Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988 Minning: Arnaldur Þór garðyrkjubóndi Fæddur 23. febrúar 1918 Dáinn 21. október 1988 Amaldur Þór garðyrkjubóndi í Blómvangi í Mosfellsbæ lést í sjúkrahúsi í Reykjavík sl. laugardag sjötugur að aldri. Hann var elstur Qögurra bama hjónanna Helgu Kristinsdóttur Þór og Jónasar Þór verksmiðjustjóra en yngri systkinin - % eru' þau séra Þórarinn Þór fyrv. prófastur á Patreksfirði og Guðrún Þór. Amaldur átti við nokkra van- heilsu að stríða undanfarin ár og færðist þetta í aukana svo ekki var við ráðið. Hann lætur eftir sig eigin- konu, Kristínu Jensdóttur Þór, sem hann kvæntist 29. júlí 1944, og þijú uppkomin böm, þau Guðrúnu Þór hjúkrunarfræðing, Jónas sagn- fræðing og Ólöfu Helgu kennara. Helga kona Jónasar eldra féll frá um aldur fram er Amaldur var 10 ára gamall og svo sem að líkum lætur var það mikið áfall, einkum fyrir elsta soninn á viðkvæmum aldri. Snemma hneigðist hugur Am- alds að ræktunarstörfum og því réðist það svo milli feðgana að hann tók sig upp og fór til náms í garð- yrkju á Reykjum í Mosfellssveit vorið 1933, þá 15 ára að aldri. Þama hófst góður kunningsskapur milli hans og okkar bræðra sem stóð æ síðan enda varð ævistarf Amalds hér í Reykjahverfinu til dauðadags. Á þessum árum, á vor- dögum íslenskrar garðyrkju með nútíma sniði, þótti það eftirsóknar- vert ungum mönnum að komast að til verklegs náms hér að Reykjum. Þetta var þá stærsta og best búna gróðrarstöðin í landinu og í hraðri uppbyggingu, hafði á að skipa fær- um fagmönnum á sviði blóma og grænmetisræktar undir forystu Ni- els Thybjerg, garðyrkjustjóra. Ýms- um þótti í mikið ráðist af Amaldi svo ungum manni að fara í fjarlæg- an landshluta til vandalauss fólks og ráða sig til þess náms sem þá var sniðið að mestu eftir þágildandi iðnnámi og að hluta til að danskri fyrirmynd og þeim aga sem þar tíðkaðist. Þetta tókst þó mæta vel og hann naut sín vel í leik með jafn- öldum og í ströngu starfi með læri- meisturum sínum, sem reyndar vom þá flestir danskir, við störf í gróðurhúsum og á grænkálsökmm á hinum heitu lendum jarðarinnar. Árið 1937 er svo haldið til fram- haldsnámsins í garðyrkjuskólanum í Ollerup í Danmörku en síðan eitt ár í Þýskalandi þar sem hann lauk náminu. Haustið 1939 var hann þegar ráðinn að gróðrarstöð KEA á Akureyri, en þar undi hann ekki og tók því starfi sem honum bauðst að Reykjum sem verkstjóri yfir gróðrarstöðinni þar, og þótti það mikil virðingar- og ábyrgðarstaða á svo ijölmennum vinnustað. Árið 1946 kaupa þau hjónin Am- aldur og Kristín garðyrkjubýlið Blómvang af Jakobínu og Laurits Boeskov en þá fluttust þau búferl- um til Danmerkur með fjölskyldu sína. Þar með var ævistarfið endan- iega ráðið og takmarkinu náð að reka eigið fyrirtæki. Gerðist Am- aldur brátt athafnasamur í félags- málum, einkum þeim sem snertu mál garðyrkjumanna. Hann var stofnandi og fyrsti formaður Félags Garðyrkjubænda í Mosfellssveit með einnig mjög virkri þátttöku í landsamtökum garðyrkjubænda og um skeið formaður þar einnig. Þá tók hann einnig mjög virkan þátt í landsmálapólitík, gerðist út- breiðslustjóri dagblaðsins Tímans og erindreki Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi á ámnum milli 1963 og 1970. Þá var hann einnig meðeigandi og starfsmaður við upp- byggingu Gróðrarstöðvarinnar við Sigtún um skeið, en seldi sinn hlut 1968 og sneri sér að alefli