Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 63
að kveðjur bárust frá Hjalta á skemmtilegu póstkorti. Alltaf gaf Hjalti sér líka tíma til að útskýra fyrir starfsfólki deildar- innar ýmislegt sem gagnlegt var að fá vitnesku um, og gaf sér þá góðan tima til þess og sagði sérlega skilmerkilega frá jafnvel flóknustu hlutum. Þannig var Hjalti í allri sínni framkomu, afar þægilegur maður, jafnt við sjúklinga sem sam- starfsfólk. Á stuttum starfsferli lét hann því mikið og gott af sér leiða. Hjalti var mikill vinnuþjarkur og hlífði sér aldrei. Hann var ósér- hlífinn maður, sem vissi sem var, að margir sjúkir biðu þess að hann annaðist þá og leiddi aftur til bættr- ar heilsu. Jafnvel eftir að hann kenndi sjúkdóms þess sem lagði hann síðar að velli dró hann ekki af sér. Það var líkast því að hann vildi skila margföldu verki. Á árshátíðinni okkar snemma á þessu ári var Hjalti aðalræðumaður kvöldsins og það kom engum á óvart að hann hreinlega „sló í gegn“ með stórkostlegeri ræðu. Einnig tók hann virkan þátt í skemmtiatriðum kvöldsins, sem starfsfólkið annað- ist. Þetta gerði hann allt á sinn látlausa og fallega hátt, jafnvel þótt hann vissi um meinsemd þá, sem gripið hafði um sig í líkama hans og hann barist þá við. Sl. vor fór Hjalti vestur til Banda- ríkjanna til lækninga. Sannarlega fylgdu honum góðar kveðjur og bænir um að hann mætti snúa aft- ur til vinnustaðar okkar, heill heilsu. En enginn ræður för. Hjalti átti ekki afturkvæmt til þess starfs sem átt hafði hug hans allan. Við starfsfélagamir sendum fjöl- skyldu Hjalta Á. Bjömssonar okkar dýpstu samúðarkveðjur. Starfsfélagar á bæklun- arlækningadeild Land- spítalans 12G og 13G. Á haustdögum 1967 hóf stór hópur stúdenta nám í læknisfræði við Háskóla íslands og í fyrsta fyrir- lestri höfðu á annað hundrað manns þrengt sér inn í sal sem tók tæp- lega helminginn í sæti. Þar var þessum hópi heilsað af prófessorn- um, nokkuð við aldur, sem þótti mestur ógnvaldur nýnema. Hann leit yfir salinn og sagði síðan ekki óvingjamlega: „Það verða sæti fyr- ir alla að vori.“ En þetta var nú eins og að skvetta vatni á gæs því fyrir þessum hópi var lífíð að byrja, bjartsýnin og vonimar ódrepandi. Enn sást í eyrun á bítlunum fyrir hári og blómabyltingin og stúd- entaóeirðir erlendis blunduðu í ósærri framtíð. Á næstu árum fækkaði þessum hópi niður í þijár tylftir og vináttu- bönd og tengsl mynduðust, sérstak- lega eftir velheppnaða kmfninga- ferð til Skotlands sumarið 1969. Vinkonur, makar og böm bætt- ust í hópinn og prófessorinn okkar tekinn í fulla sátt enda hreinasti öðlingur inni við beinið. Einn úr þessum hópi var Hjalti Bjömsson, 'vinur okkar og félagi, sem nú hefur kvatt okkur um sinn. Hjalti var ljós yfirlitum og myndar- . legur, aðeins eldri og lífsreyndari en flestir úr hópnum. Hann var þrekinn og fjörmikill, fullur af lífí og áhuga á ólíkustu sviðum: Tón- list, iþróttum, bókmenntum, veiði- mennsku, brids, taflmennsku og leiklist, að ógleymdu golfínu. Hann var heiðarlegur, hreinn og beinn, trygglyndur en óþarfa viðkvæmni og væmni vom honum fjarri skapi. Glaðværð og góður húmor, stundum hijúfur og stríðinn en alltaf græskulaus, vom hans aðalsmerki. Á okkar fyrstu háskólaámm breyttist hópurinn úr alvömlitlum piparsveinum í misjafnlega alvöru- gefna eiginmenn og heimilisfeður sem söfnuðu hári niður á herðar og gengu í æ útvíðari buxum með hveiju árinu sem leið og Hjalti fór að sjást gmnsamlega oft með lima- fagurri stúlku úr lagadeildinni með bein í nefínu og von bráðar höfðu þau Hrafnhildur Stefánsdóttir stofnað heimili