Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988 4í Aðilar vinnumarkaðarins verða að bera ábyrgð á þeim samningum sem þeir géra Ólafllíspjörnsson Morgunblaðið/Bjami Rœtt við Ólaf Björnsson prófessor um kreppuástand fyrr og nú Auglýsingar um nauðungaruppboð og gjaldþrotaskipti sýna svo ekki verður um villst að það eru erfiðir tímar hjá mörgu fólki í dag. Eldra fólk hristir höfuðið yfír þessu ástandi og kennir um sóunarstefiiu. Sumir ganga svo langt að líkja efiiahagsástandinu við það ástand sem skapaðist á Qórða áratug þessarar aldar og kennt er við heimskreppuna. En miðað við lýsingar fólks á lífinu á kreppuárunum þá virðist þó langur vegur frá að almenningur búi við jafii kröpp kjör og þá gerðist. En er eitthvað sameiginlegt með þessum tveimur tímabilum og þá hvað? Með þessar spumingar í huga gekk ég á fund Ólafs Björnssonar prófessors. Ólafúr var við hagfræðinám í Kaupmannahöfii á kreppuárunum og kom hingað heim til starfa að loknu námi árið 1938, í lok kreppunnar. Allar götur síðan hefúr hann fylgst grannt með íslensku efnahagslífi. Olafur Bjömsson er fæddur að Hjarðarholti í Dölum árið 1912, sonur hjónanna séra Bjöms Stef- ánssonar og konu hans Guðrúnar Ólafsdóttur. Afi Ólafs, séra Ólafur Ólafsson var þá prestur í Hjarðar- holti og hélt þar alþýðuskóla sem faðir Óíafs Bjömssonar kenndi við um tíma. Séra Bjöm flutti með konu sína og Ólaf son sinn á fyrsta ári að Görðum á Alftanesi þar sem hann var aðstoðar prestur hjá séra Jens Pálssyni um tíma. Seinna varð hann prestur að Bergsstöðum í Svartárdal og þar missti hann konu sína frá fjórum ungum bömum. Ólafur, elsti sonurinn var þá sex ára. Eftir móðurmissinn var Ólafur sendur um tíma að Hjarðarholti til afa síns og ömmu og var þar í u.þ.b. eitt ár en þá fór hann aftur til föður síns sem nokkru seinna varð prestur að Auðkúlu í Svína- vatnshreppi þar sem hann þjónaði í þijátíu ár. Hjá föður sínum ólst Ólafur upp þar til hann fór í Menntaskólann á Akureyri haustið 1927. „Ég las fimmta bekk að sumri til og tók stúdentspróf vorið 1931, rétt um það bil sem kreppunnar fór að gæta hér á landi,“ sagði Ólafur í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins. „Upphaf heimskreppunn- ar hefur alltaf verið talið verðbréfa- hmnið í Washington haustið 1929. Árið 1931 fór að bera á atvinnu- leysi og verðfall varð á afurðum hér á landi . Einkenni kreppunnar komu ekki fram hér fyrr vegna framkvæmdanna í kringum alþing- ishátíðina, sem að vísu þýddu halla á fjárlögum. Veturinn 1931 til 1932 var ég innritaður í lagadeildina og sótti tíma fram yfir áramót. Þá afréð ég að hætta þó ekkert hefði ég á móti lögfræðinni, hún lá sæmi- lega fyrir mér. Haustið sem ég kom suður þá var gerð könnun á hve þjóðfélagið hefði þörf fyrir marga úr hverri grein sem kennd var þá við Háskóla íslands. Inn í lagadeild- ina innrituðust þetta haust 17 en samkvæmt könnunni var þörf fyrir þijá til fjóra lögfræðinga úr þessum hóp. Svona var þetta í hinum deild- unum líka, nema í guðfræðideild- inni. Ég fékk háa einkunn á stúd- entssprófi en sótti ekki um styrk það ár. Árið eftir fékk ég náms- styrk frá íslenska ríkinu og fór haustið 1932 til Kaupmannahafnar til hagfræðináms. Námi mínu lauk ég vorið 1938. Þann tíma sem ég var í Danmörku þá vann ég ekki með námi nema lítilsháttar tvö síðustu árin. Þá útvegaði danskur skólafélagi minn mér vinnu á veit- ingahúsi. Á þessum veitingastað var leirtauið þvegið upp í vélum og mitt starf var að setja í vélarnar og taka úr þeim aftur. Þarna unnu fleiri stúdentar og fyrir vinnu okkar fengum við fullt fæði. Fyrstu árin bjó ég hjá dönskum hjónum og borðaði hjá þeim en síðustu tvö árin og hálft ár til viðbótar var ég á dönskum stúdentagarði. Flestir stúdentar voru þá einhleypir. Ég man aðeins þijú dæmi þess að íslenskir stúdentar sem þá voru úti í Kaupmannahöfn við nám festu ráð sitt og stofnuðu heimili. í öllum til- vikum höfðu eiginkonurnar þá vinnu. þennsla og ofljárfesting olli m.a. kreppunni Það var að mörgu leyti lær- dómsríkt að vera við hagfræðinám á tímum heimskreppunnar. Menn hafa raunar deilt um það fram á þennan dag hver hafi verið orsök þessarar kreppu. Á árunum 1924 til 1929 var mikill uppgangur og þennsla og mikið fjárfest. Það sýndi sig hins vegar að þær fjárfestingar voru ekki arðbærar og hrunið kom. Það er ekki fráleitt að bera ástand- ið þá saman við það sem hefur ver- ið að gerast hér nú að undanförnu. Heimskreppa af þeirri stærðargr- áðu sem varð á fjórða