Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 61
61 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988 mennafélagi Selfoss og stofnaði árið 1961 Sunddeild UMF-Selfoss ásamt Herði S. Óskarssyni og fleiri góðum mönnum. Hann var fyrsti formaður sunddeildarinnar og gegndi því starfi samfellt í 11 ár. Eg held að ekki sé ofsagt að það sé ómælt það starf sem eftir Helga og Hörð liggur á vettvangi sund- deildar UMF - Selfoss. Helgi var alls staðar hvetjandi og upplífgandi þar sem sundíþróttin var til um- fjöllunar. Helgi var ötull sjálfstæð- ismaður og starfaði dyggilega að framgangi flokksins á Selfossi. Hann gekk í Rotaiyklúbbinn á Selfossi og starfaði þar með félög- um sínum um árabil. Helgi var íþróttamaður um langt árabil og lagði rækt við sundið. Sem lítill drengur byijaði hann að fara í laugamar með föður sínum, Björg- vin, sem var góður leiðbeinandi enda gamall sundkappi og hafði um árabil lagtr sérstaka rækt við sund- iþróttina. Helgi og Björgvin, faðir hans, kepptu á mörgum sundmótum á sínu besta skeiði i sundinu. Það var Helga mikið ánægjuefni að sonur hans, Tryggvi, skyldi feta f fótspor þeirra feðga og leggja sundíþróttina fyrir sig. Nær daglega fór Helgi í sund og synti nokkur hundruð metra og hélt þannig við sundþjálfun sinni. Hann var mikill útivistarmaður og stundaði golfíþróttina hvenær sem tækifæri gafet. 1981 fluttu Helgi og Unnur suð- ur. Eftir að Helgi flutti suður réðst hann í að stofna trésmifju í Hafnar- firði ásamt syni sínum, Gunnari, húsasmið. Rekstur trésmiðjunnar gekk vel í fyrstu og byggðu þeir feðgar flölda húsa. Þeir byggðu myndarlega }rfír starfsemina í Hafnarfírði og höfðu flölda manns í vinnu. Þegar frá leið fór að syrta í álinn í þessari iðngrein og óstöðug- leiki í þjóðfélaginu varð þess vald- andi að mörg fyrirtæki í þessari grein urðu að hætta rekstri. Það má segja að það hafi verið gæfa Helga að bregðast rétt við aðsteðj- andi vanda á réttum tíma. Enga fyrirgreiðslu var að fá í bankakerf- inu til að fjármagna byggingarstig húsanna og húsnæðismálalánin komu seint og um síðir. Fólk gat hreinlega ekki staðið í skilum á réttum tíma vegna vanefnda á lán- um. Ég dáist alltaf af heiðarleika og hugrekki Helga á þessum erfiðu tímum sem fóru í hönd. Það má segja að Helgi hafí lagt allt í sölum- ar til að forðast það, að fólk sem átti viðskipti við þá hlyti skaða af er starfsemin stöðvaðist. Helgi og Gunnar unnu í heilt ár, kauplaust, til að skila af sér verkefnum sem voru ófrágengin. Allt þetta tók mjög á Helga og fjölskyldu hans. Helgi fór aftur að vinna við iðn- grein sína og vann nú síðustu árin sem rakari á Keflavíkurflugvelli. Að leiðarlokum kveð ég mág minn og góðan vin með söknuði og óska honum Guðs blessunar f nýjum heimkjmnum. Unni, bömum og bamabömum sendi ég innilegustu samúðarkveðj- ur og bið Guð að blessa þau og styrkja í sorg þeirra og söknuði. Páll Andreasson Blómmtofa Fnðfinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tli kl. 22,- einnig um heigar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. V ** Á morgun, 31. október, er til hinstu hvílu lagður mágur minn, Helgj Björgvinsson hárskerameist- ari, sem lést langt um aldur fram, hinn 24. þessa mánaðar. Það er furðulegt hvemig tilviljanir lífs og dauða em, því dánardag Helga ber upp á sama mánaðar og vikudag og lát tengdamóður hans og móður minnar, Elínar Pálsdóttur. En vegir Almættisins em órannsakanlegir. Sambandið á milli Helga og mömmu var náið og gott enda vom foreldr- ar mínir í sambýli með Helga og Unni systur síðustu æviár þeirra °g þjuggu þau saman á Tryggva- götu á Selfossi, þar til faðir okkar Unnar, Gunnar Kristjánsson lést 1980. Móðir okkar hafði þá verið á sjúkrahúsi og vart hugsa ég að betri og nærgætnari tengdason hafi hún getað átt annan en Helga, slík var upphyggja hans og ástúð gagnvart henni, en hún lést 24. október 