og dóttirin Inga Björg var í bígerð. Minningamar frá þessum ámm streyma fram í hugann, vinnu- skorpur og streita fyrir próf, stolist í sund á óbærilegum sumardögum MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988 63 þegar við áttum að sitja við lestur, umræður og deilur um lífið og til- veruna, stjómmálin, námið og svo sameiginlegur gleðskapur sem fyrst einkenndist oft af hávæmm manna- látum en síðan mýkri tónum þegar eiginkonumar komu í spilið. Einnig brothættari samtöl þar sem vænt- umþykja og vinátta vom illa falin undir hijúfri skel. Frá þessum kvöldum em líka oft fyrstu minn- ingamar um börnin sem fæddust inn í þennan hóp, oft glaðvakandi og stóreyg, ýmist óvenjuþögul eða með gestalæti, enda oftast komið fram yfír venjulegan háttatíma, en einnig tárvot eða vot í hinn endann og með bilaðan hljóðkút. Þessa dag- ana sjáum við leiftur af þessum sömu andlitum í andliti hreint ótrú- lega þroskaðra og myndarlegra ungmenna sem em nú að leggja af stað út á lífsbrautina. Hópurinn okkar útskrifaðist árið 1974 og um haustið hittumst við hjá Hjalta og Hrafnhildi á Bjarg- arstígnum og fögnuðum sextugsaf- mæli Hjalta og Margrétar Georgs- dóttur sem samanlagt náðu þessum háa aldri og þar sátu sáttir þröngt, lífíð var aldeilis dásamlegt, framtíð- in var óskrifað blað og lífsháskinn var ekki til. Upp úr þessu dreifðist hópurinn og hélt til framhaldsnáms. Hjalta og Hrafnhildi bættist sonurinn Bjöm í fjölskylduna og haldið var til Svíþjóðar. Hjalti valdi sér bækl- unarlækningar að sérgrein. Það átti vel við hann að taka það sem bilað var eða brotið, gera vel við og sjá árangur verka sinna og geta verið stoltur af. Á Svíþjóðarárunum minnkuðu tengsl við suma en önnur bönd styrktust, bæði innan hópsins og út fyrir hann, nýir vinir bættust við og bömin tengdu fjölskyldumar þar jafnvel enn sterkari böndum og það safnaðist í dýrmætan minn- ingasjóð. Fyrir um átta ámm kenndi Hjalti fyrst sjúkdóms þess sem síðar reyndist honum ofjarl. Hann hafði aldrei verið jafnteflismaður við skákborðið og ekki lágu heldur ósagðar slemmur í spilum hans við spilaborðið og sjúkdómi sínum tók hann af kjarki og óbilandi trú á bata. Það var alltaf teflt til sigurs þrátt fyrir liðsmun. Hann talaði umbúðalaust um sjúkdóm sinn við félagana og lét sjúkdóminn ekki spilla lífsgleðinni en við fundum að áherslumar breyttust og hann gerði það sem við hinir höfðum alltaf haft góð áform um að gera, fjöl- skyldan var í fyrirrúmi, hann rækti störf sín af alúð og áhuga en gætti þess að slökkva sér ekki eins djúpt í íslensku steinsteypuna og við flest höfum gert. Hann lifði fyllra lífí en margir sem lagt hafa fleiri ár að baki og hann hélt sínum húmor áreynslulaust og sló aldrei falskan tón, jafnvel ekki í erfíðri baráttu síðustu vikuna. Hann hafði aldrei verið tapsár en endataflið við meist- arann mikla var teflt til þrautar þar til hann féll á tíma án þess að játa sig sigraðan. Síðasta gangan var erfið en þar naut hann sinna nánustu sem sýndu mikinn styrk og æðruleysi. Elsku Hrafnhildur, Inga og Bjössi, við vottum ykkur djúpa samúð í sorg ykkar. Dauðinn hefur barið að dymm og minnt okkur öll á hverfulleikann en við verðum að minnast þess að nútíð og framtíð em mikilvægari en fortíðin. Minningin um traustan og glaðværan vin lifír áfram og megi hún treysta vináttuböndin og gera okkur betri hvort við annað og þó tárin falli eitt og eitt megi brosin sem tengjast minningu hans þurrka þau öll að lokum og lýsa fram á veginn. Læknar frá Háskóla íslands 1974. Minning: Vilborg Guðmunds- dóttirfrá Urriðakoti Fædd 