Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988 Texti og myndir: EINAR FALURINGOLFSSON Englendingar eru fastheldnir á hefðir og gamla siði. Einn fæð- ist sem aðalsmaður og annar sem verkamaður. Þeir siðir og þau óskráðu lög sem allt samfélagið byggirá, eru um margt ólík hjá afkomendum engilsaxanna og okkur íslendingum. Við sem löngum höfum státað okkur af stéttlausu samfélagi eigum oft erfitt með að skilja hversu agað aðrar þjóðir geta haldið uppi dýrkun sinni á öllum persónum sem bera blátt blóð í æð- um, hafa pípuhatt á kollinum og aka um á Rolls Royce. Þessi samfélagsmynd endurspeglast sterkt á breskum veð- reiðum, og ekki síst á hinum svokölluðu Darby-veðreiðum á Epsom-hlaupabrautinni í útjaðri Lundúnaborgar. Á Darby koma tugir þúsunda manna. Fólkið safnast saman í smáhæðóttu landslaginu, breiðir þar úr sér í kringum bogalaga græna hlaupabraut þar sem háfætt hlaupahross teygja sig eftir vellinum, með smávaxna knapa á baki. Það eru kapphlaupin sem draga fólkið á staðinn og allt snýst um. En fólkið kemur þó alls ekki allt á staðinn hestanna vegna, enda sjá það fæstir þegar þeir hlaupa sökum mannmergðarinnar. í mannlífsiðunni bland- ast saman ýmiskonar daunn; þar er matreiddur allskyns skyndi- matur, ölið er kneifað ótæpilega, mikið er skrafað og skeggr- ætt og prangararaf ýmsum þjóðernum reyna að selja allt milli himins og jarðar. Þarna eru fjölskyldur með nestiskörfur, vinnufé- lagar með bjórkassa, elskendur með stjörnur í augum og karlar í sjakkett og með pípuhatt. Yfir öllu þessi hvílir einhver spenna sem verður sjálfsagt til vegna allra veðbankanna. Fólkið, hvort sem það er í stúku aðals- ins í kringum drottninguna, í sætum sem greiða þarf aðgangs- eyri að, eða bara dreift yfir hæðirnar í kring, allt kemur það til að veðja. Stórar sem litlar fjárhæðir skipta um eigendur, og raddsterkir veðmangararnir opinbera tilboð sín og það hvernig veðmál standa. í kösinni týnast sjálf veðhlaupahrossin en hlaup- unum er lýst í kraftmiklum gjallkerfum og þeir eru vel settir sem hafa tekið með sér sterka sjónauka að heiman. Sá sem er hávax- inn og heppinn getur séð gráa skugga þjóta handan við mann- þröngina, og haldið réttilega að það séu hestarnir, það sem Darby-veðreiðarnar á Epsom-hlaupabrautinni byggjaá. Gestir á veðreiðun- um, og sér i lagi karl- mennirnir, þyrpast að veðbönkunum þar sem veðmálin eru skoðuð og kynnt, og síðan er veðjað. VEÐREIÐUM Innan um hattakrýndan aðalinn og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.