1983. Helgi var fæddur á jóladag 1934 í Reykjavík og ólst upp á Kirkjubóli í Laugamesinu. Hann var sonur Björgvins Vigfússonar og konu hans, Ingibjargar Helgadóttur, sem nú em bæði látin. Helgi tók snemma ástfóstri við sundíþróttina og var virkur og snjall sundmaður allt til dánardægurs. Mun hann hafa haft þennan áhuga frá föður sínum, sem var mikill íþróttamaður á sínum yngri ámm og hlaut Björgvin margar viður- kenningar fyrir afrek sín. Helgi hvatti böm sín þegar á unga aldri til þess að leggja rækt við sund- íþróttina. Það bar þann árangur að yngsti sonur hans, Tryggvi, varð margfaldur íslandsmeistari í sundi og keppti hann fyrir íslands hönd í sundi á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984. Helgi stundaði golf um árabil og var mjög liðtækur kylfíngur. Helgi kvæntist systur minni, Unni, 27. júlí 1956. Bjuggu þau fyrstu búskaparár sfn f foreldrahús- um okkar Unnar og þar fæddust þeim tvö fyrstu bömin, Gunnar, sem nú er trésmíðameistari og fram- kvæmdasfjóri eigin fyrirtækis, og Elín, matreiðslumeistari hjá Loft- leiðum. Mér er það minnisstætt þegar Gunnar var smábam og ég var að hasast og gantast með hann, þá sagði móðir mín að ég ætti eftir að gera bamið alveg óviðráðanlegt úr óþægð. En það er nú svo að ég veit ekki hvor hlakkaði meira til, ég eða hann, þegar ég kom heim af sjónum. Ekki bætti úr skák þeg- ar Kristján bróðir kom heim eftir þriggja ára siglingu um öll heimsins höf, þá held ég að þeirri gömlu hafí verið allri lokið við aðfarir okk- ar. En þó við göntuðumst með bam- ið þá beið það nú ekki tjón af. Arið 1958 fluttust Helgi og Unn- ur austur á Selfoss þar sem Helgi setti á stofn rakarastofu og síðar verslun. Þau bjuggu fyrst á Bjargi, sfðan á Austurvegi þar til þau byggðu sér ágætt einbýlishús á Birkivöllum og kom þá dugnaður og ósérhlífni Helga best í ljós. 1973 keyptu þau svo hús við Tryggva- götu ásamt foreldrum mínum og bjuggu þar uns þau fluttu frá Sel- fossi. Á Selfossi fæddust þeim seinni bömin tvö, Björgvin stýrimaður, búsettur á Selfossi, og Tryggvi, nemi í viðskiptafræðum við háskóla í Bandaríkjunum. Það gefur auga leið að sund- áhugi Helga átti eftir að hafa áhrif á unga sem aldna á Selfossi, enda fór svo að Helgi varð aðaldriffjöðrin í sundíþróttinni þar og hafa fyrir hans áhuga og tilstuðlan mörg ung- menni náð langt í íþróttinni. Árið 1981 fluttu þau hjónin til Hafnar- §arðar þar sem þeir Helgi og Gunn- ar sonur hans settu á stofn trésmíðaverkstæði sem þeir ráku í nokkum tíma. Helgi gérðist þá hár- skeri hjá hemum á Keflavíkurflug- velli. Helgi var mjög félagslyndur maður og átti því gott með að umgangast fólk og varð þar af leið- andi vinmargur. Hann var hrókur alls fagnaðar og átti gott með að koma fyrir sig orði þegar við átti. Það er nú skarð fyrir skildi að honum látnum og þung raun hjá minni elskulegu systur og bömum, tengdabömum og bamabömum hennar. En ég veit að almættið mun milda harm þeirra, en góður og gegn maður mun ekki gleymast eins og segir í Hávamálum. Deyr fé, dejja frændur, deyr sjálfur Mð sama; en orftetir deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Siggi. Það er mismunandi, hve auðvelt er að sætta sig við, þegar vinir og félagar stíga á skipsfjöl, setja upp segl, sigla og sjást ekki aftur, en minningin ein er eftir. í dag sigla menn á öllum aldri, en því yngri sem menn ganga til skips og sigla, því erfíðara eigum við vinir þeirra með að sætta okkur við orðinn hlut. Alltaf er það svo, að þegar góðir drengir stíga á ijöl og sigla, koma margra ára minningar upp í huga vina sem ennþá standa og bíða fars. Við sem höfðum dagiegt sam- band við vin okkar og félaga Helga, erum harmi slegnir við fráfall hans. Helgi Björgvins var ekki einn þeirra sem bar tilfinningar sínar á borð annarra. Hann var fyrst og fremst mjög ákveðinn persónuleiki, hafði sínar skoðanir á hlutunum og lét þær í ljós. Fyrir