Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988 Rœtt við Steingrím Bjarnason fisksala Morgunblaðið/Bjami SteingTÍmur Bjarnason Mér hefur Á árunum í kringum 1950 var hálfgerður gullgrafastíll á Reykjavík. Fólk þyrptist þangað hvaðanæva af landinu og ný hús risu upp úr kartöflugörðum og mýrarsundum rétt eins og hendi væri veifað. Á þessum árum var byijað að byggja Smáíbúða- hverflð og Bústaðahverfið, og Sogamýrin, þar sem áður hafði verið smábúskapur af ýmsu tagi, þar varð nú vonarland unga fólksins. Þar reyndi það að gera að veruleika skýjaborgir bjart- sýninnar, sem flestir leggja út í lífsbaráttuna með. Strætisvagn- arnir skröngluðust eftir rykug- um vegi upp úr bænum og á hveijum áningarstað kölluðu bílstjórarnir þreytulegri röddu upp nöfii staðanna, t.d.: „Kringlumýri, Sogamýri," o.s.frv. en Sjómannaskólann bar við himinn og kartöfluskúrarnir vörðuðu veginn. Um þetta leyti voru ung hjón að byggja sér hús við Sogaveginn. Þau voru bæði fiedd og uppalin fyrir vestan og hin vestfirska atorka brann þeim í blóði þar sem þau stóð við að steypa og naglhreinsa spýtur með barnahópinn sinn í kringum sig. Þarna voru kornin þau Steingrimur Bjarnason frá Bol- ungarvik sem seinna varð þekkt- ur fisksali í Reykjavík og Kristín Kristjánsdóttir kona hans, en hún var feedd og uppalin á Isafirði. Þau voru þá nýlega gift og „guð hafði blessað þau með barni ár hvert," eins og guð- hrætt gamalt fólk sagði hér áður fyrr og þarna voru þau koinin til að byggja yfir barnalán sitt. Eg heimsótti Steingrím í um- rætt hús _ fyrir skömmu. í upp- hafi var þetta lítið einlyft hús en smám saman var byggt við það á ýmsa enda og kanta eftir því sem fjölskyldan stækkaði, og nú er það orðið þannig að manni dettur helst í hug það sem segir á einum stað í Biblíunni: „í húsi föður míns eru margar vistarverur". Það hefur heldur ekki veitt af mörgum vistar- verum því Steingrímur og Kristín eignuðust saman ellefu böm og áttu jafnframt áður sína hvora dótt- urina. Einnig þjuggu foreldrar Steingríms og systir hans í við- byggingu við húsið og í bílskúmum var árum saman fiskbúð, svo ein- hvemtíma hefur verið „söngur í Tobbukoti". Steingrímur hefur fallist á að ég taki við hann viðtal, þó hann sé svolítið áhyggjufullur yfir þessari framvindu mála. Það er þó bót í máli að við þekkjumst frá gamlli tíð, ég keypti hjá honum fisk allt frá bamæsku og veit því af eigin reynslu hve gott var að versla við hann og Kristínu konu hans. Þau tóku vel á móti öllum, ungum sem gömlum og reyndu að sjá um að allir væru afgreiddir í röð, hvort sem þeir voru stórir og potuðu tor- tryggnir í fiskinn til að athuga hvort hann væri nú virkilega nýr, eða svo lágir í loftinu að þeir næðu varla uppá borðbrúnina. Steingrímur Bjamason er fæddur 8. apríl frostaveturinn mikla árið 1918, næstyngstur 12 bama þeirra Bjama Bárðarsonar bónda á Hóli í Bolungarvík og konu hans Kristínar Ingimundardóttur. Bjami stundaði sjó á bátum og kútterum og þurfti af þeim sökum oft að vera langdvöl- um frá heimili sínu. „En mamma var jafnlynd og þrekmikil mann- eskja þó hún væri smávaxin og hún lét sig ekki muna um að bæta skepnuhirðingu við önnur verk sín, sem þó vom ærin. Hún annaðst sitt stóra heimili og vann allan fatn- að sem heimilisfólk þurfti, saumaði og prjónaði og sinnti svo kúnum tveimur og 50 kindum þegar pabbi var á sjó,“ segir Steingrímur. „Við höfðum líka hænsni í kjallaranum og ég man enn hve notalegt og heimilislegt mér fannst að sitja niðri í kjallara hjá hænsnunum og horfa á þau kúra sig á prikunum þegar kvölda tók og hlusta á þau gagga í ýmsum tóntegundum. Við bjugg- um á Hóli þar til ég var tíu ára og þann tíma var ég í slagtogi við ákveðinn strákahóp sem notaði ekki sterkari blótsyrði en þremillinn og ansvítinn. Þegar ég kom svo í skóla eftir að við fluttum út á Holt þá var mér strítt á því að ég kynni ekki að blóta og væri eldrauð- hærður. Ég ákvað fljótlega að ég skyldi ekki lengi láta stríða mér á því að ég kynni ekki að blóta en hárið varð ég að sitja uppi með. Mér fór svo stórkostiega fram í blótsyrðanáminu að skömmu síðar sagði mamma við mig: „Steingrím- ur, ég held nú bara að þú sért að verða orðljótasti strákurinn í allri BoIungarvík.