Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988 Litadýrð mannfólksins tilvera, ekki satt? En okkur hættir gjarnan til að vera með hleypidóma og mynda okkur mjög ákveðnar skoðanir á fólki við fyrsta tillit, sem þýðir að við gefiim því ekki sömu möguleika og okkur sjálfum. Kannski að við ættum að kíkja aðeins inn í okkur og athuga hversu ftjálslynd og viðmótsþýð við erum í raun þegar til kastanna kemur? Og ekki orð um það meira. í viðtalinu við hana Sirrý hér á eftir, kemur fram mjög athyglisverður boðskapur til okkar allra. Nefiiilega ábending um að sýna öllu fólki umburðarlyndi og leyfa því að vera það sjálft, hversu öðruvísi og skrítið sem okkur kann að virðast það vera. Allir hafa sinn persónuleika, einkenni og útlit og sem betur fer ólíkar skoðanir á mönnum og málefiium. Annars væri þetta hálfdaufleg UMSJON STEINUNN ASMUNDSÓTTIR OG ARI GÍSLI BRAGASON þeir tímar þegar mér fínnst flestir í kringum mig taka alla hluti svo ýt geysilega alvarlega. Auðvitað er til- veran alvarlegt mál og ber að taka hana talsvert hátíðlega. En þegar menn sjá ekkert framundan nema svartnætti og vandamál í hverri gætt, þykir mér vera farið að syrta heldur í álinn og ekki laust við að geðið verði nokkuð dapurt svona í hauströkkrinu. Það varð mér til ómældrar ánægju að klófesta í þetta viðtal unga konu, sem bókstaflega geislar af kátínu, er lítið fyrir að hafa þyngslalegan áhyggjusvip og virðist vera hinn mesti Jjörkálfur. Sigríður Magnúsdóttir heitir hún, kölluð Sirrý, og er fædd í apríl á því herrans ári 1958. Hún býr á Eyrarbakka með manni sínum og - ungri dóttur og unir sér hið besta að sögn, enda staðurinn kominn í þjóðleið með hjálp brúarfram- kvæmda í nágrenninu. Kvöld eitt, þá er tunglið skein sem hvítt krukku- lok uppi á himninum, rölti ég yfir í hús foreldra hennar í Reykjavík og fann hana þar að máli. Byijaði vita- skuld á að spyija út í fortíðina. Ég flutti til Hafnarfjarðar fímm ára gömul. Mamma vann úti alla daga og hafði stúlkur til að hugsa um okkur systumar og því varð ég fljótlega nokkuð sjálfstæð og hörð af mér að ýmsu leyti, hafði mikla sjálfsbjargarviðleitni og varði mig grimmt ef eitthvað var gert á hluta minn. Eg var bráðþroska og stór eftir aldri og var strítt af skólafélög- unum fyrir bragðið og ég brást oft- ast við þeirri stríðni með því að lemja strákana í bekknum og hreykti mér gjaman af því að geta ráðið við þá alla í einu! Ég var í Lækjarskólanum í Hafn- arfírði, lauk þar bamaskólanámi og .fí.D.A ætlaði í landspróf, en þá var maður nú kominn á gjörvitlaust tímabil sem unglingur, kolruglaður á sjálfum sér, líflnu og tilverunni. Ég féll á landsprófinu enda hafði ég ekki nokkum áhuga á náminu á þessum tíma. Svo tók ég gagnfræðapróf og fór í menntaskóla. Tók fyrsta árið mitt í Flensborg en fluttist síðan til Reykjavíkur og þá fyrst komst nú lífið og tilveran í algleyming! Mér fannst ég nefnilega aldrei eiga al- mennilega heima í Hafnarfírðinum, leiddist það óskaplega að allir þurftu að vera eins og helst að hugsa eins líka til að samlagast. Ég var alltaf dálítið á skjön við Hafnfirðinga og vildi fara mínar eigin leiðir. Þegar ég kom til Reykjavíkur uppgötvaði ég að allt var leyfílegt. Skyndilega gat ég farið að vera ég sjálf. Ég fór í Menntaskólann í Reykjavík og kynntist þar alls kyns útgáfum af fóíki sem hefði aldrei nokkum tímann þrifíst