpíninguna, eða hvort hann gengur á undan með góðu fordæmi og sýnir að það er hægt að takmarka út- gjöld hjá hinu opinbera ekki síður en öðr- um. Alþjóðleg bankaráðstefna Iðnaðarbankinn efndi fyrir helgina til ráð- stefnu fyrir erlenda bankamenn, þar sem lögð var áherzla á að kynna stöðu og þró- un íslenzks efnahags-, atvinnu- og fjármál- alífs. Það vakti athygli hversu vel þessi fyrsta ráðstefna sinnar tegundar á íslandi var sótt. Þar voru saman komnir nokkrir tugir bankamanna frá fjölmörgum löndum, sem flestir eiga það sameiginlegt að hafa með að gera viðskipti við Island. Það fór ekki á milli mála, að hinir erlendu banka- menn töldu þetta framtak Iðnaðarbankans mjög gagnlegt fyrir sig og að þeir hefðu fengið þar betri innsýn í málefni íslenzks þjóðfélags en áður. Einn þeirra manna, sem fluttu erindi á þessari ráðstefnu, var Garrett F. Bouton, aðalbankastjóri Scandinavian Bank í Lond- on. Eins og kunnugt er hefur nokkuð ver- ið um það rætt að fá erlenda banka til þess að gerast híuthafar í íslenzkum banka eða bönkum og m.a. hefur komið fram áhugi hjá viðskiptaráðherra á því,_ að er- lendur banki gerðist hluthafi í Útvegs- banka íslands hf. Garrett F. Bouton sagði, að frumskil- yrði fyrir því, að erlendir bankar hefðu áhuga á að gerast aðilar að banka hér væri, að íslenzk stjórnvöld gripu ekki með óeðlilegum hætti inn í starfsemi bank- anna. Ræðumaður útskýrði ekki frekar hvað hann átti við, en spyija má t.d., hvort þrýstingur stjómvalda á bankakerfíð að lækka vexti nú undanfarnar vikur mundi flokkast undir slík afskipti. I annan stað sagði hinn erlendi bankastjóri, að erlendur banki mundi ekki hafa áhuga á að gerast svo stór hluthafí í íslenzkum banka, að ef hinn íslenzki banki lenti í vandræðum yrði erlendi bankinn látinn sitja uppi með þau. M.ö.o. mundu erlendir bankar leggja áherzlu á, að verða ekki svo stórir hlut- hafar í íslenzkum bönkum, að hætta væri á, að til þess yrði ætlazt að þeir leystu vandamálin, ef upp kæmu. Það mátti skiija orð Bouton svo, að erlendir bankar hefðu staðið frammi fyrir slíkum vandamálum annars staðar og vildu ekki brenna sig á þeim aftur. Þetta eru athyglisverð sjónarmið fyrir okkur íslendinga að kynnast vegna þess, að við höfum áreiðanlega tilhneigingu til þess að ætla, að erlendir bankar, sem kynnu að fjárfesta í bönkum hér, mundu hafa löngun til þess að ná yfirráðum yfir þeim, en samkvæmt orðum hins erlenda bankastjóra er svo ekki og raunar þvert á móti. Þá var óneitanlega fróðlegt að heyra það á þessari ráðstefnu, að ísland er í hópi þeirra ríkja, sem njóta einna mests lánstrausts og eitt örfárra ríkja, þar sem erlendur banki hefur aldrei tapað nokkrum fjármunum á viðskiptum. Hins vegar kom það líka fram, að nú væri viss áhugi hjá fyrirtækjum á íslandi að taka upp bein viðskipti við erlenda banka án milligöngu íslenzkra banka. Á það var bent, að ein- ungis örfá íslenzk fyrirtæki hefðu stundað slík viðskipti milliliðalaust hingað til. Það væri út af fyrir sig skiljanlegt, að önnur fyrirtæki hefðu hug á því m.a. til þess að losna við þann kostnað, sem fælist í milli- göngu íslenzkra banka. Hins vegar var á það bent, að jafnvel miðlungsstór fyrir- tæki á íslenzkan mælikvarða, væru svo lítil á erlendan mælikvarða að það væri tæpast vetjandi fyrir erlenda banka að eyða tíma og íjármunum í viðskipti, sem ekki væru stærri í sniðum. „í annan stað sagði hinn erlendi bankastjóri, að erlendur banki mundi ekki hafa áhuga á að gerast svo stór hluthafí í íslenzkum banka, að ef hinn íslenzki banki lenti í vand- ræðum yrði er- lendi bankinn lát- inn sitja uppi með þau.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.