24. apríl 1894 Dáin 22. október 1988 Móðursystir mín, frú Vilborg Guðmundsdóttir, andaðist á Hjúkr- unarheimilinu Sólvangi í Hafnar- fírði 22. þ.m. 94 ára að aldri. Vil- borg fæddist í Urriðakoti í Garða- hreppi 24. apríl 1894 dóttir hjón- anna Guðmundar Jónssonar og Sig- urbjargar Jónsdóttur. Var hún þriðja bam þeirra hjóna af tíu, sem upp komust. Guðmundur hóf bú- skap í Urriðakoti árið 1887 á móti föður sínum, Jóni Þorvarðssyni, sem hafði búið á jörðinni frá 1846. Guðmundur lét af búskap árið 1942 og skorti því ekki nema fjögur ár í heila öld að jörðin væri setin af þeim feðgum. Faðir Jóns Þorvarðssonar, föður- afa Vilborgar, var Þorvarður Jóns- son bóndi á Vötnum í Ölfusi, en kona hans var Guðbjörg Eyjólfs- dóttir bónda og hreppstjóra á Kröggólfsstöðum. Þorvarður var sonur Jóns Sigurðssonar á Bíldsfelli í Grafningi, sem var fæddur 1746 í Nýjabæ í Ölfusi. Föðuramma Vil- borgar var Jórunn Magnúsdóttir frá Litlalandi í Ölfusi, Magnússonar, Beinteinssonar bónda í Þorláks- höfn, en móðir Jórunnar var Herdís Þorgeirsdóttir bónda á Litlalandi. Móðurforeldrar Vilborgar voru Jón Guðmundsson, bóndi á Setbergi í Garðahreppi, sem er næsti bær við Urriðakot, og kona hans, Vil- borg Jónsdóttir, sem ættuð var frá Einholti í Biskupstungum. Jón á Setbergi var sonur Guðmundar Eiríkssonar, sem nefndur var „hinn ríki eða sauðglöggi" og löngum hefur verið kenndur við Haukadal í Biskupstungum en bjó síðast í Miðdal í Mosfellssveit. Kona hans var Guðbjörg Jónsdóttir frá Ósa- bakka af Hörgsholtsætt. Jón á Set- bergi átti 18 börn og er hann ætt- faðir Setbergsættarinnar og er margt kjarnafólk komið af þeirri ætt eins og af Bíldfellsættinni. Af framansögðu sést að Vilborg var af góðum stofni í báðar ættir og erfði í ríkum mæli margt það besta frá bæðum ættum, s.s. skap- festu, dugnað og æðruleysi. Hún þurfti að ganga í gegnum miklar raunir og erfíða lífsafkomu á sinni löngu ævi en hélt reisn sinni og glæsileik til hárrar elli. Vilborg fór snemma að vinna fyrir sér og kom fljótt í ljós að hún var bæði dugleg og skyldurækin. Vilborg var tvígift. Fyrri maður hennar var Þorleifur Guðmundsson, Þorleifssonar bónda á Hrafnhóli í Hjaltadal, ráðsmaður á Vífilsstöð- um. Þau giftu sig á Jónsmessu 1922, en skjótt dró ský fyrir sólu. Nokkrum mánuðum síðar varð Þor- leifur alvarlega veikur og lagðist rúmfastur og andaðist 16. mars 1925. Alla sjúkdómsleguna annað- ist Vilborg mann sinn án utanað- komandi hjálpar. Þeim varð ekki bama auðið. Síðari maður Vilborgar var Þor- steinn Jónsson, verksmiðjustjóri í trésmiðju Jóhannesar Reykdals á Setbergi. Þorsteinn var sonur Jóns Þórðarsonar bónda í Dal í Mikla- holtshreppi. Þau giftust 22. desem- ber 1927 og hófu búskap í ný- byggðu húsi, sem Þorsteinn hafði byggt skammt frá trésmíðaverk- stæðinu. Kölluðu þau húsið Reyk- holt. Síðara hjónaband Vilborgar varð einnig skammvinnt. Þorsteinn fékk illkynja, ólæknandi sjúkdóm og t Móðir mín, ÁSTA VIGFÚSSON sem andaðist þann 22. þ.m. í Fallbrook f Kaliforníu, verður jarö- sett frá kapellunni í Fossvogi þriöjudaginn 1. nóvember kl. 13.30. