Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988 Utgerð á höfiiðborgarsvæðinu: Loðnuskipum hefur fækkað um helming Togurum fækkar, afli minnkar, en aflaverðmæti eykst Aflaverðmæti skipa frá Reykjavík, Kópavogi og Hafiiarfirði var á aíðasta ári meira en frá nokkrum öðrum landshluta, skipt eftir kjördæmum. Verðmætið var samtals 4,2 milljarðar eða 16,7% heildarinnar. Þrátt fyrir þetta hefur skipum frá þessum þremur stöðum fækkað á síðustu árum og hlutur þeirra í heildaraflan- um sömuleiðis. Skýring þessa er meðal annars sú, að hlutur frystitogara á þessum stöðum er vaxandi, til- koma fiskmarkaða hefur hækkað verð aflans upp úr sjó svo og mikil þátttaka í sölu fersks fisks eriendis. Á síðustu 8 árum heftir fiöldi fiskverkunarstöðva rúmlega tvöfaldazt, þrátt fyrir minnkandi hlut í aflanum. Upplýsingar þessar komu með- al annars fram á fundi fískifélags- deildar Reykjavíkur, Hafnarfjarð- ar og nágrennis, sem haldinn var fyrir stuttu. Þær hefur Ingólfur Amarson hjá Fiskifélagi íslands tekið saman og er vettvangur þessi byggður á texta og tölum frá honum. Togurunum fækk- aðiumþijá Árið 1981 voru gerðir út 22 togarar frá Reylqavík og Hafnar- fírði eða 24,2% togaraflotans. Á síðasta ári voru togaramir 19 eða 17,9% flotans. Árið 1981 öfluðu togarar þessara staða samtals 91.376 tonna sem vom 22,8% afla allra togaranna, en 1987 var afíinn 76.909 tonn eða 19,6% alls afla togaranna. Togurunum hefur fækkað um þrjá, en miðað við að þessir staðir hefðu haldið hlut sínum gagnvart heildinni, hefði togurunum átt að §ölga um 3. Afli hefur sem hlutfall lækkað minna en fækkun skipanna gæti gefíð til kynna, en aflaverðmæti er orðið hærra hlutfall af heild- inni. Líklegustu skýringar á því em miklar ísfísksölur erlendis á síðasta ári; frystitogumm hefur flölgað og urðu þeir fjórir á síðasta ári. Þá seldu togarar frá þessum stöðum vemlegt magn á físk- mörkuðum hér heima, miklu meira en togarar annars staðar á landinu, en reynslan var yfírleitt sú, að hátt verð fékkst fyrir físk- inn á mörkuðunum. í fyrra seldu togarar héðan 13.906 tonn af ísfiski erlendis og Fjöldi fisk- vinnslustöðva 1981 Reykja- vík: Hafiiar- fiörður: 14 Kópa- vogur: 4 Alls: 28 1982 14 18 5 37 1983 20 5 43 1984 19 3 38 1985 ‘Í8 17 5 40 1986 20 20 7 47 1987 26 7 59 1988 30/9 27 26 6 59 Byggt á ráðstöfunarskýrshim fiskverkenda til Fiskifélagsins. Aflaverðmæti skipa frá einstökum landsvæðum 1987 Landsvæði: Þús/kr. Reylq'avík, Kópavogur ogHafnarQörður 4.170.806 16,7% Norðurland e 3.714.166 14,9% Suðurland 3.359.985 13,6% Austfírðir 3.257.690 13,1% Suðumes 3.190.489 12,8% Vestfírðir 3.096.093 12,4% Vesturland 2.549.360 10,2% Norðurland v 1.594.440 ' 6,4% Samtals 24.933.029 100,0% Reykjanes 7.361.295 29,5% Norðurland 5.308.606 21,3% Breytingar á skipastólnum Togarar Allt landið 1981 1987 Aflamagn, tonn 401.485 100% 392.143 100% Aflaverðm. þús/kr. 1.194.500 100% 10.834.148 100% Fjöldi skipa 91 100% 106 100% Reykjav./Hafharf. Aflamagn, tonn 91.376 22,8% 76.909 19,6% Aflaverðm. þús/kr. 265.400 22,2% 2.427.400 22,4% Fjöldi skipa 22 24,2% 19 17,9% Loðnuveiðar Allt laudið 1981 1987 Aflamagn, tonn 640.562 100% 803.460 100% Aflaverðm. þús/kr. 304.800 100% 1.604.900 100% Fjöldi skipa 52 100% 49 100% Reykjav./Haftiarf. Aflamagn, tonn 202.167 31,6% 174.400 21,7% Aflaverðm. þús/kr. 97.777 32,0% 348.800 21,7% Ejöldi skipa 16 28,8% 10 20,4% er það um 47% af allri ísfisksölu íslenzku togaranna. Þá var afli frystitogara frá Reykjavík og Hafnarfirði 10.543 tonn og er það 26,4% þess botnfísks er frystitog- arar veiddu 1987. Stórt skarð höggv- ið í loðnuflotann Umtalsvert skarð hefur verið höggvið í loðnuskipaflotann, en Reykjavík og Hafnarifjörður hafa til skamms tíma verið þar framar- lega í flokki. 1981 áttu þessir staðir 15 skip, sem var 28,28% heildarinnar, en í fyrra vom loðnuskipin aðeins 10, eða 20,4% loðnuflotans. Árið 1981 öfluðu loðnuskip þessara staða 202.176 tonna af loðnu, sem var rétt um þriðjungar aflans, en í fyrra varð aflinn 174.400 tonn eða rúmur fimmtungur. í dag telur loðnu- floti þessara staða aðeins 7 skip og hefur því fækkað um 8 eða rúman helming á 8 ámm, en loðnuskipin em alls 48. Ein skýr- ing á þessari tilfærslu er hugsan- lega sú, að lengst af loðnuvertíð er mjög löng sigling af miðum til löndunar í Reykjavík og Hafnar- fírði. Verksmiðjan I Hafnarfirði er afkastalítil og á að auki ekki neinn þátt í útgerð fremur en fiskimjölsiðnaðurinn í Reykjavík. Vaxandi em bein tengsl milli verksmiðja og skipa og hefur það haft áhrif á þessa þróun. 11% botnfiskaflans eru unnin á svæðinu Sé hagnýting botnfiskaflans athuguð kemur ( ljós að hlutur Reykjavíkur, Kópavogs og Hafn- arfjarðar hefur skerzt nokkuð. 1981 tóku þessir staðir á móti 14,2% af heildinni en í fyrra 10,9%. Hefðu fiskmarkaðimir i Reykjavík og Hafnarfirði ekki komið til, má fullyrða að hlut- fallið hefði orðið mun lægra en það er nú. Þrátt fyrir þetta hefur fiskvinnslufyrirtækjum á svæðinu fjölgað vemlega eða úr 29 1981 í 69 í haust. Með fískmörkuðunum hefur opnazt sá möguleiki að smærri verkendur hafa átt þess kost í auknum mæli að komast yfír hráefni til vinnslu. Mikil hreyfing reyndar verið á þessu sviði og eigendaskipti hafa verið tíð. Útflutningsverð- mætið um 8 milljarðar Á síðasta ári var aflaverðmæti allra fískiskipa 24,9 milljarðar króna. Þar af var hlutur skipa frá Reykjavík, Kópavogi og Hafíiar- fírði 4,2 milljarðar eða rúmlega 16,7% heildarinnar. Sé miðað við það að verðmæti aflans tvöfaldist við útflutning, hefur gjaldeyrisöfl- un í tengslum við útgerð á þessum stöðum numið um 8 milljörðum á síðasta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.