Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 36
«36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988 Kunna börnin svona lítiðnúna? spánarvínin. Einu sinni komst pabbi að því að strákar í Stöðinni voru að lauma áfengi úr eynni í mjólkurbrúsunum og varð ofsareiður. Ég komst í bruggið austur á Stöð, var látinn hjálpa til við að halda við rörin fyrir karlana." Fyrr hlegið í kirkju „Þótt við færum ekki í bamaskól- ann, þá voru auðvitað margir krakkar á Stöðinni sem við þekkt- um. Ólafur Gíslason var fram- kvæmdastjóri Kárafélagsins, mikill heiðursmaður og Davíð Ólafsson sonur hans var ári á eftir mér í menntaskóla. Við vomm átta sem fermdumst saman hjá séra Hálf- dáni, sem er ekki fátt á svo lítilli eyju. Hann spurði fermingarbömin ekki öll í einu í kirkjunni heldur lagði spumingar fyrir hvert fyrir sig. Hvað er það sem maður getur eignast best í heiminum? spurði hann og maður átti víst að svara góður vinur eða eitthvað svoleiðis. En mér varð á sú skyssa að segja: Góð eiginkona! Og kirkjugestir skelltu upp úr, líka Jón Helgason biskup sem var þarna. Svo það hefur fyrr verið hlegið í kirkju en við setningu alþingis nú. Séra Hálf- dán hafði boðið Jóni Helgasyni bisk- upi föður sínum til þessarar ferm- ingarathafnar. Hugðist brillera fyr- ir honum og það lenti á okkur. Hann hélt áfram að spyija og þetta ætlaði aldrei að taka enda. Þar til Halla sendi miða til prestsins sem á stóð að hann væri að eyðileggja fyrir henni matinn. Stóratburður var auðvitað í Viðey þegar flugkapparnir vom að koma. Þegar Lindbergshjónin sáu mann- fjöldann í Vatnagörðum, sem þang- að var kominn til að taka á móti þeim, þá snera þau flugvélinni við og héldu út í Viðey. Bjöm verk- stjóri á Stöðinni tók á móti þeim og þau gistu þar um nóttina. En fína fólkið stóð allt eftir með sárt ennið í landi. Þau fóm í gönguferð um eyna og við gláptum auðvitað á þau. Þá var stórkostlegt að sjá Balboflotann, þegar hann kom, og allar þessar sjóvélar lágu úti á sund- unum fyrir framan. Og Graf Zeppel- in, þegar hann kom, ég átti ein- hvem tíma mynd af honum. Þetta vom ævintýramenn þeirra tíma og vöktu mikla aðdáun." Eiríkur Briem á margar skemmtilega minningar úr Viðey. Þegar við fömm að skoða brúðar- myndina og það mektarfólk sem hefur verið í brúðkaupi Gyðu systur hans og Héðins Valdimarssonar, rek ég augun í flaggstöng á hólnum bak við fólkið. Eiríkur segir að hann hafi alltaf verið kallaður Flagghóll, enda ávallt flaggað þar. Áður hét hann Stofuhóll. En Eiríkur tekur fram að sum nöfnin, sem notuð vom þegar hann var að alast upp, hafi vísast ekki verið rétt og eigi því ekki að varðveitast. Til dæmis hét Heljarkinn austan við Viðeyjar- stofu. Þar reisti faðir hans, Eggert Briem óðalsbóndi, stuðlabergssúlu til minningar um Skúla Magnússon fógeta, sem bjó í Viðey, og heldur hann að Matthías Þórðarson þjóð- minjavörður hafí útvegað steininn. Eftir það var farið að kenna hólinn við þetta minnismerki og kalla hann Skúlahól. En myndin af brúðkaup- inu í Viðey er svo skemmtileg að viðtalið rennur út í það að þekkja prestinn, séra Bjarna Jónsson, gest- ina og heimafólk. Þama er