Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988 31 Kirkjubraut er stór hilla sem hefír að geyma fjölmarga verðlaunapeninga og bikara. Flesta hefur hann unnið fyrir bridge. „Ég byijaði seint. Ef ég á að segja þér eins og hef ég legið í fjárhættuspili allt mitt líf. Margir álitu mig voðalegan vandræðamann því ég spilaði póker og fleira, allt upp á peninga," segir Ragnar og glottir. „Svo var það árið 1975 að ég byijaði að spila bridge þegar stofnað var bridgefélag hér á Höfn. Mér hefur bara gengið vel þrátt fyrir að þetta er ekki fjárhættuspil." í heimsókn hjá Sigfinni í 810111148: Ragnar er nú umsjónarmaður barnaskólans á Höfn. Áður sá hann um félagsheimilið í 15 ár, eins og áður segir. Hann segist vera hættur að múra að mestu leyti. uppgefínn. Ég bauð honum að fara á Skúm og sagði honum að láta klárinn ráða þegar út í ámar væri komið. Ef hann vildi snúa við ætti að leyfa honum það. Hann færi útí annars staðar þar sem fært væri. Læknirinn komst á áfangastað löngu á undan mér. Hestamir voru einu farartækin á þessum tíma og urðu að duga í ánum. Við ræktuðum hesta hér í Homafírðinum sem voru gleiðir að aftan svo þeir væru stöðugri á ánum. Þetta hefur auðvitað erfst og telja margir þetta galla á homfírsku hestunum núna.“ Við Ragnar gengum með Sigfínni út á tún til að heilsa upp á Skúm. Hann var þar í góðu yfírlæti með nokkrum merum sem greinilega voru einnig í uppáhaldi hjá Sigfínni. Hann gekk að klámum og klappaði honum og strauk og virtist honum líka vel atlot húsbónda síns. Sigfinnur í Stórulág og Skúmur. Hann er nú orðinn órólegur og krefst þess að ég komi með honum og líti á hrossin hans. Sú ferð varð lengri en fyrirhugað var því í leiðinni sýndi hann mér félagssvæði Hestamannafélagsins Homfírðings og síðan vildi hann að við kæmum við hjá frægum hestamanni, Sigfinni Pálssyni í Stómlág. Þegar við komum í Stórulág var okkur tekið með kostum og kynjum og boðið í stofu. Sigurbjörg húsfreyja var ekki lengi að dekka borð með yfír tíu sortum með kaffínu. Fljótlega barst í tal Skúmur, gæðingur Sigfinns, sem sigraði gæðingakeppnina á Landsmóti hestamanna á Skógarhólum árið 1978. Hesturinn var talinn nokkuð fullorðinn af keppnishesti að vera eða 17 vetra gamall. En hann er enn á lífi og gengur í túninu við bæinn. Á einum veggnum í stofunni hangir mynd af Sigfínni á Skúm og er hún teiknuð eftir ljósmynd sem tekin var í keppninni á Skógarhólum. „Þessa teikningu lét hann Ragnar gera,“ segir Sigurbjörg. „Hann er svo mikið fyrir að koma fólki á óvart. Þegar Sigfínnur hafði unnið keppnina á Þingvöllum og allir hópuðust í kringum hann og óskuðu honum til hamingju kom Ragnar með blóm handa mér. Eins var það með myndina að stuttu áður en hann kom með hana hafði ég einmitt verið að tala um að gaman væri að eiga þessa ljósmynd stækkaða." Sigfínnur minntist líka á Skúm eldra. „Þetta var mikill vatnahestur óg svo gleiður að það braut á honum. Eitt sinn þurfti ég að fara frá Hoffelli að Höfn til að sækja lækni. Þetta var áður en Hornafjarðarfljót var brúað. Þegar við áttum ófarinn dágóðan spöl til baka var hestur læknisins Skammt frá bænum hefur Sigfínnur reist kofa úr torfí og gijóti. „Maður nokkur benti mér á að það væru nokkrir gabbrósteinar í hleðsiunni hjá mér, rétt eins og í nýja Seðlabankahúsinu," sagði Sigfínnur. „Ég svaraði að það væri ekkert skrítið þar sem ég geymdi peningana mína þama vegna þess að ég treysti ekki bönkunum fyrir þeim.