“ Fyrsta ástín Ég fékk ekki strangt uppeldi þó vissulega væri ég áminntur ef þörf krafði. En ég var latur að læra að Iesa og því enn stirðlæs þegar ég kom í skólann. Áður hafði ég þó verið sendur í stöfunarskóla sem svo var kallaður. Þar átti ég að læra að lesa. Það gekk nú svona og svona með lesturinn. Hins vegar varð ég þama alvarlega ástfanginn og það var fyrsta ástin mín. Sú elskaða var lítil og búttuð budda, Guðmunda Elíasdóttir sem seinna varð óperusöngkona. Ég reyndi mjög að ganga í augun á henni og vissi varla hvemig ég átti að láta í því skyni. Kennaranum, Kristjáni Stefánssyni, blöskraði algerlega látæði mitt og veitti mér þungar ákúmr en ekkert dugði. Loks rak hann mig úr stöfunarskólanum og þeirri ákvörðun hans varð ekki hnikað. Eftir að ég hóf skólagöngu þótti ég líka fremur ódæll og þar kom að ég var líka rekinn úr þeim skóla og varð að hafa það að lesa síðasta bekk skólans utanskóla. Mér þótti þetta að vonum slæmt en mér gekk sæmilega á prófinu. Mömmu þótti þetta ekki síður slæmt en mér. Sveinn Halldórsson hét skólstjórinn minn og þó ég hafi vafalaust verið honum erfiður þá veit ég að honum var alltaf vel til mín og mér var hlýtt til hans líka. Þegar hann var áttræður þá sendi ég honum vísur við lag Jenna Jóns, „Þú birtist mér í draumi..." Eg minnist þín í vöku sem voldugt ævintýr er velgdir mér ósjaldan undir uggum En ávöxtur þíns erfiðis var oft á tíðum rýr á útlqálka í hríðarbyl og skruggum Ég minnist kennslustunda, þú hafðir máski hátt þvi hugur þinn og hjarta fylgdu máli þú vissirjú að eskimóar átu og gleyptu hrátt þú eldaðir vom mat á lífsins báli Ég minnist þín í dag eins og dagsins ævintýr ég doka við og pára þessa kveðju þú áttræður ert orðinn og ertu samt sem nýr í alheimsmengun, for og drulluleðju Ég minnist þín með þakklæti, þessu trúa mátt er þögul minning hvarma mína bleytir Mínar bestu óskir þær bergmáli nú hátt í bænum sem að hlýju og skjól þér veitir Það var lítið um skemmtanir þegar ég var barn í Bolungarvík. Eftir hver jól kom þó Hjálpræðis- herinn á Isafirði með jólatré til Bolungarvíkur og hélt þar jóla- skemmtun. Öll böm fóru á þetta jólatré og maður hlakkaði til allt árið að fá að ganga í krinjgum tréð og syngja fram á kvöld. I bíó kom ég ekki fyrr en ég fór til ísafjarðar til að stunda sjó, þá kominn yfir fermingu. Ég réði mig fjórtán ára sem hjálparkokk á togara sem Bárður bróðir minn var stýrimaður á. Við vomm aðeins tveir bræður sem komust til fullorðinsára. Ég er heitinn eftir bróður mínum sem lést í bamæsku en hann bar nafn Steingríms Thorsteinssonar, sem ásamt Matthíasi Jochumsyni og Kristjáni fjallaskáldi var í miklu afhaldi hjá mömmu. Hún hafði allt- af ljóð Steingríms á náttborðinu sínu. Bárð bróður minn missti ég árið 1943. Þá var ég á Neskaupstað á skipi sem var að búa sig undir að sigla út með fisk. Ég var niðri í lest að ganga frá fiskinum þegar ég fékk skilaboðin. Þau slógu mig andskoti illa. Ég varð að fara uppúr lestinni og inn í lúgar til þess að orga og fá útrás á tilfinningunum. Berdreymni bjargaði föður mínum Ég hafði misst systur þegar ég var sjö ára gamall en var of ungur til að skynja þann harmleik. Ég man að ég var miklu fremur talsvert montinn af því að allra augu beindust að fjölskyldu minni. Daginn sem systír mín var jörðuð var ég í nýjum fötum sem mamma hafði saumað á mig úr álafossklæði, og á þeim var gul stjama. Eftir jarðarförina var ég sendur í bakarí eftir kökum fyrir gesti og ég man enn hvað ég var montinn. Berdreymni föður míns kom í veg fyrir að ég yrði snemma föðurlaus. Svoleiðis var að hann