í bæ eins og Hafnarflrði. Fólki með ólíklegasta klæðaburð, hugmyndir og framkomu og loksins fékk ég útrás ... Þessi þijú ár í MR voru skemmti- legustu ár sem ég hef upplifað. Maður lærði ekki neitt nema rétt fyrir próf, var mikið á skemmtistöð- um um helgar og úti á hveiju ein- asta kvöldi. Pabbi átti gamlan Scout-jeppa sem var nú ansi hressi- legt tæki og ég fékk hann iðulega lánaðan. Maður fyllti hann af krökk- um og rúntaði svo um bæinn í há- stemmdum fögnuði. Menntaskólaár- in voru eitthvað svo hömlulaus og maður hafði engar áhyggjur af pen- ingum eða öðru veraldlegu vafstri þeirra fullorðnu. Ég útskrifaðist sem stúdent 17. júní ’79 og þann dag trúlofaðist ég manninum mínum, Jóni Sigurðssyni, ff___________________ Það hefiir hver einasta manneskja eitthvað til málanna aðleggja ogréttáað láta heyra í sér og fá svörun við sínum skoðunum. Hvað sem hún gerir. SIGRlÐUR MAGNÚSDÓTTIR sem ég var þá búin að þekkja í tvö ár. Hann var miklu þroskaðri en ég á þessum tíma og auk þess fimm árum eldri. Ætli það hafí ekki verið nákvæmlega það sem ég þrufti, ég var svo ógurlegur galgopi og ábyrgð- arlaus og þurfti hreinlega einhveija svona festu til að ná mér niður úr galsanum. — Hvað tók við eftir litskrúðug menntaskólaárin? Eftir stúdentspróf fór ég strax í Háskólann í hjúkrunarfræði. Það nám varð nú eiginlega alveg óvart fyrir valinu. Þannig var að þegar ég kom upp í Háskóla til að innrita mig, var ég staðráðin í að leggja stund á lögfræði. þegar ég var mætt á staðinn og leit yfir nám- skrána hugsaði ég með mér, að ég kæmi til með að sitja inni á skrif- stofu alla mína ævi ef ég færi í lög- fræði og við nánari athugun gæti ég hreint ekki hugsað mér slíkt hlut- skipti. Mig langaði til að mennta mig í starf þar sem ég þyrfti að vinna með fólki, kynnast og vera með því. Og þar með tók ég þá ákvörðun á stundinni að fara í hjúkrun. Flestar mínar ákvarðanir í lífinu hafa verið með þessum hætti og bara gefíst nokkuð vel. Það var svona eins og þegar við Jón trúlofuð- um okkur. Nokkrum dögum áður spurði mamma mig hvort ekki væri kominn tími til að við trúlofuðumst. Svo að ég rauk í símann og sagði: „Heyrðu Jón, eigum við ekki bara að trúlofa okkur þegar ég útskrif- ast?!!“ Jón sagði bara „Ha? Jú, jú, er það ekki ágætt?“ Og ég svaraði þá að bragði: „Jæja, en ég ætla nú ekki að biðja þín, þú biður mín og hringir bara þegar þú er tilbúinn!" Svo skellti ég bara á og hann hringdi skömmu síðar til spyija hvort ég væri ekki til með að trúlofast hon- um. Ég hélt það nú ... — Hvemig kanntu við þig inn- an heilbrigðisgeirans? Ég fékk strax mikinn áhuga á hjúkrunamáminu og því sem verið var að kenna í því sambandi. Ég man eftir að erfiðasta en jafnframt skemmtilegasta fagið sem ég fór í var félagsfræði. Það eru ábyggilega ekki allir sammála mér núna. En það var sennilega eitt af þeim fögum sem ég hef lært hvað mest á í skóla, vegna þess að ég hafði alltaf haft svolítið einstrengislegar skoðanir á öllum hlutum og einatt verið með palladóma um fólk. Ég hélt á tíma- bili að allir ættu að vera og hugsa eins og ég. Það var ekki fyrr en þama og í menntaskóla sem mér lærðist að það er til allskonar fólk, með ólíkan uppruna og hefur upplif- að misjafna hluti. Ég skildi að eng- inn hefur leyfi til að dæma annan einstakling út frá sjálfum sér ein- göngu. Eitt af því sem gefur manni mest í