að gróðr- arstöðinni heima í Blómvangi. Arnaldur vann að stofnun Kaup- félags Kjalamesþings og var um skeið formaður þess, ennfremur var hann fyrsti formaður Kjördæmis- ráðs Framsóknarflokksins á Reykjanesi og í 5 ár í miðstjórn þess flokks. Þá átti hann sæti í ýmsum sýningamefndum Félags Garðyrkjubænda og var ritari fram- t Þökkum öllum hjartanlega er heiöruöu minningu GUNNBJÖRNS GUNNARSSONAR, Sæviðarsundi 29, og vottuöu okkur samúö viö andlát og útför hans. Elinborg Guðjónsdóttir, dóttir, synir, tengdabörn og barnabörn. t Færum öllum innilegar þakkir, sem heiöruöu minningu ÓSKARS SIGURÐSSONAR bónda, Hábæ, Þykkvabæ, og vottuöu okkur samúð viö fráfall hans. Ágústa Halldóra Óskarsdóttir, Jóna Birna Óskarsdóttir, Sigurlín S. Óskarsdóttir, Ragnheiður Óskarsdóttir, Elsa Tómasdóttir, Árnadóttlr, Tómas Guðmundsson, Gfsli Jónsson, Svavar Guðbrandsson, Valdimar Jónsson. t Þökkum innilega samúö og hlýhug viö andlát og jarðarför JÓHÖNNU ELfNBORGAR SIGURÐARDÓTTUR, áður Selvogsgötu 9, Hafnarfirðl. Sérstakar þakkir til starfsfólks Vífilsstaöaspítala og annarra sem studdu hana síðasta spölinn. Rfkharður Kristjánsson, Skarphéðinn Kristjánsson, Hrefna Kristjánsdóttir, Dúfa Kristjánsdóttir, Jóhanna Kristjánsdóttir, og barnabörn. Guðrún Ólafsdóttir, Guðrún Bjamadóttir, Kolbeinn Grfmsson, Hörður Hallbergsson kvæmdanefndar á sjöunda norræna garðyrkjuþinginu og sýningunni í Helsinki 1949. Þessi sýning er okk- ur Islendingum ef til vill minnis- stæðari en ýmsar aðrar því senni- lega var það þar sem íslenskur garðyrkjumaður vann til gullverð- launa fyrir nýtt afbrigði af nellik- um. Þá ritaði Amaldur greinar í blöð og tímarit um hugðarefni sín, og síðustu árin var hann ritstjóri svonefndra Álafossfrétta sem var starfsmannablað í Ullarverksmiðj- unni Álafossi. Þar vann hann ákaf- lega merkilegt starf við söfnun sögulegra gagna um ullariðnað á Islandi. Uppúr 1970 hófust fyrir alvöru erfiðleikatímar í garðyrkju hér í Reykjahverfi en um það leyti hóf Hitaveitan svonefnda djúpborun í þeim tilgangi að ná hér meira vatni og það tókst. Hinsvegar gerð- ist það, að við þetta hvarf allur hiti úr yfirborði jarðar og hlunnindi snemmræktaðs grænmetis á mark- að í Reykjavík bmgðust, og nú eru hinar gömlu garðyrkjustöðvar sem byggðu m.a. á þessum landsgæðum hættar starfsemi. Þá var það 1973 að Amaldur tók að sér að verða innkaupastjóri á ull fyrir Klæðaverksmiðjuna Ála- foss og starfaði þar meðan heilsan entist eða til ársloka 1986. Það má sjá af þessari upptaln- ingu að Arnaldur hafði vítt áhuga- svið með og ásamt hinum daglegu störfum. Á yngri ámm þreytti hann knattspymu með jafnöldmm sínum, en seinna vom það ferðalög, veiði laxfiska og fugla, en hann þótti firna slingur við allan veiðiskap. Eitt var það sem hann hafði orð á stundum, en það var tækifærið sem hann fékk að koma til starfa í garð- yrkjunni í byrjun og verða síðan þátttakandi í æfintýrinu er Mos- fellssveitin varð stórveldi í ræktun blóma og grænmetis. Til gamans þá komust athugulir menn að því að á áratugnum fyrir stríð var Mosfellssveitin það sveitarfélag þar sem fæstir vóm um hvem bíl, var það talið landsmet. I tengslum við starf sitt á Álafossi og söfnun gam- alla gagna var hann einn af stofn- endum Sögufélags Kjósarsýslu og var þar í stjóm um skeið, en félag þetta starfaði vel um árabil, þótt nokkuð hafi dregið úr því í bili. Amaldur var baráttumaður