Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988 4 GLUGGAÐ í BÁRÐARSÖGU OG LANDNÁMSSAGNIR MIKAELS FRÁ EYRI Yættimar í Snæfellsjökli og Bárður Snæfellsás Ýmsar kynjasögnr eru til um Snæfellsjökul og mun því vera haldið fram af spekingnm á Indlandi að þar sé rammasta orkustöð jarðar og streymi frá henni voldug magnan. Þannig er jökullinn raunverulega nafli veraldar, ef þetta er rétt. Allt frá landnámstíð hefur alls kyns hjátrú tengst Snæfellsjökli og foramenn lögðu átrúnað á vætti sem þar voru sagðir ríkja og þóttu duga vel til áheita ef í harðbakkann sló. Hinar nýstárlegu Snæfellsáshátíðir, þar sem fólk veður eld og eflir seið, era ef til vill eins konar trúarvakning í svipuðum anda þó hátíðargestir hafi reyndar fleiri guðum að gegna. Þeir sjá þá fjall eitt mikit ok lukt allt sjá þá „ ____ ..... ofan meö joklum. Þat kölluðu þeir Snjó- /*//... 44 Ljósmynd/Rafn HafnQörð Eg rakst fyrir skömmu á allsérstæða frásögn ætt- aða frá Kína um for- sögulegt landnám ís- lands þar sem Qallað er um Snæfellsjökul og hið kyngi- magnaða náttúruafl sem frá honum geislar. Aður en kemur að kinversku frásögninni er þó rétt að skoða íslenskar heimildir. Bárður Dumbsson í Bárðar sögu Snæfellsáss segir frá landnámi Bárðar Dumbssonar sem átti ættir að rekja til trölla. Bárði var farið líkt og mörgum iandnámsmanna að hann vildi ekki lifa undir ánauðaroki Haraldar lúfu Noregskonungs og réð því af að halda til íslands. Þannig segir frá landnámi hans i Bárðar sögu Snæ- fellsáss (íslendingasagnaútgáfunni sem Guðni Jónsson bjó til prentun- ar). „En þeir nafnar váru burtu bún- ir, létu þeir í haf ok höfðu harða útivist ok váru í sjó hálft hundrað dægra ok kómu sunnan at iandinu ok heldur vestarliga. Þeir sjá þá flall eitt mikit ok lukt allt ofan með jöklum. Þat kölluðu þeir Snjófell, en nesit kölluðu þeir Snjófellsnes." „Bárðr Dumbsson lagði sínu skipi inn í lón, þat sunnan gengr í nesit ok þeir kölluðu Djúpalón. Þar gekk Bárður á land ok hans menn, ok er þeir kómu í gjárskúta einn stór- an, þá blótuðu þeir til heilla sér. Þat heitir nú Tröllakirkja . . . Síðan fóru þeir at kanna lönd, og er Bárður kom á víknes eitt, þá bað Kneif anbátt, at Bárðr skyldi gefa henni nesit, ok svá gerði hann, ok er þat nú kallat Kneifames. Þá fann Bárðr helli stóran, ok þar dvöldu þeir um hríð. Þar þótti þeim svara öllu því, er þeir mæltu, því at dvergmál kvað fast í hellin- um. Hann kölluðu þeir Sönghelli ok gerðu þar öll ráð sín, ok 'helzt þat alla stund síðan, meðan Bárðr lifði.“ Jólagleðin í Hundahelli Bárður var fremur tröll en mennskur maður, svakafenginn er hann reiddist og stóð þursunum jafnvel stuggur af honum. í sög- unni segir frá viðskiptum hans við tröllin og er þar að finna þessa frá- sögn: „í þann tíma var Hít tröllkona uppi ok byggði Hundahelli í þeim dal er síðar var kallaðr Hítardalr. Hít setti þá jólaveizlu sterka. Hon bauð þar fyrstum Bárði Snæfellsás, ok fór Gestr með honum, sonur hans, ok Þorkell skinnvefja. Þangat var ok boðit Guðrúnu knappekkju ok Kálfi, syni hennar. Þangat var ok boðit Surt af Hellisfitjum og Jóru ór Jórukleif. Sá þurs var þang- at boðinn, er Kolbjöm hét. Hann byggði þann helli, er stendr í Breiðadalsbotnum, en þat er í fram- anverðum Hrútafjarðardal, þar sem grynnir dalinn vestr undir Slétta- felli. Kolbimi fylgdu þeir Gapi ok Gljúfra-Geirr, er heima átti á Háva- gnúpi í Gnúpsdal, Glámur ok Ámr ór Miðfjarðamesbjörgum. Þar var ok Guðiaugr ór Guðlaugshöfða. Svá var sætum skipat í Hunda- helli, at innar um þvert á miðjum bekk sat Guðrún knappekkja. Á aðra hönd henni sat Jóra ór Jóru- kleif Egilsdóttir, en á aðra hönd henni sat Helga Bárðardóttir, en eigi vára þá fleiri. En Hít gekk um beina. í öndvegi sat Bárðr Snæfells- ás, en útar frá Guðlaugr ór Guð- laugshöfða, en innar frá Gestr Bárðarson, þá Kálfr og Þorkell skinnveíja. Gegnt Bárði sat Surtr af Fitjum, en innar frá honum sat Kolbjöm ór Breiðdal, þá Glámur og Ámur, en útar í frá Geirr og Gapi. Vára þá borð upp tekin ok matr á borinn heldr stórkostligr. Drykkja var þar mjök óstjómlig, svá at allir urðu þar ginntir. En er máltíð var úti, spurðu þurs- ar ok Hít, hvat Bárðr vildi til gam- ans hafa, kváðu hann þar skyldu hýbýlum ráða. Bárður bað þá fara til skinnaleiks. Stóðu þeir þá upp Bárðr ok Surtr, Kolbjöm, Guðlaugr ok Gljúfra-Geirr ok höfðu