Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988 27 Fullkomnustu þjálfunarkassarnir geta hreyfst í sex áttir á öflugum lyftum og þannig likt sem mest eftir hreyfingum flugvélar. Að innan er allt eins útlits og í eðlilegum stjórnklefa þotu og „úti fyrir“ má sjá brautina framundan! hefur nú breiðst út í öllum nýjum þotum. Flugmennimir fá nú miklu meiri upplýsingar á skjá í mæla- borðinu og mælum hefur verið fækkað. Fari eitthvað úrskeiðis er það gefíð til kynna á skjánum og vilji flugmenn kynna sér ástandið í hinum ýmsu kerfum vélarinnar geta þeir kallað upplýsingamar fram á skjánum. Kennslan fer öll fram hjá Boeing verksmiðjunum í Bandaríkjunum og er frumþjálfun fyrstu 16 áhafn- anna innifalin í kaupverðinu. Tveir og tveir flugmenn fara saman gegnum allt námskeiðið. Fyrst er þriggja vikna námskeið í eins kon- ar tölvuþjálfa. Kennari setur flug- mönnunum fyrir ákveðin verkefni á hveijum degi sem þeir eiga síðan að leysa upp á eigin spýtur. Um kvöldið hlýðir kennarinn þeim yfír og setur þeim heimaverkefni fyrir næsta dag. Þessi tími er því að sumu leyti sjálfsnám og aðstæður eru þannig að oft geta menn hald- ið áfram um kvöld eða helgar til að kynna sér þetta allt betur en þessi hluti námskeiðsins tekur samt þijár vikur. Síðan tekur við tveggja vikna þjálfun í flughermi, sérstökum tækjum sem eru útbúin eins og stjómklefí flugvélar. Hermilíkanið er þannig tækjum búið að flug- menn geta nánast flogið milli staða, hægt er að skammta þeim ákveðin veðurskilyrði og láta þá spreyta sig við bilanir, þeir tala við flugumferðarstjóra og þannig er nánast allt eins og í eðlilegu flugi. Eftir þessa þjálfun taka þeir síðan örfáa tíma í þotunni sjálfri og þá eru þeir tilbúnir til flugs á leiðum Flugleiða undir eftirliti þjálfunarflugmanna. Boeing fylgir síðan þjálfuninni eftir í sex mánuði. Miklar tilfærslur á flugmönnum Jón segir að í vetur verði miklar tilfærslur á flugmönnum Flugleiða. Aður en þeir sem eiga að taka við nýju vélunum halda á námskeið þarf að þjálfa aðra flugmenn til að taka við af þeim. Nú stendur því yfír námskeið fyrir flugmenn sem taka eiga við B727 þotunum en ekki þarf að þjálfa flugmenn á DC-8 þotur. Nokkrir flugmenn og flugvélstjórar á DC-8 flytjast tíma- bundið til starfa hjá German Air Cargo sem er dótturfyrirtæki Luft- hansa. Stöður flugmanna á nýju þotumar eru auglýstar af flug- rekstrarstjóra Flugleiða og hafa flugmenn með lengstan starfsaldur forgang. Þó ekki þeir sem eiga aðeins fáein ár eftir af starfsaldri sínum, því það kostar kringum 1,5 milljónir króna að að þjálfa hvem flugmann til starfa á nýrri vél. Jón ræddi í upphafí um samspil mannsins og tæknivæðingarinnar og þetta samstarf verður kannski best skýrt með því að lýsa blindað- flugi þar sem reynir bæði á full- komin tæki og hæfni mannsins. Þessi blindlendingaraðferð er köll- uð á ensku category I, II og III, flokkur eitt, tvö og þrjú. Flokkur I leyfír blindflug niður í 200 fet og skyggni á braut má ekki vera undir 540 metmm. Flokkur II leyf- ir flug niður í 100 fet og 350 m brautarskyggni lægst. Eftir það kemur cat III, sjálfvirk lending við enn lægri veðurmörk. Nýju þotum- ar verða búnar lendingarbúnaði af flokki III en ekki liggur fyrir ákvörðun um hvort sá búnaður verður notaður fyrst í stað. — Núverandi Flugleiðaþotur em búnar tækjum til lendingar eftir flokki II og flugmenn em þjálfaðir til þess og þar em gerðar sérstaklega strangar kröfur. Þetta em þau skilyrði þar sem