Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988 41 Teikniog/Gylfi Óskarsson gat ekki, eins og geta má nærri, fengið samþykki yfirmanna sinna til þess. Hann lét það þó ekki á sig fá og i orustunni gerðist hann svo ákafur, að hann stökk útbyrðis, þótt hann hefði ekki nema íýting einn að vopni, synti í land og réðst einn síns liðs á algierskan her- mannahóp og varð tveimur mönn- um að bana, og tókst þannig að koma fram hefndum á ræningjum ættmóður sinnar, áður en hann var sjálfur veginn ... Foreldrar mínir höfðu engan áhuga á ættarsögu okkar. Faðir minn var mikill raunhyggjumaður, alvörugefínn og guðhræddur og áhugasamur kennimaður ensku kirkjunnar. Hann var gripinn trú- boðaáhuga löngu áður en hann kvæntist og fór til Indlands til þess að boða heiðingjum fagnaðarerind- ið. Hann hafði verið vandlega undir það starf búinn og var vel að sér í Austurlandafræðum. Ég er fædd- ur á Indlandi og var yngstur fímm systkina, var ólíkur þeim öllum að því leyti, að ég er sá eini, sem hefí haft áhuga á ættarsögu okkar og numið Norðurlandamálin... Sagnir um landnám Ég hafði ætlað mér að skrá í rit- gerðarformi eða söguágripi kenn- ingu þá og heimspekikerfi það, sem ég hafði numið, en einkanlega hafði ég ætlað mér að skrifa sögu um „Island, hið sálfiæðilega charka veraldarinnar". En aðrar ástæður og önnur skyidustörf öftruðu því. Ég hafði sest að í Messína á Sikil- ey, og þar kvongaðist ég, og það var ékki fyrr en nokkrum árum síðar, að ég fékk tækifæri til þess að heimsækja löndin við austanvert Miðjarðarhaf. í það skipti gat ég athugað nokkur merkileg rit í bóka- söfnum í Aþenu, Saloníki og Mikla- garði, og skrifaði ég margt upp úr þeim. í Saloníki kynntist ég prófessor nokkrum frá Armeníu, og sýndi hann mér merkilegt og sjaldgæft handrit frá árinu 1740 eða 42, — ég man ekki nákvæmlega hvort heldur var, — eftir hinn fræga- Kristmunk og trúboða Peré Antoni Gaubil, mesta fræðimann sinna daga f kínverskum efnum, og einn af þeim flórum mönnum, sem kynntu Evrópu Kínaveldi. Ég vildi feginn hafa eignast þetta handrit, en hann synjaði mér um það, og var mér leyft aðeins að líta á það í návist hans. Þetta var hörmulegt, þvi að þessi vesalings maður var drepinn f einni hinna skipulögðu ofsókna á hendur Armeníumönnum f Salonfki 29. apríl 1903, og frétti ég, að hús hans hefði verið jafnað við jörðu og allar eigur hans mis- kunnarlaust eyðilagðar. Eftir minni rita ég upphafíð að handriti þessu: „Inter fabulas Sinarum hæc sunt, quæ Curioso Lectori communicanda Duco: Insula magna hodie Thyle sive Islanda vocatur... olim Sina- rum gigantes patria fuit...“ Höf- undurinn sagði því næst, að sam- kvæmt kínverskum sögum hefði lífið fyrst átt upptök sín á þessari fjarlægu eyju, — „einu hinna sjö dulrænu landa og því fjarlægasta“. Kom lífíð fyrst fram þar, og þar bjó risakyn, sem átti í baráttu við sjávardreka. En þetta er aðeins ævintýrasögn, því þetta er ömurlegt land, og enginn skógur vex þar. Þó var það þar, að Kólumbus fyrst heyfði getið hins suðræna lands fyrir vestan hið mikla haf, og varð þáð til þess, að hann réðst í að sigla yfír hafið. Og varð árangurinn sá, að hann fann Ameríku aftur. í Aþenu rakst ég