Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988 Tæpar 2 milljónir fyrir eina kókflösku ÞorUluhðb. Þ AU Hlíf Ragnarsdóttir og Matthías Sveinsson duttu heldur betur I lukkupott- inn í lottóinu 22. október þvi miðinn þeirra sem var með fimm réttum tölum gaf hvorki meira né minna en 1.859.575 krónur. Þau Matthías og Hlíf, sem eru liðlega tvítug, eiga litla íbúð sem þau langar til að stækka. Einnig eru þau að koma upp hárgreiðslu- stofu í Þorlákshöfn sem kostar sitt þannig að peningamir koma í góðar þarfír. „Tilviljun réð því að þessi lottómiði var keyptur," sagði Matthías. „Undanfarið höf- um við unnið langt frameftir á hverju kvöldi en sl. laugardag ákváðum við að hætta_ snemma og slappa af heima. Á leiðinni heim komum við við í Kandís í Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Hlíf Ragnarsdóttir og Matthías Sveinsson unnu rúmlega 1,8 millj- ónir í lottóinu. Eddufellitil að kaupa hamborgara og kók. Á meðan verið er að af- greiða okkur kaupir næsti við- skiptavinur sér lottómiða, svo ég segi við stúlkuna, renndu einum sjálfvöldum í gegnum vélina fyrir mig. Þegar búið var að borga hamborgarana þá vantaði aura fyrir lottómiðanum. í stað þess að skila honum skilaði ég kókinu og fékk mér ískóla og dugðu þá aurarnir." Þegar þau síðar um kvöldið sáu lottótölumar í sjónvarpinu trúðu þau varla sínum eigin augum og hringdu þrisvar í sjálfsvarann til að staðfesta að tölumar væru réttar og þau væm ein með fímm réttar tölur. - J.H.S. Athugun á tannheilsu 4 ára barna: Brýnt að koma á tann- skoðun forskólabarna Hlutfall bama með mjög margar skemmdir óvenju hátt FJÖGURRA ára gömul börn í Reykjavík eru að jafiiaði með 2,4 skemmdar tennur, samkvæmt athugun á tann- heilsu 158 barna í borginni, og hlutfall baraa með margar skemmdar tennur er mun hærra hér en á hinum Norður- löndunum. Skólatannlækningar Reykjavíkur leggja til að markviss tannvemd verði hluti af almennri læknisskoðun Qögurra ára baraa, en nú er engin skipulögð skoðun á tannheilsu barna yngri en sex ára. ísland er hið eina af Norðurlöndunum sem greiðir tannlækningar barna yngri en sex ára ekki að fullu, heldur 75% af kostnaði, og er talið hugsanlegt að sumir foreldrar bíði með að fara með böra sín til tannlæknis af þeim sökum. Könnun þessi var gerð af þeim W. Peter Holbrook og Magnúsi Kristinssyni, og segja þeir niður- stöðuna betri en búist var við. Hlutfall bama með enga skemmda tönn var 45% hér á íandi, sem er svipað og á hinum Norðurlöndun- um. Hins vegar er þar nær óþekkt að 4 ára böm séu með fleiri en 3-4 skemmdar tennur, en í könn- uninni hér voru nær 5% bamanna með 8 skemmdar tennur og dæmi var um bam með 15 skemmdar tennur. 70% af Öllum skemmdum í hópnum var að fínna í aðeins 27% bamanna. Ekki hafði verið gert við tvo þriðju hluta hinna skemmdu tanna í bömunum. Við sex ára aldur er dæmigert reykvískt bam þegar komið með einn skemmdan fullorðinsjaxl. Stefán Finnbogason, yfírmaður skólatannlækninga í Reykjavík, telur mikla og tiða sykumeyslu íslenskra bama vera eina af orsök- um þess að svo mörg böm eru með fjölda skemmdra tanna. Böm sem neyta sælgætis og sætmetis 30 sinnum á viku og sjaldnar eru Útvegsbankinn bauð hæst í Við sjávarsíðuna Útvegsbanki íslands hf átti hæsta tilboð, 6,5 milljónir króna, í þann hluta Hamarshússins við Tryggvagötu, sem hýst hefur veit- ingahúsið Við sjávarsíðuna, og seldur var á 3. og siðasta nauðung- aruppboði á miðvikudag. Upp- boðshaldari tók sér 14 daga frest til að ákveða hvort tilboðinu verð- ur tekið. Rekstri Við sjávarsíðuna hefur verið hætt og hinn 7. þessa mánaðar gerðu eigendur húsnæðisins, Egill Kristjánsson og Garðar Halldórsson, leigusamning til 5 ára við Guðvarð Gíslason veitingamann sem þar hyggst reka veitingastað undir nafn- inu Jónatan Ldvingston mávur. Samningnum var þinglýst hinn 18. þ.m.. Lögmaður Guðvarðar, Ragnar með færri en tvær skemmdar tennur, en böm sem neyta sykurs í 45 skipti á viku em með 8 skemmdar tennur. Burstun tanna með flúortannkremi er einnig mjög mikilvægt atriði og böm sem nota flúortöflur eru að meðaltali með 1,1 skemmda tönn, á móti 2,8 hjá hinum. Tannskemmdum hefur almennt farið fækkandi hjá íslenskum