Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988 U M ÞJÁLFUN FLUGMANNA Flugmenn eru hér á námskeiði hjá Stefáni Jónssyni. Flugmenn eru ein fárra starfs- stétta sem þarf reglulega að gangast undir hæfnispróf til að kanna hvort þeir kunni sitt fag. Tvisvar á ári eru þeir send- ir í slíkt próf þar sem prófað er rækilega hvort þeir hafa rétt viðbrögð á takteinum, viðbrögð við óvæntum aðstæðum og bilun- um þar sem rétt ákvörðun og réttu hand- tökin skipta höfuðmáli. Grundvallarþjálfun þeirra miðar líka að þessu og í gegnum árin hafa menn stöðugt haft þessa þjálfun til endurskoðunar. Sífellt koma fram hug- myndir um endurbætur sem miða að því sama: að auka hæfni flugmanna og auka öryggi í flugi með hagnýtingu tækninnar á öllum sviðum. Með nýjum þotum hjá Flugleiðum er framundan viðamikil til- færsla á flugmönnum og grunnþjálfun. Þar koma margir við sögu og raunar þarf ekki aðeins að þjálfa flugmenn heldur einnig flugvirkja og alla þá sem á einhvem hátt starfa við beina þjónustu vélanna sjálfra. Til að fræðast nánar um þessi mál og al- mennt um þjálfun flugmanna er hér rætt við Jón Ragnar Steindórsson yfirflugstjóra hjá Flugleiðum. Jón R. Steindórsson yfirflugsijóri Flugleiða. Morgunbiaðið/Ámi Sæbtrg Stöðug þjálfun og hagnýting tækninnar skipta höfuðmáli Rætt við Jón R. Steindórsson yfirfiugstjóra Flugleiða Guðmundur Snorrason deildarstjóri hjá Flugleiðum hefur yfirumsjón með öllu námskeiðahaldi og þjálfiinarmálum. Hér er hann í nýju kennsluhúsnæði Flugleiða á Hótel Esju. — Rannsóknir á flugslysum í gegnum árin sýna okkur að í meiri- hluta tilvika má rekja orsakir slysa til mannlegra mistaka. Þetta var sýnt fram á árið 1940 og þetta er svo enn í dag. Hins vegar skulum við ekki gleyma því að flugumferð hefur margfaldast síðan þá og vissulega hefur flugslysum stór- lega fækkað og sífellt eykst ijöldi flugfarþega. Flugöryggi hefur þannig fleygt fram og þar fara saman aukin tæknivæðing, aukin hæfni flugmanna og endurskoðað- ar og hertar flugöiyggisreglur. Við getum ri§að upp speki Róm- veijans Cicero sem segir að það sé mannlegt að skjátlast og við þetta eðli mannsins erum við sífellt að slást. Ef maðurinn gæti náð þeirri fullkomnun að honum hætti að skjátlast værum við á grænni grein. En því er ekki að heilsa. Við getum hins vegar þjálfað okk- ur til þess að draga úr hinum ýmsu mistökum okkar. í fluginu er stefnt að því að brúa eins vel og hægt er bilið milli mannlegs eðlis og tækninnar án þess þó að við höfum oftrú á tækninni. Sálfræðin notuð Jón Ragnar gat um bók eftir Frank Hawkins sem verið hefur flugstjóri hjá hollenska flugfélag- inu KLM og er jafnframt sálfræð- ingur. Hann hefur bent á ýmislegt úr sálfræðinni sem hefur hagnýtt gildi í þjálfun flugmanna og bent á einföld dæmi. Tökum til dæmis símann. í um það bil eitt af hveij- um 20 skiptum sem við veljum símanúmer höfum við valið rangt númer. Með þjálfun má stórlega draga úr þessum mistökum þannig að við gerum aðeins mistök í eitt af hveijum þúsund skiptum. — Á sama hátt er dregið úr mistökum flugmanna með þjálfun og aftur þjálfun og þeir verða að standast ákveðnar kröfur og kom- um við þá aftur að þessu með einn á