að eðlisfari og skapmaður mikill, fast- ur fyrir ef því var að skipta en að sama skapi málsvari þeirra er minna máttu sín. Hann Iét að sér kveða á málþingum og var málefna- legur og drengilegur andstæðingur. Hann var vandur að vinum og mjög stoltur af eyfirskum uppmna sínum. Arnaldur var einn af þeim sem settu svip á umhverfi sitt. Nú er röddin hljóðnuð og hann kominn á annað tilvemstig. Við sem eftir stöndum heiðrum minningu hans og sendum ijölskyldunni og öðmm ættingjum samúðarkveðjur. Am- aldur Þór verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu á morgun, mánu- daginn 31. október. Jón M. Guðmundsson Hann gaf okkur tómata og brosti svo fallega þegar við krakkamir á bamaheimilinu á Laugalandi í Eyja- fírði heimsóttum gróðurhúsin í ná- grenninu en þar vann hann nýkom- inn heim frá námi. Fljótlega flutti hann suður og vann við garðyrkju í Mosfellssveit. Eg vissi ekki nafn hans en ég þekkti aftur brosið þegar hann seinna kom í heimsókn í Hafnar- stræti 29 á Akureyri með vini sínum og frænda, Björgvin Júníussyni. Það varð mér mikið gleðiefni þegar þeir frændur urðu mágar mínir og síðan ómetanlegir vinir til æviloka. Amaldur og Kristín systir mín gengu í hjónaband sumarið 1944. Eg man vel þann dag, man að það var falleg og hátíðleg veisla heima hjá foreldrum okkar og ungu brúð- hjónin ljómuðu af hamingju er þau kvöddu ættingjana og fóm suður. Þá komst Mosfellssveit á landabréf- ið í huga mínum því þar settust þau að og bjuggu lengst af í Blóm- vangi. Það heimili varð miðpunktur Suðurlands hjá okkur og alltaf vor- um við velkomin þegar við skmpp- um suður. Seinna þegar flestir úr íjölskyldunni vom fluttir til Reykjavíkur urðu heimsóknir enn tíðari og alltaf var jafn gott að koma þar og sjaldan fómm við það- an tómhent, venjulega var blóm- vöndur eða grænmetispoki í far- angrinum. Þegar ég hugsa til heim- sóknanna í Blómvangi þá fínnst mér þar hafí alltaf verið hlýtt og bjart. Ilmur af kaffí og nýbökuðum kökum kiyddaði fjömgar stjóm- Kveðjuorð: Unnur Halldórs- dóttirfrá Gröf Það má ekki minna vera en ég festi á blað nokkur kveðju- og þakk- arorð, þegar ég nú lít yfír farinn veg og kveð ágæta samferðakonu nú, þegar veraldarvist hennar lýk- ur. Lengi býr að fyrstu gerð segir máltækið og má það heimfærast hér, því fyrsta sinn sem ég heim- sótti þau Unni og Helga í Gröf vom viðtökur þær að úr þakklátum, huga hverfa þær ekki og það var ekki bara í þetta eina sinn. Kunn- ingsskapurinn jókst með ámnum og varð að vináttu. Þau voru bæði svo traust og ákveðin. I erfíðri upp- byggingu fyrirtækis sem Helgi trúði á, en ef til vill fáir aðrir, stóðu þau svo vel saman og byggðu það upp fet fyrir fet og reiknuðu framtíðina út. Hversu miklum tíma þau eyddu í þetta skal ekki sagt, en þeir verða aldrei taldir og þau skildu það vel að ekkert fæst án fyrirhafnar. Nú er þetta fyrirtæki Hópferðir H.P. orðið virðulegt og þjóðfrægt og gaman að vita til þess að það hefir orðið starfsvettvangur drengjanna þeirra og Unnur fékk að líta þessa þróun og það var henni kært. Þau Unnur og Helgi höfðu mikið bama- lán. Bömin hafa fetað í þeirra fót- spor, tileinkað sér góðar dyggðir foreldranna sem ekki máttu vamm sitt vita og oft sannreyndi ég það í erfiðu starfí mínu að allt sem ég þurfti til þeirra að leita, stóð og þurfti ekki að ámálga. Þar í Gröf var Póstur og sími, áður en síma- væðingin hófst og Gröf var í þjóð- leið