Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988 Kunmbömin svorn lítiðnúm ? Viðtal við Eirík Briem rafmagnsverkfræðing Viðey er allt í einu orðin á hvers manns vegi og Qöldi Reykvíkinga leggnr um helgar ogjafhvel daglega leið sina þangað með báti, til að skoða sig um, njóta veitinga í nýuppgerðri Viðeyjarstofii og nýjasta nýtt er að láta gifta sig eða skíra barn í Viðeyjarkirkju. Utan elstu kynslóðarinnar koma Reykvíkingar þar eins og að ónumdu landi, svo lengi var Viðey úr þjóðbraut. En í rauninni er ekki svo langt síðan þar var mikið um að vera, veislur og brúðkaup, tíðar bátaferðir milli lands og eyjar og þróttmikill mannskapur við framleiðslustörf. Ekki lengra en svo að þetta upplifði Eiríkur Briem, fyrrum rafinagnsveitustjóri og framkvæmdastjóri Landsvirkjunar, er hann var að alast upp I Viðey. Þótt margt hafí verið skrifað um sögu staðarins í tilefini viðreisnar Viðeyjarstofú, gæti verið gaman fyrir Viðeyjarfara hina nýju að vita hvernig lífíð var á stórbúinu í Viðey á fyrsta Qórðungi þessarar aldar. Fyrir þeim rökum beygði Eiríkur sig og spjallaði við okkur eina síðdegisstund um uppvaxtarár sín í Viðey. Elríkur Viðeyjarstofa eins og hún var þegar Eiríkur var að alast upp í Viðey. Faðir hans Eggert Briem óðalsbóndi lét setja kvistina fjóra á loftið. Þegar Eiríkur Briem fæddist haustið 1915 hafði faðir hans Eggert Briem óðalsbóndi tekið í annað sinn við bú- inu í Viðey. Hafði verið þar með stórbú áður í fimm ár eftir að faðir hans, séra Eiríkur Briem presta- skólakennari og alþingismaður með meiru, keypti eyna fyrir hönd land- búnaðarfraeðingsins sonar síns, og Eggert Briem reisti þar bú vorið 1903. Milljónafélagið svonefnt eða PJ. Thorsteinsson & Co hóf svo útgerð austast á eynni 1907 og vildi brátt reka þar fyrirmyndar stórbú. Eggert seldi því búið en fékk sjálf- ur erfðafestuland í Vatnsmýrinni í Reykjavík og ræsti þar heilmikið fram til að koma upp stóru kúabúi í Reykjavík. En eftir að Milljónafé- lagið var stöðvað 1914, komst Við- ey aftur í hendur Eggerts Briem nema Stöðin á austureynni. Hann og Katrín kona hans, sem var dótt- ir Péturs Thorsteinssonar útgerðar- manns, fluttu þá út í Viðey aftur. Þau bjuggu því þar í annað sinn þegar Eiríkur fæddist og þar kveðst hann hafa verið til 18 ára aldurs, er hann fór utan tii verkfræðináms 1934. „Pabbi hafði eftir aldamótin byggt stórt íjós í Viðey og breytt íbúðarhúsinu, m.a. sett á það kvist- ina fjóra til að fá birtu inn á Joft- ið,“ hóf Eiríkur frásögnina. „Áður voru þar aðeins stafngluggar og hlýtur að hafa verið mjög dimmt á loftinu. í heimilinu voru venjulega um 20 manns á vetrum, enda var eins og þá var siður tekið'fólk sem ekki átti annars staðar höfði sínu að halla. En á sumrin voru þar 30-40 manns. Vinnufólkið bjó á loftinu í herbergjum til endanna og undir súðinni. Þetta voru litlar kytr- ur og í öðrum endanum bjuggum við, ég og afi minn sr. Eiríkur Briem. Annað notaði hann fyrir skrifstofu og við sváfum í fremra herberginu. Þangað komu oft merk- ismenn til að tala við afa minn, sem var mikill reikningsmaður. Auk kennslunnar í prestaskólanum og