homskinna- leik. Var þá ekki svá lítit um þá. Þó var það auðsét, at Bárðr var sterkastur, þó at hann væri gam- all. Bjamfeld einn stóran höfðu þeir fyrir skinn ok vöfðu hann sam- an ok köstuðu honum á milli sín fjórir, en einn var úti, ok skyldi sá ná. Ekki var gott at vera fyrir hrandningum þeirra. Flestir stóðu upp í bekkjum nema Gestr, hann sat kyrr í rúmi sínu. En þá Kolbjöm var úti, ætlaði hann at ná skinni fyrir Bárði og hljóp at heldur snarliga. En er Gestr sá þat, skaut hann fætinum fyrir Kolbjöm, svá at þursinn hraut þeg- ar út á bergit svá hart, at brotnaði í honum nefit. Fell þá blóð um hann allan. Varð þá upphlaup og hrunn- ingar heldr sterkligar. Vildi Kol- bjöm hefna sín á Gesti. Bárðr segir, at þat skal engum duga at gera nökkurt ómak í her- bergjum Hítar, vinkonu sinnar, — „þar sem hon hefir boðit oss með kærleikum." Varð nú svá at vera sem Bárðr vildi, en þá undi Kolbjöm illa við, er hann gat eigi hefnt sín...“ Þursinn Kolbjöm var síðar drep- inn í miklum tröllaslag er hann reyndi að koma fram hefndum. Um Bárð er það hins vegar sagt að hann hafi um síðir gerst fráhverfur mannfélaginu og svo forn í skapi að hann undi sér ekki nema með tröllum. Svo segir í Bárðar sögu: „Eftir þetta hvarf Bárðr í burtu með allt búferli sitt, ok þykir mönn- um sem hann muni í jöklana horfít hafa ok byggt þar stóran helli, því at þat var meir ætt hans at vera í stórum hellum en húsum, því at hann fæddist upp með Dofra í Dofrafjöllum. Var hann tröllum ok líkari at afli ok vexti en mennskum mönnum, ok var því lengt nafn hans og kallaðr Bárðr Sjófellsáss, því at þeir trúðu á hann náliga þar um nesit og höfðu hann fyrir heit- guð sinn. Varð hann ok mörgum in mesta bjargvættr.“ Sérstæð ættarsaga í bréfi sem maður fæddur á Ind- landi á dögum Breska heimsveldis- ins, Miehael Eyre, ritaði fyrir rúm- lega hálfri öld er að finna kínversk- ar sagnir um máttuga vætti í Snæ- fellsjökli. Bréfið var prentað í Rauð- skinnu, þjóðsagnasafni Jóns Thor- arensens. Það er dagsett 4. maí 1921 og var sent til Ásgeirs Sig- urðssonar aðalræðismanns Breta á íslandi. Bréfið fékk Jón í hendur frá Einari Jónssyni myndhöggvara en sonur Ásgeirs, Haraldur Á. Sig- urðsson, veitti leyfi til birtingar þess. En hver var Michael Eyre og hvaðan hafði hann þekkingu sína á Snæfellsjökli og landnámi trölla á íslandi? Hann kom aldrei til íslands en ætt hans tengist íslandi með sérstæðum hætti, og er sú saga svo sérstæð að ástæða er til að leyfa henni að fljóta hér með. Michael Eyre kynnir sig þannig í bréfínu: Ég er kominn af íslenskri hefðar- konu, sem sjóræningjar frá Algier tóku á íslandi og höfðu brott með sér í lok 17. aldar. Saga sú sem varðveist hefír í ætt minni, er á þá leið, að breskur liðsforingi hafi bjargað stúlku þessari, þegar hún hafði verið 19 ár í ánauð, kvongast henni og átt við henni einn son bama. Skömmu eftir að drengurinn fæddist, dó faðir hans, og ól hún sjálf son sinn upp í Englandi. Þegar hann var orðinn fulltíða maður og hún fann dauðann nálgast, bað hún hann að flytja jarðneskar leifar sínar heim til íslands og jarða þær í kirkjugarði æskustöðva hennar. Hann lét uppfylla ósk hennar, en mörg ár liðu áður en hann gæti efnt loforð sitt. Hann dvaldist þá nokkum tíma á íslandi og ritaði þá á íslensku sögu eða öllu heldur rímur, er hann kallaði „Þórannar- ljóð“, því að Þórann hafði móðir hans heitið ... Hann hvarf síðan til Englands og kvæntist þar, og slitnuðu þá öll tengsl ættar minnar við ísland. Um 1745, skömmu eftir að Stu- artamir gerðu síðustu tilraunina til þess að komast aftur til valda í Stóra-Bretlandi, gerði sonur hans, að nafni „Þorstan", enska þýðingu í lausu máli af rímum þessum og kallaði „Fögru stúlkuna frá Eyre“ (Eyri). Auðvitað get ég ekki ábyrgst, að saga þessi sé sönn að öðra en því, að forfaðir okkar bjarg- aði íslensku stúlkunni, og kvongað- ist henni síðar. En sögulega sannur og mjög merkilegur eftirmáli við sögu þessa er þó til, og hann er á þessa leið: Þegar Exmouth lávarður skaut á Algiersborg 27. ágúst 1816, þá var afabróðir minn, „Thurstan Eyre“ sjóliðsforingi, á aðmíralsskipinu „Queen Charlotte", sem búið var 110 fallbyssum ... Hann lagði sig fram af lífi og sál í svaðilfor þess- ari og vildi mynda landgönguflokk til þess að ráðast á Algiersborg, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.