“ Maður hleypur ekki upp brekkurnar En það var kominn tími til að kveðja og halda ferðinni áfram. Við Ragnar höfðum enn ekki gefíð okkur tíma til að heilsa upp á hestana hans. Það var því upplagt að líta á þá á leiðinni til baka. Hestamir vom í stórri girðingu og sáust hvergi þegar við ókum upp að hliðinu. Við gáfum okkur góðan tíma og gengum í rólegheitunum í áttina til þeirra enda veðrið einstaklega gott þrátt fyrir að degi væri tekið að halla. Ragnar kallaði í hestana þegar við sáum til þeirra og voru þeir fljótir að koma og þiggja brauð hjá eigandanum. Ragnar var greinilega í essinu sínu innan um hestana og passaði upp á að allir fengju sinn skammt. „Maður hleypur nú ekki upp brekkumar lengur," sagði Ragnar þegar við vorum á leiðinni til baka. „Það er betra að fara sér hægt. Ég fékk kransæðastíflu fyrir fjórum ámm og síðan hef ég aðeins þurft að fara mér hægar. En ég þarf ekki að kvarta því ég má þakka fyrir hvað ég hef verið heilsuhraustur. Það er ekki mikið að hafa farið einu sinni á spítala á sjötíu ára ævi. Nú er ég þakklátur fyrir hvem dag sem ég lifi.“ TEXTI OG MYNDIR: ÁSDÍS HARALDSDOTTIR Ertu ibílahugleiðingum? SAFIR Ódýr, rúmgóður fjölskyldubíll á góðu verði. Eins og aðrir Lada bílar hefur Lada Safir reynst afbragðsvel hér á landi, enda kraftmikill og sterkur. Veldu þann kost, sem kostarminna! Bifreiðarog landbúnaðarvélar hf. Ármúla 13, Suðurlandsbraut 14. Sími681200. tlöfðar til XjL fólks í öllum starfsgreinum! 3POKTVORU- UTSALA SPORTULaugavegi 49 -byrjar á morgun- KRUMPGALLAR Nr. XS-S-M-L-XL Verö 2.900,-til 4.900,- (áður6.190,- til 9.990,-) Einnig barnastærðir. BÓMULLARGALLAR Allar stærðir. Verð frá kr. 1.490,- ADIDASORION Nr. 36-42. Kr. 1.290,- (áður kr. 2.200,-). ELDORADO körfuboltaskór Nr. 39-47 kr. 2.950,- (áður kr. 4.950,-). MARGAR AÐRAR SKÓTEGUNDIR Leikfiml- og aeróblkkfatnadur Úr giansefni kr. 790,- (áður kr. 1.690 til 2.080,-). Úr bómull kr. 490,- Glansgallar í barna- og unglingastærðum. Stuttbuxur nr. 140 til 176 kr. 390,- (áður kr. 790,-). Stakar trimmbuxur kr. 990,- Stuttermabolir allar stærðir kr. 490,- Sundbollr barnastærðir kr. 390,- Barnaskíðasett kr. 1.490,- Kuldaskór flestar stærðir. Háskólabollr kr. 990,- (áður kr. 1.950,-) Póló skyrtur kr. 1.290,- Lúffur kr. 250,- (áður kr. 450,-). Töskur Karlmannaúlpur og margt margt fleira. Vlð rúHum boltanum tll ykkar. Nú er taaklfærlð tllþoss að gsra góó kaup. Ath! 10% afslátturaföllum öðrum vörum verslunarinnarmeðan i útsölunni stendur. Sendum ípóstkröfu Vlsa og Euro þjónusta. SPORTVÖRUVERSLUNIN evmm LAUGAVEGI 49 SIMI 12024
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.