síðar guðfræðideild þá hafði hann kennt Markúsi þeim sem fyrstur tók stýrimannspróf á íslandi. Prófið var tekið um borð í dönsku Fyllu. Kára- félagið svokallað rak Stöðina eftir nokkurra ára millibilsástand og hafði tvo togara, Kára og Austra. Og þegar um borð voru sjómenn sem ætluðu sér að verða stýrimenn, þá komu þeir til afa í landlegum til að læra. Þetta gerði séra Eiríkur fram á áttræðis aldur. Eiríkur var reikningsmaður, en músik þoldi hann ekki. Eitt sinn komu út í Við- ey Páll ísólfsson og Haraldur Sig- urðsson frá Kaldaðarnesi. Afi tók á móti þeim með þessum orðum: „Gaman að sjá ykkur, piltar, en gerið það fyrir mig að spila ekki.“ Þú hefiir lært hjá honum afa þínum Katrín móðir Eiríks dó 1919. Hann var nýlega orðinn 5 ára gam- all þegar faðir hans kom með Höllu, síðarí konu sína, Sigurðardóttur frá Kaldaðarnesi, út í Viðey. „Við Guð- rún systir mín áttum að kalla hana mömmu, en við vorum ekkert til í það. Þá voru í sígarettupökkum sem nefndust Ffllinn mjmdir af kvik- myndasijömum. Halla mjatlaði þessum myndum í okkur, einni í einu í hvert skipti sem við sögðum mamma og þannig kom það. í bamaskóla fór ég aldrei. Á Stöðinni var barnaskóli, en við Guðrún syst- ir mín lærðum hjá séra Eiríki, þar til síðasta árið er hann fékk ungan kennara til að koma til okkar, Önnu Thorlacius. Tólf ára gamall vildi ég endilega fá að taka próf inn í Menntaskólann í Reykjavík. Séra Eiríkur sagði að lítið vit væri í því, ég kynni ekkert. Ég hafði mitt fram. En var sendur í viku fyrir prófið til Einars Magnússonar, séra Eiríki þótti það vissara. Hann fékk mér eina bók á dag til að læra. Meðan ég var svo í tímunum hjá honum var Einar alltaf að skreppa fram. Ég varð forvitinn og gægðist fram- fyrir. Þá var Einar að skreppa til að smella kossi á Rósu sína. Þetta var árið sem Jónas frá Hriflu hafði komið því á að ekki yrðu teknir fleiri en 25 nemar inn í Menntaskól- ann, ætlaði að beina nemendum út í héraðsskólana. Við þetta fyrsta inntökupróf eftir þeirri reglu reyndu á annað hundrað unglingar og tveir piltar urðu jafnir, númer 25 og 26. Átti að taka í skólann þann er bæri nafn sem væri fyrr í stafróf- inu. Út af þessu urðu þvflík iæti að þeir vom báðir teknir inn. Ég man að í prófínu stoppaði Ámi Pálsson mig og sagði: „Það er auð- heyrt að þú hefur lært hjá afa þínum." Ekki var séra Eiríkur þó á sama máli, því þegar ég kom heim og sagði honum að ég hefði orðið fímmti á prófinu, sagði hann: „Nú, kunna bömin svona lítið núna.“ Ég var því kominn í skólann 12 ára gamall, en var þó látinn lesa heima hjá Önnu Thorlacius fyrsta veturinn og gangast undir prófíð um vorið. Séra Eiríkur taldi að ég hefði ekk- ert að gera einn í skólann inni i Reykjavík. Tóm vitleysa í honum. En eftir það var ég í skólanum fram að stúdentsprófi." í Viðey var stórbú, um 60 kýr og höfðu verið enn fleiri á fyrri búskaparárum Eggerts Briem þar. Ekki var markaður fyrir mjólkina á staðnum, en Reykvíkingar vanir að sækja sína mjólk í fjósin. Þá tók Eggert upp á því að flytja mjólkina í land, aka henni á hestvögnum til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.