ennfremur á rit á ítölsku eftir Ramusio (Feneyj- um 1583). Þar er eftirfarandi grein, og set ég hana hér f þýðingu: „Zichmni ákvað að ráðast á ísland, ef ásamt hinum öðrum eyjum lutu Noregskonungi. En landið reyndist svo vel búið til vamar, að árás hans var hrundið, enda hafði hann aðeins lftið lið. Þess vegna hvarf hann frá þessu áformi, en réðst í sömu sund- unum á aðrar eyjar, nefndar íslönd, eru þær sjö, sem sé Talas, Broas, Iscant, Trans, Mimant, Damberc og Bres. Og þegar hann hafði tekið þær allar, byggði hann sér virki í Bres." (Ramusio Navigationi, Tome ii, fol., 231 A.) 432 d|jöflar Hér kemur Michael Eyre með allítarlega lýsingu á náttúruvættum og hvem skilning Austurlandamenn hafí á eðli þeirra. Hann lýsir því af miklu andríki hvemig þessar vemr skiptast f tvo ólfka hópa, semsé engla og djöfla. Hann tekur skýrt fram að djöflamir séu ekki illir andar, heldur baldnar vættir sem þijóskast við og óhlýðnast visku himinsins. Michael lýsir frumbyggingu ís- lands samkvæmt sögnum sem hann segir að fyrir mörgum þÚBundum ára hafí kristallast í því, sem nú kallast „kínverskir annálar", og er þar getið þessarar fjarlægu eyjar, eldijallalands. Þar er getið atburða, sem áttu að hafa gerst fyrir örófi vetra í sambandi við keisara nokk- um, Chun að nafni, nokkurs konar ofurmenni, sem voldugur rfkti í Kína í þá tíð. Komuþá 432 djöflar frá öðmm hnetti og ætluðu að setj- ast að í landinu Tsieng (Kína) og byrja á þvi að reka -Chun úr landi. Þessu kunni Chun illa, og þar sem hann var vitur maður, sem elskaði hið góða og þjónaði himninum, en hataði hið illa, sá hann, að örugg- ast myndi að koma djöflunum fyrir á afviknum stað, og datt þá ísland í hug. Með aðstoð himinsins tókst honum að ginna hina 432 óvel- komnu gesti þangað, og svo lagði hann það á þá, að þeir skyldu aldr- ei fá flúið þaðan. En á himninum er meiri viska en menn dreymir um og Völdin hin miklu, er jafnvel englar og djöflar lúta, skipuðu málum þannig, að starf þessara voldugu vera skyldi verða til þess að framkvæma hinn skapandi vilja þeirra. Eins og spek- ingar þeirra tíma kenndu, er jörðin afar stór hnöttur, og umhverfís hann, í um það bil 100 mílna hæð, er þanin „blæja guðanna", hindrun, sem engir fá komist yfir um, og um fald hennar leika logamir, sem sjást f norðurvegi. Ljós sólarinnar skín gegnum þessa blæju, en þessi mikla kristalshvelfing heldur öllum öndum á jarðsviðinu. Djöflamir vöktu með starfi sjálfra sín hið blundandi segujmagn þessa „Chakra" og gerðu samfelldan brosandi aldingarð úr landi þessu, sem áður hafði verið fsi þakið og eldbrunnið. Þegar Chun varð þess áskynja, að eyjan var orðin svona byggileg, þá reyndi hann að reka djöflana þaðan. En þeir höfðu náð mjög háu „chakshu-stigi“. (Það er erfitt að þýða þetta orð... Þess vegna verður að umrita það, og held ég, að hið næsta, sem við kom- umst merkingu þess, sé: „skyqjun andlegra sannreynda eða sjötta andlega yfírskilvitið.") Þegar Chun komst að því að hann réð ekki við djöflana, þá bjargaði hann sér og gerði samning við þá. En er tímar liðu fram og djöflam- ir höfðu framkvæmt störf sín, þá fluttust þeir smám saman burtu af jörðunni, en skildu þó eftir sex af sínum