Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988 Helgi Björgvinsson rakari - Minning Tengdafaðir minn, Helgi Björg- vinsson, er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Langar mig að minnast hans með örfáum orðum. Við áttum ekki margt sameigin- legt, en virtum áhugamál hvors annars sem voru ólík þannig að ýmislegt var spjallað. Aldrei missti tengdafaðir minn þolinmæðina og kom alltaf eins fram þó ýmislegt gengi á eins og gerist og gengur hjá fjölskyldum. Unni hann dóttur sinni og fjöl- skyldu mikið, minnist ég hans með hlýhug og söknuði. Tengdamóður minni og fjölskyldunni allri votta ég samúð mína. Blessuð sé minning hans. Hver sá, er hér sigrar, skal sigurkrans fá, í trúnni vér vinnum, þótt verði margt á, því sá, er oss hjálpar, við hrösun oss ver. Ó, hafðu þinn Jesúm í verki með þér. (Matth.Jochumsson) Einar Ingi Sú harmafregn barst mér að kvöldi 24. október að vinur minn, Helgi Björgvinsson hárskurðar- meistari, væri dáinn aðeins 53 ára að aldri. Hann hafði fengið skyndi- legt hjartaáfall og var þegar allur, miskunnarlaust og hreint út sagt ótrúlegt fyrir okkur sem þekktu hann. Um 30 ára skeið höfðum við gengið gönguna saman og notið þess að starfa saman að okkar hjartans áhugamálum, félagsmála- vafstri og sundíþróttinni. Alla tíð vorum við svo uppteknir við þessi áhugamál okkar að nánast ekkert annað komst að þegar við og fjöl- skyldur okkar komu saman. Það var því ekkert eðlilegra en það að yngstu synir okkar beggja ánetjuð- ust þessari sundmaníu okkar og voru svo gott sem aldir upp í laug- inni, þ.e. þeir Tryggvi Helga, sund- maður, og Hugi, sundfélagi hans og vinur, en báðir voru þeir fæddir sama árið, 1963. Helgi var borinn og bamfæddur Reykvíkingur, fæddur 25. des. 1934, sonur sæmdarhjónanna Björgvins Magnússonar og Ingi- bjargar Helgadóttur sem bæði eru nú látin. Björgvin var fæddur 7. október 1902 og lést 28. september 1979 en Ingibjörg fæddist 11. sept. 1904 og dó 24. júlí 1967. Systkini Helga eru þau Jón Björgvinsson, nú búsettur í Bandaríkjunum, Sól- veig, sem er elst þeirra systkina, Guðríður, og svo Guðleif Gréta sem lést aðeins 10 mánaða gömul. Helgi giftist árið 1956 eftirlifandi konu sinni, Unni Gunnarsdóttur, og eignuðust þau 4 mannvænleg böm. Gunnar, f. 23.4. 1956, húsasmíða- meistara, en kona hans er Guðlaug Daðadóttir og eiga þau 3 böm, tvo drengi og eina telpu. Björgvin, f. 17.8. 1959, sem er sjómaður og býr á Selfossi, sambýliskona hans er Sólrún Egilsdóttir og eiga þau eina dóttur bama. Tryggvi, f. 24.7. 1963, lærður húsasmiður en er núna við nám í markaðsfræðum við Kalifomíuháskóla og lýkur námi í vor. Helgi útskrifaðist sem hárskurð- armeistari árið 1956 og starfaði nær óslitið alla ævina við iðn sína. Hann fluttist til Selfoss 1958 og setti þar upp stofu sem hann rak nær óslitið allt til ársins 1981 er hann flyst til Hafnarfjarðar. Arið 1972 keyptu þau hjónin verslun sem þau störfuðu við en seldu 1978 og réðst Helgi þá til MBF sem mark- aðsstjóri þar til Unnur og hann flytj- ast á brott frá Selfossi árið 1981. í Hafnarfírði setti Helgi á stofn fyrirtæki ásamt syni sínum, Gunn- ari, og starfaði við það í nokkum tíma, en síðustu ár ævinnar vann hann við iðn sína á Keflavíkurflug- velli og var þar í fullu starfi er yfír lauk. Helgi var ákaflega félagslyndur og eldmóður hugans, fylgdi honum hvar sem hann fór. Hann minnti mig oft á eldri hugsjónamennina sem börðust af ósérplægni fyrir áhugamálum sínum. Strax