lífínu er að öðlast skilning á öðru fólki. Sem unglingur var ég mjög róttæk í pólitískum skoðunum og er raunar enn, en lagði samt sem áður mjög mikið upp úr því að eignast eitthvað, standa undir mér fjár- hagslega, vera sæmilega launuð og að geta veitt mér eitthvað. Þessar J3éi .riiid im 19 gá ,ioW ý.LÍálll) skoðanir hef ég ennþá, en er alltaf að skiljast betur og betur eftir því sem ég eldist og þroskast, hversu lítils virði það er í rauninni að sanka að sér. Hvað það er miklu meira virði að öðlast skilning á sjálfum sér, að finna hvað í manni býr, hvaða hæfileika maður hefur og að skynja getu sína. Og allt í einu eru það ekki lengur þessir stóru, sjáanlegu hlutir sem skipta máli, heldur öll smáatriði lífsins. Bara það að geta bakað góðu köku, saumað fallega flík og eiga ánægjulega stund með baminu sínu og maka er eitthvað sem skiptir mun meira máli en öll veraldleg gæði til samans. Svo er ég þeirrar skoðunar, þó svo að ég sé nú ekki trúuð manneskja, að í öllum trúarbrögðum sé ákveðinn sið- ferðisboðskapur sem maður ætti að tileinka sér. Einn er sá boðskapur í kristinni trú sem segir að sælla sé að gefa en þiggja. Ég kemst æ bet- ur að raun um hversu sönn þessi orð eru. Málið er að maður getur átt gjöfína skamma stund og er fljót- ur til að þiggja án þess að það hafí verulega þýðingu. Þegar maður hins vegar er búinn að gefa eitthvað, kemur ákveðin sælukennd yfir mann sem ég á bágt með lýsa með orðum. Þá er ég ekki bara að tala um að geta gefíð veraldlega hluti heldur og líka að geta gefið einhveijum stuðning, eitthvað til að hugsa um og þroskast af. Ég er til að mynda í starfí sem felst fyrst og fremst í því að gefa eitthvað af sér til þeirra sem þarfnast umönnunar og hjálpar. En ég er nú ekki alheilög og veit að í þroska hvers manns felst einnig ráða niðurlögum þeirra, heldur að viðurkenna að þeir séu til staðar og horfast í augu við þá í ljósi þess áð eðlilega er maður ekki fullkominn frekar en hver annar. — Hvernig fannst þér að stoftia heimili? Það er náttúrulega hlutur sem var manni afskaplega framandi og nýr og ekki síst var mér nokkuð brugðið þegar við eignuðumst dóttur okkar. Ég gerði mér aldrei grein fyrir því hversu erfitt það gæti orðið. Hún var mjög óvær fyrstu sex mánuðina og við vorum gjörsamlega úttauguð eftir vökur heilu nætumar. Ég var í sambúð með mínum manni í fjögur ár áður en stelpan fæddist og orðin vön því að geta gert nákvæmlega það sem mig lang- aði til og var engum háð. Allt í einu hættum við að geta skroppið í bíó, á böll og inn til Reykjavíkur þegar okkur langaði, því að litla krílið og þess þarfír stjómuðu algjörlega ferð- inni. En hún er okkur að sjálfsögðu ákaflega mikils virði og ég held að staðreyndin sé sú, að eftir því sem krakkamir em erfíðari, þess meiri ást leggi maður á þau, svo einkenni- legt sem það nú er. Maður þarf meira að vera með þeim, kynnist þeim betur og eftir því sem sam- vemstundimar em fleiri, þess sterk- ari verða tengslin. — Hver eru þín viðhorf til Qöl- •skyldumynstursins? Ég met fjölskylduna mjög mikils og held að hún hljóti að vera hveijum einstaklingi það dýrmætasta sem hann á í líflnu. Á meðan þú átt fjöl- skyldu sem þú hefur eðlileg tengsl að sjá sína galla, ekki endilega að við, ertu aldrei ein og hefur alltaf JL.'í . !■ :ii < infted i:‘ tu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.