hafði eitt sinn verið á suðurlandsvertíð og var að fara heim. Hann hafði fengið far með bát þar sem kunningi hans var vélstjóri. Hann hafði þegar borið dótið sitt um borð og svaf í bátnum eina nótt. Um nóttina dreymir hann að faðir hans kemur til hans og segir: „Þú átt ekki að fara með þess bát vestur Bjami, þú átt að fara með hinum bátnum," en það var annar bátur að fara vestur daginn eftir. Faðir minn lét ekki pabba sinn koma til sín erindisleysu. Hann tók pokann sinn í land um morguninn og bar einhveiju víð og fór svo með hinum bátnum vestur og komst þangað heill á húfi en báturinn sem hann hafði ætlað með lagði af stað vestur en kom aldrei fram. Fyrstu vertíðina mína var ég á bát sem hét Elliði og hann átti pabbi og tveir menn aðrir. Annar þeirra var kallaður Mangi Hrafn og ég man að ég bar stundum á móti honum bala þegar búið var að beita. Þetta var langt og þungt að bera fannst mér en þá sagði þessi Mangi Hrafn: „Þú átt að fara að drekka og reykja strákur svo þér fari að fara fram.“ Og hann vitnaði í einhvem strák inn á Djúpi, þennan bölvaða væskil fram eftir öllu. En þegar hann fór að drekka og reykja þá var eins og sett hefði verið í hann vítamínsprauta. Ég lét mér þetta þó ekki að kenningu verða í það skiptið. Seinna átti ég svo eftir að bera hvort tveggja við, enda var ég í mörg ár á sjónum, ýmist á bátum eða togurum og barst leikurinn víða. Eitt sinn á stríðsárunum var ég á togara í erlendri höfn og missti þar af skipinu. Menn þar ytra voru ekkert að láta þá menn ganga lausa sem ekki gátu gert viðhlítandi skil á sér og þess vegna var mér stungið í fangelsi. Þar beið ég eftir hentugu fari heim. Svo var það einn daginn að fangavörðurinn sagði mér að nú kæmist ég heim daginn eftir því íslenskt skip væri í höfninni. Þar var kominn togarinn Jarlinn. Mig setti hljóðan því skömmu áður hafði mig dreymt að ég var staddur úti á lygnum sjó á þessu sama skipi. Þá dynur allt i einu yfir okkur mikil kúlnahríð svo við fæmm okkur úr brúnni og fömm að bisa við að koma út lífbát. Þá sé ég kafbát rétt við skipið og í sama bili dynur á okkur ný kúlnahríð og ég vakna. Fangavörðurinn sagði mér að það færi einnig annað skip til íslands nokkm seinna og mætti ég ráða á hvað skip ég færi. Ég fór heim með Jarlinum og komst heill í höfn. En þegar ég var farinn af skipinu þá hélt það áfram ferð sinn en í þeirri ferð fórst það. Öðm sinni dreymdi mig draum sem mér þótti heldur feigðarlegur. Mér þótti kunningi minn, Herbert að nafni, sem þá hafði fyrir skömmu farist á sjó, koma til mín og biðja mig að fylgja sér. Ég tregðaðist við sagðist þurfa að fara heim og kveðja en Herbert sagðist þá mundu bíða mín. Ég hafði um þetta leyti nýskeð fengið tilboð um að ráða mig á skip frá ísafirði en hafði ekki gefið ákveðið svar. Mér varð illa við þennan draum. Ég sagði hann mömmu en hún gerði lítið úr og sagði: „Þú ferð ekki fyrr en þú átt að fara.“ Við þetta varð mér hughægra þar til ég hitti konu eina úr þorpinu inn í Einarsbúð og hún sagði við mig: „Ertu búinn að ráða þig til sjós,“ en ég sagðist ekki vera búinn að því. „Mig var nú að dreyma þig fremur illa,“ segir hún.„Þú varst í sjófötum sem mig hefur áður dreymt tvo menn í og þeir fórust báðir skömmu seinna." Ekki varð þetta til að bæta líðan mína en ég ákvað þó að ráða mig á skipið. Ekki tók svo betra við þegar ég fór að kveðja tvo vini mína og spilafélaga og móður þeirra. Þá sagði hún við mig: „Anskoti leggst þessi ferð þín eitthvað illa í mig.“ Þá var ég alveg gáttaður á þessu öllu saman. Báturinn sem ég hafði þá ráðið mig á kom svo að sækja mig um kvöldið og þegar ég fór þá leit ég á Víkina eins og ég væri að sjá hana í síðasta sinn. Það fór hins vegar svo að það kom ekkert illt fyrir mig í þessari ferð nema það að ég skar mig í höndina en það fór þó allt betur en á horfðist. Þama var því ljótur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.