Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988 39 (lárur ettir Eimu Pólmadóttur Allir tala um veðrið, en enginn gerir neitt við því! Þessi orð orðháksins Storms P. eru næstum orðin sígild, eins og mörg önnur gullkom þessa orðheppna Dana, svo sem: Skjótið ekki spörfugl með fallbyssu, það vekur nágrannana! Hér í Reykjavík mætti kannski segja: Allir tala um umferðina og alltaf er verið að gera eitthvað við henni — þótt ekki sé það að vísu allt til bóta. Þennan fagra, svala haustmorgun situr skrifari við tölvuna, svo sem hann hefur í mannaminnum gert á hveijum fimmtudags- morgni, til að skila þar 70 dálksentimetrum af Gárum. Skella á ritvél og nú tölvu ein- hveiju sem dottið hefur í hugskotið eins og steini væri varpað í vatn og út frá gára sístækkandi hringir á yfirborðinu. Ekki ætlað að kafa neitt djúpt, hvað þá leysa vandamál. Aðeins að vekja athygli á ein- hveiju sem hljótt fer eða óséð eða fletta upp nýjum fleti á umræðu dagsins. Svosem rétt til þess að lesendur geti velt því fyrir sér og rætt áfram ef þeim sýnist svo, stækk- að sjálfír gáruhringina með víðari útfærslu, kannski leitt hugmynd af hugmynd. Ef upp er litið blasir við út um gluggann augnayndi mikið á veggnum á Tollstöðvar- húsinu, fallega listaverkið eftir Gerði Helga- dóttur og glitrar í sólinni á mosaiksteinana í litfögrum formum skipa og rísandi loga- gylltrar sólar yfír höfninni. í hvert sinn sem litið er út um gluggann ber líka annað fyr- ir augu. Bílaumferðina um Tryggvagötu. Og handan götunnar sést tíðum lágaxinn maður með einkennishúfu að skrifa í blokk- ina sína — sektarmiða á bíleigendur sem tafíst hafa í tolli, bönkum eða við önnur erindi svo að fimmtíu krónu stöðumæla- gjaldið er uppurið. Þetta er greinilega mjög samviskusamur stöðumælavörður. Hann er bókstaflega alltaf þama að skrifa upp núm- er sökudólganna — bíður kannski eftir að rauða spjaldið komi upp. Þama er vissulega opinber þjónusta, sem er lagi. Gefur líka dijúgum meira í aðra hönd en rífleg um- ferðarstjómun. Á morgnana og þegar fer að líða á dag- inn æsist leikurinn hér fyrir framan. Sam- felld bílastrollan mjakast vart. Nánast ekk- ert frá því klukkan nálgast fjögur síðdegis, þegar opinberar skrifstofur loka, og fram undir sex. Má sjá þess merki áð fólk reynir að fara æ fyrr heim til að verða á undan mestu umferðinni. Gámhöfundur er löngu hættur að reyna ótilneyddur að sækja bíl sinn vestur fyrir miðbæinn til að fara úr vinnunni fyrr en undir sex og vera þá á eftir morgunumferðinni klukkan hálftíu. Á þessum tímum streyma inn í þessa nánast einu götu gegn um miðborgina bílar úr öll- um portum og hliðargötum. Enda Vonar- strætið og Austurstrætið nánast lokuð. Ekki svo að skilja að ekkert hafi verið gert við þessu, mikil ósköp! Opnað var gríðar- stórt bílastæði á hafnarbakkanum, fyrir 139 bíla, með útkeyslu út í Tryggvagötuna. Og þar sem bílstjórar eru ágætlega kurteisir, þá reyna þeir að rýma í þéttri bílaröðinni og hleypa inn í, svo að aumingja fólkið af stóra bílastæðinu komist líka á annatíman- um í röðina sem mjakast. Og þeir sem eru fyrir vestan eða austan sitja áfram kyrrir. Einkum fyrir vestan, því aðalbrautin Kal- kofnsvegur lokar auðvitað þvert fyrir Tryggvagötuumferðina, eins og loki sé skellt á dós. Ekki varð þetta þó óumbreytan- legt. Enda æstist leikurinn. Tókst enn að auka umferðarþungann á þessum hnúti með því að breikka aðfærsluæðina inn í bæinn með sjónum, setja einstefnuakstur á Sætún- ið vesturúr og Skúlagötuna austurúr og loka fyrir að bílar á leið í austurbæinn víki af brautinni fyrr en þeir eru komnir alla leið í miðbæj arumferðina. Eiga þá eftir að auka á hnútinn áður en þeir aka upp Hverfísgötu eða gegnum Lækjartorg. Snjailræði að gera þetta allt par árum áður en væntanleg tengsli úr breikkuðu sjávargötunni köma áfram gegn um höfnina. Þá verðum við svo undur glöð þegar