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Einar H. Bachmann. . andaðist 31. ágúst 1934. Alla sjúk- dómsleguna annaðist Vilborg mann sinn í heimahúsum án aðstoðar uns yfir lauk. Rúmlega mánuði fyrir lát Þorsteins fæddist síðari dóttir þeirra og var hún skírð við hús- kveðju föður síns og hlaut nafnið Steinþóra. Þorbjörg, eldri dóttirin, var þá aðeins fímm ára. Eftir lát manns síns lendir Vil- borg í miklu fátæktarbasli. Þetta var á kreppuárunum og engar tryggingar eins og nú á dögum og eftirlaun voru engin. Þrátt fyrir þetta gat hún haldið húsinu með því að leigja hluta af því og alið telpurnar sínar upp með sóma. Þetta tókst með mikilli iðni, þraut- seigju og spamaði. Vilborg var höfðingi í lund, vina- mörg og tók vel á móti gestum og veitti af rausn þrátt fyrir lítil efni. Þegar foreldrar Vilborgar urðu að flytja frá Urriðakoti vegna veile- - - inda föður hennar sumarið 1942 tók hún þau inn á heimili sitt og annað- ist föður sinn í veikindum hans, en hann dó á gamlársdag þetta sama ár. Vilborg annaðist móður sína í níu ár uns hún andaðist á heimiii hennar 12. október 1951. Þrátt fyrir andstreymi á lífsleið- inni tel ég Vilborgu frænku mína hafa verið gæfumanneskju. Hún bugaðist aldrei þrátt fyrir miklar þrengingar og hún eignaðist tvær mannvænlegar dætur, sem hafa annast hana vel eftir að aldurinn _ færðist yfir. Eldri dóttirin, Þorbjörg, sem er gift Jóni Frímanni Jónssyni, húsa- smíðameistara frá Kaldbak við Húsavík. Eru þau búsett í Hafnar- fírði. Börn þeirra eru: María Eydís, gift Guðmundi Kristni Aðalsteins- syni, prentara, Þorsteinn dó á fyrsta ári, Vilberg Þór byggingameistari, giftur Margréti Emilsdóttur og Jón Snævar Jónsson, húsasmiður giftur Salbjörgu Bjömsdóttur. Yngri dóttir Vilborgar er Stein- þóra, gift Sigurði Amdal bifreiða- stjóra, búsett í Hafnarfirði. Böm þeirra em: Sigurbjörg, gift Stefáni Jökulssyni, og Sædís, gift Reyni Ólafssyni, flugmanni. Bamabamaböm Vilborgar em ellefu. Vegna vanheilsu var Vilborg síðustu æviárin á Hjúkrunarheimil- inu Sólvangi þar sem læknar og hjúkmnarfólk önnuðust hana af stakri umhyggju. Við Kristín vottum Þorbjörgu og Steinþóra og fjölskyldum þeirra samúð okkar og emm forsjóninni þakklát fyrir að hafa átt að vini gæðakonuna Vilborgu Guðmunds- dóttur frá Urriðakoti. Guðmundur Björnsson t Maðurinn minn, faöir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN FRIÐRIK MATTHÍASSON loftskeytamaður, Flókagötu 61, er lést á heimili sinu laugardaginn 22. október sl. verður jarðsung- inn frá Langholtskirkju, þriðjudaginn 1. nóvember kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeir sem vildu minnast hans vinsamlegast látið Biindrafélagið njóta þess. Jónfna Jóhannesdóttir, Jóhannes Helgi Jónsson, Björg Sigrföur Jónsdóttlr, Helga Elsa Jónsdóttir, Hrönn Jónsdóttir, Matthildur Jónsdóttir, Marsibil Jónsdóttir, Ólafur Jónsson, Ingibjörg Jónsdóttlr, Elfn Jónsdóttir, Matthfas Jón Jónsson, Margrót Guttormsdóttir, Jón Guðmundsson, Bjöm St. Bjartmarz, Grfmur Magnússon, Bolli Gústavsson, Ferdinand Ferdinandsson, Jóhanna S. Einarsdóttir, Ingólfur Hjartarson, Elfas B. Jónsson, Marfa Erlingsdóttir. barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, UNNUR INGIBJÖRG SIGFÚSDÓTTIR frá Hólmlátri, Miklubraut 76, Reykjavfk, sem andaðist 20. október sl., verður jarösungin frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 1. nóvember kl. 13.30. Amdfs Styrkársdóttir, Klara Styrkársdóttir, Sigfús Styrkársson, Guðrfður Þorvaldsdóttir, Guðjón Styrkársson, Ágústa Elnarsdóttir, Hjálmar Styrkársson, Vilborg Reimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinóttu við frá- fall og útför föður míns, tengdafööur og afa, GÍSLA KRISTINS SKÚLASONAR húsgagnasmfðameistara, Kársnesbraut 37a, Kópavogi. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks, sem hlúðu að honum i veikindum hans. Skúli Kristinn Gfslason, Krlstfn Gunnarsdóttir, Guðrún Helga Skúladóttir, Gfsli Kristinn Skúlason, Slgrún Elfn Vilhjálmsdóttir, Skúll Bergmann Skúlason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.