á unga aldri kom í ljós að hann var mjög góður íþróttamaður. Gekk fljótt í raðir Armenninga og stundaði sund og hnefaleika en eftir að hnefaleik- amir voru bannaðir einbeitti hann sér að sundíþróttinni og náði þar mjög langt. Komst meðal annars í úrvalslið í sundknattleik sem fór mjög svo frækilega för til Þýska- lands í keppnisferð. Eftir að Helgi flyst á Selfoss er hann strax tekinn glóðvolgur inn í starf Ungmennafé- lagsins og keppir fyrir það í sundi, sem hafði afgerandi áhrif á gengi félagsins í þeirri grein á þeim árum. Árið 1960 er hann aðalhvatamaður að stofnun Sunddeildar á staðnum og er raunar drifflöðurin sem for- maður í tæp 12 ár. Á þessum ámm verður félagið eitt öflugasta ung- mennafélagið á landinu í sundi og félagsleg uppbygging Ungmenna- félags Selfoss í öðmm greinum vex og rís upp af miklum krafti. Félag- ið hafði þá í nokkur ár verið í mik- illi lægð svo ekki sé meira sagt. Hann er aðalhvatamaður að stofnun Glímudeildar félagsins og allt sem viðkom Ungmennafélagi Selfoss var honum hjartans mál. Ekki lét hann þar við sitja, hann var félagi og stofnandi Golfklúbbs Selfoss og stofnaði ásamt fleirum RKÍ-deild á Selfossi. Helgi var meðlimur Rót- aryklúbbs Selfoss allt þar til hann flyst á brott. Og nú nýverið var hann kominn í hóp okkar ung- mennafélaga í Reykjavík í félaginu Vesturhlíð. Þegar ég lít nú yfir farinn veg er eins og Helgi standi enn við hlið mér og hvísli að mér hvatningarorð- um og hvetji mig til dáða. Eg minn- ist margs eins og keppnisferðanna og ferðalagsins norður í land til Sauðárkróks og Húsavíkur með 35 unglinga, bæði í knattspymu og sundi. Vetrarferðanna til Reykjavíkur með fyrstu keppendur Umf. Selfoss í sundi, með Öddu Siggu, Eida Fúsa, Kötu Leós, Jón Ólafs, Óla Bjama, önnu Þóm, Dúddu, Ingunni og fleiri og fleiri. Eg á bágt með að trúa að ég að sjái Helga aldrei meir, svo snögg og vægðarlaus var hans brottför, ósanngjöm og fyrirvaralaus. En þetta er vegur okkar allra og eitt er víst að enginn okkar kemst und- an sínu skapadægri. Aldrei féll skuggi á milli okkar í þau 29 ár sem við áttum samstarf saman og heimili hans stóð ávallt opið og samgangur okkar hjóna við þau Unni vom mikil á Selfossárunum. Vinahópurinn var stór og notalegt að koma á þeirra fallega heimili, sem Unnur hafði búið fjölskyld- unni. Þar var því oft glatt á hjalla og margt skrafað því Helgi var hugmyndaríkur og hvers manns hugljúfi heim að sækja. Helga er nú sárt saknað og stórt skarð er nú höggvið og óskiljanlegt í vina- hópinn. Við hjónin og böm okkar sendum þér Unnur mín og bömum ykkar okkar dýpstu samúðarkveðj- ur og vonum að guð gefi ykkur styrk til að komast yfir ykkar miklu sorg sem dynur svo skyndilega yfir. En minningin lifir um góðan dreng sem bar hugsjónir íþróttanna og æskulýðsins fyrir bijósti og hvikaði aldrei þó á stundum blési á móti. Hörður S. Óskarsson Útför Helga Björgvinssonar fer fram mánudaginn 31. október nk. frá Laugameskirkju. Mánudaginn 24. október barst okkur sú harmafrétt að Helgi væri látinn, hefði orðið bráðkvaddur þá um daginn. Þessi fregn kom okkur algjörlega á óvart og eins og reiðar- slag, því nýlega höfðum við hitt Helga hressan og að því er virtist við góða heilsu. Við hittum hann við jarðarför látins vinar okkar og síst af öllu áttum við von á því að hann yrði næstur burtkallaður. Við emm oft minnt á að snögg em skil milli lífs og dauða. Kallið er skyndilega komið og góður vinur er farinn yfir móðuna