minnstur tími er til að gera ráðstafanir komi upp óvænt atvik. Flugmaðurinn annast síðasta spöl blindaðflugsins eða lendinguna sjálfa. Þegar kom- ið er í þessa lágmarkshæð, 100 fet, er um tvennt að ræða. Ef flug- stjórinn sér þá aðflugs- eða braut- arljósin kallar hann lending, tekur við stjóm vélarinnar og lendir. Ef flugstjórinn hefur ekkert séð og ekkert heyrist frá honum í þessum 100 fetum ber flugmanninum að gefa vélinni fullt afl og hætta við aðflugið. Þeir mega síðan gera aðra tilraun en ef ekki tekst að lenda þá verða þeir að snúa til varaflugvallar. Talin er hætta á að spennan verði of mikil ef fleiri tilraunir em leyfðar. Flugmenn hljóta sérstaka þjálf- un í þessari lendingaraðferð og þeir verða að hafa flogið þotum í minnst 300 tíma áður en þeir fá þjálfun til að Ienda eftir flokki II og flugstjórinn verður að hafa flog- ið minnst 100 tíma á viðkomandi þotutegund. Fleiri í þjálfiin — nýtt húsnæði Að sjálfsögðu em það fleiri en flugmenn sem þurfa þjálfun á hin- ar nýju vélar. Flugfreyjur og flug- þjónar, flugvirkjar, flugumsjónar- menn og allir sem á einhvem hátt starfa við þjónustu og umsjá vél- anna þurfa sinn skóla. Öll þessi kennsla fer af stað þegar líður á veturinn. Flugvirkjamir eiga sennilega lengsta námið fyrir höndum og em reyndar þegar byij- aðir. Á sviði þeirra em breyting- amar miklar, þeir em mjög sér- hæfðir hver á sínu sviði og sitja því nú allt upp í tveggja mánaða námskeið hjá Boeing og heima. Þá má nefna að tekið hefur ver- ið í notkun nýtt kennsluhúsnæði hjá Flugleiðum. Er það í Hótel Esju en áður var kennt á Loftleiða- hótelinu og húsnæði á aðalskrif- stofu félagsins. Guðmundur Snorrason er deildarstjóri flug- þjálfunardeildar og segir hann það mikla bót að hafa fengið þessa nýju aðstöðu. Þama má halda nán- ast öll þau námskeið sem félagið þarf. Kennslustofur era fjórar og tekur sú stærsta kringum 40 manns í sæti. Þama verður líka smám saman komið fyrir ýmsum kennslutækjum og búnaði' sem þarf að hafa við höndina. Og þessi námskeið era ekki að- eins haldin nú þegar taka á nýjar vélar í notkun. Allir starfsmenn Flugleiða sem starfa við vélamar, flugliðar, viðhaldsstarfsmenn, flugumsjónarmenn og þeir sem starfa að markaðs- og sölumálum, fara með reglulegu millibili á sín sérstöku námskeið. Allir verða að hafa allt á hreinu varðandi sinn þátt starfsins og til að tryggja það sem best er það gert með regluleg- um upprifjunamámskeiðum. Læt- ur nærri að kringum eitt þúsund manns sitji því námskeið hjá félag- inu á hveiju ári og má segja að það sé sæmilega stór skóli. Þá má að lokum minnast á allar handbækumar sem fylgja flug- rekstrinum og væri það raunar kafli út af fyrir sig. Hver flugvélar- tegund hefur sína handbók um allt sem að henni lýtur og um leið og hver starfsmaður fræðist um sitt svið fær hann að sjálfsögðu sinn skammt af nauðsynlegum handbókum sem hann notar í dag- legu starfí. Þau em því ekki svo fá öll þessi atriði sem hafa þarf í huga þegar taka skal nýja flugvél í gagnið. jt í Kringlunni opið alla sunnudaga tll kl 21.00. H ISHOLLIN ís-ogísréttir Jarlinn r • V E I T I H G A S T O F A • Hamborgararog pítur Frábærar pizzur R E T TIR Kaffi, kakó og heitarvöfflur Mexíkanskur matur og kjúklingar IrfMlf Indó-kínverskur matur VI -alltsem þúvilt- Ath. Allir krakkarfá blöðrur 111111 ijliliuliitiu itiniUmiuiiiiiittmtiiiui.íitii •• rr'j'viri'B grffiri b w ■ ■ « ■ ■ ■ ■■■ ■" ■ ■ '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.