áratugnum myndi nú varla geta. hugsast. Þegar mikið verðfall varð í Bandaríkjunum á verðbréfamarkaðinum fyrir um tveimur árum þá óttuðust sumir að sagan frá 1929 kynni að endurtaka sig. Það varð þó ekki, þó nokkurs samdráttar gætti í iðnaðarlöndum. Nú vita menn það miklu meira um þessa hluti en menn vissu á fjórða áratugnum að ég held að ekki sé hætta á að heimskreppa endurtaki sig. Það voru talin einhver stærstu mistökin í Bandaríkjunum að búið var að offjárfesta það mikið að hlutabréf í stærstu fyrirtækjunum hlutu að falla í verði því arðurinn var minni en svo að hann gæti stað- ið undir því hlutabréfaverði sem þá var. Þá átti að ráða fullkomið frelsi á peningamarkaðinum og stefna Seðlabankans í Bandaríkjunum var sú að halda algerlega að sér hönd- um. Af þessu leiddi svo að sumir bankar gátu ekki staðið í skilum og urðu að loka og það leiddi svo aftur til að enn aðrir þurftu að loka og svo koll af kolli. Seðlabankinn hélt að sér höndum af því að menn töldu að ella gæti farið svo að verð- bólga næði sér á strik. Nú kom hins vegar Seðlabankinn til sögunn- ar í Bandaríkjunum þegar verðfallið varð fyrir ekki ýkja löngu og þar með tókst að koma í veg fyrir víxlverkanir og verulegan samdrátt. I Bandaríkjunum ríkti á þriðja ára- tugnum mikill ótti við verðbólguna. Þá var gullfótarregla ríkjandi í bönkum. Þess vegna stjómaði gull- forði Seðlabankans því hversu mik- ið hann mátti lána. Þær takmarkan- ir sem gullfóturinn setti áður fyrr, þær em ekki lengur fyrir hendi, hvergi nokkurs staðar. Það er ekki vafi á að gullfótarreglurnar hóm- luðu mjög gegn því að bankamir gætu aukið útlán sín. Farið var að slaka á gullfótarreglunum í Banda- ríkjunum í forsetatíð Roosevelts og nú em þær úr sögunni. Bretar hurfu frá gullfótarreglunni í byijun krepp- unnar. í Danmörku vom bankar leystir frá gullfótarreglunni í byijun fyrra stríðs en gullfóturinn var end- urreistur þar nokkm eftir lok fyrri heimsstyijaldar en Danir hurfu þó frá honum aftur seinna. Hér á landi starfaði íslandsbanki á gullfæti, en horfið var frá gullfótarreglunni árið 1914 Aðalerfiðleikarnir að koma vörunni á markað í góðærinu 1986 og 1987 var fjárfest meira en grundvöllur var fyrir. Þessi mikla fjárfesting hefur leitt til hækkunar vaxta. Það hefði útaf fyrir sig getað gengið ef áfram- hald hefði verið á góðærinu. Það fór á annan veg og þess vegna lenda mörg þau fyrirtæki sem lagt hafa í miklar fjárfestingar í kröggum. Auk þess varð verðfall á sjávaraf- urðunum. Það hefur þó oft orðið meira og víðtækara t.d. árin 1967 og 1968. Á kreppuárunum varð ekki svo mikið verðfall á útflutn- ingsvömm okkar, aðalerfiðleikarnir vom þeir að koma vömnum á mark- að. Átvinnuleysi og kreppa var í öðmm löndum og því var mætt þar m.a. með því að draga úr innflutn- ingi en efla innlenda framleiðslu. Spánarstríðið var líka mikið áfall fyrir íslendinga því þar var aðal saltfiskmarkaðurinn okkar. Hann fór þá niður í nær því ekki neitt. Það sem hjálpaði og vóg á móti þessu vom síldveiðarnar og hátt verð á þeim afurðum. Atvinnuleysi hér í Reykjavík varð þó tilfínnan- legt þar til stríðið byijaði. í Dan- mörku var líka gífurlegt atvinnu- leysi. Þegar maður gekk eftir Strik- inu í Kaupmannahöfn þá var röðin frá Kóngsins Nýjatorgi og uppá Ráðhúspláss af mönnum sem seldu„De arbejdedslöses blad“. Það var náttúrlega ekki annað en dul- búið betl. Það kom fyrir að maður stakk að þessum mönnum aur en sjaldnast hirti maður blöðin. Islenskir stúdentar í Kaup- mannahöfn vom þá talsvert mikið til vinstri í stjómmálum en því var öfugt farið meðal stúdenta á ís- landi. Mér hefur verið sagt að einu sinni þegar boðið var fram í emb- ætti umsjónarmanns Háskóla ís- lands þá var sjálfstæðismanni stillt upp og á bak við hann stóðu menn úr öllum stjómmálaflokkum. Jafn- vel kommúnistamir kusu hann, fannst betra að fá sjálfstæðismann en nasista. En nasistamir unnu kosninguna gegn öllum hinum flokkunum sameinuðum, svona vom þeir sterkir hér. I Kaupmanna- höfn vom kommúnistar hins vegar öllu ráðandi í stjóm Félags íslenskra stúdenta þar, seinni árin sem ég var úti. Eitt sinn bauð Kristján heitinn Eldjám sig fram, studdur af allra flokka mönnum nema kommúnistum, hann kolféll fyrir manni kommúnista. Svona voru kaupgjaldsmálin þá Ég lauk prófi í hagfræði vorið 1938 og þá fór ég beint heim. Ég hafði tvisvar sinnum komið heim á námsámnum, árið eftir að ég fór og árið 1935. En maður fylgdist 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.