rúmum 30 árum flutti hann sig um set með unga konu að Sel- fossi. Þar byggðu þau sér fagurt heimili og það átti að verða þeirra samastaður. Á Selfossi var ekki bara þeirra lifíbrauð, því Helgi var íþróttamaður af lífi og sál. Hér verða ekki rakin öll hans auka- störf, án þess að vera metin á þeim tíma. Aðeins verður þó að geta þess mikla starfs fyrir UMS Sel- foss, Sunddeild Selfoss, Golfklúbb Selfoss og hjónaklúbb Selfoss o.fl. Hægt er að halda áfram og um langan tíma héðan í frá, munu sjást spor sem seint skefur í og fyllast, bæði í menningar- og íþróttamál- um, þar sem Helgi átti stóran og jafnvel stærstan þáttinn í. En þegar góður drengur er geng- inn gleymist oft að geta samferða- félaga, en eitt vitum við öll að „ber er hver að baki nema sér bróður eigi“. Konu átti Helgi góða, Unni Gunnarsdóttur, sem ávallt studdi við bak hans og hvatti fremur til dáða, það þekkjum við vinir hans vel. Og menn sem stunda golf og sund þeir sitja ekki alltaf heima, en einmitt þetta tvennt var dálæti Helga. Hvonigt gefur tilefni til heimasetu. Á frídögum var það golfíð sem átti Helga, en flesta þá morgna, áður en mætt var á golf- völlinn, var hann búinn með sína 200 hundruð metra í lauginni. Og táknrænt er það að þessi góði drengur stígur á skipsfjöl að af- loknu 200 m sundi. Síðastliðin 4 ár starfaði Helgi á Keflavíkurflugvelli. Þar eignaðist hann nýja og góða félaga ásamt endumýjun á gömlum og góðum félagsskap. Kaffísopi með vinum og spjall í smástund fyrir vinnudag gefur öllum sem hlut eiga að máli uppörvun fyrir starf dagsins. Þar er rætt um menn og málefni, veður og fleira. Að loknu tali kallar vinn- an, það á að talast við aftur í matar- hléinu, — en nú verðum við að bíða sem ekki höfum fengið farseðilinn þar til hann verður í okkar hendi lagður. Þangað til munum við rabba saman og minnast góðs félaga. Biðjum við þess að sá sem ræður byr styðji og styrki konu hans og böm, því þau eiga á bak góðum eiginmanni og föður og umfram allt góðum dreng að sjá, Vinir og vinnufélagar á Kefiavíkurflugvelli Helgi verður jarðsunginn frá Laug- ameskirkju á morgun, mánudaginn 31. okt., kl. 13.30. LEGSTEINAR mosaik h.f: Hamarshöföa — Sími 681960 + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VILBORG GUÐMUNDSDÓTTIR, Elnlbergl 17, Hafnarfirði, verður jarðsungin mánudaginn 31. október kl. 13.30 frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Þorbjörg Þorsteinsdóttir, Jón Fr. Jónsson, Steinþóra Þ. Arndal, Slgurður Þ. Arndal, barnabörn og barnabarnabörn. OTRULEGT, satt SKÓLAFÓLK - FYRIRTÆKI - STOFNANIR - EINSTAKLINGAR - HEIMILI FWÍewtri hi ?«*'SsASp""' . ESSS WBS, 12 geröir og veröflokkar af AMSTRAD PC-tölvum á tilboði sem ekki er hægt aö hafna. DÆMI 1: AMSTRAD PC 1512/20MB harður diskur 14“ sv.hv. skjár. Fjöldi fylgihluta og forrita t.d. MÚS, GEM, RITV.ÁÆTLG., LEIKIR O.FL O.FL Stór fsl. handbók og 30% afsl. ó 12 tfma PC-nám- skeiði hjá Tölvufræðslunni. OKTÓBERTILBO0 104.900,- 79.800,- p----------------------——— ' ----->> DÆMI 2: AMSTRAD PC 1640/20 MB harður diskur 14“ sv.hv. hágæða skjár. Innbyggt EGA, HERCULES OG CGA kort, fjöldi fylgi- hluta og forrita. Stór ísl. handbók og 30% afsláttur á 12 tíma nám- skeiði hjá Tölvufræðslunni. OKTÓBERTILBOÐ 121.800,' 99.800,- ÓDÝRASTA AMSTRAD PC: 1 drif 14“ skjár aðeins DÆMI 3: AMSTRAD PPC 512 ferðatölva/1 drif, 10“ skjár, AT- lyklaborð, 5,4 kg. OKTÓBERTILBOÐ; 59.9IOO,- 49.900,- Kynntu þér AMSTRAD - Það er ekki að ástæðu- lausu að AMSTRAD PC-tölvur eru mest seldu tölvur í Evrópu í ár. Ástæðurnar eru meðal annars: Fullkomlega IBM samhæfðar + ríkulega útbúnar af fylgihlutum og for- ritum + ótrúlega lágt verð= Lang bestu tölvukaupin. GREIÐSLUKJÖR VIÐ ALLRA HÆFI/ H5CE) RAÐGREIÐSLUR Allt verð miðað við gengi 30. september og staðgreiðslu. TÖLUULHND ~ HLEMMI LAUGAVEGl 116 V/HLEMM S.621122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.