miklu. Við horfum á samferðafólk okkar berast í burtu með tímans straumi og þannig er iífíð; að fæðast og deyja. En minningin um góðan dreng lifír, björt og hlý og gefur okkur trú og skilning á framhalds- lífið. Heigi var fæddur í Reykjavík 25. desember 1934. Foreldrar hans vom sæmdarhjónin Ingibjörg Helgadóttir og Björgvin Magnússon frá Kirkjubóli í Laugamesinu. Helgi ólst upp í Reykjavík hjá ástríkum foreldmm sínum. Hann gekk í Iðn- skólann og lærði rakaraiðn, sem varð lífsstarf hans. Árið 1956 kvæntist Helgi eftirlifandi konu sinni, Unni Gunnarsdóttur. Þau Helgi og Unnur eignuðust 4 mann- vænleg böm en þau em: Gunnar, Elín, Björgvin og Tryggvi. Bama- böm þeirra em orðin 4. Hjónaband þeirra Helga og Unnar var farsælt og gott enda hjónin samhent og hjálpleg. Margar góðar minningar koma fram í hugann frá liðnum ámm. Helgi var góður drengur og sterkur persónuleiki. Hann var traustur, hjálpfús og einlægur vinur vina sinna. Hann hafði sterka rétt- lætiskennd og hafði samúð með þeim er lítils máttu sín eða vom óréttlæti beittir. Hann var trúaður og hafði fastmótaðar skoðanir á tilvemnni og breytti í samræmi við það. Hann var kjarkmaður og vask- ur í framgöngu í þeim málum er hann lét til sín taka. Helgi hafði gaman af lestri góðra bóka, góð tónlist höfðaði til hans og dans- áhugamaður var hann. Helgi var gæfumaður í sínu einkalífí og Unn- ur var honum traustur lífsfömnaut- ur. Hann var umhyggjusamur og ástríkur faðir og bjó ijölskyldu sinni hlýlegt og myndarlegt heimili. Heimili þeirra bar vott um smekk- vísi, snyrtimennsku og myndar- skap. Þau vom góð heim að sækja og tóku ætíð hlýlega á móti gestum sínum. Þau hjónin fluttu til Selfoss 1958 og setti Helgi þar upp rakara- stofu og síðar verslunina H.B. sem hann rak í fjölda ára. Þau ár sem fóm í hönd vom bestu og hamingju- ríkustu ár þeirra og minntist Helgi oft með hlýhug á árin austur á Selfossi. Þar eignuðust þau hjónin marga góða vini. Þau bjuggu á Selfossi til 1981 er þau fluttu suð- ur. Þau hjónin réðust í að byggja sér hús á Selfossi en í þá daga þurfti að leggja hart að sér til að koma upp eigin húsnæði og vann Helgi hörðum höndum þessi ár. Helgi var félagshyggjumaður og tók virkan þátt í félagslífínu á Sel- fossi. Hann gerðist félagi í Ung- smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsíngar I.O.O.F. 10 = 17O1O318,2/z7(M06= I.O.O.F. 3=17010318 = 8’/21. □ Gimli 598831107 - H.v. □ MÍMIR 598831107 =1FRL. M<„ VEGURINN V' Krístið samfélag Þarabakka 3. Samkoma verður í dag kl. 11.00. Bamakirkja meðan prédikað er. Samkoma í kvöld kl. 20.30. Vitnisburðir. Verið velkomin. VEGURINN Kristið samfélag Grófin 6b, Keflavík. Samkoma í dag kl. 14.00. Séra Mike Keliett og David Matthew frá Englandi tala. Allir velkomnir. Ath: Breyttan tfma. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almennn vakningasamkoma kl. 20.00. Ræöumaður: Garðar Ragnarsson. Allir hjartanlega velkomnir. National olíuofnar Viðgerða- og varahlutaþjónusta. Rafborg sf., Rauðarárstíg 1, s. 11141. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma i kvöld kl. 20.00. Elím, Grettisgötu 62, Reykjavík í dag, sunnudag, verður almenn samkoma kl. 17.00. Veriö velkomin. Hvrtasunnukirkjan Keflavík Almenn samkoma í dag kl. 14.00. Æskulýöskórinn Ljósbrot syngur og tekur þátt í samkom- unni. Ath. breyttan samkomu- tfma f dag. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 i dag kr. 14.00: Sunnudagaskóli fyrír börn. Kl. 20.30: Hjálpræðissamkoma. Majór Alma Kaspersen talar. Vitnisburðir og mikili söngur. Mánudag kl. 16.00: Heimila- sambandsfundur. Miðvikudag kl. 20.30: Hjálpar- flokkur (í kjallarastofunni). Allir velkomnir. Hvitasunnukirkjan Völvufelli Sunnudagaskóli kl. 11. Allir krakkar velkomnir. Almenn samkoma kl. 16.30. Barnagæsla. Allir hjartanlega velkomnir. sSái inhjólp f dag kl. 16.00 er almenn sam- koma í Þribúðum, Hverfisgötu 42. Fjölbreyttur almennur söng- ur. Barnagæsla. Gunnbjörg Óla- dóttir syngur Einsöng. Ræöu- maður er Oli Ágústsson. Allir velkomnir. Samhjálp. Haustátak ’88 fyrir þig Almenn samkoma í dag kl. 16.30 á Amtmannsstig 2b. Yfirskrift: Fylgdu honum (Matt. 9,9-13). Ræðumaður: Sr. Sigurður Páls- son. Mikill söngur, lofgjörð, vitn- isburðir, fyrirbæn. Barnasam- koma verður á sama tíma. Bænastund kl. 16. Kaffisopi o.fl. eftir samkomu. Gerðu átak og vertu með. KFUM, KFUK, SlK, KSF, KSS. Ljósprentun teikninga Kópíurtrans, filma. Ljósritun teikn- inga A4 - A3 - A2 - A1 - AO. Frágangur útboðs- og verklýs- inga. Plasthúðun. Næg bíla- stæði. Sækjum, sendum. Ljósborg hf., Laugavegi 168, Brautarholtsmegin, s. 28844. Frá Sálarrannsóknar- félagi íslands Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 3. nóvember kl. 20.30 á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18. Guðjón Baldvinsson flytur erindi sem hann nefnir „Rann- sóknir á dulskynjun dýranna“. Breski miðillinn Megan Burro- ughs starfar á vegum félagsins dagana 15.-27. nóvember. Nánari upplýsingar um fundi fást á skrífstofu félagsins, í síma 18130. Stjórnin. Verund Nýtt tímarit um dulræn málefni. Fæst i næstu bókabúð og á helstu blaðsölustöðum. Kristniboðsfélag karla, Reykjavík Fundur verður á Háaleitisbraut 58-60 mánudagskvöldið 31. okt- óber kl. 20.30. Allir karlmenn velkomnir. Stjómin. Geisladiskar kassettur og hljómplötur mikið úrval Mannakornskrúsirnar komnar aftur. Fallegar helgi- myndir brenndar á viðarplatta (td. Jesús á olíufjallinu, páska- máltíöin. Góði hirðirinn o.fl.). Kennsluefni fyrir sunnudaga- skóla. Hf Útivist, Sunnudagsferð 30. okt. kl. 13.00. Skipaskagi - Byggðasafnið í Görðum Brottför frá Grófarforyggju með Akraborg kl. 13.00. Mætiö tímanlega. Gengið verður um Langasand og upp fyrir Garða að fallegum skógarreit. Síðan verður hið merka byggða- safn skoöað. Verð 1.000,- kr. (safngjald innifalið). börn 6-14 ára greiöa kr. 300,- Létt ferð. Heimaménn slást í hópinn og fræða um staöhætti. Sjáumst. Útivist, feröafélag. Krossinn Auðbrekku 2,200 Kópavogur Samkoma í dag kl. 16.30. Allir velkomnir. Útivist Helgarferð 4.-6. nóv. Haustblót á Snæfellsnesi Góð gisting i herbergjum [ Laugagerðisskóla. Fjölbreyttar skoðunar- og gönguferðir. Ströndin „Undir Jökli" eöa Blá- feldarskarð eftir vali. Ekiö fyrir Jökul um norðanvert nesið. Hrtardalur skoðaöur á sunnud. Ein máltið innifalin. Upplýsingar og farm. á skrifst., Grófinni 1, símar: 14606 og 23732. Sjáumst! Útivist, ferðafélag. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SIMAR11796 og 19533. Sunnudagur 30. okt. - dagsferð Kl. 13.00 Búrfellsfljá - Húsafell - Kaldársel. Gengið frá Hjöllum um Búrfells- gjá, á Búrfell, þaðan á Húsfell og endar gönguferðin í Kaldár- seli. Verð kr. 500.00. Létt gönguferð viö allra hæfi. Brottför frá Umferöarmiðstöö- inni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Frrtt fyrir 15 ára og yngri. Ferðafélag íslands. .———J 1— MMHHæBMiaMHWMMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.