Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988 Sameiginleg æfíng björgunarsveita Morgunblaðid/Ámi Sæberg FYRSTA sameiginlega æfing björgunarsveitanna í Hafnarfirði var haldin í gærmorgun. Sveitimar, björgunarsveitin Fiskaklettur og Hjálp- arsveit skáta, æfðu útkall eftir jarðskjálfta. Vettvangur var sædýrasaf- nið í Hafnarfírði. Útkall var kl. 7.30 um morguninn. Tæplega 20 „fórnarlömbum" jarð- slqálfta hafði verið komið fyrir við og í safninu. Auk þess að æfa útkall við þessar kringumstæður var æfingunni ætlað að kanria við- brögð stjómenda sveitanna og kunnáttu meðlima sveitanna í skyndi- hjálp á vettvangi. Æfíngunni lauk fyrir hádegið. Samdráttur kemur vel fram í staðgreiðslunni Gríndavík. „SAMDRÁTTURINN í þjóðfélaginu sem nú er mikið rætt um er fljótur að sjást í staðgreiðslukerfí skatta. Þannig munu heildarlaun yfír landið í staðgreiðslunni hafa verið 13 milljarð- ar í júní sl. en voru komin niður í 11,5 milljarða í september, en samdráttur er mismunandi mikill eftir landshlutum,“ sagði Ásgeir Jónsson gjaldheimtustjóri á Suðurnesjum er hann flutti skýrslu um stöðu Gjaldheimtu Suðurnesja á aðalfundi SSS á föstudaginn i Grindavík en Gjaldheimtan var stofhuð af sveitar- félögunum á Suðumesjum og rikissjóði Islands til að annast innheimtu skatta og útsvara á Suðurnesjum. munu hafa fengið greiddar 375 til loka september," sagði Ásgeir. milljónir króna frá því um áramót Kr.Ben. Skipafélagið Víkur hf: Vilja skrá skip sín undir erlendum íana Hundahald í Reykjavík: Brösuglega . hefur gengið að innheimta leyfisgjöld „BRÖSUGLEGA hefur gengið að innheimta leyfísgjöld fyrir hunda í Reykjavík í ár og verr en í fyrra,“ sagði Oddur R. Hjartar- son, framkvæmdastjóri Heil- brigðiseftirlits Reykjavíkur, í samtali við Morgunblaðið. I Reykjavík eru um 860 hundar og þeim hefur fíölgað jafht og þétt á undanförnum árum. „Leyfisgjaldið er 5.400 krónur fyrir tímabilið 1. mars 1988 til L mars 1989,“ sagði Oddur. „Það er sama upphæð og fyrir síðasta tíma- bil. Við tókum nýlega nokkra hunda frá eigendum þeirra vegna þess að þeir höfðu ekki greitt leyfísgjaldið. Það þurfti hins vegar ekki að lóga þessum hundum, því eigendumir greiddu gjaldið þegar búið var að taka hundana frá þeirn," sagði Odd- ur R. Hjartarson. Keflavík: Ríkið stöðv- ar greiðslur tilsjúkra- hússins Grindavík: Á AÐALFUNDI Sambands sveit- arfélaga á Suðurnesjum greindi Bjarni Andrésson stjórnarformað- ur SSS frá því í skýrslu stjórnar að ríkið, hefði stöðvað allar greiðslur til sjúkrahúss Keflavík- urlæknishéraðs meðan beðið er eftir hvort hagsýslustjóri sam- þykki tilögur sem liggja fyrir um greiðslu skuldarinnar. Bjami sagði eftirfarandi: „ Mál- efni Sjúkrahúss Keflavíkurlæknis- héraðs og Heilsugæslustöðvar Suð- umesja hafa verið óvenju mikið á dagskrá stjómar SSS á liðnu starfs- ári. Er það fyrst og fremst vegna slæmrar fjárhagsstöðu sjúkrahúss- ins og gamals skuldahala frá ámn- um 1984 og 1985. Sérstök nefnd á vegum SSS hefur verið að störfum að undanfömu í samráði við stjóm og framkvæmda- stjóra sjúkrahússins til að freista þess að semja við ríkið um 14.5 milljón króna halla frá þessum ámm. Nú er beðið eftir svömm frá hag* sýslustjóra við tillögu frá nefndinni varðandi tilhögun á skuldaskilum af hálfu sveitarfélaganna, þ.e. eigenda sjúkrahússins. Vonir standa til að svör fáist innan skamms, en á með- an málið er í biðstöðu hefur ríkið stöðvað allar greiðslur til sjúkra- hússins." Kr.Ben Ásgeir sagði að á Suðumesjum hefðu skattgreiðslur í júní verið 120 milljónir króna, 103 milljónir í júlí, 107 milljónir í ágúst og 111 milljónir í september en í október virðist stefna enn lægra. „Fyrstu níu mánuði ársins hefur GS innheimt í staðgreiðslu skatta 869 milljónir króna. Innheimta ársins verður því nálægt 1.200 milljónum króna á Suðumesjum," sagði Ásgeir. „í upphafí ársins var gert ráð fyrir því að þessi inn- heimta yrði einn milljarðúr króna. Því miður er ekki hægt að segja fyrir um það hvort sveitarfélögin hér á Suðurnesjum komi til méð að eiga inni hjá ríkinu miðað við þær greiðslur sem hingað til hafa verið greiddar til þeirra og byggj- ast á áætluðum útsvarshluta þeirra í staðgreiðsiunni. Sveitarfélögin á Suðumesjum SKIPAFÉLAGIÐ Víkur hf rær nú öllum árum að þvi að skrá farskip sín undir erlendum þjóðfána og reka þau með erlendum áhöfnum. Að sögn Finnboga Kjeld, fram- kvæmdastjóra skipafélagsins, er rekstrarkostnaður við útgerð ski- panna þriggja 60-70 milljón krón- um hærri á ári en i helstu sam- keppnislöndum á þessum mark- aði. Beri þessi viðleitni ekki árang- ur segir Finnbogi ljóst að rekstr- argrundvöllur fyrirtækisins sé brostinn. Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, segir að bankinn sé ekki til viðtals um að skipin verði skráð erlendis og ekkert geti forðað þvi að þau verði seld á uppboði. Skipafélagið Víkur gerir út þijú flutningaskip, Eldvík, Hvalvík og Keflavík. í áhöfnum þeirra eru alls um 50 sjómenn, allt íslendingar. Finnbogi Kjeld segir að stærstur hluti þessara 60-70 milljóna liggi í hærri kostnaði vegna launa og launatengdra gjalda. Hann segir að um 40% af farskipaflota heimsins sigli nú undir fána ýmissa smáríkja, svo sem Bahamaeyja, Möltu og Gíbraltar og segir að spáð sé að innan tveggja ára verði um 70% komin undir þessa fána. „Þetta er spuming um líf eða dauða í þessari grein, markaðurinn leyfír ekki mönnum að lifa við jafn- ólík rekstrarskilyrði og eru hér og í þessum ríkjum," sagði Finnborgi Kjeld. Annað og síðara nauðungarupp- boð verður haldið á tveimur skipa félagsins, Eldsvik og Hvalvík, þann 4. nóvember. Þess hafa Lífeyrissjóð- ur sjómanna og Landsbanki íslands krafíst. Finnbogi kvaðst reikna með að ekki kæmi til uppboðsins, unnið væri að samningum við kröfuhaf- ana. Sverrir Hermannsson segir að bankinn muni ekki leyfa að skipin fari undir erlendan fána. Forráða- menn Víkur hafi verið í nær daglegu sambandi við bankann vegna þessa, en uppboði verði ekki forðað. Uppsagnir í Fossnesti og Inghól __ SclfoSHÍ. ÖLLU starfsfólki Fossnestis á Selfossi og skemmtistaðarins Ing- hóls hefúr verið sagt upp frá næstu mánaðamótum. Alls er um 100 manns að ræða i heilu- eða hlutastarfi. Það er Bifreiðastöð Selfoss hf. sem er eigandi þessara fyrirtækja og að sögn Áma Valdimarssonar, eins stjómarmanna, eru uppsagnim- ar liður í endurskipulagningu fyrir- tækjanna til að ná upp betri rekstri. „Við erum ekkert að loka heldur bara að bregðast við aðstæðum," sagði Árni og ennfremur að stór hópur starfsmanna yrði ráðinn aftur að lokinni endurskipulagningu. — Sig. Jóns. Vantar fólk í fískvinnu ÞRÁTT fyrir að Meitillinn í Þorlákshöfn hafi sagt upp mörgu starfsfólki og atvinnuleysi sé nokkurt í bænum, gengur erfíðlega að fá fólk til starfa í Fiskiðjunni Veri, sem nýverið auglýsti eftir fólki í saltfisk- og skreiðarvinnu. Hannes Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Vers og jafnframt formaður atvinnumálanefndar á Þorlákshöfn, sagðist hafa auglýst í búðargluggum og í Dagskránni, vikublaði sem dreift er um Suður- land, en engu að síður sárvantaði hann fólk. „Þetta em störf sem hefur verið erfitt að fólk í,“ sagði Hannes. „Þetta fólk sem sagt var upp störfum hjá Meitlinum og mun koma til með að sækja um atvinnuleysisbætur er vant léttari störfum, til dæmis á netaverk- stæði, og vill ekki fara I erfiða saltfiskvinnslu eða kalsama skreiðarvinnslu." Hannes sagði að lftið hefði ver- ið leitað til nágrannabæja á Ár- borgarsvæðinu um vinnu, hins vegar væri eitthvað um að menn reyndu að fá starf í Reykjavík. „Sannleikurinn er sá að stór hluti af fólkinu sem var sagt upp í Meitlinum var farandverkamenn," sagði Hannes. „Það er persónuleg skoðun mfn að það hafí verið her- bragð af hálfu Meitilsins og Sam- bandsmanna að lýsa því yfir að það þyrfti að segja upp 170 manns fyrst í haust. Nú em þeir komnir niður í 100 manns. Helmingurinn af því er líklega fólk sem er héðan og þaðan og fær nóga vinnu ann- ars staðar. Hinn helmingurinn er héðan, og þar af eru kannski svona 20-30 manns sem eiga er- fitt með að fá sér vinnu hér heima. Það er þó langt frá því að hér sé eitthvert neyðarástand,“ sagði hann. „Það er auðvitað erfítt að hafa atvinnuleysi, en það er líka erfitt þegar fyrirtækjum er mismunað. Á meðan öðmm er gert að greiða skatta sína, skyldur og skuldir, sýnist mér að skuldum Meitilsins hafí verið breytt í ný lán, sem aftur hafa gjaldfallið og svo fram- vegis. Smærri atvinnurekendur hafa verið látnir sæta ábyrgð með sinn rekstur, og það er auðvitað verið að misbjóða því fólki sem vill standa í skilum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.