séra Eiríkur, Pétur Thorsteinsson, Egg- ert Briem .. . Nei, við fáum bara myndina lánaða þótt hún sé svolítið lúin og birtum hana með nöfnum þeirra sem tekst að þekkja. Viðtal: Elín Pálmadóttir PRÚTTMARKAÐVR □PEL SPENNANDl NÝJUNG Við bjóðum síðustu OPEL CORSA bílana afárgerð 1988 til sölu á prúttmarkaði í sýningarsal okkarað Höfðabakka 9. Sýningarsalurinn verðurfullurafOpel Corsa bílum — íflestum litum og gerðum. Þú velur bílinn sem þér hentar; prúttar um verð og greiðslukjör, ákveður í hvaða ástandi bíllinn verður afgreiddur, þ. e. ryðvarinn, fullþrifinn og skrásettur eða óþrifinn og óskráður, og dundar síðan við að þrífa hann og standsetja — þér til skemmtunar um leið og þú sparar peninga. Við bjóðum margvísleg greiðslukjör og tökum e. t. v. nýlega, velfarna bíla uppí prúttverðið. Vertu velkominn á prúttmarkaðinn hjá okkur og vertu tilbúinn með ávísanaheftið. ■©• GM BíLVANGURsf HOFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300 JÓRUNN KARLSDÓTTIR Ja, nú þykir mér týra! Undanfarið hef ég fengið nokkrar upphringingar, bréf og skilaboð, frá bæði eldri og yngri konum, þar sem beðið er um einfaldari matar- og kðku- uppskriftir. Hef ég svona að- eins fengið að heyra það að sumar uppskriftirnar sem ég hef birt hér í Dyngjunni séu alltof erfiðar. Þótt ég sé nú ekki fyllilega sammála ætla ég samt að reyna að koma til móts við ykkur sem viljið auðveldar og venjulegar uppskriftir. Byrjum á heimilislegum bakstri, vöfflum, pönnukökum og litlum „form-kökum“. Vöfflu- uppskriftina fær m.a. hún Ingi- björg á Kambsvegi með sérstakri kveðju frá undirritaðri. Þessi upp- skrift er nokkuð stór, og sjálf útbý ég oft deigið fyrir hádegi og geymi svo í ísskápnum þar til um kaffíleytið. Þá baka ég nokkrar um leið og ég helli uppá til að bera vöfflumar fram volgar. Þetta deig er alveg óhætt að geyma í lokuðu fláti í svona tvo daga í ísskápnum. í vöfflumar fer eftir- farandi: Vöfflur 2 egg, 2 matsk. sykur, V2 tesk. salt, 380 g hveiti, 3 tesk. lyftiduft, 7 dl mjólk, 100 g brætt smjörlíki. Egg, sykur og salt hrært aðeins saman, öllu hinu hrært saman við, en bræddu smjörlíkinu síðast. Pönnukökur Hrærið aðeins saman 1 stórt egg og 5 tesk. sykur. Út í það er svo hrært 300 g hveiti, 1 tesk. matarsóda, 1 tesk. kardimommu- dropar, 8 dl mjólk, og síðast 100 g brætt smjörlíki. Úr þessari uppskrift fást um 35-40 pönnukökur. Formkökur Hér koma svo auðbakaðar litlar súkkulaðikökur í litlum pappírs- formum. 75 g brætt smjörlíki, 100 g sykur, 2 egg, 1 tesk. vanillusykur, 50 g hveiti, 3 matsk. kakó, 25 g gróft saxaðar möndlur. Hrærið allt saman, en leggið til hliðar smávegis af söxuðu möndlunum til að setja ofan á kökumar. Deiginu svo hellt í pappírsform (fást í öllum góðum kjörbúðum). Bakið fyrst kökumar við 175 gráðu hita í 4-5 mínútur. Þegar kökumar byija að hefast er nokkram möndlubrotum bætt of- an á hveija og kökumar bakaðar áfram í 6-8 mínútur, fer eftir stærð formanna. Ath. Þar sem deigið er frekar þunnt og fljótandi er betra að nota tvö pappírsform fyrir hveija köku. Góðan bakstur! Með kveðju, Jórunn. mmr[
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.