Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988 Morgunblaðiö/Sverrir Út úr víta- hringnum KAIMN BEST VIÐ DANSANDI ÁHEYRENDUR - segirJoseph Bowie, leiðtogi Defunkt EiríkurHauksson íSýrlandi Mörgum er eflaust kunnugt að Eiríkur Hauksson er fluttur til Noregs og hefur gengið þar í norsku þungarokksveitina Artch, sem þegar hefur lagt grunninnn að því að leggja hinn enskumælandi heim að fótum sér. Eríkur hefur þó ekki sagt sitt síðasta orð hér á landi, því fyrir skemmstu lauk hann við sólóplötu sem Steinar gefur út með haustinu. Þá plötu tók Eiríkur upp í sam- starfi við Tómas Tómasson í Sýrlandi og þar hitti Rokksíðuút- sendari Eirík að máli. Hverjir koma fram á plöt- unni? Það eru vitanlega ég og Tóm- as, sem sér um að leika á bassa og ýmislegt annað, gítarleikar- arnir eru tveir, þeir Sigurgeir Sigmundsson og Kristján Edel- stein, Ásgeir Óskarsson sér um trommurnar og Karl Sighvats spilar í a.m.k. einu lagi. Syngur þú allar raddir sjálf- ur? Það virðist allt stefna í það, já. Hvað tókstu upp mörg lög? Tíu lög, en eitt þeirra er leik- inn bútur úr öðru lagi. Það má eiginlega segja það að eitt lagið só tvískipt, enda er það langt, um sex mínútur, hálfgerður tón- verkur. Verður platan öll einn tón- verkur? Nei, það held óg ekki. Ég held að platan sé hæfileg blanda af hressum rokklögum og ró- legri lögum, þannig að hún hæfi vel fyrir markaðinn. Ég á öll lög á plötunni nema tvö, annað þeirra er erlent en hitt er gamalt Hljómalag, Er hann birtist, sem hefur breytt nokkuð um svip. Það má segja að tvö lög séu í rólegu deildinni en hitt kraftmeira. Er eitthvað sérstakt sem þú vilt segja um plötuna? Nei, ekki nema það að óg er mjög ánægður með hana og mér finnst ég hafa náð að kom- ast út úr einskonar vítahring að hafa alltaf verið að syngja lög eftir aðrá. Vonandi næ ég að festa mig í sessi sem maður sem getur samið lög sjálfur með þessari plötu. Hljómsveitin Defunkt hefur vakið mikla athygli fyrir jass/- pönk/rokk/fönktónlist sina sem flokkast ekki síður undir danstón- list en tónlist til að hlusta á. Eins og mönnum ætti að vera kunnugt er sveitin væntanleg hingað til lands til tónleikahalds í Tunglinu næstkomandi fimmtudagskvöld. Defunkt er nú á ferð um Evrópu og verða tónleikarnir hér á landi síðustu tónleikar sveitarinnar í þessari Evrópuför. Rokksíðan náði tali af trpmbónuleikaranum og söngvaranum Joseph Bowie, sem er leiðtogi sveitarinnar, í Manch- ester fyrir skemmstu. Hvernig hefur tónleikaferðin gengið? Hún hefur gengið mjög vel, við erum búin að vera á ferð um Bret- land í viku og okkur hefur verið mjög vel tekið. Við höfum fengið góð viðbrögð við lögunum af nýju plötunni og það ber ekki á öðru en að það kannist allir við hana. Hvort finnst þér að fólk komi frekar til að hlusta eða til að dansa? Bæði. Dans er stór hluti af tón- listinni sem við erum að leika, því það er mikil hreyfing í henni mikill afrískur rytmi. Eg kann betur við áheyrendur sem eru á hreyfingu, því það er betra að spila ef þú færð orkusvörun frá áheyrendum og getur þannig gefið þeim meira. A plötunni In America eru text- ar sem eru persónulegs eðlis eins og gengur, en það eru einnig text- ar sem fela f sér afdráttarlausa pólitík, s.s. f titillaginu. Heldur þú að sú pólitíska Iffssýn nái eyr- um áheyrenda? Það fer vitanlega eftir því hvað margir kaupa plötuna. Það skiptir þó kannski ekki mestu hvort boð- skapurinn komist til skila eða ekki, því þetta er ekki trú, þetta er bara skoðun mín og það hafa allir rétt á því að hafa sína skoðun. Það sem ég er að segja er að þó það sé mikil spilling og mikið ranglæti í bandarískum stjórnmálum þá eru til skapandi listamenn í Banda- ríkjunum og áhorfendur sem kunna að meta þá. Ég er að reyna að draga upp mynd af því hvernig það er að búa í Bandaríkjunum; við höfum forseta sem Ijúga, en við höfum líka skapandi listamenn. Veist þú um einhverjar banda- rískar hljómsveitir sem eru á svipaðri línu og þið tónlistarlega? Það eru alltaf til hljó'msveitir sem hafa farið álfka leið og við í átt að rokkinu og Prince er t.d. einn þeirra. Sumt af því sem hann Joseph Bowie er að gera er ekki langt frá því sem við höfum gert. Defunkt er búin að vera að leika framúrstefnutónlist í tíu ár, en er samt enn neðanjarðarhljómsveit, þó við séum í dag við það aö ná fjöldahlustun. Það hefur kannski haft einna mest