flokki, yngri verur, og fólu >eim sérstakt hlutverk. Þessar ver- ur tóku sér bústað í hinu stórafjalli „Yuh-Q’HLL“, en þaðan steig upp öðm hveiju hinn skírandi jarðeldur. i í hinu foma KUAH eða hinni helgu kínversku tungu þýðir orð það, sem ég hefi hér ritað yuh-q’hll: „Hinn helgi fómareldur." Ég get ekki annað en látið mér detta í hug, hvort hér kunni ekki að vera eitt- hvert samband við íslenska orðið jökull", þó að það þýði alveg það gagnstæða: ís.) í þessari sögu sé ég mikla líkingu við goðsagnimar um stríðið milli Þórs og jötnanna og við baráttu Títana við Olympus- guði og loks sagnir Biblíunnar um fall Lucifers. Þannig var þá ísland byggt í fyrstu. En þó em þetta að öllum líkindum afskræmdar endurminn- ingar um einhvem atburð f Qar- lægri tfð, ef til viil á fyrstu tímum mannkynsins, áður en ísinn þakti mikinn hluta af norðurhveli jarðar og ísland og Grænland höfðu hita- beltisveðráttu og gróður... Samkvæmt sögusögnum þessum virðist ísland hafa verið byggt og yfírgefið á vfxl, eins og ákveðinn forði lífsþróttar hafí gengið til þurrðar, er sfðan endumýjast á þessum hvíldartímum. Önnur bygg- ing landsins var gerð af nokkurs konar hálfmennskum, hálfandleg- um vemm undir leiðsögn djinnanna, sem skildir höfðu verið eftir í Snæ- fellsjökli. Þessar vemr vom allar karlkyns, því að engar kvenkyns- vemr máttu vera þar... Það verður ævinlega fyrst og síðast í sambandi við þessa ritgerð mína að hafa það hugfast, að „djöfl- ar“ f þeirri merkingu, sem hér er notuð og einnig þjá Kínveijum, er ekki það, sem vér myndum ski(ja með því orði, það er að segja, það em ekki illir andar. Karlmenn era óháðari áhrifum frá þessum vemm en kvenmenn, en kvenmenn era, ef svo mætti segja, alltaf undir sér- stakri vemd þeirra. Þetta er vita- skuld austurlensk hugmynd. Þótt þessar vemr byggðu ísland 24 öldum fyrir Kristburð, þá mætti líta á það sem nútfmasögu f saman- burði við þá tfð, er Chun keisari og vinir hans, djöflamir, vom uppi. En sfðan kom hvíldartímabil þar tíl á dögum Flóka á 9. öld eftir Krist. Spádómurinn Þannig lýkur frásögn Michael Eyre af landnámi íslands og vætt- unum í Snæfellsjökli. Að lokum er hér um það bil aldargamall spádóm- ur. Fræðari hans kínverskur spáði fyrir íslandi og Bagði að hér yrði í framtíðinni miðstöð voldugs and- legs vitsmunaríkis. í spádómi sfnum segir hann: Hitauppsprettur em miklar á íslandi, og liggja þær vfða nálægt mjög stómm ísbreiðum. Þetta bendir til framtíðar landsins, þá er synir þess koma aftur og vísindin hafa kennt mönnum jafnvel að fljúga um loftið. ísinn $ jöklum landsins mun verða notaður til þess að breyta gastegundum í vökva með sem minnstri eyðslu á vélar- orku, og hiti jökla þess mun veita afl, sem þarf til að þétta þær. Vér munum fá sívaxandi þekkingu á rafmagninu. Draumur Steinheils í Munchen 1838, þegar hann fann straumleiðslu jarðar, vakti hjá hon- um þá hugsun, að vér kynnum að geta lagt niður notkun þráða og tekið upp þráðlausa sendingu , skeyta. Þetta kann að rætast. Þann- ig mun í framtfðinni orkan verða aðalframleiðsla íslands, og tíl ís- lands munu þjóðimar leita um fram- farir. Samantekt: Bragi Óskarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.