Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988 Dagstund með Ragnari Björnssyni frá Felli Homaflörður- inn skartaði sínu fegursta þennan dag síðla sumars þegar við Ragnar Björnsson frá Felli hittumst að máli á heimili hans á Höfii. Úti var blankalogn og sólskin og hefiir það sennilega átt sinn þátt í þvi að Ragnar hafði ekki eirð í sér að sitja lengi inni og spjalla. Hann vUdi drífa sig út og heilsa upp á hesta og menn. R agnar Bjömsson fæddist í Felli í Breiðdal. Þar bjó hann í fjörutíu ár áður en hann fluttist til Hafnar í Homafírði fyrir þq'átíu árum. í æsku þótti hann nokkuð ódæll og fékk viðumefnið „fellibylurinn". „Það var ekki mikill búskapur í Feili," segir hann. „Allt fé var skor- ið niður vegna gamaveiki árið 1947. En ég iærði múrverk og vann við það víða um land þegar ég var ungur og hress, meðai annars í Deildartungu í Reykholtsdal." Kunninginn sat á bakkanum og söng „Þá gerðist það eitt sinn að ég og kunningi minn fórum að skemmta okkur á laugardags- kvöldi. Eftir dansleik ákvað ég að baða mig í Reykholtsdalsánni. Kunninginn lét sér nægja að sitja á bakkanum og syngja. Eftir að hafa legið nokkra stund í volgri ánni fínn ég að eitthvað stiýkst við hnéð á mér. Ég lít upp og sé að þama er kominn vænsti lax. Ég passaði að hreyfa mig ekk- ert og hugsa með mér að líklega geti ég veitt hann ef mér takist að ná góðu taki á sporðinum á honum. Ég doka við litla stund þar til fískur- inn er hættur að hreyfa sig og stekk svo á hann og tekst að spenna greipar utan um sporðinn. Laxinn tekur feikna viðbragð og varð þetta hinn mesti eltingarleikur sem end- aði á hinum bakka árinnar, Klepp- j ámsrey kj amegin. Þar sem ég skríð þama á land með laxinn, allsnakinn, koma menn í átt til mín og eru með hund með sér. Voru þeir að leita að manni sem hafði strokið frá Kleppjámsreykjum og töldu mig vera hann. Þrátt fyrir mótmæli mín hentu þeir teppi yfír mig og leiddu mig inn til yfír- heyrslu. Eftir langa mæðu var mér sleppt og ég fór leiðar minnar með laxinn góða.“ Það fer ekki á milli mála að Ragnar hefur gaman af að segja frá. Hann tekur það þó skýrt fram að stundum hafi verið sagt um hann að hann væri svolítið lyginn. Hann gefur þó ekkert meira út á það, en segir: „Eitt sinn var ég beðinn að lýsa sjálfum mér. Úr því varð vísa og hún er svona: Feitur, lyginn, ljótur, lúmskur, grimmur, skjótur, þögull, kátur, þrætinn, þijóskur, óíldinn, rætinn. Eftir að hafa verið mikið á ferða- lögum í sambandi við múrverkið hóf Ragnar búskap í Felli árið 1953 þegar hann giftist konu sinni Ás- laugu Jónsdóttur. Þau byijuðu með fjárbúskap, en Ragnar stundaði áfram vinnu við múrverk. Þau bjuggu þar í fímm ár, en ákváðu þá að flytja til Hafnar í Homafirði. Hafði þá allt skyldfólk Ragnars flutt frá Felli. Ragnar segir að margt hafí breyst á Höfn á þeim þijátíu árum sem liðin eru frá því þau fluttust þangað. „Plássið hefur stækkað mikið. Svo hefur veðráttan breyst mikið. Hún er ekki eins rosafengin og mér fannst hún vera áður fyrr. Nú eru staðviðri hér mánuðum sam- an. í allt sumar hafa til dæmis ver- ið mikil hlýindi þótt sólarlaust hafí verið og vætutíð." Ræði við hestana eins og kunningja mína Ég spyr Ragnar hvemig honum hafí líkað að búa á Höfn. „Ég kvaldist af óyndi í sjö ár,“ svarar hann strax. Ég tek hann alvarlega og spyr hvað hafi orðið til að það breyttist. „Ég fékk mér hesta. Þá breyttist allt og sól skein í heiði. Ég hafði alltaf átt hesta í Felli og var alinn upp við hestamennsku. Nú á ég fjóra hesta og eyði miklum tíma í þá. Þegar þeir eru nýkomnir inn á vetuma, og áður en ég jáma, eyði ég tveimur til þremur tímum í hesthúsinu hjá þeim. Ég ræði við Spjallað saman fyrir utan kofann góða. hestana eins og kunningja mína og stússa við þá á ýmsan máta.“ Ragnar segist að mestu leyti fara einfömm í sambandi við hestana. Enginn annar í fjölskyldunni hefur þetta áhugamál, en þrátt fyrir að hann eyði miklum tíma í hestana, hefur það aldrei valdið árekstmm. Hann fer sem sagt sínar eigin leiðir í hestamennskunni, bæði í óeiginlegri og eiginlegri merkingu. „Ég á erfitt með að aðlagast öðmm hvað hestana varðar. Ég er ekki alltaf sammála mönnum um hvemig á að fara með hesta og hef því haldið mig nokkuð sér á báti. Þó þekki ég marga hestamenn og fer oft á hestamannamót víðs vegar um landið. Hestamannamótin hef ég stundað aðallega á seinni ámm eftir að ég fór að hafa það betra fjárhagslega og hafa rýmri tíma. Maður hittir svo margt fólk á þessum mótum bæði kunningja og svo sér maður sífellt ný andlit. Það er alltaf gaman að heyra hvað aðrir hestamenn hafa að segja og ekki síst að syngja með hestamönnum. Ég geri mikið af því. Ég kann svolítið af vísum og bý sjálfur til vísur." Svo vill hann ekki tala meira um það. — Hefur þú gaman af því að skemmta þér? „Já, og staðreyndin er sú að núorðið drekk ég orðið mátulega út af hjartanu. Svo er Guði fyrir að þakka. Svo dansa ég eins mikið og ég mögulega get. Þegar ég hafði umsjón með Félagsheimilinu hér á Höfn hætti ég yfirleitt að selja inn um tólfleytið. Þá dreif ég mig út á gólf og dansaði þangað til tungan lafði út úr mér. Vertíðarstelpumar sögðu oft að enginn væri dansleikurinn nema þær fengju að dansa við Ragnar frá Felli." En Ragnar gerir fleira sér til skemmtunar en að dansa og fara á hestbak. Á heimili hans á Heilsað upp á hestana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.