Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988 Ofgnótt bakgrunnsgeislunar? Vísindi Sverrir Ólafsson Það er talin áreiðanleg þekking að einsleit og samátta geislun, sk. bakgrunnsgeislun, fylli allt al- heimsrúmið. Bakgrunnsgeislunin eru leifar eldhnoðra frumspreng- ingarinnar, sem markar upphaf alheimsins. Frá frumsprenginu hefur alheimurinn stöðugt verið að þenjast út og með honum geisl- un og efni, sem hafa þynnst og kólnað. Mælingar á undanförnum árum hafa sýnt að bakgrunnsgeislunin býr yfír eiginleikum sk. algeislun- ar eða svarthlutargeislunar. Geisl- un af þessari gerð er algeng, en ýmsir heitir hlutir eins og glóandi járn senda frá sér slíka geislun. Ljósstyrkur algeislunar er mestur við ákveðna bylgjulengd, sem er háð hitastigi geislagjafans, en fellur síðan á einkennandi með lengri og styttri bylgjulengdum. Hitastig bakgrunnsgeislunarinnar er u.þ.b. 2,7 gráður yfír alkuli. A undanfömum mánuðum hafa miklar umræður átt sér stað á meðal stjamfræðinga um hugsan- leg frávik bakgrunnsgeislunarinn- ar frá nákvæmum eiginleikum algeislunar. Upphaf þessara um- ræðna vom niðurstöður mælinga sem framkvæmdar voru af vísindamönnum frá Nagoya- háskólanum í Japan og Kali- fomíu-háskóla í Berkeley í upp- hafí síðastliðins árs. Niðurstöð- umar sýna all veruleg frávik bak- grunnsgeislunar frá algeislun á bylgjulengdarbilinu 400—700 /x m. (míkrómetrar). Síðan hafa hugmyndaríkir fræðimenn sett fram mismunandi tilgátur til skýr- ingar á fyrirbærinu. Vísindamennirnir notuðu eld- flaug til að senda helíumkældan geislamæli í rúmlega 350 kíló- metra hæð, sem er vel utan við lofthjúp jarðarinnar. Gögn sem mælitækin sentu til jarðar sýndu að geislamagnið á mikrómetrabil- inu var allt að því 10% meira en við var að búast af 2,7 °K algeisl- un. Með tilliti til nútíma mæli- tækni eru þetta allveruleg frávik. Ef niðurstöðurnar em réttar standa vísindamenn frammi fyrir því vandamáli áð skýra upphaf viðbótargeislunarinnar sem er mest á bylgjulengdarbilinu 400—700 iim. Ein tilgáta sem 1013 1015 1017 1019 TÍÐNI Línuritið sýnir litróf algeislunar við mismunandi hitastig, 3 K, 300 K og 3xl04 K. Nýjustu mælingar bandarískra og japanskra vísindamanna benda til þess að litróf bakgrunnsgeislunarinnar sé ekki fullkomiö algeislunarlitróf. stungið hefur verið upp á gerir ráð fyrir því að snemma á æviske- iði alheimsins hafí ljóseindir bak- gmnnsgeislunarinnar víxlverkað við rafeindir rafgass í rúminu á milli vetrarbrautanna. Við þessa víxlverkan hafa ljóseindirnar tekið upp viðbótarorku sem hefur aflag- Ofurveik, einsleit og samátta bakgrunns- geislun umlykur jörðina og aðra hnetti alheimsrúmsins. Geislunin eru menjar eldhnoðra frumsprengingarinnar sem alheimurinn myndaðist af. Robert Wilson og Arno Penzias (til vinstri) voru fyrstir til að mæla geislunina árið 1964, en George Gamoz hafði sagt fyrir um til- vist hennar árið 1950. að algeislunarlitróf þeirra. Onnur tilgáta ætlar að fýrstu sprengistjömumar (supemovas) sem spmngu hafí þyrlað efni út í alheimsrúmið sem síðan hitnaði fyrir tilstuðlan annarra nágranna- stjama. Hitageislun efnisins hefur bætst við bakgmnnsgeislunina, nær eingöngu á míkrómetrabilinu. Ekki em allir sammála um að fyrirbæri af þessari gerð geti skýrt frávik bakgmnnsgeislunar- innar frá litrófí algeislunar. Cedric G. Lacey og George B. Field hafa reiknað út að rafgastilgátan skýri ekki nema einn sjöhundraðasta hluta af því fráviki sem vísinda- mennimir frá Nagoya og Berkeley mældu. Sprengjutilgátan kemst nær takmarkinu, en hún getur skýrt helminginn af mældu frá- viki. Mælingar á bakgmnnsgeislun- inni em mjög flóknar og næmar gegn allskyns ytri traflunum. Nokkrir fræðimenn hafa því stungið upp á því að niðurstöðurn- ar hafi raskast vegna útblásturs frá eldflauginni sem kom mæli- tækjunum á loft eða af völdum íss sem myndaðist á tækjunum þegar þau ferðuðust í gegnum andrúmsloftið. Til þess að útiloka sem flesta tmflandi þætti er nauðsynlegt að endurtaka mælingarnar með mis- munandi og bættum tækjum. Undirbúningur slíkra mælinga er nú í gangi, en á næsta ári ætla japönsku og bandarísku vísinda- mennimir að senda á loft gervi- hnött sem þeir nefna „Cosmic Background Explorer". Hlutverk þessa gervihnattar er margþætt, en honum er meðal annars ætlað að staðfesta á óháðan hátt niður- stöður fyrri mælinga. Lönduðu síld o g loðnu á Akranesi í fyrsta sinn í haust Akranesi. FYRSTU bátarnir sem landa síld og loðnu á Akranesi á þess- ari vertíð komu til hafnar á miðvikudaginn. Það var Víkingur AK sem kom með fyrstu loðnuna og var afli hans 1.350 tonn eða fullfermi. Gamalkunnugt skip úr flota Akur- nesinga, Höfrungur II GK, kom með fyrstu síldina frá Austfjarða- miðum, um 130 tonn og var síldin söltuð hjá HB og Co hf. •Búast má við að þrjú skip veiði síld fyrir HB og Co á þessari vertíð. Þijú skip frá Akranesi verða á loðnuveiðum í vetur. Tvö þeirra, Höfmngur og Víkingur, hafa nú þegar hafið veiðar en Bjarni Olafsson mun hefja veiðar á næstunni. Afli togarana hefur verið mis- jafn að undanförnu og afli hjá smábátum verið tregur. - JG mnrrtrjnT jf mwÉT:» ötjrtiisr.- Sí .rr Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Víkingur AK í Akraneshöfn að landa fyrsta loðnufarminum á þessari vertíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.