móti þúsund. Breska flugmála- stjórnin gerir þá kröfu til flugvéla sem hafa blindlendingarkerfí sem kallað er Category III eða flokkur III að líkur á bilun sem leiðir til algjörrar óvirkni séu aðeins ein á móti 10 milljónum. Þetta er töl- ftæðileg útfærsla á kröfunum. Þetta sýnir hversu stórkostlega tæknin getur aukið öiyggið. Með ýmsum sálfræðilegum próf- um hefur verið hægt að kanna hvort menn eru hæfir til að gegna starfí flugmanna og þannig hefur það verið tekið upp hjá Flugleiðum. Þegar flugmenn eru ráðnir þurfa þeir að gangast undir sálfræðipróf til að fá skorið úr um hæfni sína á vissum sviðum — ýmsum öðrum sviðum en þeim sem beint snerta kunnáttu þeirra og hæfni til að stjóma flugvél. En hveijir eru það sem ákveða reglur varðandi flugöryggi? — Flugmálayfírvöld í hveiju landi setja sínar reglur og flugfé- lögin verða að byggja á þeim og stundum gera þau jafnvel meiri kröfur en stjómvöld. Alþjóða flug- málastofnunin leggur allar megin- reglur og sér um að allir vinni eft- ir sömu reglum og hafa íslending- ar alltaf tekið þátt í þessu sam- starfi. Þá eru Flugleiðir aðili að IATA þar sem er sérstök deild sem annast allt er viðkemur þjálfun og flugöryggi. Þangað höfum við mik- ið að sækja enda vilja áætlunar- flugfélög hvar sem er gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja sem best öryggi í flugi. Svo má líka nefna alþjóðasam- tök flugmanna, IFALPA en meðal þeirra er unnið mikið starf að þess- um málum. Félag íslenskra at- vinnuflugmanna er aðili að alþjóða- sambandinu og hjá Flugleiðum er reynt að haga málum þannig að þau séu kynnt FÍA og fengin um- sögn félagsins eða öiyggisnefndar þess. Þá eru Flugleiðir aðilar að sam- tökunum Flight Safety Foundation en það eru alþjóðasamtök sem starfa á sviði flugöryggismála. Þau hafa aðsetur í Washington í Bandaríkjunum og eru þetta orðin allrótgróin og reynd samtök. Við fáum miklar upplýsingar frá þeim en meðal aðila eru ýmsir háskólar og rannsóknastofnanir og NASA. Stöðug endurskoðun á reglum Jón segir að allar þessar reglur séu í stöðugri endurskoðun. Alls konar nefndir fara í gegnum hina ýmsu málaflokka og lengi er hægt að læra af reynslunni og bæta úr. Þannig segir hann að fyrir nokkr- um árum hafí orðið ákveðin grund- vallarbreyting á þjálfun flugmanna og hæfnisprófum þeirra. — Þjálfim og hæfnisprófun flugmanna hefur lengst af gengið út á það að prófa hvem einstakan flugmann og láta hann sýna hvers hann er megnugur við hinar ýmsu óvæntu aðstæður. Nú er farið að prófa áhafnimar saman, flug- stjóra, flugmann og flugvélstjóra sé hann fyrir hendi. Kannað er hvemig mönnum gengur að starfa saman undir álagi, hvemig flug- stjórinn bregst við og stjómar flug- inu við þessar aðstæður og þar fram eftir götunum. Best er að lýsa þjálfun flug- manna með því að rekja það sem framundan er hjá þeim flugmönn- um Flugleiða sem fara eiga til starfa á hinum nýju þotum. Þama er um ýmsar nýjungar að ræða sem ekki hafa verið fyrir hendi í eldri þotunum og Jón Ragnar lýsir nán- ar gangi mála: — Segja má að hér sé um bylt- ingu að ræða í stjómklefanum. Hún hófst fyrir fáum árum en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.