hafnargatan kemur loks og umferðin rennur fram hjá miðborginni viðstöðulaust. Þannig er farið að því að stinga upp í vandann. Tekst vel að þjappa honum öllum á sama stað. Vandamálunum fækkar. Ekki hefur að vísu tekist eins vel í gömlu hverfun- um að stoppa alla þessa vaxandi umferð með því ^ð stinga hindrunartappa í hana. Hún vill bara ekki hverfa heldur flæðir í vaxandiija,æli í allar áttir og jafnóðum á nýja staði sem hindrunartappa er stungið í fyrri leiðir. Og ókunnugir aka þeim mun lengra og óöruggar á götunum í leit að óbönnuðum útgönguleiðum. Enda ekki hægt að reikna með að ein gata sé einstefnuakst- ursgata til enda eða forgangsgata, þótt komið hafi verið auga á skilti um það. Þær skipta fyrr en varir um ham og rétt. Og hindrunarhlaup með of stuttu á milli til til- hlaups fíba bílstjóra og gera þá taugaveikl- aða. En allt orkar víst tvímælis þá gert er eða eins og hann P*iet Hein orðar það (þýð- ing ABS): Þeir vísu feður er leiða lýði mjðg lítið þakklæti jafnan fá þvi heimskan lipurt er lögð þar saman, en löngum vitið er dregið frá. Vandræði að hann Ingólfur Amarson skyldi koma með hross en ekki bíl í víkinga- skipinu sínu fyrir 1100 árum. Þá hefði hon- um aldrei dottið í hug að setjast hér að og gera að framtíðarhöfuðborg og mesta þétt- býli íslands þetta ólánlega langa og mjóa nes. Ekki hægt að komast landveginn út úr borginni nema í eina átt og það um mjóa rennu. Nesið að auki um miðbæinn eins og kona í lífstykki, hert vel um miðj- una, þar sem Tjömin lokar einmitt langsum- umferðinni. En hvemig áttu hann Ingólfur og hún Hallveig að sjá fyrir alla þessa bfla- umferð? Raunar kom hún borgaryfirvöldum nútímans líka í opna skjöldu. Allar spár úr lagi gengnar, mannfólkið færra en spáð var og bílamir fleiri. Víst að verða einn á mann. Einn fyrir pabba, einn fyrir mömmu og einn fyrir stóra skólastrákinn. Hvað er maður að ergja sig yfír bílaum- ferðinni á svo fallegum haustdegi. Og í svona fallegri borg — þegar sólin skín. Allt- af sér maður það betur þegar komið er að utan, úr öðmm borgum, hve Reykjavík er í raun fallegt og hreinlegt þéttbýli. Og ekki enn þjakandi þétt. Það er hreinasta ánægja að aka í vinnu meðfram sjónum á tærum haustdögum. Esjan alltaf í nýjum búningi og nýjum lit í morgunbirtunni. Á kvöldin raunar líka, þegar glampar á fannhvítan hákollinn í tunglskininu, eins og eitt kvöld- ið nú í vikunni. Á slíkum dögum er gott að vinda ofan af streitu dagsins með því að bregða sér í fímm mínútur af vegi og út á Laugamesið, stíga út úr bfl við víkina innan við nýja Listasafnið hans Siguijóns Ólafssonar. Og maður getur hlakkað til þess að fá nú tækifæri til að koma þar á góðviðrisdögum og fá sér kaffíbolla hjá henni Birgittu Spur við gluggann í þessu einstaklega fallega safni og stíga út fyrir við sjóinn, þar sem fuglamir synda í kyrrð- inni eða brimið svarrar. En nú er kominn nóvember: Nú kemur frost með kvefíð. þeir stallkjöftuðu stunda þá það starf, svo lítið beri á, að blása á blákalt nefíð. (PH/HH) LIMASSOL 15 dagar og 1 nótt í Amsterdam frá kr. 44.960,-* LIMASSOL 22 dagar 1 nótt í Amsterdam frá kr. 47.110,-* LIMASSOL fjögurra stjörnu hótel með hálfu fæði 15 dagar. 1 nótt í Amster- dam, verð frá kr. 52.960,-* FERDA V: mmmmmrnmrm,a LIMASSOL 22 dagar hálft fæði og 1 nótt í Amsterdam, verð frá kr. 60.310,-* Verð miðað við 2 í íbúð eða herbergi, möguleikar á lengri dvöl í Amsterdam. Ath: möguleiki að dvelja um jól og ára- mót á Kýpur. Ævintýralegir ferðamöguleikar frá Kýp- ur. EGYPTALAND 3 dagar 11.000,- kr. Sigling - Port Said - Kaíró - pýramídarnir - svinxinn - egypskar fornminjar. ISRAEL Helgarferð 10.000,- kr. Sigling - Haifa - Jerúsalem - Getsamane - Via Dolo Rosa - Betlehem. EGYPLTALAND OG ÍSRAEL Sigling 4 dagar 15.000,- kr. Cenicai kmd AÐALSTRÆTI 9 - REYKJAVÍK - S. 28133.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.