börmum og unglingum hin síðari ár, þó að sú þróun sé mun hægari en á hinum Norðurlöndunum. Þar eru tólf ára gömul böm að meðal- tali með færri en tvær skemmdar tennur, sem Alþjóða heilbrigðis- stofnunin hefur sett sem viðunandi mörk, en reykvísk æska hefur náð að skemma í sér 4,14 fullorðins- tennur á sama tíma. Fyrir þremur árum var þessi tala 6,65 I Reykjavík og nokkrum ámm áður 6,8. Þá var samsvarandi tala fyrir ísland allt 8 skemmdar tennur í hverju tólf ára bami, þannig að búast má við að tannskemmdir séu algengari utan Reylgavíkur. Rás 1: Aldraðir eru tryggir hlust- endurbarna- tímans Útvarpshlustendur á aldr- inum 61-75 ára eru tryggir aðdáendur barnaefnis Rásar 1, ef marka má nýja fjöl- miðlakönnun Félagsvísinda- stofnunar Háskólans. Um fjórðungur þessa aldurshóps hlustaði á “litla barnatí- mann“ og “bamaútvarpið" á Rás 1 miðvikudaginn 19. október. í könnunninni kemur fram að 23% fólks í elsta aldurs- hópnum hlustaði á þessa dag- skrárliði. í aldurshópnum 40-60 ára hlustuðu 10% á litla bamat- (mann og 6% á bamaútvarpið. Enn færri á aldrinum 25-45 ára hlustuðuá þessa liði. í yngsta aldurshópnum sem könnunin náði til, 15-25 ára, hlustaði aðeins 1% á hvom þáttinn. Yngstu hlustendumir, undir 15 ára, voru hins vegar ekki spurðir. Búast rriá við að þeir hefðu slegið út afa sína og ömmur hvað áhuga á bama- efninu snertir. Tómasson, átti næst hæsta tilboð á uppboðinu, 6,1 milljón króna. Áður en uppboðið hófst ráðlagði Jónas Gústavsson uppboðshaldari Guðvarði, sem ólöglærðum manni, að gera ráð fyrir þeim möguleika að kaupandi sæi sér hag í að krefjast riftunar leigusamningsins fyrir dóm- stólum á þeim forsendum að um málamyndageming væri að ræða. Að sögn Odds Ólasonar lögmanns Útvegsbankans lítur bankinn þennan samning þó mildum augum, einkum í ljósi þess hve lítil eftirspum er um þessar mundir eftir atvinnuhúsnæði í borginni. Sagði hann dæmi þess að bankinn sæti uppi með atvinnu- húsnæði sem hann hefði eignast með þessum hætti, þar sem enginn vildi nýta það. Aðstaða veitingahússins er í 9,63 hundraðshlutum hússins og um 200 fermetra stórt. Brunabótamat hlut- ans er 18 milljónir en að sögn Odds er meta fasteignasalar markaðsverð um helming brunabótamats. Er þá miðað við venjuleg greiðslukjör á almennum markaði. Eignir, seldar nauðungasölu, eru venjulega greidd- ar að V< við samþykkt tilboðs og afgangur innan 2 mánaða. Kröfur Útvegsbankans námu um 3 milljón- um. Oddur Ólason sagði að sér sýnd- ist i fljótu bragði að söluverð myndi nægja að mestu til greiðslu á kröfum aðila sem krafist höfðu uppboðsins. Fjöldaupp- sagnir enn á döfínni BORIST hafa upplýsingar til fé- lagsmálaráðuneytisins um að enn sé að vænta Qöldauppsagna í lok mánaðarins. Óskar Hallgrímsson sagði að sér hefðu borist upplýsingar um, að upp- sagna væri að vænta hjá þremur fyrirtækjum, sem hann sagðist ekki geta nafngreint. í tveimur tilvika væri um að ræða nokkra tugi manna sem sagt verður upp. Annað fyrir- tækið mun hugsaniega endurráða, en hitt dæmið sagði hann vonlaust. Þessar uppsagnir eiga að gilda frá næstu mánaðamótum. Fjölda skartgripa stolið úr peningaskáp: Verðmætið nemur hundruðum þúsunda BROTIST var inn i gullsmíða- stofti og verslun Þorgrims Jóns- sonar að Laugavegi 20b, Klapp- arstigsmegin, i fyrrinótt. Þaðan var stolið (jSlda skartgripa og nemur verðmæti þeirra hundruð- um þúsunda króna. Þá var stolið glösum með sýru, sem er li&hættuleg. Þjófurinn hefur farið inn í húsið bakdyramegin, inn á gang og þaðan inn í gullsmíðastofuna og verslun- ina. Þar tókst honum að ná bakinu af peningaskáp og stela úr honum fjölda demantsskrejrttra gullhringa. Einnig hurfu nokkur gullhálsmen og nokkuð af brotagulli. Ekki er endanlega ljóst hversu mörgum skartgripum var stolið, en verð- mæti þeirra skiptir þó hundruðum þúsunda króna. Loks tók þjófurinn með sér þijú lítil glös með sýrum, sem notaðar eru við gullsmlðar. Sýrur þessar eru lífshættulegar. Rannsóknarlögregla rfkisins vinnur að lausn málsins. Þeir sem hafa orðið varir við mánnaferðir við gullsmíðastofuna að Laugavegi 20b aðfaranótt föstudagsins eru beðnir um að gefa sig fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.