svo straumurinn var um hlaðið. Og hversu margir minnast þess ekki. Ég reyndi líka það að þau vom samtaka þegar einhver átti í vanda, að bæta þar um og var það gert af heilum hug án þess að íhuga um endurgjald. Slíks er sælt að minnast nú á þeim dögum flýtis og andvaraleysis þegar fáu er hægt að treysta, sérstaklega þegar ein- hver verðmæti emí augsýn. Sveitinni sinni unnu þau heitt og það mun aðrir skrá. En það fór málaumræður þar sem menn vom slegnir til „höfðingja" eða dæmdir „litlir karlar" og svo var hlegið inni- lega að öllu saman. Þar var líka rætt um bókmenntir og seinna var áhugi á ættfræði og ferðalögum orðinn áberandi. En það sem ég minnist best í fari Amaldar var hlýja. Það var jafngott að koma til hans í gleði og leita til hans í sorg. Hann var vinur sem ekki brást, honum var alltaf hægt að treysta. Þegar við Sigfús og Gerður fluttumst hingað til Washington urðu samfundir stijálir en það var notalegt að vita af Stínu og Am- aldi á sínum stað og taka upp þráð- inn að nýju þegar við komum heim í frí. Raunar er varla hægt að tala um Amald án þess að tala um Stínu um leið. í fjörutíu og fjögur ár hef- ur líf þeirra verið samofið við störf innan og utan heimilisins. Þau hafa átt því láni að fagna að eignast og ala upp þijú elskuleg böm, Guð- rúnu, Jónas og Ólöfu Helgu. En sorgin hefur líka kvatt dyra, þau hafa misst marga ástvini á undan- fömum árum, þar á meðal tvo tengdasyni sem vom þeim einstak- lega kærir. Á þessum erfíðu stund- um stóð fjölskyldan saman og sást þá hversu traust ást þeirra og um- hyggja fyrir hvert öðm var. Fyrir nokkmm ámm kom í ljós að Ámaldur var ekki heill heilsu og rannsóknir sýndu að hann var með hina undarlegu Alzheimers veiki. Það vita líklega flestir núna hve erfíður sjúkdómur það er, bæði fyrir ættingja og þolanda. í einni dvöl minni heima sat Arnaldur hjá mér á meðan Stína gegndi erindum í bænum. Hún sagði mér að helst væri að tala við hann um gamlar minningar. Þessi stund varð mér ógleymanleg. Fyrst náði ég aðeins yfírborðssambandi við hann en allt í einu horfði hann beint í augu mér og sagði: „Þetta hefur verið erfitt." Síðan sagði hann mér hvemig hann missti stjóm á hugsunum sínum og hann vissi aldrei hvort hann gæti lokið setningu eða umræðu. Hann sagði að stundum fyndist sér jafn- vel ekki taka því að reyna. Fleira töluðum við og lærði ég meira um líðan þessara sjúklinga þessa dag- stund en ég hafði gert við mikinn lestur um þetta efni. Ég hitti hann ekki síðastliðið sumar. Þá var hann orðinn mjög veikur og Stínu fannst að ég ætti heldur að muna hann eins og hann var. Þannig hef ég hugsað til hans síðustu mánuðina og séð hann fyrir mér með gamla góða brosið og hlýlegan glampa í augum. Við Sigfús, sem staddur er í Asíu, og Gerður sendum innilegar samúðarkveðjur heim til Stínu, bamanna og annarra ættingja. Það er leitt að geta ekki fylgt þessum góða dreng til grafar. Washington, Margrét Jensdóttir. samt ekki framhjá mér hversu hag- ur hennar var ofarlega þar í huga. Að eiga slíka samferðamenn verður aldrei metið til fjár. Og ég á þeim vissulega mikið að þakka sem ekki verður tíundað, en sá ylur sem til mín streymdi frá húsráðendum í Gröf geymist. Guð blessi minningu góðrar konu og manns. Þökk þeim samfylgdina. Aðstandendum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Árni Helgason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.