að segja í því hvað það hefur tekið langan tíma að við byggjum á alt öðrum tónlistar- grunni en hljómsveitir gerðu þegar við vorum að byrja. Það má því kannski segja að við höfum verið utanveltu á tónlistarmarkaðnum á sínum tíma og þá að hluta vegna þess að hljómplötufyrirtæki okkar vissi ekki hvernig það ætti að selja okkur. Eitt af því sem okkur vantar í dag er tækifæri til að eyða meira fé og meiri tíma í hljóðversvinnu. Ef við hefðum sömu fjárhæðir í höndunum og Ppnce, hvað þá Michael Jacson, myndi heimurinn standa á öndinni þegar útkoman heyrðist. Að vissu leyti hefur það kannski haldið okkur niðri að okkur hefur ekki tekist nógu vel að ná þeim krafti og því lífi sem viö geislum á tónleikum á plast. Myndi það nást á tónleika- plötu? Að öllu líkindum já, en flestar plöturnar eru unnar næstum því eins og tónleikaplötur, en þó hefur okkur ekki tekist að ná fram hljóm- sveitinni eins og okkur finnst að hún ætti að hljóma á plötu. Þetta gengur rólega en við eigum eftir að komast alla leið. Þú segir frá því ( nýlegu viðtali að fíkniefnin breyti persónuleika þess sem neyti þeirra. Hvaða áhrif hafði heróínneysla þín á tónlist Defunkt? Það sem fíkniefnin gera er að þau blinda þig og hindra þig í að sjá í réttu Ijósi hvað þú ert að gera. Þú sérð ekki veikleika þinn og þú sérð ekki styrk þinn. Nú þegar ég er laus við brennivínið og fikniefnin hef ég ekki breyst í grundvallarat- riðum, en ég er sterkari líkamlega, minnið er í lagi, ég get gert meira og tónlistin er að sama skapi sterk- ari en nokkru sinni. Fíkniefnin drógu kraft úr tónlistinni, en ég 'hélt það aö þau væru henni nauð- synleg, því þau villa þór sýn. Þau telja þér trú um að þú þurfir á þeim að halda, en málið er að þau bækla þig og hægja á þér. Það sé ég best nú þegar ég er laus við þau, að líklega hafa fíkniefnin vald- ið því að tónlistin hefur ekki þróast eins hratt og ég hefði óskað. Ég er lánsamur að hafa losnað við þau á meðan ég var enn fær um að leika tónlist og tónlist Defunkt í dag er full af lífi og krafti, en grunn- hugsunin hefur ekki breyst. Hljóm- sveitin er sterkari nú en nokkru sinni og ég hef ekki áður verið í betra formi. Tónleikarnir í Tungiinu verða síðustu tónleikar hljómsveitar- innar í Evrópuförinni. Nú er það oft svo að síðustu tónleikarnir í langri tónleikaferð eru einmitt þeir tónleikar þegar allt fer úr- skeiðis, því allir eru orðnir þreytt- ir og yfirspenntir. Verður það einnig svo með Defunkt? Hjá okkur verða tónleikarnir allt- af betri og betri eftir því sem líður á ferðina og lélegustu tónleikarnir eru fyrstu tónleikarnir. Við reynum yfirleitt að fara í hljóðver strax á eftir tónleikaferð, því þá er hljóm- sveitin á hápunktinum. íslendingar eru heppnir, því þeir fá bestu tón- leikana í ferðinni. Attunda plágan? FIMMTUDAGUR 6. október. Smekkleysukvöld í tuglinu: Ham og Hið afleita þrfhjól. Góðir tónleikar, en vandræðalega fámennt mið- að við stærð staðarins, rúmlega hundrað manns mættir. Hið afleita þríhjól er lítt dæmi- Ást, þú meinar andlega. En þessi gerð hljómsveit með breytilega liðsskipan. Kjarninn í sveitinni eru samt þeir Jóhamar, sem syngur, og Þór Eldon, sem spilar á gítar. Hið afleita þríhjól flytur undarlega blöndu draums og veruleika, skáldskapar og næst- um-því-skáldskapar, tónlistar og tónleysis. Útkoman er raunar oftast leiðinleg, en í tveimur lög- um tókst þeim félögum þó að hefja sig upp á æðra plan; annað laganna þekkja sjálfsagt ýmsir: tvö lög sanna að Þríhjólinu ber að halda áfram tilraunastarfsem- inni. Eitthvað verulega gott gæti komið út úr henni. Fyrstu tónleikar Ham um nokkra hríð voru mjög vel heppn- aðir. Eitt eða tvö ný lög virtust renna einhverjum stoðum undir þá almennu skoðun að hljóm- sveitin eigi framtíðina fyrir sér. Hún hefur öðlast víðari sjóndeild- arhring en áður, enda þótt hún sé engan veginn að hverfa frá hinu djöfulmagnaða segulrokki sem kyndir undir áheyrendum og fær blóðið til að streyma hrað- ar. — Þetta er í fyrsta (og e.t.v. síðasta) sinn sem Gunni Hjálm- ars kemur fram með Ham sem stuðningsgítar. Hann var alls ekki til skaða, en á hinn bóginn fannst mér hann ekki vera til mikilla bóta heldur. Hann gaf hljómnum ögn meiri fyllingu — hins vegar er umdeilanlegt hvort þörf er á henni. En sem sagt; bara gaman. Baldur A. Kristinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.